Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Side 20
20 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________DV Umsjón Ragnar Ingi Aðalsteinsson Ekki vil ég yrkja níð um afköstin hjá Guði Nýlega kom út vlsnabók sem heit- ir Raddir úr Borgarfirði. Bókin er 160 blaðsíður og þar er að fmna vís- ur og annan kveðskap eftir 45 hag- yrðinga og skáld sem eiga það sam- eiginlegt að tengjast Borgarfirði syðra á einhvern hátt. Það er Dag- bjartur Dagbjartsson á Refsstöðum sem sér um útgáfuna en Tíðinda- menn ehf. gefa út. Hver höfundur fær rúm í bókinni á tveimur til fimm blaðsíðum og framlagi hvers og eins fylgir örstutt kynning á höf- undinum. Bókin er vel unnin og uppsett og vísumar skemmtilegar. Þeir Borgfirðingar eiga heiður skil- inn fyrir að halda til haga þessum perlum vísnahefðarinnar. Hér verða nú sýnd fáein sýnishom úr bókinni. Við byrjum á vísu eftir Ásmund Guðmundsson frá Auðsstöðum, orta á útmánuðum: Þó aö fönn í frosti braki fegri og betri gefur heit að vita senn af vœngjataki vorsins uppi i Hálsasveit. Næst er vísa eftir fyrmefndan Dag- bjart á Refsstöðum: Eftir heimsins œvibrokk er ég lúinn, Drottinn. Geföu mér nú skárri skrokk og skvettu í lukkupottinn. Erlingur Jóhannesson orti einhvem tima í kuldakasti: Bandarísk rannsókn sýnir fram á fasta söguþræöi í ástarsamböndum: Við lifum í ástarsögum - er makinn þinn með Hallgerðarheilkennið? Einhver vinsælasta klisja sam- tímans er um að lífið sé leiksvið. Þeir sem hafa einhvern tíma farið í leikhús vita að svo er alls ekki. Líf- ið er nefnilega afskaplega ólíkt leik- sviðinu. Fæst viljum við trúa því að búið sé að skrifa handritið að lífi okkar, við vitum að það er enginn hvíslari, enginn sviðsmaður á kant- inum, lýsingin er fyrir neðan allar hellur, ekkert hlé og síðast en ekki síst þá stendur enginn upp og klapp- ar að lokinni sýningu, einfaldlega af því sýningunni lýkur aldrei. Við fáum aldrei að hneigja okkur og njóta sviðsljóssins og forsetinn er aldrei í salnum. Aftur og aftur og aftur Sálfræðingurinn Robert J. Stern- berg hefur ekki gefið frá sér yfirlýs- ingar varðandi leiksviðsklisjuna en hann hefur hins vegar skrifað heila bók um það hvemig mannfólkið hagar ástalífi sínu samkvæmt ákveðnum sögum. Þessi ágæti sál- fræöingur hefur í bók, sem hann nefnir Love Is a Story eða Ástin er saga, velt því fyrir sér hvers vegna ástarsambönd eru oft jafn ófyrirsjá- anleg og raun ber vitni og af hverju sum hjónabönd endast von úr viti á meðan önnur brenna í vítislogum eftir örfáa mánuöi. Stemberg gerir sérstaklega að umtalsefni þegar fólk gerir ítrekað sömu mistökin í ástar- samböndum aftur og aftur. Hann veltir upp spurningunni um það hvort þetta sé allt saman fyrir fram ákveðið; hvort fólk skrifi sig sem persónur inn i ákveðna ástarsögu sem það sleppur síðan ekki út úr fyrr en það áttar sig á söguþræðin- um. Algjör ást... Reynsla margra af lestri amer- ískra sálfræðiverka fyrir almenning er sú að í þeim sé ekkert að finna sem ekki er útskýrt miklu betur í góðum skáldverkum. Þetta bendir Stemberg á í sinni almennu sál- fræðibók(!) „Á ákveðnu stigi sjá leikmenn oft það sem sálfræðingar koma ekki auga á: að ást tveggja einstaklinga fylgir ákveðinni sögu,“ segir Robert J. Sternberg. „Ef við viljum skilja ástina verðum við að skilja þær sögur sem stjórna skoð- unum okkar og væntingum til ást- arinnar. Við byrjum að skrifa þess- ar sögur sem böm og þær spá fyrir um mynstrið sem ástalíf okkar verður í. Sem betur fer getum við lært að endurskrifa þær.