Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Blaðsíða 20
24
ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2002
Tilvera I>V
Mtiliai•
Vr,
'lanjspílmi
ttíiöar
MJÓDD
^■| Upplýsingar í síma 550 5000 / 550 5777
fiiwví>ur
ö s ajiiHifti
Nýjar leiðir og afslættir hjá Strætó bs.:
Hringleiðir og rautt kort
helstu breytingarnar
Leiö 112
Fer nú um Krínglumýrarbraut og Nýbýlaveg í staö þess aö fara Inn alla Mlklubraut elns og áöur.
Eiríksgata Hjallavegur
Leifsgata Kambsvegur
Lindargata Langholtsvegur
Klapparstígur Nýlendugata
Breiðavík Vesturgata
Hamravík
DV-MYND E.ÓL.
Deildarstjórar hjá Strætó bs.
„Leiöakerfiö allt í endurskoöun og viö hjá Strætó erum aö þreifa fyrir okkur um hvernig best er aö haga þessu til
framtíöar," segja þeir Þórhallur og Steindór.
Breytingar voru gerðar á leiða-
kerfi Strætó bs. í gær, eins og
margir farþegar fyrirtækisins hafa
eflaust tekið eftir. Þá var einnig
tekið í notkun nýtt afsláttarkort,
Rauða kortið, sem getur sparað
því fólki verulegar íjárhæðir sem
notar strætó mikið. Þeir Steindór
Steinþórsson, deildarstjóri akst-
ursdeildar, og Þórhcdlur Hafsteins-
son, deildarstjóri farþegadeildar,
sátu fyrir svörum blaðamanns og
fræddu hann um helstu breyting-
arnar.
Hríngleiðir endurvaktar
„Byltingin í leiöakerfinu er fyrst
og fremst hjá vögnum nr. 10 og 11
sem tengja nú saman Árbæjar-
hverfið og Breiðholtiö," segir
Steindór og heldur áfram: „Svo ég
lýsi því aðeins nánar er leið Tí-
unnar óbreytt frá Hlemmi upp í
Þingás, þar fer hún um Breiðholts-
brautina í Seljahverfið og tengist
leið 11 með því að fara Jaðarsel og
svo niður í Mjódd rangsælis við
11-leiðina, sem nú er orðin spegil-
mynd af 10.
Hringleiðir 14 og 15 í Grafarvogi
eru líka mjög til bóta. Þær aka frá
Ártúni og alla leið upp á Bakka-
staði í Staðahverfinu, á móti hvor
annarri, og tengja öll hverfi Graf-
arvogs.
Síðan er talsverð breyting á
ferðum vagns 112 sem fer nú um
Kriglumýrarbraut og Nýbýlaveg á
leið sinni milli Lækjartorgs og
Mjóddar í stað þess að fara inn
Miklubraut, eins og áður. Það fara
svo margir vagnar um Miklubraut
en Nýbýlavegurinn hafði orðið dá-
lítið út undan svo við erum að
reyna að bæta úr því. Eftir að nýju
mislægu gatnamótin komu við
Reykjanesbrautina skapaöist
möguleiki á því. Þaðan fer 112 sína
hefðbundnu leið upp í Fella- og
Hólahverfi."
