Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Blaðsíða 23
A ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2002 I>V _______27 Tilvera David Bowie 54 ára Afmælisbarn dagsins er David Bowie sem óumdeilanlega hefur haft mikil áhrif á þróun poppsins í gegnum tíð- ina. Bowie, sem fæddist í London og var skírður David Jones, fór fljótt eigin leiðir í poppinu. Eftir að hafa ströglað um tíma snemma á sjöunda áratugnum tók ferill hans snögga stefnubreytingu eftir að hann sá kvikmynd Stanleys Kunbricks, 2001: A Space Oddissey og í kjölfarið kom platan Space Oddity út og hann skapaði persónuna Ziggy Stardust. Bowie hefur einnig leikið í nokkrum kvikmyndum. nHMAKláMMKJÉd Gildlr fyrir miövikudaginn 9. janúar Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.): I k Hugur þinn er mjög frjór um þessar mimd- ir. Þér gengur vel að koma skoðunum þínum á framfæri og á þig er virkilega hlustað. Fiskarnir (19. fehr.-?0. marsl Það verða einhver vandræði fyrri hluta dags vegna loforðs sem þér var gefið. Síðari hlutinn verður mun betri að öllu leyti. Hrúturinn (21. mars-19. apríh: Mikið verður um að vera hjá einhverjum þér nákomnum. Þú hjálpar mest til með þvi að sýna þolinmæði og æsa þig ekki upp í öllum látunum. Nautið (20, apríl-20. mai): Það er ekki hægt að tala um að stórslys verði í dag en röð óhappa einkennir daginn í dag. Reyndu að forðast öll vandræði. oí Tvíburarnir (21. maí-21. iúníi: Þér hentar mun betur að vinna einn en með I öðrum í dag. Hætt er við að ef þú reynir að gefa einhverjum ráð í dag taki hann það óstinnt upp. Krabbinn (22. iúni-22. iúiíi: Þú ert einum of auð- i trúa og hefur tilhneigingu til að treysta þeim sem eru ekki traustsins verðir. Happatölur þínar eru 4, 13 og 29. UÓnlð (23. iúli- 22. ágústl: Þú ert óþarflega við- kvæmur fyrir gagn- rýni sem þú verður fyrir. Þú ættir að reyna að sláka pínulítið á. Peningamálin standa vel. IVIevian (23. áeúst-22. seot.): Þú ert ekki sérlega 'tvft þolinmóður við þá ^^^JLsem þér leiðast og ' ^ f ólikur sjálfum þér að ýmsu leyti. Þú færð sérstaka ánægju út úr vinnunni. Voein (23. sept.-23. okt.l: J Þú þarft að hugsa þig Oy tvisvar um áður en þú Vtekur ákvörðun. Gefðu / f þér tíma fyrir það sem þú hefur áhuga á. Happatölur þínar eru 8, 17 og 25. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.): Þú ert óvanalega snöggur upp á lagið. >Það er ekki líklegt til [ þess að afla þér vin- sælda i vinahópi eða í samstarfi. Happatölur þínar eru 18, 26 og 35. 11 Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.l: verður beöinn um að láta skoðun þina i w ljós. Þetta snýst um 1j§§§S||lt, eitthvað innan heimil- isins. Hætta er á stormasömu timabili í ástarsamböndum. Steingeitin (22. des.-19. ian.l: Mildar framfarir og breytingar verða á lífi þínu. Þú ferð í ferðalag sem heppnast einstaklega vel. Happatölur þínar eru 6, 9 og 30. DV-MYNDIR EINAR J. Ungir Mosfellingar Mosfellingar á öllum aldri fjölmenntu á árlega þrettándabrennu bæjarins á sunnudaginn. Síðustu forvöð Nokkrir jólasveinar létu sjá sig í Mosfellsbænum og var vel fagnaö af börnunum enda var þetta síð- asta tækifæri þeirra að sinni til að berja þessa skrýtnu karla augum. Þrettándagleði í Mosfellsbæ Hátíð ljóss og friðar var kvödd með blysförum, brennum og flug- eldasýningum um land allt á sunnu- daginn. Veðrið setti að vísu strik í reikninginn víða og sums staðar var jafnvel brennum aflýst. Mosfell- ingar létu þó ekki veðrið slá sig út af laginu heldur fjölmenntu þeir á þrettándabrennu þar sem ýmsar kynjaverur svo sem álfar og jóla- sveinar létu sjá sig. Álfakóngurinn og drottning hans stjórnuðu söng og að lokum var boðið upp á glæsilega flugeldasýningu sem lýsti upp þung- búinn kvöldhimininn. Kóngur og drottning Álfakóngurinn og álfadrottningin leiddu mannskapinn í gegnum alþekkta þrettándasöngva og önnur