Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Side 28
28 Eina fyrirmyndin er lífið Hallgrímur Helgason hefur nóg að gera þessa dagana bara við að fylgjast með viðbrögðum við síðustu skáldsögu sinni, Höfundi íslands. Hann ræðir um bók- ina, Laxness, kommúnismann og listina. Helgarblað Enginn vafi leikur á því að Höfundur íslands er um- deildasta skáldsaga seinni ára á íslandi. Umræðan hófst á út- gáfudegi og fór síðan á mikið flug eftir að Hannes Hólmsteinn Gissur- arson skrifaði lofsamlega grein um bókina í Morgunblaðið. Tæpum mánuði síðar eru enn að birtast í blöðum og á Netinu greinar um Höf- und íslands. Þetta er skáldsagan sem menn eru að lesa og taka af- stöðu til. Reyndar ber umræðan nokkum keim af því að menn rýni í skáldsöguna eins og væri hún heim- ild um lif Halldórs Laxness. Fyrsta spurningin til höfundarins Hall- grims Helgasonar er því sú hvort honum þyki menn setja of mikið samasemmerki á milli aðalpersón- unnar Einars J. Grímssonar og Halldórs Laxness. „Það væri barnalegt af mér að segja að Einar J. Grímsson væri ekki að einhverju leyti byggður á Halldóri Kiljan Laxness. Hins vegar er álíka bamalegt af mönnum að setja samasemmerki á milli þeirra. Annar er skáldskapur, hinn var veruleiki," svarar Hcillgrímur. „Nú veit ég að íslendingar trúa engu fyrr en þeir sjá það á prenti og hin raun- verulega Hallgerður Höskuldsdóttir langbrók er sjálfsagt einhvers stað- ar enn að sýta þá meðferð sem hún hlaut í Njálu, en ég vil þó biðja landa mína að doka aöeins við eftir hinni raunverulegu ævisögu Hall- dórs Laxness áður en þeir kjalfesta sér mynd af skáldinu. Hannes Hólmsteinn skrifaði grein í Moggann og var ansi naskur að sjá út fyrirmyndir að sumum persónum í bókinni. Umfjöllun hans um pólitísk af- skipti Laxness var einnig þörf en hann gengur þó of langt þegar hann segir: „I líki Einars J. Grímssonar er Halldór Kiljan Laxness kaldlyndur maöur og sjálíhverfur." Ég þekkti Halldór Lax- ness ekki neitt, hitti hann aldrei og veit ekkert hvemig hann var til borðs og sængur. Og ásökunum Eiriks Eiriks- sonar í Morgunblaðinu um síðustu helgi þess efnis að í bókinni sé ekki bara að finna Halldór Laxness heldur og eiginkonu hans og dætur vísa ég á bug. Einar J. Grímsson var kvæntur allt annarri konu og eignaðist með henni tvo syni sem nú eru reyndar bú- settir í New York. íslenskir bókstafs- trúarmenn gætu hæglega haft samband við þá félaga og fengið kyn þeirra stað- fest af þeim sjáifum í gegnum síma eða tölvupóst. Þeir em langt frá þvi að vera dætur Halldórs Laxness." - Hvert er viðhorf þitt til Laxness og verka hans? Hafa þau haft varanleg áhrif á þig? „Þegar maður var tvítugur var hann sólin sjálf. Hver einasti stafur í hans mikla verki var sólstafur. Manni fannst það allt vera gull. Sumt var að- eins bamagull, annað glóir enn. Eng- inn höfundur hefur samt haft jafn sterk áhrif á mig, og hið ferilslega fordæmi hans var kraftaverk sem enn gefur okkur kraft til verka. Mér og minum kynslóðum þótti til dæmis still hans og stafsetningarmáti stórkostlegur en svo kemur kynslóð dóttur minnar sem flnnst það óþolandi að hann þurfi að skrifa „spurníng" í stað „spumingar", „vinirbrauð" í stað „vínarbrauðs" og stundum „fogl“ í stað „fugls". Halldór var auðvitað óttalegur páfugl i stíl. Kannski fyrnist hann fyrr fyrir vikið. En maður sem skrifar setningar eins og þessa er auðvitaö snillingur: „Nú með því að núítar þekkja eigi réttlæti, þá bjarga þeir Þormóði skáldi óvin sin- um frá dauða og gera að fótbroti hans með saung". Ég er hrifnastur af hans miklu þjóð- félagslegu sögum eins og Sjálfstæðu fólki og Sölku Völku en finnst síðari sögur hans síðri. Ég héld til dæmis að það sé aðeins dýrkun á helgimynd sem knýr menn til þess að setja Kristnihald- ið á svið árið 2001. Við sáum það í Borgarleikhúsinu í haust að enginn vegur er að blása lífi í það verk. Sú bók á bara að fá að hvila í friði. Helsti veik- leiki Kiljans var auðvitað hin mikla þörf hans fyrir hugmyndakerfi og af öllum hans þremur átrúnuðum er taó- isminn hvað óbærilegastur." Logar enn á rauðum týrum? í Höfundi íslands er að finna upp- gjör við kommúnismann, sem hefur mælst misjafnlega fyrir. 1 grein á Múrnum, vefsíðu unga róttæklinga, var Hallgrímur kallaður „hinn nýi höf- uðpáfi þessa síðara McCarthy-skeiðs sem nú ríkir“ og sagður boða heilagt stríð gegn kommúnistum. Spurður um þessi orð svarar hann: „Uppljómast nú ýmsir aíkimar okkar yndislega þjóðfé- lags. Ég vissi ekki að múrinn stæði enn og enn væri verið að skrifa á hann. Ég kalla það nú bara afrek að geta kallað nokkurn mann andkommúnista árið 2002. Eða hvemig getur maður verið á móti því sem ekki er lengur til?“ - Hvert er viðhorf þitt til kommún- ismans? Verða menn að gera upp stuðning sinn við hann? „Mestu vonbrigðin við viðbrögðin við Höfundi íslands eru að sá grunur læðist að manni að enn þá logi á ein- hverjum rauðum týrum hér í nyrsta skammdegismyrkri heimsins. Hafa virkilega ekki allir vindar sögunnar borist hingað upp til að slökkva á þeim tólgarkertum? Eru 70 ár virkilega ekki nægur reynslutími fyrir þjóðfélags- kerfi? Féllu tugir milljóna manna til einskis? Vilja menn ekkert læra af sög- unni? Ég hélt ég væri að skrifa þessa bók að loknu kalda stríðinu, þar sem kommúnisminn er bara söguleg stað- reynd en ekki lifandi aíl. Mér fannst ég ekki geta skrifað um sögu tuttugustu aldar og sleppt mesta hitamáli hennar. Segjum nú sem svo að Höfundurinn í bókinni hefði verið nasisti. Átti lifsupp- gjör hans þá ekki að innihalda neinn vott af samviskunagi vegna glæpa LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 DV Hitlers? Þeir kaflar bókarinnar sem Qalia um uppgjör gamals manns við eigin samvisku fyrir stalínisma sinn eru þeir sem valda mestu uppnámi. Hvers vegna? Líklega vegna þess að þeir snerta stalinisma HKL; þann kafla í ævisögu hans sem enn virðist vera tabú. Ég held það væri hollt fyrir þessa ungu og gömlu vinstrimenn að fara saman á hópeflisnámskeið undir Jökli, haldast þar í hendur og þylja nokkrar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.