Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2002, Side 22
22 Helgarblað LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 I>V Gúttóslagurinn var umfangsmikið sakamál Skrílsæði eða sigur öreiganna? Þaö sem íslensk skólabörn geta nú lesið um í skólabókum undir millifyrirsögninni „Gúttóslagurinn" í sögubókum er skráð í Hæstaréttar- dómum sem umfangsmikið mál lög- brota sem ekki færri en tuttugu manns hlutu fangelsisdóma fyrir. Þann 9. nóvember 1932 urðu óeirðir í miðbæ Reykjavíkur. Hæstaréttardómur var „vegna um- fangs málsins“ ekki kveðinn upp fyrr en 21. júní 1935. Þar segir m.a.: „Rannsókn málsins sýnir það glögg- lega að aðsúgur sá er þá var gerður að bæjarstjórn og lögreglu hefur verið gerður í því skyni að neyða bæjarstjórnina til þess að breyta áð- urgerðri samþykkt, um lækkun tímaborgunar í atvinnubótavinnu, og á bæjarstjómarfundinum létu ýmsir af forgöngumönnum í ljósi, að þeir létu sér enganveginn nægja að bæjarstjórn breytti nefndri álykt- un sinni, heldur kröfðust þess, að bæjarstjórnin bætti þegar í stað 150 mönnum við i vinnuna." Útsýni yfir Tjörnina Þarna sést Gúttó - Góötemplarahúsið sem stóð við Vonarstræti. Rólegheitin sem einkenna þessa mynd eru ólíkt meiri en þann 9. nóvember 1932, þegar menn börðust i bænum. Áfram segir að aðsúgurinn hafi orðið til þess að þurfti að slíta bæj- arstjómarfundinum í miðju kafi og bæjarfulltrúunum hafi verið sýnd ýmiss konar áreitni í fundarhúsinu, og á leiðinni af fundinum. Að flest- um lögreglumönnum bæjarins hafi verið veittir áverkar og sumir þeirra hafi hlotið mjög alvarleg meiðsl. Þótti sannað að margir árás- armennirnir hefðu haft barefli í höndum í viðureign sinni við lög- regluna og höfðu sumir bareflin með sér á fundinn en aðrir náðu sér í þau meðan á hon- um stóö. Grjóti, möl og spýtnarusli var kastað í lögregl- una, rúöur voru brotnar í fundar- húsi bæjarstjómar- innar og önnur spellvirki unnin á húsi og girðingu. Að kvöldi dags varð að samkomulagi að ríkisstjórn- in veitti bænum 75 þúsund krónur til atvinnubótavinnu og útvegaði aðrar 75 þúsund að láni. Var síðan ákveðið, aö atvinnubótavinna yrði unnin fyrir sama kaup og áður og tilkynning þess efnis lesin í útvarp- inu. hins vegar reiðir yfir ósköpunum og létu það í ljósi. Auglýsing sem birt- ist í Vísi daginn eftir sýnir glöggt hve sumum var misboðið: „Stúkan Dröfn biður þess getið, að vegna skrilsæðis kommúnista í Góðtempl- arahúsinu í gær, geti enginn fundur orðið í kveld.“ Vísir birti líka frétt af óeirðunum undir fyrirsögninni Bæj- arstjómarfundur- inn í gær: „Komm- únistar hefja árásir á lögregluna með barefli í höndum og koma öllu í upp- nám. Margir lög- regluþjónar meiddir og særðir. Sumir alvarlega. (...) En svo fór að lokum þrátt fyrir hótanir kommún- ista og ofbeldisframkomu, að bæjar- fulltrúarnir komust allir á brott, og þótt þröng manna væri alllengi við Goodtemplarahúsið, bar lítið á óeirðum eftir að bæjarfulltrúamir voru farnir... Alls meiddust 21. lög- regluþjónn." Nokkru seinna birtist í Vísi grein sem bar heitið Lögreglan og Héðinn Valdimarsson. Þar segir m.a.: „Þvi að þaö vita allir að það sem gerðist 9. nóv var ekki það að verkamenn gerðu aðsúg að vinnuveitendum, heldur voru það ofbeldisseggir og æsingamenn sem réð- ust á lögregluna í þeim tilgangi að mis- þyrma henni og svala sér þannig á henni.