Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.2002, Blaðsíða 16
J 20 Skoðun ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2002 DV tpurning dagsins Hefur þú séð myndina Lord of the rings/Hringadróttinssögu? Ingvar Geirsson, starfsmaður í Svarta Svaninum: Nei, en ég mun líklegast sjá hana þeg- ar hún kemur á myndbandaleigurnar. Sverrir Svavarsson, starfsmaður í Svarta svaninum: Nei, en ég ætla pottþétt að sjá hana, hún lofar góðu. Jón Ragnarsson nemi: Já, þetta er besta mynd sem ég hef nokkurn tímann séð. Auður Zebitz húsmóðir: Nei, ég hef ekki einu sinni heyrt minnst á hana. Fríða Þorsteinsdóttir, starfsmaður í Kaffi Rót: Nei, en þaö getur vel verið að ég sjái hana. Guðbjörg Jóna Sævarsdóttir, starfsmaður í Kaffi Rót: Nei, en ef ég hef tíma þá mun ég pottþétt fara og sjá hana. Vatnsmýrin og flugvallarsvæðið Á Hringbraut, vestan Snorrabrautar Umdeildur vegarkafli sem ráögert er aö færa niður í Vatnsmýrina. „Málið æpir á skjóta framkvæmd, “ segir í bréfinu. Halldór Jóhannsson skrifar:____________________________ Það er ekki von að vel fari í þjóð- þrifamálum þjóðar okkar þegar landsmenn, svona yfirleitt, láta sér standa á sama hvernig að þeim er staðið. Eða láta í mesta lagi nægja að rausa um það í jólaboðum og fermingarveislum að nú séu „helvít- in að valta yfir okkur“ í þessu eða hinu málinu. Og síðan ekki söguna meir. Að vísu verður að geta þess að „þrýstihóparnir" í velferðarmálun- um, virkjunarmálunum og svo verð- bréfastrákarnir sem eru að hrifsa til sín obbann af lausafjármagninu eru vel virkir, og þó fremur ofvirkir, en aðgerðir þessara hópa verða líka að flokkast undir hryðjuverkastarf- semi af léttara taginu. - Þessa hópa verður aldrei hægt að flokka undir „hollvini“ þjóðfélagsins. Það er þannig ekki hægt að segja með sanni að almenningur láti sig miklu varða t.d. það hvernig staðið er að skipulagsmálum sveitarfélag- anna og allra síst hér á höfuðborg- arsvæðinu. Það er eins og þau mál nái ekki eyrum og augum íbúanna sjálfra nema í stuttan tíma og þá í formi fundahalda sem enda í of- stopa og upphrópunum. Ég vísa í því tilefni til skipulagsmála borgar- innar í Vatnsmýrinni, færslu Hring- brautarinnar og flugvallarsvæðisins í heild. Nú hefur borgarstjórn Reykjavík- ur samþykkt tillögu að Aðalskipu- lagi Reykjavikur 2001-2024 með þeim breytingum sem fram komu í fyrri tillögum að breytingum á skipulaginu. Ekki hef ég heyrt mik-. ið af umræðu almennings varðandi „Miðstöð innanlandsflugs hlýtur að taka mið af því að allt flug verði fœrt til Keflavíkurflugvallar og því verður að byggja eina um- ferðarmiðstöð sem nœst miðju núverandi höfuð- borgarsvœðis. “ málefni Vatnsmýrarinnar og flug- vallarsvæðisins í heild eða tilfærslu Hringbrautarinnar sem þó er búið að standa lengi til að ljúka. Hér er um stórt mál að ræða og ber þar hæst Hlíðarfótinn sem nú hefur aft- ur verið samþykktur inn á aðal- skipulagið. Vatnsmýrin og flugvallarsvæðið er þó það svæði sem áreiðanlega verður tekið til byggingar löngu fyr- ir árið 2024. Margir bíða eftir færslu Hringbrautarinnar, það mál æpir á framkvæmd nú þegar. Miðstöð inn- anlandsflugs hlýtur að taka mið af því að allt flug verði fært til Kefla- vikurflugvallar og því verður að byggja eina umferðarmiðstöð sem næst miðju núverandi höfuðborgár- svæðis. Vatnsmýrin kemur því ekki til álita lengur. Pörf á hirðisbréfi biskups Jóhann skrifar: Sjónvarpsmaður var á gangi um borgina fyrir jólin og rakst þá fyrir tilviljun, að því er manni sýndist, á biskup landsins, sem var þar á rölti. Sjónvarpsmaðurinn leiddi talið um- svifalust að Mammoni, en eins og allir vita eru kirkjunnar menn og Mammon ekki vinir, opinberlega. Margt bar á góma en biskupi var umburðarlyndið hugstætt. En Mammon