Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Blaðsíða 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2002 DV Söngur svínabóndans Davlð Ólafsson bassi og króatíski tenórinn Tomislav Muzek héldu tónleika í íslensku óperunni síðastliðinn laugar- dag. Þeim til fulltingis var Ólaf- ur Vignir Albertsson píanóleik- ari og er nauðsynlegt að taka fram að hann lék á píanó en ekki hljómborð. Tjöldin á svið- inu drukku nefnilega í sig alla endurómun svo enginn píanó- hljómur var eftir handa áheyr- endum, og það sem heyrðist gat allt eins verið úr lélegu hljóm- borði. Það var ekki Ólafi Vigni að kenna, því meðleikur hans var hinn fagmannlegasti í alla staði. Eins og við var að búast á svona nýárstónleikum voru ým- iss konar grínatriði á efnis- skránni, bæði voru sumar aríur fyndnar í sjálfu sér, eins og t.d. söngur svínabóndans úr Sígaunabaróni Strauss, og svo viðhöfðu söngvararnir allt mögulegt undarlegt sem hér væri of langt mál að telja upp. Það eina sem vantaði var þátt- taka meðleikarans, en honum stökk varla bros alla tónleik- ana. Kannski var það þó partur af gríninu. Davíð er prýðilegur bassa- söngvari, enda mun hann hefja störf næsta haust sem fastráð- inn söngvari hjá íslensku óper- unni. Hann hefur fagra og vel mótaða rödd, og var túlkun hans viða afar áhrifamikil. Að vísu hefði La calunnia úr Rak- aranum frá Sevilla eftir Rossini mátt vera tilþrifameiri, söngur hans fölnaði þar í samanburði við flutning Bjarna Thors Krist- inssonar á sömu aríu í Salnum nýverið. Einnig var dálítið hjá- kátlegt að heyra Ljúbví vs vozrasty pokorný eftir Tsjaíkov- skí sungið á íslensku, en Krist- Davíö Olafsson bassi og tenórinn Tomislav Muzek Þeir sungu af list og viöhöföu ýmislegt undarlegt til að skemmta gestum sínum eins og vera ber á nýárstónleikum. inn Sigmundsson hefur löngu sannað það fyrir þjóðinni að þessa fögru aríu úr Évgení Ónegín er vel hægt að syngja á rússnesku þó maður sé ekki Rússi. Að öðru leyti var frammi- staða Davíðs glæsileg, t.d. var Olí man river eftir Kern óvenju dramatískt, enda æptu áheyrendur af fögnuði, og O tu Palermo úr Vespri Siciliani eftir Verdi var sömuleiðis mjög vel sungið. Davið stóð sig líka ágætlega í samsöngs- atriðunum með Muzek, en þaö er nú aldeilis tenór sem varið er í. Hann hefur silki- mjúka, tæra rödd, og hvert einasta atriði sem hann söng var hrein sæluvíma fyrir und- irritaðan. Arían Che gelida manina úr La Bohéme Puccinis var í einu orði sagt stórkostleg, og sjaldan hefur maður heyrt aríuna Una furtiva lagrima úr Ástar- drykk Donizettis svona unaðs- lega fallega sungna. Það var eitthvað annað en asmakennt hvæsið í feita tenórnum, sem ég man ómögulega hvað heit- ir, í hálf-misheppnaðri upp- færslu íslensku óperunnar fyrir nokkrum árum síðan. Óhætt að spá Muzek glæstum frama á óperusviðinu, en hann er aðeins tuttugu og fimm ára gamall. Ólafur Kjartan Sigurðar- son, sem Silja Aðalsteinsdótt- ir valdi tónlistarmann ársins I áramótablaðinu, m.a. fyrir að vera fyrsti fastráðni söngv- ari íslensku óperunnar, var kynnir, og gerði það líflega og skemmtilega að venju. Þetta voru fjörugir tónleikar og góð byrjun á árinu, vonandi verð- ur meira svona í Gamla bíói í ár. Jónas Sen Námskeið Endurmenntunarstofnunar HÍ hefjast að nýju: Allar listirnar undir Námskeið Endurmenntunarstofnunar Há- skóla íslands hefjast að nýju í þessum mánuði og er úrvalið mikið og freistandi. Aó venju voru námskeið um fornbókmenntir gífurlega vinsœl á haustönninni, um 250 manns sóttu tvö námskeið