Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2001, Blaðsíða 32
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2001
<*
Sveitarstjóri:
Neitar aö
flytja af snjó-
flóðasvæði
Friögerður Baldvinsdóttir, svéit-
arstjóri i Súðavík, neitar að rýma
hús sitt sem er á yfirlýstu snjóflóða-
svæði og hefur svo veriö um árabil.
Almannavarnarnefndin á ísafirði
hefur fundað vegna kergju sveitar-
stjórans enda hafa yfirvöld áhyggj-
ur af búsetu Friðgerðar á hættu-
svæðinu í Súðavík. Fyrir liggur
kauptilboð frá hreppnum í hús
sveitarstjórans en tilboðið er án
tímamarka og því situr Friðgerður
sem fastast. Sýslumaðurinn á ísa-
firði getur lítið aðhafst og kýs að
bíða átekta.
Sjá nánar bls. 37.
Þungatakmarkanir:
Allar undanþágur
afturkallaðar
„Á meðan þetta ástand varir er
gamla reglan í gildi og allar undan-
þágur sem menn hafa haft eru aftur-
kallaöar," segir Björn Svavarsson
hjá Vegagerð ríkisins en Vegagerð-
in hefur hert tökin varðandi þunga-
takmarkanir á þjóðvegum landsins
og fylgist vel með að þær séu virtar.
„Þetta gildir um meginþorra allra
vega landsins og hámarksþunginn
er 39 tonn og 23 tonn fyrir vörubíla.
Á Vestfjörðum en þetta þó eitthvað
stífara sums staðar. Frost er víða að
fara úr vegunum og ástand þeirra
því varasamt en strax og frystir aft-
ur verður þessum takmörkunum
aflétt," sagði Bjöm. -gk
Smáralind
Sá fyrsti kominn og tólf á leiðinni
Stekkjastaur laumaöist til byggöa í gærkvöid og fór víöa meö pokann sinn fram eftir nóttu. Hér launar hann reykvískri
stúlku þægðina á síöustu dögum og ekki aö efa aö fleira góögæti fer ofan í sama skó á næstu dögum.
Ú thverf af rambo ð:
Ánægja með
frumkvæðið
Aðalfundur Hverfasamtaka Graf-
arvogs, sem haldinn var í gær, lýsir
í ályktun sinni ánægju með það
framkvæði sem formaðurinn hefur
sýnt að undanfórnu með að stofnað
verði til sérstaks úthverfaframboðs
í borginni. Nauðsynlegt sé að radd-
ir fólks í úthverfum heyrist betur og
meira í umræðu um borgarmálin.
„Það er heilmikill áhugi fyrir út-
hverfaframboði. Við höfum einnig
sett okkur í samband við fólk í
Árbæ og Breiðholti og kannað
áhuga þess fyrir svona framboði,"
segir Hallgrímur N. Sigurðsson, for-
maður hverfasamtakanna.
Hallgrímur staðfestir þær heim-
ildir DV að fulltrúar D- og R-lista
hafi sett sig í samband við Grafar-
vogsfólk og reynt að hafa áhrif á að
úthverfaframboð yrði ekki að veru-
leika. -sbs
Vissi alltaf að strák-
arnir myndu ná í mig
- segir Jón Björnsson sem féll útbyrðis af togaranum Kaldbak í Eyjafirði í gærkvöldi
„Mín fyrsta hugsun þegar ég gerði
mér grein fyrir því að ég var á leið út-
byrðis var að ég þyrfti að losna frá
vírnum strax og ég kæmi í sjóinn. Það
gekk mjög vel og þótt skipið fjarlægð-
ist mig var ég alltaf sannfærður um
að strákarnir myndu koma og ná í
mig og ég sagði upphátt að ég ætlaði
ekki að fara núna,“ segir Jón Björns-
son, skipverji á togarnum Kaldbak frá
Akureyri, en honum var bjargað í
Eyjafirði í gærkvöldi eftir að hafa fall-
ið útbyrðis þegar skipið var á leið út
fjörðinn. Togarinn var á útleið
skammt utan Svalbarðseyrar. Eftir
björgunina var farið með Jón á Fjórð-
ungssjúkrahúsið en að lokinni skoðun
fékk hann að fara heim. Hann var
ótrúlega vel á sig kominn en marinn
og þrekaður eftir þessa lífsreynslu.
