Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Blaðsíða 24
28 ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2002 Tilvera DV »lífiö Vílólutónar og söngur í Salnum Tónleikar verða í Salnum, Kópavogi, í kvöld þar sem flutt verða einleiks- og kammerverk fyrir víólu. Flytjendur eru: Jón- ína Hilmarsdóttir, víóla, Stein- unn Birna Ragnarsdóttir, píanó, og Ásgerður Júníusdóttir, söng- ur. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Vieuxtemp, Hindemith, K. Ý Koscar, Brahms og Enescu. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Fundir ■ ÞJOPHATIÐIR OG ViÐHALD ÞJOÐERNISVITUNDAR Kolbeinn Ottar Proppé sagnfræðingur fjallar um þjóöernisvitund og þjóöhátíöir á hádegisverðarfundi Sagnfræðingafé- I lagsins kl. 12.05-13.00 í Norræna húsinu. ■ FYRIRLESTUR UM SKATTLAGNINGU I LÖGBER6I Grænir skattar; góð leið til “ umhverfisverndar er yfirskrift málstofu á vegum Landverndar og Umhverfisstofnunar Háskóla íslands sem fram fer í Lögbergi, stofu 101, í dag og hefst kl. 16.00. Þórólfur Matthíasson, hagfræöingur og dósent, Björn Rúnar Guömundsson, hagfræðingur í fjármálaráðuneytinu, Geir Oddsson, auðlindafræöingur og alþingismennirnir Þórunn Sveinbjarnardóttir og Pétur Blöndal flytja stutt innlegg og taka þátt í pallborðsumræðum. Málstofan er öllum opin sem áhuga hafa. ■ FRAMTÍÐ ÞJÓÐRÍKISINS RÆDD Framtíö þjóöríkisins, einkum meö tilliti til þróunarinnar í Evrópu, er heiti málstofu á vegum lagadeildar Háskóla íslands. Hún fer fram á morgun, miövikudaginn 9. janúar, í Lögbergi, stofu 101, og hefst kl. 12.15. Málshefjendur verða Siguröur Líndal, prófessor emeritus við lagadeild, og Guömundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði viö heimspekideild. Sýningar Í HÁNbRlfÁSÝNÍNG í ÁRNAGARÐI Handritasvnine er opin þriöjudaga til föstudaga kl. 14-16 í Stofnun Arna Magnússonar, Árnagaröi við Suðurgötu. ■ SÝNING UM BJÖRGU C. í ÞJOÐARBOKHLOÐU Maöur. læröu aö skapa sjálfan þig er heiti sýningarí Þjóðarbókhlöðunni. Hún er tileinkuð Björgu C. Þorláksson sem lauk doktorsprófi, fyst íslenskra kvenna. Á sýningunni er ævi hennar og störf rakin í máli og myndum og ♦ einnig getur að líta nokkra muni úr hennar eigu. Hún sótti um að fá að setjast í Lærða skólann en var neitað af því að hún var stúlka. Hún lauk þá stúdentsprófi í Kaupmannahöfn og kom aðeins til Islands sem gestur eftir það. Sýn- ingin er á vegum Kvennasögusafns. ■ GLERLIST Á KJARVALSSTÖÐUM Leitin aö miöju jaröar er sýning tékknesks glerlistafólks á Kjarvalsstððum. Það er í fremstu röð glerlistamanna í Evrópu. ■ ÍSLENSK MYNDLIST Á 20. ÖLD Sýningin Islensk myndlist á 20. öld jf er í Listasafni íslands við Fríkirkjuveg. Þar eru myndir í eigu safnsins eftir 38 íslenska listamenn sem settu svip á öldina sem leiö. ■ ÁSMUNDARSÝNING Svipir lands og sagna er sýning á verkum Ásmundar Sveinssonar í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundarsafni. ■ HULDA Á MOKKA Hulda t Vilhjálmsdóttir sýnir myndir á Mokkakaffi, þessa dagana. Nítján ára ritstjóri Smells: Gefandi að skrifa um það sem skiptir máli í lífinu - segir Lilja Sif Þorsteinsdóttir Ritstjórinn Lilja Sif „Maður verður bara að skipuleggja sig og skreppa í ritstörfm þegargöt verða í stunáatöfiunni. Þetta er heilmikið starf og