um Sturlungu sem Jón Böðvarsson og Magnús Jónsson héldu. Óvœntar urðu vinsœldir nýs námskeiös sem Jónas Ingimundarson píanóleik- ari hélt í Salnum í Kópavogi og kallaði „Hvað ert þú tónlist?" - það sóttu 160 manns. Jónas Ingimundarson mun halda annað slíkt nám- skeið núna á vorönn þar sem hann fœr marga tónlistqrmenn til liðs við sig, meðal annarra Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur og Guóna Franzson. Sérstaklega ber að nefna að í til- efni af hundrað ára afmæli Hall- dórs Laxness stendur Endurmennt- un HÍ fyrir fyrirlestraröð um höf- undarverk hans. Umsjón hefur Sofíia Auður Birgisdóttir bók- menntafræðingur en aðrir fyrirles- arar eru Halldór Guðmundsson mag.art., dr. Ástráður Eysteinsson og fleiri. Fyrirlestraröðin hefst 30. janúar. Handrit, ferðalög og rímur Meðal námskeiða sem boðið verður upp á núna á útmánuðum má nefna „Lestur handrita og skjala frá um 1550-1850“ sem Már Jónsson dósent í sagnfræði kennir og er ætlað fólki sem vill geta lesið handrit og skjöl frá þessu tíma- bili, sér til skemmtunar eða vegna rannsókna. Það hefst 22. janúar. Á námskeiðinu „Pílagrímaleiðin til Santiago de Compostela" sem hefst 31. jan. verður fjallað um þessa frægu leið og söguna sem tengist henni og er öðrum þræði ætlað til að undirbúa fólk sem hyggst fara leiðina að hluta til eða alla. Kennari er Jón Björnsson. Steindór I. Andersen kvæðamaður verður með námskeið sem hefst 4. febrúar um rímna- Jónas Ingimundarson. Birgisdóttir. Anna Heiöa Pálsdóttir. Steindór I. Andersen. kveðskap. Þar verður vísað veginn inn í þann heim rímnatónlistar sem skilaði sér til kvæða- mannafélaganna á liðinni öld. Þorgerður Einarsdóttir, lektor í kynjafræði, hefur umsjón með námskeiðinu „Karl og kerl- ing“ um kynjamyndir í samfélagi og menningu sem byrjar 5. febrúar. Fantasíur, myndlist, leiklist Af bókmenntanámskeiðum má nefna les- hringinn „Rýnt í jólabækurnar" sem hefst 7. feb. Þar verða lesnar sex til átta bækur sem komu út fyrir síðustu jól; úrval íslenskra skáld- sagna, Ijóða, þýðinga og ævisagna. Farið verð- ur yfir feril einstakra höfunda og verk þeirra rædd frá ýmsum sjónarhólum og þau tengd hræringum í íslenskum og erlendum samtíma- bókmenntum. Þá heimsækja rithöfundar les- hringinn og segja frá tilurð verka sinna. Kenn- ari er Soffia Auður Birgisdóttir bókmennta- fræðingur. Anna Heiða Pálsdóttir bókmenntafræðingur og rithöfundur verður með námskeið frá 26. feb. um hinar geysivinsælu ævintýrabók- menntir. Nokkrar valdar fantasíur verða greindar og tengdar hugniyndum úr vísindum, m.a. um samliggjandi heima. Rætt verður um fantasíu- kvikmyndir og hvernig unnið er með hugmyndir rithöfunda í þeim. Til skoðunar verða teknar Hringadrótt- ins saga, Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn, Harry Potter og visku- steinninn og bækurnar tvær um Blíð- finn. Þá verður litið á kvikmyndirnar um Harry Potter og Hringadróttins sögu. Inn á kvikmyndir verður líka kom- ið í námskeiðinu „Film Noir - Neo noir. Glæpakvikmyndir fyrr og nú“ sem Sigríður Pétursdóttir dagskrár- gerðarmaður og ýmsir glæpasöguhöf- undar verða með frá 28. feb. í samstarfi við Þjóðleikhúsið verður nám- skeiðið „Að skrifa fyrir leikhús“ sem Karl Ágúst Úlfsson leikari og Melkorka Tekla Ólafs- dóttir leikhúsráðunautur sjá um frá 5. feb. Kennarar eru auk umsjónarmanna Stefán Bald- ursson, Þórhallur Sigurðsson, Hlín Agnarsdótt- ir og fleiri. íslensk myndlist fyrri alda verður skoðuð á námskeiði Þóru Kristjánsdóttur listfræðings sem hefst 