“ Stemberg segist hafa komið með þessar kenningar vegna óánægju með hvað fræðingar, og hann sjálf- ur meðtalinn, voru að skrifa um ást- ina. „Ég hafði áður lagt fram kenn- ingar um þríhyrning ástarinnar og lagði þar til að ástin væri sett sam- an úr þremur frumþáttum: nánd, ástríðu og skuldbindingu. Ólík ást- arsambönd eru ólík samsetning þessara þriggja þátta. Algjör ást þarfnast allra þriggja. En kenningin svaraði ekki mikilvægri spumingu: hvað gerir manneskju að þeim elskanda sem hún er? Og hvað dreg- ur hana að öðrum? Ég þurfti að grafa dýpra til að skilja uppruna ástarinar. Ég fann hann í sögum." Martröð í Álmstræti Rannsóknir Stembergs leiddu í ljós að sumar sögur voru erfiðari en aðrar. Þar nefnir hann til sögunnar viðskiptasöguna, hryllingssöguna, glæpasöguna, lögreglusöguna („Það er mér nauðsynlegt að fylgjast með ferðum maka mins“), endurbatasög- una („Ég hjálpa fólki oft komast aft- ur á rétta braut í lífi sínu“), vísinda- skáldsöguna („Ég laðast að óvenju- legu og undarlegu fólki“) og leikhús- sögur („Ég laðast að fólki í ólíkum hlutverkum"). Sternberg segir að þegar hann ræði við fólk sem hafi skilið sé saga hjóna oft gjörólík þótt þau hafi sannanlega staðið í sama skilnaðin- um; hvort á sér ólíka sögu. „Það mikilvægasta í heilbrigðu, ham- ingjuríku sambandi er að sögur beggja séu samræmanlegar - það er að segja að fólk hafi sömu vænting- ar til lífsins." Hann nefnir að í rann- sókn Hojjats og Bames frá árinu 1998 komi þetta sama í ljós. Sögurnar sem fólk lifir sig inn í eru misjafnar og eins og við vitum þá eru ekki allar persónur jafn lukkulegar með örlög sin. Sumt fólk virðist haldið eins konar sjálfseyð- ingarhvöt og lifir í hættulegum sög- um sem skaða það. Sá sem lifir sig inn í hryllingssögu veldur sjálfum sér og sambandinu miklum skaða þegar sú saga byrjar að brjótast í gegn og sambandið verður eins og Nightmare on Elmstreet. Fólk kvartar oft yfir þvi aö öll sambönd þess endi með skelfingu því það velji sér alltaf sömu aumingjana til að byrja með; það segist vera óhepp- ið í ástum. Þetta segir Sternberg að sé ekki rétt heldur sé fólk einungis að velja persónur sem falla að sögu- þræðinum sem þaö lifir eftir. Höfundar frá fæðingu Eftir því sem Sternberg segir þá hefst mótun sögunnar strax eftir fæðingu, byggðar á persónuleika, reynslu barnsins fyrstu vikurnar og það sem það lærir af samskiptum foreldra sinna. Þar að auki kemur inn upplifun okkar á skáldverkum, kvikmyndum, leikritum, sjónvarpi og þess háttar. Vinsældir sagna eru mjög mis- jafnar. Feröasagan var mjög vinsæl en höföaði fremur til kvenna en karla. Karlar vildu frekar listasögu eða klámsögu. í ferðasögunni lítur fólk svo á að sambandið sé upphaf ákveðins ferðalags en klámsagan gengur meira út á frumleg uppá- tæki og frjálslyndi