Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2002
DV
5
Fréttir
Halldór Ásgrímsson um allt aö 49% hlut Norðmanna í álveri við Reyðarfjörð
Aukin erlend fjár-
festing myndi
styrkja krónuna
- segir lífeyrissjóöum bjóðast fáir betri fjárfestingarkostir
Halldór Ásgrímsson, utanríkis-
ráðherra og þingmaður Austur-
lands, segir það ekki vera nýjar
fréttir að rætt sé um að eignarhlut-
ur Norsk Hydro i væntanlegu álveri
á Reyðarfirði verði allt að 49%. í
viðræðum um eignaraðild hafi ýms-
ir möguleikar verið reifaðir en
ákveðnar tölur um hlutfallslega
eign einstakra aðila hafi ekki verið
fastmótaðar. Það sé þó í öllu falli
ljóst að mikill áhugi sé meðal fjár-
festa á þessu verkefni, enda sé álver
á Austurlandi framkvæmd sem ætti
að geta skilað eigendum sínum góð-
um arði.
Áformin alltaf á góðri siglingu
„Vilji Norðmanna hefur verið að
hlutur íslendinga í álveri sé stór og
að við eigum meirihluta hlutaíjár,"
segir Halldór Ásgrímsson í samtali
við DV í gær. „Hér innanlands eru
það helst lífeyrissjóðir sem hafa bol-
magn til að fjárfesta í álveri. Meðal
þeirra hefur verið mismikill áhugi
fyrir þessu verkefni, eins og við höf-
um til dæmis séð af hálfu Lífeyris-
sjóðs opinberra
starfsmanna.
Fjármögnun hér
heima er því ekki
jafnauðveld og
menn ætluðu.
Sjálfur tel ég hins
vegar að sjóðun-
um bjóðist ekki
margir betri fjár-
festingarkostir
hér heima en ál-
ver, ef arðsemiskröfur ráða för og
þar með hagsmunir sjóðfélaga.“
Skömmu fyrir jól sneri umhverf-
isráðherra við úrskurði Skipulags-
stofnunar um "Kárahnjúkavirkjun
og gaf grænt ljós - í stað rauðs. Þar
með voru virkjunar- og stóriöju-
áform laus úr þeirri sjálfheldu sem
verið hafði. Að úrskurði ráðherra
fengnum sagði Þorgeir Eyjólfsson,
framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs
verslunarmanna, að málið væri aft-
ur komið á beina braut. „Ég tel
virkjunar- og stóriðjuáform alltaf
hafa verið á góðri siglingu og það er
ánægjulegt að sjá hvað skilningur á
nauðsyn þessara framkvæmda hef-
ur verið að aukast. Þetta fullvissar
mig líka um nauðsyn þess að stjór-
málamenn vinni að brýnum málum,
þó þau kalli á andstöðu um nokkurn
tíma,“ sagði Halldór. Hann segir
breyttar aðstæður í íslenskum efna-
hagsmálum efalítið eiga sinn þátt í
þessari viðhorfsbreytingu almenn-
ings gagnvart álversmálum.
Styrkir krónu og bætir
þjoðarhag
Um allt að 49% eignarhlut Norð-
manna í Reyðarfjarðarálveri segir
Halldór að slíkt þýði þá jafnframt
aukna erlenda fjárfestingu í land-
inu. í þessu samband sé vert að hafa
í huga að ein af ástæðum þess að
trú manna á styrkleika islensku
krónunnar hafi dvínað sé sú að
þeim hafi þótt fjárfestingar útlend-
inga hérlendis ónógar. Ef þetta snú-
ist hins vegar við með stærri eign-
arhlut Norsk Hydro í álveri muni
það vísast styrkja krónuna - og þar
með bæta þjóðarhag. -sbs
Halldór
Ásgrímsson.
