Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2002 Viðskipti I>V Umsjón: Vidskiptablaðið Islensk verðbréf í samstarf við Lífeyrissjóð Vestfirðinga - starfsstöð á ísafirði opnuð íslensk verðbréf hf. og Lífeyris- sjóöur Vestfirðinga hafa gengið frá samkomulagi um að íslensk verð- bréf annist stýringu á hluta verð- bréfaeignar Lífeyrissjóðs Vestfirð- inga. í framhaldinu er stefnt að þvi að auka samstarf þessara aðila enn frekar. Hagnaður SH eykst um 478 milljónir - gert ráð fyrir 5-6% veltuaukningu á næsta ári í tilkynningu frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna kemur fram að útlit er fyrir að hreinn hagnaður árið 2001 muni nema um 630 miHjónum króna en hann var 152 milljónir árið áður. Af hagnaðin- um nam söluhagnaður um 130 milljón- um króna, því er regluleg starfsemi að skila 500 milljónum. Rekstur síðasta ársflórðungs gekk betur en búist var við og mun hagnaður væntanlega verða um 105 milljónir í stað 60-80 eins og kom fram í tilkynn- ingu með 9 mánaða uppgjöri. í áætiun- um SH-samstæðunnar er markmiðið að auka veltuna enn um 5-6% að raungildi þannig að hún verði um 60 miiljarðar króna. Að sama skapi er stefnt að því að hagnaður aukist og hann nái að endur- spegla svipaða arðsemi eigin fjár og á nýliðnu ári en þá var heildararðsemi eigin Qár tæp 19% og tæp 15% án sölu- hagnaðar. Gert er ráð fyrir að heildar- hagnaður nemi 800 milljónum króna. Islensk verðbréf munu í fram- haldinu opna starfsstöð á ísafirði og verður aðsetur félagsins í hús- næði Sparisjóðs Vestfirðinga á Isa- firði. íslensk verðbréf eru með höf- uðstöðvar sínar á Akureyri og eru eina löggilta verðbréfafyrirtækið utan höfuöborgarsvæðisins. „Þetta eru góð tíðindi og ætti samningurinn að vera báðum aðil- um til hagsbóta, auk þess sem Vestfirðingar ættu að hafa nokkurn hag af honum í formi aukinnar þjónustu á sviði verð- bréfaviðskipta á svæðinu. Nokkur önnur verkefni eru í burðarliðn- um fyrir starfsstöðina og ættu þau að renna styrkari stoðum undir öfluga starfsemi á vegum félagsins á ísafirði. Við höfum gert sams • • Ossur flytur starf semi til íslands - leigir 2.360 fermetra af B&L í kjölfar jákvæðra breytinga sem stjórnvöld eru að gera á starfsum- hverfi íslenskra fyrirtækja með um- svif erlendis hefur Össur hf. ákveð- ið að flytja aukinn hluta starfsemi sinnar til íslands. Ætlunin er að flytja til íslands framleiðslu á kol- trefjagervifótum og er áætlað að 30-40 störf færist heim vegna þess. í frétt frá Össuri hf. kemur fram að framleiðslu þessari er ætlaður staður í nýju húsnæði sem leigt hef- ur verið af B&L hf. á Grjóthálsi 1, en þar skapast jafnframt aukið rými fyrir vöxt annarrar framleiðslu Öss- urar hf. Samtals leigir Össur hf. 2.360 fermetra af B&L. Þá mun leigusamningurinn gera Smáauglýsingar 550 5000 Ertu aö selja bílinn? Viltu birta mynd? p°rsche q,, ' Jgf komdu með bílinn og láttu okkur taka myndina eða sendu okkur mynd á .jpg sniði á smaauglysingar@dv.is jSkoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍI*. Ossur / frétt frá Össuri hf. kemur fram að framleiöslu þessari er ætlaður staður í nýju húsnæði sem leigt hefur verið af B&L hf. á Grjóthálsi 1. B&L kleift að laga rekstur sinn að breyttum aðstæðum í bílasölu, auk þess að nýta húsnæði sitt mun bet- ur en áður. Með leigutöku Össurar hf. hefur sala Bílalands á notuðum Grandi Það skip Granda sem kom með mesta aflaverðmætið að landi var Örfirisey en aflaverðmæti hennar var um 670 milljónir króna. Aflaverðmæti Granda- togara um 2,5 milljarðar - heildarafli dróst saman um 10% Heildarafli togara Granda á ný- liðnu ári var tæplega 27 þúsund tonn og aflaverðmætið 2.456 milljón- ir króna. Heildarafli árið 2000 var rúmlega 30 þúsund tonn. Fimm tog- arar Granda voru í rekstri allt árið 2001. Úthaldsdagar voru 1153 en voru 1309 dagar árið 2000 og munar þar mest um sjómannaverkfallið á vormánuðum sem stóð í 50 