í kynlífi (en ekki hvað). Garðyrkjusagan og kímnisag- an voru líka vinsælar en í þeirri fyrrnefndu er gert ráð fyrir því að það þurfi að vökva og næra sam- bandið eins og garðagróður. Kímni- sagan setur fólki þær skorður að ekki má líta alvarlegum augum á sambandið. Óvinsælustu sögurnar voru hryll- ingssagan, kollektífa sagan og stjórnunarsagan. I hryllingssögunni hefur fólk mest gaman af því að hrella aðra eða lendir því að mak- inn er eins og Freddy Krueger. I kollektífu sögunni má segja að fólk berjist við raðsambönd þar sem annars vegar er um að ræða rað- tengd sambönd (eitt tekur við af öðru) og hins vegar hliðtengd sam- bönd (sem lýsir sér í því að viðkom- andi hefur mörg sambönd i gangi í einu). Hallgerðarheilkennið Við upphaf sambanda ætti fólk að taka sér góöan tíma í að velta söguþræðinum fyrir sér og hvers konar persóna það er sem verið er að slá sér upp með. Er mótleikar- inn Hallgerður langbrók sem hafði ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir hinn ástsjúka Gunnar Hámundar- son (í þessu tilfelli mætti tala um Hallgerðarheilkennið sem ein- kennist af tilhneigingum til að láta fóstra sína aflifa menn)? Er mót- leikarinn kannski Hinrik IV, Ingj- aldsfiflið, Pocahontas, Kristur, Sherlock Holmes eða Páll úr Englum alheimsins? Þetta verður fólk að hafa á hreinu, annars gæti farið illa. Gisli Þorbergsson frá Augastöðum orti um mann sem hóf sambúð með konu númer tvö: Skeytir ekki um boö né bönn, beygir út af línum. Hefur byrjað aöra önn á œviferli sínum. Sú næsta er eftir Guðmund Sigur- jónsson frá Valbjamarvöllum og þaríh- ast ekki skýringa: Yfir okkur laumast lœgöir, leiðum veörum stýra þœr en nú verð ég aö hafa hœgðir. „Hvar er Mogginn frá í gær?“ Jakob Jónsson á Varmalæk orti um Kröfluævintýrið: Við Kröflu er unnió í ergi og gríó, menn eflast vió hverja raun, svo mannvirkin veröi i tœka tió tilbúin undir hraun. Ólafur Gunnarsson frá Gilsfjarðar- múla á næstu vísu: Rölti ég vió rollurnar, raula mér til skemmtunar klámvísur um kvennafar kossa, rúm og þesskonar. Nokkru fyrir fyrstu sveitarstjórnar- kosningar í Borgarfjarðarsveit fór að kvisast hverjir væru að koma saman lista.'Þá orti Vigfús Pétursson, Hægindi: Þetta verður fríóur flokkur, frœgóarsólin óöum rís. Valið lió sem varla nokkur viti borinn maóur kýs. Þorsteinn Þorsteinsson, Skálpastöð- um, var á ferð um Þverárhlíð: Ekki vil égyrkja níó um afköstin hjá Guói, en þegar hann gerói Þverárhlíó, þá var hann ekki í stuöi. Við endum á vísu eftir Þórdísi Sig- urbjömsdóttur, Hrísum, sem hún gerði um Kristján Hreinsson: í kexrugluöum kvæóamekki Kristján finnur meiningar sem höfundarnir höfóu ekki hugmynd um að vœru þar. ria@ismennt.is Hjón aldarinnar Nokkru eftir brúðkaup aldarinnar kom skilnaður aldarinnar. í hvaða ástarsögu Díana og Karl hafa lifað sig inn í hefur ekki verið rannsakað en þaö er taliö fullvíst að venjulegt fólk lifi sig mjög inn í ákveðnar ástarsögur. Söguþráðinn byrjum við að semja strax eftir útkomu úr mæðrum okkar. Kuldagrimmd var linnulaus, líka rokur haróar, burnn oft hjá bœndum fraus bara á leið til jaróar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.