“ Óeirðaseggir náðaðir Margir voru ákærðir í málinu og þeim legiö á hálsi fyr- ir að hafa ýmist „hrópað hótanir og ókvæðisorð til lög- regluþjónanna", „haldið æsandi ræð- ur yfir mannfjöldan- um og þannig bæði beinlínis og óbeinlínis hvatt til árása á lögregl- una og bæjarstjóm“, eöa „verið með barefli í höndum og baríð á báðar hendur". Einar Olgeirsson var á sama tima dæmdur fyrir aöild sína að öðrum mótmælum sama ár en þar var Brynjólfur Bjarnason Hélt „æsandi ræöur“ og hvatti þar meö til óeiröanna. Einar Olgeirsson Var dæmdur fyrir annan siag fyrr á árinu. hann talinn hafa komið fram sem aðalforgöngumaður með því að halda „æsandi ræður og hvetja menn til árása á fundarhús og lög- regluþjóna". Það þótti líka sannað að hann hafi hrópað ókvæðisorð til lögregluþjónanna er þeir voru að starfi sínu. Refsing Einars þótti hæfilega ákveðin fjögurra mánaða fangelsi. Héðinn Valdimarsson og Brynjólfur Bjarnason voru eftir Gúttóslaginn bomir svipuðum sök- Steinn Steinarr Hann orti Ijóöiö Verkamaöur um Gúttóslaginn. Verkamaöurinn í Ijóöi Steins er sannkölluö hetja sem læt- ur lífiö í baráttu sinni fyrir betri kjör- um. „Þeir segja aö rauöir logar logi á leiöi hins fátæka verkamanns. “ um og Einar. Héðinn játaði fyrir dómi að hafa eftir að fundarsalur- inn var ruddur, rétt nokkra stóla út um gluggann á fundarhúsinu til verkamanna er þar voru úti, til þess að þeir gætu „varið sig gegn lögregl- unni ef á þá væri leitað". Vitni báru að stólar þeir sem Héðinn rétti út, hefðu jafnskjótt verið brotnir niður af mönnum sem úti fyrir voru og notaöir sem barefli. Héðinn var dæmdur í sextíu daga varðhald. Brynjólfur Bjamason neitaði að tjá sig fyrir dómi en vitni sögðu að hann hefði hvatt menn til að þyrp- ast nær fundarhúsinu og hleypa engum manni út fyrr en bæjar- stjórnin hefði numið úr gildi sam- þykktina um kauplækkun. Hann fékk líka dóm, 4. mánaða fangelsi viö venjulegt fangaviðurværi, vegna þess, eins og segir 1 dómsniður- stöðu: „Hann hlýtur að teljast einn af forgöngumönnum óeirðanna." Allir þeir sem dæmdir voru fyrir aðild að óeirðunum voru náðaðir sama ár og dómur var kveðinn upp yfir þeim. Þaö gerðist eftir undir- skriftasöfnun sem margir málsmet- andi menn í Reykjavík stóðu að. Má af þeim nefna Þórberg Þórðarson, HaÚdór Kiljan Laxness og Aðal- björgu Sigurðardóttur. -þhs Sitt sýnist hverjum Eins og gefur að skilja skiptist fólk og fjölmiðlar í tvær fylkingar í afstöðu sinni til Gúttóslagsins. Kommúnistar voru ánægðir með framgöngu sinna manna og þóttust hafa unnið stóran sigur. Menn skrif- uöu greinar og ort voru ljóð og skrifaðar sögur. Steinn Steinarr orti Verkamaður sem gerir úr verkalýðnum hetjur sem börðust fyrir brauði sinu. í kvæði Steins deyr verkamaðurinn „með brotinn hausinn og blóð um munninn" og er borinn á börum einum upp í kirkju- garð. En þó að engin frægðarsól hafi skinið á verkamanninn í líf- inu þá kemur það ekki að sök að mati Steins því að „þeir segja aö rauðir logar logi“ á leiði hans. Allar götur síðar hafa þeir sem á vinstri væng stjórnmálanna - og jafnvel fleiri - litiö á Gúttóslaginn sem mikinn sig- ur smælingjanna á valdhöfunum. Betri borgarar og þeir sem voru á hægri væng stjómmálanna voru Iðgregtan og Héðinn Viiöimarsxon. ... o... *ru leifönli’g. |»vmí sl.rif Híríiírss V;»Wim3r?