það þýðir ekkert annað en að vera duglegur“ Lilja Sif Þorsteinsdóttir heitir ungur ritstjóri hér i Reykjavík. Hún er 19 ára og stýrir unglingablaðinu Smelli sem kemur út á vegum Æsk- unnar átta sinnum á ári. Smellur er efnismikið blað upp á 40 síður og Lilja sér sjálf um flesta þætti þess en hefur þó þrjá fasta penna á sín- um snærum, auk þess sem Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og af- brotafræðingur, svarar Neyðarlín- unni. Lilja Sif tók við Smelli um mitt síðasta ár og sinnir þvi í auka- vinnu með menntaskólanámi í MH og vinnu við skólablaðið þar. En hvað kom til að hún gerðist rit- stjóri? „Pabbi minn er að brjóta um blaðið og ég var hér oft í einhverj- um smáverkefnum, pikka eitthvað inn og svoleiðs. Upp úr því bað þá- verandi ritstjóri mig að vera í rit- nefnd, ásamt tveimur öðrum og þeg- ar hann hætti mælti hann með mér í starfið. Ég tók það að mér til reynslu og það hefur gengið ágæt- lega hingað til. En nú er kominn að- stoðarritstjóri lika. Það er hann Jón Jósep í hljómsveitinni í svörtum föt- um. Blaðið sem er að koma út núna er fyrsta blaðið sem hann hjálpar til með.“ Sálfræðin heillar - Takið þið myndirnar sjálf eða hafið þið sérstakan myndasmið? „Við • tökum flestar myndirnar sjálf. Það hefur gengið ágætlega hingað til. Við erum með ágæta staf- ræna vél og svo er hér góður graflk- maður sem getur bjargað ýmsu í tölvunni!" - Fer Smellur víða? „Hann er seldur í áskrift og svo fer hann á félagsmiðstöðvarnar líka þar sem hann er mikið lesinn. Reyndar fæst hann líka í Hagkáup- um og Pennanum og við ætlum að reyna að dreifa honum enn frekar." - Færðu mikil viðbrögð frá les- endum? „Já, já, krakkarnir eru duglegir að skrifa en ég gæti alveg tekið við fleiri bréfum og meira efni frá þeim.“ - Varstu ung þegar þú byrjaðir að skrifa? „Nei, ekki sérlega. Reyndar hefur mér alltaf gengið vel í ritgerðasmið- um. En áhugi minn á blaða- mennsku byrjaði bara þegar ég fór að fást við skólablaðið í MH“ - Ætlarðu ekki að verða blaða- maður þegar þú verður stór? „Ég var mikið að pæla í að fara í fjölmiðlafræðina en sálfræðin heill- ar mig samt meira." Stúdent í vor - Máttu eitthvað vera að því að læra? „Já, það hefst. Maður verður bara að skipuleggja sig og skreppa í rit- störfin þegar göt verða í stundatöfl- unni. Þetta er heilmikið starf og það þýðir ekkert annað en að vera dug- legur.“ - Ertu með einhver óskafög þarna ÍMH? „Já, það er til dæmis sálfræðin. Svo var ég í byrjunaráfanga i japönsku líka og hafði gaman af. Það átti að verða framhaldsáfangi en einhverra hluta vegna er hann ekki inni á þessari önn. Ég hef líka gaman af bókmenntafræðinni sem er hluti af íslenskuáfanga hjá mér. Ég er sko á tungumálabraut og stefni að stúdentsprófl í vor.“ Tíminn fer í skólann, skriftirnar og kærastann - Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í Smellinum? „Þegar ég get haft umfjöllun um eitthvað sem kemur fólki til að hugsa. Ég tók til dæmis viðtal við samkynhneigðan strák og reynslu hans af því að koma út úr skápnum. Það fannst mér eiga erindi við unga fólkið í dag. Mér flnnst gefandi að skrifa um það sem skiptir máli í líf- inu. Smellur er forvamarblað og við reynum að taka á þeim málum eins og hægt er, án þess að það sé bein- línis