Seyðisfjörður:
Feit og fín
síld verkuð í
alla nótt
Það lifnaði yfir fólki á Seyðisfirði
í gærmorgun þegar Ásgrímur Hall-
dórsson frá Hornafirði kom siglandi
til Seyðisfjarðar með 130 tonn af úr-
valssíld, fyrstu síld ársins. Síldin,
stór, feit og falleg, fékkst á Héraðs-
flóadýpi. Skipið hélt til hafnar enda
skollin á mikil bræla eystra. Vonir
stóðu til að flotinn kæmist út að
nýju í nótt. Ellefu bátar lágu í Seyð-
isfjarðarhöfn í gærdag og biðu eftir
að komast á miðin enda stutt sigling
í loðnuna í Seyðisfjarðardýpi.
í gær unnu 50 til 60 manns við að
flaka síldina og frysta. Síldin er
spennandi sem fyrr og kannski
óvenju góð í sölu um þessar mundir.
„Það er ekki erfltt að fá fólk til
vinnu um þessar mundir, það er
ljóst,“ sagði Ómar Bogason í Strand-
bergi í gærkvöldi. Ómar sagði að unn-
ið yrði í striklotu og alla aðfaranótt
þriðjudagsins. -JBP/KÞ
DV-MYND SIGURÐUR HAUKSSON
Feitar og fínar
Þær eru feitar og fínar, síldarnar. Stelpurnar á Seyöisfiröi eru hins vegar
grannar, nettar og hörkuduglegar. Mikil vinna var fram undan í síldinni, löng
nótt viö frystinguna.
Reykvíkingar búa við 702 götur:
Borgarbuum fjolgaði um
13 þúsund á áratug
Ibúar Reykjavíkur voru samkvæmt
bráðabirgðatölum alls 112.276 fyrsta
desember á síðasta ári. Þegar mann-
fjöldatölur Hagstofunnar eru skoðaðar
kemur fram að karlar í Reykjavík eru
55.134 en konur örlítið fleiri eða 56.666.
íbúum í höfuðborginni hefur fjölgað
um 934 íbúa á einu ári en alls hefur
íbúunum öölgað um tæplega þrettán
þúsund á síðasta áratug, eða sem sam-
svarar 12,7 prósentum.
Tæpleg fimmtungur borgarbúa býr i
Breiðholtinu og er hverfið því enn
stærsta hverfi borgarinnar. Alls er
búið við 702 götur í Reykjavík en þær
voru 657 fyrir áratug.
Alls níu götur teljast fámennustu
götur í Reykjavík og höfðu þær aðeins
einn íbúa. Götumar fámennu sem um
ræðir eru Ánanaust. Veltusund, Skóg-
arhlíð, Bolholt, Vesturhlíð, Breiðholts-
Breiðholtlð
Fimmtungur borgarbúa býr í Breiöholti sem er stærsta hverfi
borgarinnar.
vegur, Árbæjarblettur, Smálandabraut
og Jafnasel. í nokkrum götum voru
einnig tveir íbúar skráðir til heimilis
og meðal þeirra staða þar sem tveir
búa er Viðey. Ejölmennasta gata borg-
arinnar, eins og mörg undanfarin ár,
er Hraunbær en þar em skráðir til
heimilis 2.348 manns, rúmlega 60 færri
en árið 1991. í mælingum Hagstofunn-
ar kemur einnig fram að hlutfall fólks
á aldrinum 20 til 34 ára og 70 ára og
eldra er hærra í Reykjavík en annars
staðar á landinu en það er aftur á móti
lægra fyrir fólk á aldrinum 5 til 19 ára.
Hlutfall 67 ára og eldri er lægst í aust-
urhverfum borgarinnar, Árbæ, Breið-
holti, Grafarvogi, Borgarholti og á
Kjalamesi. -MA
ReyðarQarðarálver
Tölvugerö mynd af fyrirhuguöu álveri viö noröanveröan Reyðarfjörö.
tnnar
5 x 500 blöð Ijósritunarpappír
10 bréfabindi 7cm. A-4
20 plastmöppur A-4
Rekstrarvörur
! AÁu'rj ’■ • ■■*«.';~'y 1 - ■ ■; vvv..'y1> • ■;
- vmna með þer
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími 520 6666 • Ðréfasími 520 6665 • sala@rv.is
Skrifstofuvörur með 20% afslætti