Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2002, Side 4
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002 DV Héraðsdómur Reykjaness fellir dóm yfir 37 ára Austurríkismanni: Tólf ára fangelsi fyrir e-töflusmygl - var handtekinn í Leifsstöð með metmagn fíkniefna Héraösdómur Reykjaness dæmdi í gær Austurríkismanninn Kurt Fellner til tólf ára fangelsisvistar fyrir að flytja rúmlega 67 þúsund e- töflur í ferðatösku frá Evrópu áleið- is til Bandaríkjanna. Dómurinn er sá þyngsti sem kveðinn hefur verið upp í flkniefnamáli hérlendis. Málavextir eru þeir að Fellner var handtekinn í Leifsstöð 27. sept- ember síðastliðinn eftir að tollverð- ir, sem unnu við að gegnumlýsa far- angur, veittu því athygli að í tösku hans var falskur botn og óþekktur massi þar undir. Taskan var þegar í stað flutt á ör- yggisleitarsvæði og við nánari skoö- un kom í ljós að undir fólskum botni lágu töflur innpakkaðar í plast. Um var að ræða rúmlega 67 þúsund e-töflur en það er mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hérlendis. Fellner neitaði sök fyrir dómi og í skýrslu sem hann gaf fyrir dómi við aðalmeöferð málsins kvaðst hann ekki geta svarað því hvort hann hefði komið með fyrrgreind efni í tösku til landsins. Hann vissi það ekki. í dómnum segir að Fellner hafi sagt frá því að hann hafi hitt mann í Hollandi sem hafi veitt hon- um aðstoð á ýmsa vegu, meðal ann- ars gengið frá farmiða hans. Hol- lendingurinn hefði gengið svo frá málum að Fellner tæki að sér að fara með tösku til Bandarikjanna er hann héldi til Dóminíska lýðveldis- ins þar sem hann hefur haft aöset- ur. Töskuna fékk hann afhenta í Amsterdam og kveðst hann hafa átt að fá 5 þúsund Bandaríkjadollara að launum þegar til New York kæmi auk ferðakostnaðar. í dómnum kem- ur fram að við lögregluyfirheyrslu kvaðst Fellner hafa spurt hvort eit- urlyf væru í töskunni en svarið hefði verið að hann þyrfti engar áhyggjur að hafa af slíku. Fyrir dómi bar Feflner hins vegar að sennilega hefði hann ekki spurt um eiturlyf en sig hefði þó grunað aö innihald töskunnar væri með ein- hverjum hætti ólöglegt vegna þeirr- ar greiðslu sem beið hans í New York. Dómurinn telur sannað að Aust- urrikismaðurinn hafi flutt efnin á leið sinni frá Amsterdam til New York. Ákærði hafi viðurkennt að hafa tekið að sér að flytja töskuna þótt hann hafi ekki kannast við fyr- ir dómi að fiknefni væru þar falin. Ákærði telst að mati dómsins ekki eiga sér neinar málsbætur. Kurt Fellner er gert að sæta fangelsi í 12 ár en til frádráttar komi refsisvist hans frá 28. september sl. Honum er gert að greiða 350 þúsund í málsvam- arlaun. -aþ DVWYND ÞÓK Kurt Fellner yfirgefur dómsalinn Fellner var handteklnn í Leifsstöð í september síðastliönum meö mesta magn fíkniefna sem hald hefur veriö lagt á hérlendis. ísland býr við næstmestan jöfnuð 94ra landa, næst á eftir Slóvakíu: Ójöfnuður hefur aukist - Hagfræðistofnun leggur til lægra skatthlutfall og afnám tekjutenginga Könnun á jöfnuði Tryggvi Þór Herbertsson, forstööumaöur Hagfræöistofnunar Háskólans, kynn- ir haustskýrslu stofnunarinnar. Jöfnuður milli manna á íslandi, mældur á grundvelli tekjuskiptingar, er með því mesta sem þekkist í heim- inum. Þegar jöfnuður er reiknaður eftir alþjóðlegri forskrift, með aðstoð neyslukannana Hagstofunnar, kemur í ljós að aðeins Slóvakía hefur meiri jöfnuð en ísland þegar litið er til nið- urstaðna Alþjóðabankans fyrir 94 lönd. Þetta kemur fram í nýrri haust- skýrslu Hagfræðistofnunar Háskól- ans sem birt var í gær og fjallar um tekjuskiptingu og tekjuþróun á ís- landi á árabilinu frá 1988 til 2000. Skýrslan er byggð á gögnum úr skatt- skýrslum landsmanna sem fengnar eru undir eftirliti Persónuvemdar. í ljós kemur að breytingar á dreif- ingu atvinnutekna ákvarðast að vera- legu leyti af þróun efnahagsmála. Uppsveíflur virðast koma tekjulágum fremur vel þar sem ójöfnuður minnk- ar yfirleitt en aftur á móti virðist ójöfnuður aukast þegar efna- hagslægðir ganga yfir landið. „Þetta hafði þær