25. feb. Loks skal nefnt að Gunnsteinn Ólafsson hljómsveitarstjóri stýrir námskeiði um Hol- lendinginn fljúgandi sem hefst 23. apríl í vor, en uppsetning á þeirri óperu verður einn af tindum Listahátíðar á sumri komandi. _____________________Menníng Umsjón: Silja Aðaisteinsdóttir Eftir flóðið Félag íslenskra fræða stendur fyrir spjallfundi annað kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20.30, í Sögufélagshúsinu í Fis- hersundi, og þar verður talað um bækur. Á liðnu ári kom út mik- ill fjöldi skáldverka hér á landi og fullyrða menn nú hver um annan þveran að það hafi verið gott bókmenntaár. Þessi fullyrðing verður tekin til skoðunar á fund- inum og verða framsögu- menn tveir, Þröstur Helgason, ritstjóri Les- bókar Morgunblaðsins, og Brynhildur Þórarinsdótt- ir, ritstjóri tmm. Eftir framsögur verða umræð- ur með frjálslegu sniði og eru áhugamenn um bókmenntir hvattir til að koma og ræða um einstakar bækur og ástandið i bókmenntaheiminum yfirleitt. Framtíð þjóðríkisins í tengslum við kennslu i stjórnskipunarrétti i lagadeild Háskóla íslands nú í vor verður efnt til málstofa um margvísleg efni sem fjallað er um í þessari grein lögfræðinn- ar. Verður fyrsta málstof- an haldin á morgun kl. 12.15. í stofu 101 í Lögbergi. Umræðuefnið verður „Framtíð þjóðríkisins, einkum með tilliti til þróunarinnar í Evrópu“ og eru málshefjendur þeir Sigurð- ur Líndal, prófessor emerit- us við lagadeild, og Guð- mundur Hálfdanarson, pró- fessor í sagnfræði við heim- spekideild. Málstofan er opin öllu áhugafólki og verður orðið gefið frjálst eftir framsögu- erindi. Vestfirskar þjóðsögur Elfar Logi Hannesson, leikari og leikstjóri frá Bíldudal, hefur lesið um fimmtíu vestfirskar þjóð- sögur inn á band sem Vestfirska forlagið á Hrafnseyri hefur gefið út, bæði á snældum og hljómdiski. Þetta er annars vegar úrval úr klassísk- um þjóðsögum Vestfirðinga og hins vegar úrval úr þjóðsögum Gísla Hjartarsonar, 101 ný vestfirsk þjóðsaga, 1.-3. hefti. Eins og dyggir lesendur bóka Gísla þekkja er reglan hjá honum sú að segja frá skemmti- legum atburðum og tilsvörum. Hann vill að sagan sé fyndin og nöfn viðkomandi persóna séu nefnd en sagnfræðin látin eiga sig. Fleiri vestfirskar þjóðsögur Talandi um Gísla Hjartarson þá kom út skömmu fyrir jól glænýtt hefti af nýjum vestfirskum þjóðsögum sem hann hefur safnað: 101 ný vestfirsk þjóðsaga, 4. hefti. Vestfirska forlagið gefur út. Mörg læknuð mein Heilbrigðisstofnunin Siglufirði hefur gefið út bókina Mörg læknuð mein eftir Þ. Ragnar Jón- asson þar sem rakin er saga heilbrigðisþjónustu og velferðarmála á Siglu- firði og hún skoðuð í víðu samhengi. Þetta er fimmta bók Þ. Ragnars um siglfirska sögu, menningu og mannlíf í bókaflokknum „Úr Siglufjarðarbyggðum". Bókin skiptist i fjóra meginhluta. Fyrst er fjallað um lækningar og lækna á fyrri tíð, þá um sjúkrahúsin þrjú sem hafa ver- ið rekin á Siglufirði og síðan stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar í bænum í áranna rás. Loks er fjallað um ýmsa starfsemi á heilbrigðissviði í bæn- um, sjúkrasamlag, berklavamir, lyfjabúðir og dvalarheimili fyrir aldraða. Ráðgert er að setja meginefni bókarinn- ar á nýjan upplýsinga- og þjónustuvef Heil- brigðisstofnunarinnar á Netinu. Slóðin er www.hssiglo.is. Roni Horn á förum Nú fer hver að verða siðastur að sjá sýn- ingu Roni Horn í i8 við Klapparstíg því henni lýkur á laugardaginn. i8 er opið þriðjudaga til laugardaga frá kl.13 til 17.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.