aðalþema." - Hvað er spennandi í næsta blaði? „Við erum til dæmis með umfjöll- un um stera. Einnig viðtal viö Védísi Hervöru og líka hljómsveit- ina Sofandi. Svo skrifum við um Hárkollugerð Kolfinnu sem er með sniðugt hárskraut fyrir stelpur. Auk þess er grein um kvenréttind og önnur um þunglyndi. Svo er létt- meti af ýmsu tagi, til dæmis grein um snjóbretti." - Þýðir nokkuð að spyrja um önn- ur áhugamál? Þú hefur væntanlega lítinn tíma til annars en að læra og skrifa. „Já, en samt reyni ég að lesa eins og ég get. En mest af tímanum fer í skólann, skriftirnar og kærastann." -Gun. Maöur I'rfardí Pólitískt litróf Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. Mér finnst alltaf jafn skrýtiö þegar menn láta skoðanir annarra fara svo fyrir brjóstið á sér að þeir glata sálarró. Þarna hef ég aðal- lega pólitískar skoðanir í huga, en ég hef svo oft orðið vitni að því að menn æsa sig ógurlega vegna þess að fólk úti í bæ hefur aðrar póli- tiskar skoðanir en þeir, og kalla það fólk flfl og asna. Nú verð ég að viðurkenna að það er einn flokkur á landinu sem mér fellur verr en aðrir, sem sagt Vinstri grænir. Samt á ég nána vini i þeim flokki og myndi aldrei kalla þá vitlausa þótt fylgi þeirra við flokkinn hljóti að teljast sér- kennilegt. Ásdís, vinkona mín, er til dæmis bráðgáfuð kona, reyndar svo mjög að hún hefur lofað að koma yfir til Samfylkingarinnar snúi Jón Baldvin heim frá útlönd- um. Á meðan talar hún fjálglega um Steingrim J. og stefnufestu hans og ég stilli mig um að gera athuga- semdir. Við verðum öll að fá að eiga okkar átrúnaðargoð. Systir mín ein er virk í Fram- sóknarflokknum. Staðreynd sem gerir mig stundum órólega. Á verstu stundum leit ég á það fram- sóknarbrölt sem fjölskylduharm- leik, en er .nú búin að jafna mig. Maður verður að vera umburðar- lyndur gagnvart hinu pólitíska lit- rófl. Bestu vinina á ég innan Sam- fylkingar, en þeim hefur þó farið fækkandi síðustu mánuði. Maður þykir víst ekki nógu flokkshollur. Sem er misskilningur. Maður er bara að reyna að vísa félögum sín- um veginn, en þeir móðgast og telja að maður eigi að þegja og taka leiðsögn. Eins og maður hafi nokkurn tima kunnað það. Vinstrisinnaðir vinir mínir segja stundum við mig bitrum rómi: „Þú og vinir þínir í Sjálf- stæðisflokknum ..." Ég er hægri krati en á samt enga vini í Sjálf- stæðisflokknum. Bara góöa kunn- ingja og reyndar þónokkuð af þeim. En kunningsskapur er nátt- úrlega ekki það sama og vinátta. Svo er það nú svo skrýtið að ef maður neitar að tala um Davíð Oddsson sem harðstjóra þá er mað- ur umsvifalaust stimplaður inn í Sjálfstæðisflokkinn. Ég fyrirgef vin- um mínum þennan skort á víðsýni „Nú verð ég að viðurkenna að það er einn flokkur á landinu sem mér fellur verr en aðrir, sem sagt Vinstri grænir. Samt á ég nána vini í þeim flokki og myndi aldrei kalla þá vitlausa þótt fylgi þeirra við flokk- inn hljóti að teljast sér- kennilegt. Ásdís, vinkona mín, er til dæmis bráðgáfuð kona, reyndar svo mjög að hún hefur lofað að koma yfir til Samfylkingarinnar snúi Jón Baldvin heim frá útlöndum. “ Þeir eru bara of markaðir af sinni pólitísku sýn. Pólitísk sýn er ágæt nema þegar hún verður að einsýni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.