afleiðingar að ákveðnir þjóðfélagshópar sáu sér ekki hag í því að vera á vinnumarkaði. Hér er eink- um um að ræða fólk með litla mennt- un og einkum og sér í lagi konur með ung börn á sínu framfæri. Sökum töluverðs kostnaðar við dagheimilis- vistun barna standa konurnar frammi fyrir háum föstum kostnaði við atvinnuþátttöku sem getur í mörgum tilvikum orðið til þess að betra er heima setið en af stað farið. Þannig myndast fátæktargildra,“ seg- ir í skýrslu Hagfræðistofnunar. Biliö breikkar Hins vegar hefur þróunin verið nokkuð á annan veg á síðustu 5-7 árum, á hinum svonefndu góðæris- tímum. Hagfræðistofnun bendir nefnilega á aö ójöfnuður hafi aukist eftir 1995, ef miðað er við tekjur fyrir skatta og millifærslur frá hinu opin- bera. „Þetta kemur fram með breið- ara launabili á milli menntaðs og ómenntaðs starfsfólks, á svipaðan hátt og gerst hefur erlendis, og gæti ef til vill verið fylgifiskur tæknibreyt- inga. Einnig virðist frelsi á fjár- magnsmörkuðum skipta máli en þeg- ar tekið hefur verið tillit til fjár- magnstekna hefur ójöfnuður farið vaxandi síðustu ár þrátt fyrir yfir- standandi efnahagsuppsveiflu," segir Hagfræðistofnun. Afnema ber tekjutengingar Hagfræðistofnun hvetur eindregið til þess að tekjutengingamar verði afnumdar í auknum mæli, sem og skattfríðindi til tekjuhárra stétta, s.s. sjómanna, og einnig aö skatthlutfall verði lækkað frekar en að persónufrá- dráttur verði hækkaður. Stofnunin gerir þrjár megintillögur í skýrslunni og snýst ein þeirra einmitt um þetta. Er bent á að þrátt fyrir að tekjuteng- ingar og hátt skatthlutfall tekjuskatta auki vissulega jöfnuð og flestir telji millifærslur frá ríkum til fátækra já- kvæðar sé ekki víst að þessir hlutir séu af hinu góða: „Há jaðarskattlagn- ing sem stafar af háu skatthlutfalli og tekjutengingum letur fólk á vinnu- markaði og þá einkum þá sem eru í lægri tekjuþrepum. Ástæðan er ein- faldlega sú að hver aukavinnustund skilar nálægt því engu í ráðstöfunar- tekjum vegna þess að skattar og skerðing bóta koma á móti,“ segir Hagfræðistofhun. -BG Sólargangur i>-£ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 16.20 15.44 Sólarupprás á morgun 10.52 10.47 Síódegisflóö 19.53 00.26 Árdegisflóó á morgun 08.11 12.44 Veðrið í Léttskýjað sunnan til Minnkandi norðanátt, 5 til 10 m/s og dálítil él norðanlands síödegis en léttskýjað sunnan til. Noröaustan 8-13 og slydduél á Vestflöröum en lægir í kvöld. Vaxandi austanátt og þykknar upp í nótt. Hiti kringum frostmark. ESSffiS3SEI Rigning eða slydda 8 til 13 m/s og rigning eöa slydda, fyrst sunnan til. Hiti 0 til 6 stig á morgun. vmmmwm Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur c^S Hiti 3° w Hiti 5' Hiti 2° til 0° «10° til 0° Vindur: 5-8“'/» Vindur: 13-18 "V* Víndur: 5-10"'/» * Breytileg átt, 5 til 8 m/s, dálítil rigning suöaustan til en úrkomulítiö annars staðar. HHI nálægt frostmarki. Austan 13 tll 13 m/s og rigning eöa slydda, einkum sunnan til. Hiti 0 tll 5 stig. Noröaustlæg átt meö éljagangi eöa slyddu, einkum noröanlands. Kólnandi veöur. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinningsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 Veðrið kl. 6 AKUREYRI alskýjaö BERGSSTAÐIR slydda BOLUNGARVÍK alskýjaö EGILSSTAÐIR rigning KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö KEFLAVÍK alskýjaö RAUFARHÖFN rigning REYKJAVÍK léttskýjað STÓRHÖFÐI léttskýjað BERGEN rigning HELSINKI súld KAUPMANNAHÖFN súld ÓSLÓ STOKKHÓLMUR rigning ÞÓRSHÖFN léttskýjaö ÞRÁNDHEIMUR rigning ALGARVE heiöskírt AMSTERDAM súld BARCELONA léttskýjaö BERLÍN þokumóöa CHICAGO alskýjaö DUBUN rigning HAUFAX alskýjað FRANKFURT þokumóöa HAMBORG rigning JAN MAYEN snjókoma LONDON rigning LÚXEMBORG þoka MALLORCA skýjaö MONTREAL alskýjaö NARSSARSSUAQ alskýjaö NEW YORK skýjaö ORLANDO rigning PARÍS rigning VÍN alskýjaö WASHINGTON heiðskírt WINNIPEG þoka 1 0 -2 4 0 3 1 2 3 6 2 0 4 3 5 5 10 3 4 -6 -1 4 -3 -2 0 0 9 -4 6 -7 -1 7 18 7 -3 6 -11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.