góð lög. Jólakettir og tröllabörn Ýmsar furðuverur fóru á stjá á þrettándanum svo sem álfar, huldufólk, jólasveinar og hyski þeirra. Nýárstónleikar íslensku óperunnar íslenska óperan fagnaði nýju ári með glæsilegum tónleikum ungra og upprennandi söngvara á laugar- daginn. Á tónleikunum tóku þeir Davíð Ólafsson, bassi, og Tomislav Muzek, tenór, aríur og dúetta úr ýmsum áttum auk þess sem þeir kyrjuðu ítalska amorssöngva og vinsæl söngleikjalög. Hinn góð- kunni píanóleikari Ólafur Vignir Albertsson lék undir hjá þeim félög- um en kynnir var Ólafur Kjartan Sigurðarson. I kjól og hvítt Þátttakendur í tónleikunum voru léttir í lund þegar Ijósmyndari leit til þeirra að tjatdabaki Frá vinstri: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari, Ólafur Kjartan Sigurðarson kynnir, Tomislav Muzek, tenór og Davíð Ólafsson, bassi. DV-MYNDIR EINAR J Óperuunnendur Bjarni Daníelsson óperustjóri ásamt eiginkonu sinni Valgerði Gunnarsdóttur og Guðbjörgu Sigurðardóttur í hléi. DV-MYND EINAR J. Geggjað að geta hneggjað Pétur Kristjánsson, rödd og andlit Pops, fór á kostum á sviðinu sem tvítugur væri og til í allt. Árleg upprisuhátíð Pops Gamlir hippar og blómabörn íjölmenntu á Kringlukrána um helgina en þar hélt hin forn- fræga unglingahljómsveit Pops tvenna tón- leika. Sveitin, sem átti sitt blómaskeið þegar amma var ung, hefur haft það fyrir sið á und- anfornum árum að halda tónleika um eða eftir áramótin við mikinn fögnuð gamalla aðdáenda. Á tónleikunum um helgina rifjuðu þeir félagar upp ýmsar rokkperlur fyrri ára úr smiðju hljómsveita á borð við Kinks, Rolling Stones og Bítlana. Áttu gestir erfitt með að halda aftur af sér þegar gömlu, góðu lögin tóku að hljóma og þustu út á dansólfið, sungu með og dilluðu sér i takt. Beyoncé áhuga- laus um kærasta Poppsöngkonan Beyoncé Knowles úr stúlknasveitinni Destiny’s Child hefur engan áhuga á að eignast kærasta sem stendur. Henni finnst vist hundleiðinlegt að fara á deit, eins og það heitir í Ameríku. Og í viðtali við breskt æsifréttablað segir hún að hún hafi ekki verið í nánu sambandi við karlmann í mörg ár. „Það er erfitt að finna einhvern sem skilur tætingslegan lífsstíl minn,“ segir poppsöngkonan. Þá segir hún að karlmenn eigi í mestu vand- ræðum með að nálgast hana. „Ég var á bensínstöð um daginn þegar náungi reyndi að tala við mig. Ég fékk algjört sjokk því það hafði ekki gerst í mörg ár,“ segir Beyoncé. Mulder misnotud c V * Fyrrum súpermódelið Karen Muld- er, sem skaust upp á stjörnuhimininn í byrjum tíunda áratugarins, sagði ný- lega í viðtali að hún hefði verið mis- notuð kynferðislega allt frá tveggja ára aldri og hafi ítrekað verið nauðg- að á unglingsárunum. „Þetta hófst allt þegar ég var tveggja ára og það var náinn fjölskyldumeðlimur sem átti hlut að máli,“ sagði Mulder í viðtali sem nýlega var birt i vikuritinu VSD og er það fyrsta sem hún gefur kost á síðan hún fór með málið fyrir dóm- stóla í Frakklandi í október sl. í viðtalinu, sem tekið var 3. nóvem- ber sl., rétt áður en hún var lögð inn á geðsjúkrahús þar sem hún dvelur enn þá, kemur fram að hún hafi þjáðst af minnisleysi frá uppvaxtarárunum en hafi skyndilega farið að upplifa at- burðina á sl. sumri með skelfilegum afleiðingum. Halle Berry sýnir Bond allt Bandaríska leikkonan Halle Berry ku hafa fallist á það að fara úr hverri ~ einustu spjör í væntanlegri kvikmynd * um ofurnjósnarann James Bond. Það gerist í ástaratriði með Bond. Engin Bondpía hefur áður farið úr öllu, að sögn bandarísks tímarits. Halle Berry vakti mikla athygli í fyrra þegar hún fór úr að ofan í kvik- myndinni Sverðfiski sem hér hefur verið sýnd. Fyrir uppátækið ku leik- , konan hafa fengið hátt í fimmtíu milljónir króna aukalega. Fastlega má þvi gera ráð fyrir að dýrari verði Haf- liða öll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.