Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Side 14
14 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 Helgarblað I>V Hitar, rigningar og flóð einkenna tíðarfarið í vetur: Svona er nú bara veðurlagið á íslandi - segir veðurstofustjóri. Landsvirkjunarmenn ánægðir með vatnsbúskapinn Tíðarfarið í vetur hefur verið óvenjulegt. Hiti hefur verið um allt land vikum saman og miklar rign- ingar að undanfomu á þeim tíma þegar ætti aö snjóa ef allt væri „eðli- legt“. Vorleysingar hafa verið í fjöldamörgum ám landsins, hálend- ið er svo gott sem snjólaust og fjöl- margir spyrja sig þeirrar spuming- ar hvað sé eiginlega að gerast í nátt- úrunni. Er tiðarfarið óvenjulegt og er einhver þróun í gangi hvað það varðar? Hvaða áhrif getur tíðarfarið og snjóleysið haft á orkubúskapinn? Hvernig verður ástandið í veiðiám landsmanna næsta sumar? Þessara spuminga og margra fleiri spyrja menn hver annan og er víða fátt um svör. Flöðin undanfama daga hafa ver- ið óvenjustór og óhemjustór miðað við árstíma. Þannig mældist rennsli Skjálfandafljóts i sögulegu hámarki, um 600 rúmmetrar á sekúndu en venjulegt meðalrennsli þar á þess- um tíma árs er um 25 rúmmetrar. í Þjórsá og Ölfusá varð hámarks- rennslið um 1400 rúmmetrar sem er nær fjórföldun á vatnsmagni. Hlý- indi og geysilegar rigningar á há- lendinu era orsök flóöanna. Vatnavextir í Markarfljóti Vorleysingar hafa veriö í fjöldamörgum ám landsins, hálendiö er svo gott sem snjólaust og fjölmargir spyrja sig þeirr- ar spurningar hvaö sé eiginlega aö gerast í náttúrunni. Held ró minni „Ég er ekki mjög minnugur á veð- urfar undanfarinna ára eða áratuga en mín skoðun er meira og minna sú að það sé ósköp lítið að gerast í veðurfarinu sem slíku. Við höfum horft fram á að það hafi heldur ver- ið að hlýna hjá okkur á undanforn- um árum og áratugum en þó er veð- urfarið á íslandi núna ekki orðið jafnhlýtt og það var að jafnaði á tímabilinu 1930-1960,“ segir Magnús Jónsson veðurstofustjóri. Hann seg- ir að á þeim tíma á síðustu öld hafi ekki verið mikið um mælingar á há- Gylfi Kristjánsson blaöamaöur lendinu, s.s. á snjóastöðu en sjálfur segist Magnús telja að harla sennil- gt sé að sama staða og nú er uppi hafi oft verið uppi á þeim tíma. „Ég segi þaö líka að það hafa komið snjólitlir vetur að undanfórnu, t.d. veturinn 1995-1996. Þá gerði mikla snjógusu í október en fljótlega eftir það tók allan snjó upp og það kom varla snjór í fjöll þann vetur. Ég man þaö ekki svo glöggt hvort mjög snjólitlir vetur hafa komið síðan en það er eins og mig minni að það sé ekki ýkja langt síðan Landsvirkjun- armenn hafi verið að kvarta um vatnsleysi á hálendinu. Ég held al- veg ró minni og held ekki að það sé neitt sérstakt að gerast í veðurfar- inu einmitt núna,“ segir Magnús. Ástandið sem verið hefur að und- anfómu er þvi langt frá því að vera einsdæmi og aö sjálfsögðu er sá tími vetrarins eftir þegar oftast snjóar mest og ástandið getur breyst á mjög stuttum tíma. Snjóleysi á há- lendinu í dag þarf því ekki að þýða snjóleysi þar í febrúar eða mars. Alltaf svelflur í veðrinu Hvað sem öllum vangaveltum líð- ur er ljóst að veðurfarið hefur sveiflast talsvert á ákveðnum tíma- bilum og var t.d. allt öðuvísi á ní- unda áratug síöustu aldar en tíunda áratugnum. Magnús veðurstofu- stjóri