daga. Meginuppistaða aflans var karfi og úthafskarfi, eða um 70% eins og undanfarin ár. Heildarmagn afla sem unninn var í Norðurgarði var um 12 þúsund tonn. Það skip Granda sem kom með mesta aflaverðmætið að landi var Örfirisey en aflaverðmæti hennar var um 670 milljónir króna. Þar á eftir kom Þemey með 615 milljónir króna. Það skip sem kom með minnstan afla að landi var Ásbjörn en hann fiskaði fyrir 280 milljónir króna. Heildarafli Faxa RE 9, sem gerður er út af Faxamjöli, dótturfyr- irtæki Granda, var 71 þúsund tonn á árinu 2001 en var 34 þúsund tonn árið áður. Aflaverðmæti Faxa var 466 milljónir á nýliðnu ári. Hráefni til vinnslu í verksmiðjum Faxamjöls í Reykjavík og Þorláks- höfn var 70 þúsund tonn árið 2001 en var 63 þúsund tonn árið 2000. konar samninga og verið er að gera við Lífeyrissjóð Vestfirðinga við Lífeyrissjóð Norðurlands og einnig hafa verið gerðir nokkrir samningar við aðra lífeyrissjóði um sérgreind eignasöfn á undan- fornum mánuöum," segir Sævar Helgason, framkvæmdastjóri Is- lenskra verðbréfa. bílum færst til og er nú á jarðhæð að Grjóthálsi 1, eða á sömu hæð og sala B&L á nýjum bílum er. Ekki verður um aðrar breytingar að ræða hjá B&L vegna samningsins. HEILDARVIÐSKIPTI 5.917 m.kr. Hlutabréf 1.313 m.kr. Húsnæöisbréf 1.777 m.kr. MESTU VIÐSKIPTI Kaupþing Olíufélagið Grandi MESTA HÆKKUN O íslenski hugbúnaöarsj. © Þormóöur rammi-Sæberg © Hlutabréfasjóöur Búnaöarb, MESTA LÆKKUN © Íslandssími © Flugleiöir © Opin kerfi ÚRVALSVÍSITALAN - Breyting 918 m.kr. 98 m.kr. 48 m.kr. 9,4% 6,5% 1,6% 6,7% 3,3% 3,3% 1.158 stig O -0,22% Evran talin valda nikkelofnæmi Nýja evrumyntin, sem tekin var í notkun um ára- //~s mótin, getur vaidið einstak- lingum með nikkelofnæmi vandræðum, að því er fram kemur í frétt í þýska blaðinu Biid. í að minnsta kosti einu tilfelli sem upp kom í Þýskalandi varö að flytja viðkomandi á sjúkrahús vegna ofnæmisviðbragða. Nýja myntin innheldur næstum fimmtíu sinnum meira nikkel en til að mynda er í skart- gripum. Þetta getur skapað mikla hættu fyrir fólk sem er meö nikkelof- næmi og er i mikiili snertingu við slíka mynt. Þýskir læknar hafa tjáð sig opinber- lega um það að þeim flnnst óskiljanlegt hversu hátt nikkelmagnið i nýju mynt- inni er. Þýskir bankar telja þetta hins vegar rangt og segja að myntin sé ekki hættuleg því sama magn sé í henni og þeirri mynt sem áður var í notkun. MA Hydro eflir sig í áli Norsk Hydro, sem hugsanlega mun eiga aðild að byggingu álvers á Reyðarfirði, er orðinn stærsti ál- framleiðandi í Evrópu eftir að hafa keypt þýska fyrirtækið VAW. Geng- ið var frá kaupunum um helgina en verðmiðinn á þýska álfyrirtækinu hljóðaði upp á 238 milljarða ís- lenskra króna. Fyrirtækjakaupin eru með þeim stærstu sem norskur aðili hefur gert erlendis. VAW hefur starfsemi í fleiri en 20 löndum og svaraði velta ársins 2000 til um 317 milljarða íslenskra króna. 16.000 manns starfa hjá fyrir- tækinu. Eftir kaupin mun velta Norsk Hydro nálgast þúsund millj- arðana og verða mesti framleiðandi áls í Evrópu. Argentína fellir gengið um 30% Argentina felldi gengi pesans um nærri 29% um helgina eftir að evr- ópskar ríkisstjórnir höfðu biðlað til landsins að fyrirtæki landanna yrðu varin að einhverju leyti fyrir áhrifum kreppunnar í Argentínu. Nýtt opinbert gengi pesans verð- ur 1,4 á móti bandaríska dollaran- um sem er mjög svipað og búist hafði verið við. Gengi pesans verður sett á flot frá og með deginum í dag. Ríkisstjórnin sagði í dag að mark- miðið væri að hætta algjörlega af- skiptum af gengi pesans innan sex mánaða. KAUP sála' 1 KlI Dollar 102,050 102,570 SÖPund 146,980 147,730 1*1 Kan. dollar 63,690 64,090 ^Dönskkr. 12,2080 12,2760 i4-l Norsk kr 11,4120 ■ 11,4750 j Sænsk kr. 9,8380 9,8930 3 Sviss. franki 61,8000 62,1400 ! < |jap. yen 0,7694 0,7740 Hecu 90,7868 91,3323 SDR 128,1500 128,9200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.