var teygð núna upp í Hamraborg,"
heldur Steindór áfram lýsingum
sínum á hinum nýjum leiðum
Strætó bs. Hann segir þrýsting
hafa komið fram um þá breytingu
en nú þyki sumum ferðatíminn úr
hálfmæddur. Svo minnist hann á
nokkrar óverulegar breytingar í
viðbót. „Númer 16 og 17, sem aka
hvor á móti annarri, fara nú um
Fífuhvammsveg í stað Amar-
smára áður. Áttan var lögð niður
sem númer en leiðin er samt við
lýði og heitir nú 14. Hún fer frá
Mjódd og upp í Ártún og tengir
þannig Breiðholts- og Grafarvogs-
leiðirnar. Nían var líka felld niður
og heitir 13 i dag. Hún ekur í nýja
Grafarholtshverfið og tekur nú
nýjan hring, inn Reynisvatnsveg
upp í holtið og kemur svo Maríu-
bauginn til baka.“
Hringleiöir 10 og 11
Tengja saman Árbæjar- og Breiðholtshverfi
Leiö 18 teygö upp í
Hamraborg
„Leið 13 heitir 18 í dag. Hún
liggur á milli Mjóddar og Linda-
og Salahverfisins í Kópavogi og
Lindahverfi upp í Mjódd vera orð-
inn langur, þar sem spölurinn
milli þeirra staða sé ekki langur í
beinni línu. „Svona er nú erfitt að
gera öllum til hæfis,“ segir hann,
Stór sparnaöur í Rauða
kortinu
„Leiðakerfið allt er í endurskoð-
un og við erum að þreifa fyrir okk-
ur um hvernig best er að haga
þessu til framtíðar," segir Þórhall-
ur. Nú er komið að honum að
segja frá rauða afsláttarkortinu
sem gildir í 90 daga og kostar 9.900
krónur. „Fólk sem tekur strætó að
meðaltali einu sinni á dag sparar
8.100 krónur á gildistíma kortsins,
miðað við að borga annars 200
króna fargjald. Svo er kortiö hand-
hafatengt þannig að öll fjölskyldan
getur skipst á um það. Fólk tekur
þessu afar vel og ég er næstum
undrandi hvað það hefur selst
strax á fyrsta degi. Þetta er hag-
kvæmt fyrir skólafólk en það þarf
að halda vel utan um það og passa
að týna því ekki.“ -Gun.
Enrique neitaði
*að kyssa Önnu
Latínusmjörkakan Enrique Iglesis,
sonur vinar okkar Júlla í Glasi, neit-
aði að kyssa rússnesku tenniskonuna
Önnu Kournikovu við upptökur á
nýju tónlistarmyndbandi. Stráksa
þótti sem þokkadísin Anna væri ekki
nógu hrein í kringum munninn, það
er að húð hennar var víst eitthvað
óhrein.
Aumingja Önnu brá mjög við þessi
viðbrögð sjarmatröllsins og brast
hreinlega í grát, enda tilbúin að taka á
móti kossi söngvarans.
En stjórnandi myndbandsupptök-
unnar dó ekki ráöalaus, enda maður
reyndur á þessu sviði. Hann sendi
^ínnu bara til fórðunarmeistarans
með þeim orðum að klína skyldi ein-
hverju yfir óhreinindin. Enrique lét
sér það vel líka og kyssti tennisstjöm-
una eins og til var ætlast.
Skylmingaþræll
vill eignast barn
Skylmingaþrælsleikarinn Russell
Crowe hefur áhuga á að verða faðir
hið fyrsta. Vandinn er bara sá að hann
vantar konu til að aðstoða hann við
verkið.
„Mig hefur lengi dreymt um að
verða faðir en ég get það bara ekki
^einn míns liðs,“ segir Russell sem er
orðinn 37 ára og farinn að finna
óþyrmilega fyrir tímans tönn.
„Jafnvel þótt ég gifti mig á morgun
og eignist barn verð ég orðinn 57 ára
þegar bamið verður tvítugt. Ég verð
alveg vitlaus við tilhugsunina."
Á kvennamálavettvanginum er
í Russell sennilega þekktastur fyrir
stutt og stormasamt samband við
Hollywoodskvísuna Meg Ryan. Þau
: hættu saman fyrir ári og siðan hefur
í hann verið orðaður við ýmsar stúlkur,
svo sem villipoppstjörnuna Courtney
' Love.
HLEMMUR
LÆKJAKTORG ©
Vpmns
GRENSÁS{
•HSI
l'íir-íTil!
fstwuh
ímmm
KofMiwþtr
Blaðberar óskast
í eftirfarandi götur