>>«nar. »f <íoínui! varnlhjirefjlnmiar. OII (tfsloftf itnm af tvuili <>ru F> n*S oi* Fiv'mst ieitjinlty. vcgmi flíftiiot Njiiif*. líf-ííirm VaMimaniátif) fjcftr jíctjtÍ firolh'jíiír '■t*% Imnhtój!. stm fu^kkir h mm. M.'tHflítvi bafjur um jwS, hmm xúv sJálímtV or rlUi mmívi. 0« |»u5 rr r-tu,- tm> vafi ú |»vk nii fttítrgtr uietm Imfo virt honum tíl vurk- Ku alt öftru tttáli t*r iit' | Batjarstjflrnarfondarinn f gsr Megrunarmeistari í Línunni í Vísi í september 1978 er fjallað um hinn undraverða árangur sem of þungt fólk náði í megr- unarklúbbn- um Línunni sem Helga Jónsdóttir og Sigrún Aradóttir starfræktu. Línan var starfrækt í deildum um land allt, inntökuskilyrði voru þau að fólk væri a.m.k. fimm kilóum of þungt. Þótti ganga kraftaverki næst hversu góðum árangri fólk náði með því að fylgja alfarið ráðlegging- um sem þar voru gefnar. 1978 hafði megrunarklúbburinn aðeins starfað í tvö ár en heil 25 tonn af spiki höfðu tapast á Reykjavíkursvæðinu einu. Sú sem átti metið léttist um 55 og hálft kíló á 15 mánuðum. Hún var einnig tekin tali og tjáði Vísi að það erfiðasta væri að útbúa sig með nesti í ferðalög, en þá freistaðist hún til þess að fá sér brauð. „Það fór illa hjá mér um verslunar- mannahelgina því þá þyngdist ég um tvö kíló. Þau voru þó fljót að fara aftur en ég verð að passa mig mjög vel ef ekki á illa að fara,“ sagði megrunarmeistarinn að lokum. Travolta í Keflavík Travolta-æðiö í kringum kvik- myndinar Grease og Sat- urday Night Fever stóð sem hæst árið 1978. Ekki sljákkaði neitt í unga fólkinu við það að John Tra- volta sjálfur lenti einkaþotu sinni á Keflavíkurflugvelli í byrjun september það ár. Bandaríski leik- arinn staldraði þar við í hálfa klukkustund og fékk sér í svanginn í mötuneyti flugstöðvarbyggingar- innar. Travolta var á leiðinni til Parísar þar sem hann hugðist kynna kvikmynd sína, Grease. Hangið á Hallærisplani Árið 1978 héngu unglingar á Hall- ærisplan- inu svo- kallaða þar sem núna er Ingólfs- torg. Planið hafði óorð á sér og þótti ekki til fyrir- myndar að eyða tíma sínum þar. Enda spyr blaðamaður Vísis ung- lingana undrandi: „Er það fjör að drekka brennivín eða ógeðslegt brugg þar til maður fer að æla?“ Ekki vildu unglingar meina það, heldur að það væri fjör að hitta fólk- ið og lenda stundum í partíi en þeir voru sammála um að vera á Hall- ærisplaninu væri ekki fjör þegar það væri „skitaveður". Þeir sögðust heldur ekki sjá neinn ælandi. Krakkarnir sögðu aðspurðir um rúðubrot og skemmdarverk að það væru bara örfáar hræður sem stæðu í slíku: „Þú hlýtur að sjá það sjálfur að flestir eru sallarólegir og eru bara að spíka samán.“ Vetrarbörn komu út í septem- ber árið 1978 kom út skáldsagan Vetrarbörn eftir hina dönsku Deu Trier Mörch í þýðingu Nínu Bjark- ar Árnadóttur. Vetrarbörn fjallar um 18 konur, baksvið þeirra í þjóð- félaginu og innan veggja fjölskyld- unnar. Þær eru allar staddar á fæð- ingadeild. Aðrar persónur eru eigin- menn, börn og venslafólk, ræsting- arkonur, sjúkraliðar, ljósmæður, læknar, prófessorar - og öll ný- fæddu börnin. Vetrarböm var margverðlaunuð í Danmörku. -þhs JohnTravoito Keflovík L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.