„Ég geri mér ekki alveg grein fyrir
því hvað gerðist en vír sem verið var
að láta renna útbyrðis slóst í mig og
kippti mér aftur úr og niður rennuna.
Þegar ég var kominn í sjóinn losaði ég
mig við úlpu, gúmmíbuxur og stígvél
sem þyngdu mig og svo reyndi ég bara
að halda ró minni. Það var talsverð
alda en ég geri mér ekki grein fyrir
hversu miki,l“ segir Jón en sunnan-
hvassviðri var í Eyjafirði í gærkvöldi.
Jón segist ekki gera sér grein fyrir
því hversu langt skipið hafi fjarlægst
sig áður en því var snúið við. „Ég
fylgdist hins vegar vel með og sá þeg-
Jón Björnsson
„Fyrsta hugsunin var aö ég þyrfti aö
losna frá vírnum
þegar ég kæmi í sjóinn. “
ar skipinu var snúið og að strákamir
voru komnir með kranann í gang. Þá
vissi ég að þeir voru að gera gúmmi-
bátinn kláran. Þegar báturinn var
kominn í sjóinn og þeir tóku stefnuna
til min kallaði ég eins og ég gat og
þeir sögðu mér að þeir hefðu heyrt í
mér. Strákarnir stóðu sig rosalega vel,
ég er þeim afar þakklátur og sendi
þeim minar bestu kveðjur," sagði Jón
í morgun. Hann er 39 ára gamall, gift-
ur og þriggja barna faðir.
„Það stóðu sig allir mjög vel við
þessar aðstæður, bæði Jón sem féll út-
byrðis og strákarnir um borð. Jón los-
aði sig við þungan fatnað og eyddi
ekki kröftunum í neitt óþarfa svaml.
Strákarnir hentu út bjarghring með
ljósi sem Jón náði reyndar ekki í og
þeir komu léttabátnum í sjóinn á al-
veg ótrúlegum hraða. Svo hjálpaði
það að Jón var með hvitan skíðahjálm
sem glampaði á og það auðveldaði að
finna hann. Það hjálpaðist allt að og
Jón var ekki nema um 10 mínútur í
sjónum. Ég er mjög ánægður með
mina menn og hvernig þeir brugðust
við,“ sagði Víðir Benediktsson, skip-
stjóri á Kaldbak, þegar DV ræddi við
hann í morgun. -gk
Samtök atvinnulífsins samþykkja áframhaldandi viðræður við ASÍ:
Búist við samkomulagi í dag
- styrking krónunnar hvetur okkur, segir Ari Edwald
Búist er við að samkomulag Sam-
taka atvinnulífsins og Alþýðusam-
bands íslands, um aðgerðir til að
koma í veg fyrir uppsögn launaliðar
samninga í febrúar, geti náðst í dag.
Stjórn Samtaka atvinnulifsins sam-
þykkti á fundi sínum í gær að halda
áfram viðræðunum við Alþýðusam-
bandið en sem kunnugt er snúast
þær fyrst um aö viðbótarlífeyris-
greiðslur atvinnurekenda verði í
formi fasts framlags og að launa-
hækkun sem koma á til fram-
kvæmda um áramótin 2002/2003
verði heldur hærri en um hafði ver-
ið sammið. Ari
Edwald vildi í
gær ekki tjá sig
um það hvað
bæri á milli en
kvaðst vongóður
um að samningar
myndu nást i dag,
miðvikudag, en
menn væru að ná
utan um einstök
atriði í þessu samkomulagi. Ljóst er
að aðkoma ríkisstjórnarinnar liggur
fyrir en hún mun felast í yfirlýsingu
sem gefin verður út um þau atriði
sem áður hafa verið tiunduð hér í
blaðinu.
Það hefur blásið miklu lífi í þess-
ar viðræður allar að fréttir af við-
ræðunum hafa haft mjög jákvæð
áhrif á þróun íslensku krónunnar
sem styrktist um 2,7% í gær og var
gengisvísitalan komin niður í 145,1
stig við lokun í gær. „Þetta hefur
vitaskuld verið okkur mikil hvatn-
ing að ljúka þessu. Eftir því sem
maður heyrir hjá markaðsaðilum
eru þessar viðræður taldar vera yf-
irgnæfandi skýring á þessari þró-
un,“ segir Ari Edwald. -BG
Ari Edwald.
Útiljós
Rafkaup
Ármúla 24 • S. 585 2800