tekur undir þetta og segir að á níunda áratugnum hafi verið ríkj- andi í mun meira mæli suðvestlæg- ar áttir en á næta áratug á eftir. „Það voru t.d. veruleg snjóþyngsli í Reykjavík framan af níunda ára- tugnum á sama tíma og það kom fyrir að ekki var hægt að opna skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akur- eyri allan veturinn,“ segir Magnús. Við höfum fengið tímabil þar sem ákveðið veðurfar hefur ríkt og þannig er bara veðurlagið á Is- landi," segir hann. Hvorki hann né aðrir sem við ræddum við segjast sjá neina ákveðna þróun fram undan hvað varðar veðurfar. Hlýnun hafi t.d. ekki verið meiri undanfarin ár eða síðustu áratugi en var á árunum 1920 til 1960 og þannig sé ekkert hægt að fullyröa neitt um það hvort einhver þróun sé 1 gangi og enn síð- ur hvert hún myndi leiða væri hún fyrir hendi. Ánægja hjá Landsvirkjun Á það hefur verið bent aö þótt mikið hafi rignt að undanfórnu og asahláka verið í byggð þá hafi sú úr- koma sem fallið hafi á hæstu jökla án efa fallið þar sem snjór. Og leiði menn hugann að orkubúskapnum f landinu á næstu misserum er a.m.k. ljóst að hjá Landsvirkjun eru menn ánægðir. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að ástandið í uppistöðulónum fyrir- tækisins hafi aldrei verið jafngott á þessum árstíma og það er nú. Hann segir að öll minni lónin á Suður- Veiöin næsta sumar Stangaveiöimenn óttast enn eitt vatnsieysissumariö. landi séu full og það stefni í að Þór- isvatn verði fullt áður en langt um líður. „Vatnsbúskapurinn nú er sögulega betri en nokkru sinni áður og það má segja að við séum með um 50% betri stöðu núna en í með- alári,“ segir Þorsteinn. Hann segir ljóst að úr þessu verði vorflóð ekki stór og mikil en vegna þess hversu staðan í lónunum sé góð nú verði meira í þeim þegar byrjað verður að safna í þau í vor og hann segir að miðað við eðlilegt tíðarfar verði Landsvirkjun í góðri stöðu næsta haust vegna þess hversu góður grunnurinn sé, þ.e. staöan í lónunum í dag. Veiðimenn kvíðnir Einn er sá hópur manna sem á mikið undir því komið að „vatnsbú- skapur" landsins sé góöur en það eru þeir sem renna fyrir fiska i ám landsins. Vatnsleysi er eitt af því sem stangaveiðimenn óttast alltaf einna mest, enda eru menn að kaupa sér rándýr veiðileyfi meö margra mánaöa fyrirvara og sitja síðan og naga neglur þegar nær líð- ur veiðitímanum. „Ég óttast að við fáum enn eitt sumarið þar sem ámar verða nærri vatnslausar,“ segir Gunnar Bender, veiðifræðingur DV, maður með ára- tugareynslu þegar vatn og veiði eru annars vegar. Gunnar segir að svo virðist sem snjó ætli ekki að festa á hálendinu og hann segist óttast að ár um allt land verði vatnslitlar þeg- ar kemur fram á sumarið. „Ástand- ið í litlu ánum verður t.d. oröið skelfilegt þegar kemur fram í ágúst ef ástandið breytist ekki verulega. Það er ekki spennandi tilhugsun að fá enn eitt sumarið með vatnsleysi og verri skilyrðum til veiða en menn verða bara að halda í vonina eins og stangaveiðimenn eru frægir fyrir," segir Gunnar Bender. KerruÚtsala - Dúndurtilboð Daxara 107 verð áður as^ö^e-icf. Verð nú 29.900 ósamsett Aukahlutir á 15-40% afsl Da>ia^ a 57 l verð aður Allar kerrurnar eru galvaniseraðar ■S-4r3'60rTkr. v og hafa dempara og sturtubúnaó. Verð nú Einnig hjá: 69.900 KR. BUasöiu