þarf líka stundum að vera með. Stundum slokknaði eldurinn, og ljóslaust og kalt í kot- inu. Þá var gott að hafa Mammon, og því er hann ekki illur með öllu. Þetta veit kirkjan, sem útdeilir mat og peningum til þeirra sem eru fá- tækir. Einkum fyrir jólin. Og í „Ég tel mig kirkjunnar mann, þótt ég fari stöku sinnum á nœturklúbbana þegar kvölda tekur. Vegna þeirra finnst mér stundum skorta á umburðarlyndið sem biskupi var svo hugstœtt. “ kirkjunni er einnig nokkurt starf. Dómkirkjan leynir t.d. á sér. Ég komst einu sinni í skötuveislu í Dómkirkjunni og er merkilegt að sjá hve rýmið er mikið þar uppi. Þar voru enda eitt sinn geymd söfn- in í borginni. Fleiri leggja svona starfi lið, t.d. Mæðrastyrksnefnd. Henni er þó ekki sama hvaðan gott kemur og þiggur ekki fé frá súlustööunum. Ég tel mig kirkjunnar mann, þótt ég fari stöku sinnum á næturklúbbana þegar kvölda tekur. Vegna þeirra fínnst mér stundum skorta á um- burðarlyndið sem biskupi var svo hugstætt. Prestar í predikunarstóln- um hafa kveðið upp þunga dóma yfir okkur sem sækjum þessa staði gleðinnar. Fyrirgefningin er þó fyr- ir hina syndugu, eða hvað? Þegar ég fer í kirkju klukkan 11 er presturinn við útganginn að lokinni messu og þakkar mér fyrir að hafa hlýtt á guðsorð. Mér fmnst bisk- upinn þurfa að skrifa hirðisbréf til hinna dómhörðu presta og brýna fyr- ir þeim gildi umburðarlyndisins. Vilja sterkan lista að en samstaða sé að nást um málið. Og þó formaður fulltrúaráðsins kveði e.t.v. ekkert afskaplega skýrt að orði í DV í gær þá má hann þó eiga það að hann ger- ir ágæta grein fyrir stöðu málsins: „Ég tel að það sé algjör einhugur innan flokksins um að teflt verði fram sem sig- urstranglegustum lista. En það hefur alltaf legið fyrir að það eru engin frátekin sæti. Það sem skiptir höfuðmáli er að flokkurinn komist að í borginni. Ég er sannfærður um að þeir sem flytja okkar mál á réttan hátt munu fara með sigur af hólmi.“ Og hver er svo að tala um sundr- ungu í þessum flokki um framboðslistann í Reykjavík? Fyrir þá sem héldu að ágreiningur væri fyrir hendi þar sem sumir vildu hafa listann sem veikastan, liggur það nú fyrir að það er full samstaða í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík um að tefla fram sem sterkustum lista!! Garri hefur mikið velt fyrir sér framboðsmál- unum i Reykjavík og þá ekki síst framboðsmál- um Sjálfstæðisflokksins. Þau hafa verið í tals- verðri óvissu um skeið og margir sem augljós- lega ætla sér hlutverk hugdjarfa prinsins sem bjargar prinsessunni úr klóm hins ógurlega R- listadreka. Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur um nokkurt skeið haft málið til meðferðar, en ekki getað afgreitt það frá sér þó talsvert sé síðan upplýst var í DV að meirihluta- hljómgrunnur væri innan ráðsins fyrir svoköll- uðu leiðtogaprófkjöri. Uppstilling gæti enn kom- ið til greina eftir því sem Garri fregnar og enn eru menn að baksa við að finna einhverja þá leið *• sem allir geta sætt sig við. í DV í gær er fjallað um málið og rætt við Margeir Pétursson, for- mann fulltrúaráðsins, en hann hefur einmitt reynt að tefla þessa skák í gegn fyrir flokkinn og er greinilegt að ekki dugar minna en stórmeist- ari til, ef menn ætla sér að komast klakklaust inn í endataflið. Full samstaða En nú boðar Margeir Pétursson loks að ákvörðunar sé að vænta i vikunni. Þá muni full- trúaráðsstjórnin ákveða hvað ,sé mönnum fyrir bestu og ekki er að heyra á skákmanninum ann- Biblísk hrynjandi Sjálfsagt er stórmeistarinn vanur því að þurfa að leika alls konar millileiki í erfiðum skákum og þetta svar hans í DV í gær flokkast hiklaust sem einn af hans eftirminnilegri millileikjum. Hann minnir næst- um á garðyrkju- manninn Chancy Garndener í Peter Sellers-myndinni