Akureyrar s: 461 2533. Evró ehf. Skeifunrti sími: 533 14 14 www.evro.is evro Innlendar fréttir vikun Stefgjöldin sliga Kántríbóndinn Hallbjöm Hjartar- son lýsti því yfir í gær að rekstur Út- varps Kántrýbæjar gengi ekki sem skyldi. Ákveðið hefur verið að stöðva útsendingar þess um óákveðinn tíma vegna erfiðleika við að greiða Stefgjöld. Hallbjöm segir að þegar far- ið var að senda út til Skagafjaröar hafi gjöldin hækkað um helming en auglýs- ingatekjur hafi ekki aukist að sama skapi. Að lokum biðlar kappinn til fólks, að það taki viljann fyrir verkið og geri sér grein fyrir menningarlegu mikilvægi stöðvarinnar. íslensk kona lést íslensk kona lést er hún féll fram af svölum hótel Aloe á Ensku ströndinni á Kanaríeyjum aðfaranótt laugardags- ins fyrir viku. Sambýlismaður kon- unnar, sem er á áttræðisaldri, var handtekinn í kjölfarið, grunaður um að vera valdur að dauða konunnar. Fyrstu fréttir af vitnisburði íslendings, sem sá hvað gerðist, virtust styrkja gransemdir um sekt hans en hann dró framburð sinn til baka og sagði orð sín hafa verið rangtúlkuð. Konan sem lést hét Svanhildur Bjarnadóttir, fædd 1937 og búsett í Kópavogi. Aukin skattbyrði Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að hvers konar gæði sem fólki hlotnast frá vinnuveitanda eigi að telja fram til skatts. Á þetta við um fatnað, fæði, húsnæði, fríðindi, fríar ferð- ir, áskriftir fjölmiðla, tryggingar, síma, tölvur, framlög og meiri háttar gjafir. „Við erum í sjálfu sér ekki að breyta grandvallarreglum laganna. Öil gæði sem mönnum áskotnast í lífinu era skattskyld ef svo má segja en það hef- ur verið erfitt að meta hluti til verðs," sagði Indriði H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri um málið. Landsbyggðin styrkt? í vikunni greindi DV frá róttækum hugmyndum starfshóps landbúnaðar- ráðherra sem vill sameina Byggða- stofnun, landbúnaðarsjóði og nýsköp- unarsjóð atvinnulífsins undir einn hatt. Athuganir þessar hafa átt að miða að því að styrkja stöðu lands- byggðarinnar og jafnframt að hagræða í þeim stofnunum sem ætlað er að sinna uppbyggingarverkefnum. Þing- menn flokkanna era ekki á einu máli um ágæti þessara hugmynda. Kaupa af Svíum Kaupþing hefur gert sænninga um að kaupa sænska verðbréfa- fyrirtækið Aragon og tekur yfir starfsemi þess í áfóngum. Kaupþing mun greiða hluta kaupverðsins með eigin hlutabréfum og þýðir það að nokkur af þekktustu og öflugustu fyrirtækjasamsteypum Svíþjóðar verða hluthafar í fyrirtæk- inu. Aragon er meðal þekktustu fjár- málafyrirtækja í Svíþjóð og hjá því starfa um 120 manns. Norðmenn veröi stærri Stjómendur Hæfis, félags íslenskra fjárfesta inn álver við Reyðaiflörð, hafa á fundum sínum með stjómend- um Norsk Hydro undanfarið rætt um að hlutur íyrirtækisins í væntanlegu álveri eystra verði stærri en áður hef- ur verið áætlað. Hingað til hefur verið miðað við að hlutur þeirra yrði á bil- inu 25-40% en nú er rætt um að hann verði allt að 48-49%. íslendingar muni samt alltaf eiga meirihlutann. Stjóm- endumir segja að þetta sé ekki tilkom- ið af þvi að illa gangi að safna fé til verksins, það sé einfaldlega eðlilegt að Norðmennimir eigi stóran hlut þar eð framleiðslan komi til með að verða seld á vegum þeirra. -hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.