víðfrægu, „Being there“, þegar hann talar hátíðlega um samstöðu og einhug um sjálfsagða hluti og nær að fá þá til að hljóma stór- merkilega. Garri er sérstaklega hrifinn af setningunni um að „þeir sem flytja okkar mál á réttan hátt muni fara með sigur af hólmi“. Setningin hefur nánast biblíska hrynjandi, og það var ekki fyrr en við þriðja lestur að Garri áttaði sig á því að hún þýddi í rauninni ekki neitt! En Margeir nær hins vegar að draga fram yfirbragð samstöðu og einingar um framboðsmál Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavik. Það í sjálfu sér er mikið afrek og snilldarleg taflmennska - jafnel þó ein- ingin snúist um það eitt að menn séu sammála um að tefla fram sem sterkustum lista! (\Affi, Ólafur F. Magnússon borgar- fulltrúi. Margrét Sverrisdótir farin að veita honum athygli. Sérframboð Ólafs? Karl Sigurösson skrifar: Er nú ekki fulllangt gengið að slá upp í fyrirsögnum spurningunni um hvort örlög borgarinnar séu í höndum Ólafs F. Magnússonar læknis og borg- arfulltrúa sem hefur yfirgefið sinn flokk í fússi? Og sem kannar nú við- brögð annars pólitíkuss, sem er ekki síður „firtinn fýr“, Sverris Hermanns- sonar sem gekk út úr Landsbankan- um með plastpoka sitt í hvorri hendi og inn á Alþingi. Hlægilegt. Og skyn- samlegt af ðlafi fyrrum landlækni að vilja ekki vita af umleitan Ólafs nafna síns, borgarfulltrúa, og segja að ólík- legt sé að aldraðir hafi áhuga á að ganga til sængur með öðrum póli- tíkusum - enda framboði aldraðra beint fyrst og fremst til þingkosninga. Milljón á miða nóg Jóhann Gunnarsson skrifar: Nú hneysklast margir á hinum geysiháu vinningum sem festa sig i sessi hjá stóru happdrættunum. Lottóinu og Víkingalottóinu. Pottur- inn gengur ekki út, og því safnast saman milljónirnar, allt upp í 30 til 40 í einum vinningi. Hver hefur ann- ars að gera við að vinna þessar stóru upphæðir? Jafnvel ekki hinn aumasti allra aumra, fátæklingurinn eða fá- vitinn hefur gott af því. Aðeins þeir ríku, já, ofurríku, og alvöruríku, gætu borið þessa „byrði“ því þeir eru því vanir. Flestir aðrir verða flemtri slegnir og síðan blindu og verða viti sínu fjær, og upphæðin þrotin áður en varir. Er ekki betra og farsælla, minna og jafnara? Milljón á mann í vinning er kappnóg hverjum Islend- ingi, og fleiri njóta góðs af. Hækkar verðlag Kristbjög skrifar: Mikið er látið af því nú eftir gildistöku evr- unnar í Evrópu- löndum, að hún sé einn allsherjar gleðigjafi, og það er mikið brosað á götum í Þýska- landi (samv- kvæmt frétta- myndum þaðan) en minna í Frakklandi og annars stað- ar þar sem fólk saknar gömlu myntar- innar). Inn á milli koma þó fréttir af hækkuðu verðlagi á ýmsum sviðum í þessum löndum. Og almenningur ekki ýkja ánægður með þá framvindu. Nú fréttist um að verð á ferðum járn- brautarlesta í þessum löndum hafi hækkað um 4,7%. Það þykir stórt stökk upp á við og lofar ekki góðu fyr- ir fólk sem notar mikið lestir, sem hafa verið tiltölulega ódýr ferðamáti. Ef svona heldur fram, er megnrar óá- nægjuöldu að vænta víða. Kuldaleg kveðja Kristinn Sigurðsson skrifar: Ég fékk lítinn blaðsnepil inn um bréfalúguna á heimili mínu alveg ný- lega frá íslandspósti, þar sem mér var tilkynnt að póstur yrði endur- sendur þar sem nafn mitt er á hurð- inni hafði verið rifið af en aukanafn sett upp til bráðabirgða. Pósturinn neitar þvi að setja bréf inn í húsið, nema nafnið sé strax komið á hurð- ina. Mér finnst að Islandspóstur hafi ekki neinn rétt til að tilkynna endur- sendingar að viku liðinni. Á járnbrautar- stöðinni Vinsæll ferðamáti geldur evrunnar. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@dv.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 ReyKjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.