Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2002, Blaðsíða 16
20
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002
Skoðun I>'V
Spurning dagsins
Stundarðu einhvers konar
líkamsrækt?
Heimir Jónasson verkamaður:
Nei, og mig langar ekkert sérstak-
lega til þess. Ég hreyfi mig ágætlega
í vinnunnni.
Jón Jósep Snæbjörnsson
tónlistarmaður:
Já, ég fer í Betrunarhúsið
5 sinnum í viku.
Ingvar Valgeirsson farandsöngvari:
Já, ég geng stundum í vinnuna en
reyni að forðast það.
Jón Kjartan Ingólfsson kórdrengur:
Ekki neitt, en mikið rosalega langar
mig stundum til þess.
Ásgeir Óskarsson tónlistarmaður:
Eina líkamsræktin sem ég stunda er
að halda á hljóöfærunum mínum á
milli staða nokkrum sinnum í viku.
Gunnella Þorgeirsdóttir
þjóðfræðingur:
Ja, ég geng meö börnin til og frá
leikskóla alla virka daga.
Læknafingur
vösum öryrkj
í
a
Albert Jensen
skrifar:
Öryrkjar eru
þeir sem af slys-
forum eöa öörum
orsökum eru
dæmdir til að
vera samfélaginu
háðir að öllu eða
flestu leyti, verða
nær ósjálfbjarga
og neyðast til að
nota hjólastól í
' stað fóta. Það er
meira en hægt er að leggja á þá
heppnu að skilja. Öðru máli gegnir
um þá sem hafa sérhæft sig i vanda-
málum þessa fólks en virðast til-
finningalausir þursar þegar til
þeirra er leitað.
Það er leitt til þess að vita að til
Tryggingastofnunar ríkisins, sem
stofnuð er til hjálpar þeim óheppnu,
skuli ráðast möppudýr eða kerfis-
fólk, eins og einn drengskaparmað-
ur nefndi þau, sem eru án hugsjón-
ar, góðvildar eða skilnings.
Ástæða þessara skrifa er að kerf-
ið hefur á sumum sviðum snúist
upp í andhverfu þess tilgangs sem
því er ætlað. Hagsmunaaðilar í
gervi lækna virðast halda að Trygg-
ingastofnun sé fyrir þá og loka eig-
inlega öllum skilningarvitum ef það
auðveldar þeim starflð. Þeir virðast
forðast að taka ákvarðanir sem
auka ábyrgð þeirra og vinnu.
Áralangar legur á sjúkrahúsum
og endurhæfingarstofnunum og eft-
irmeðferð í sjúkraþjálfun hafa kom
ið fólki úr kvalafullu ástandi í við
unandi stöðu miðað við aðstæður
Margir eru þó svo illa farnir að fái
þeir ekki lágmarksþjálfun fara þeir
í kör og þeir spastískustu kreppast
saman á kvalafullan hátt. Heilsu
lamaðs fólks hefur hrakað vegna
I sjúkraþjálfun.
Greiðsla til tveggja aðila?
„Fólk hefur lengi undrast
tregðu lœkna stofnunarinn-
ar við að gefa langtímavott-
orð fyrir þá sem augljóslega
eiga enga batavon. “
framkomu lækna Tryggingastofnun-
óir. Fólk hefur þegar misst af stórum
hluta sjúkraþjálfunar sem því er
lífsnauðsynlegur vegna hroka þess-
ara manna og sérhagsmunagæslu.
Hægt er að sanna að þeir bera
ekki hag sjúklinga eða ríkis fyrir
brjósti því kostnaðarsömu smá-
skammtarnir þeirra krefjast fjár úr
vasa öryrkja á bótum svo og ríkis.
Þvi fleiri vottorð því meiri peninga
úr vasa þeirra sem minnst hafa og
það fyrir nánast ekkert. Stór hluti
vottorða er útfylltur af sjúkraliðum
sem fá ekkert fyrir og læknirinn
skrifar nafn sitt og fær allt þótt fáir
geti lesið úr nafninu. Fólk hefur
lengi undrast tregðu lækna stofnun-
arinnar við að gefa langtímavottorð
fyrir þá sem augljóslega eiga enga
batavon.
Það er ekki drengilegt að drýgja
laun sin með því að seilast í vasa
þeirra sem minnst hafa.
Læknar TR hafa leikið þann ljóta
leik að neyða varanlega lamað fólk
til að kaupa sér læknisvottorð fyrir
örfá skipti í sjúkraþjálfun og fá svo
greitt frá báðum. Vottorð á fimm
ára fresti er viðunanlegt - og svo
nákvæmrar smámunasemi sé gætt
þá ógildist það við dauða.
Hlutafé í erlendum gjaldmiðlum
Snorri Jónsson
skrifar:
Ég las leiðara DV sl. fimmtudag
þar sem m.a. var rætt um undirbún-
ing aö frumvarpi til laga um að
heimila íslenskum fyrirtækjum að
skrá hlutafé í erlendum gjaldmiðl-
um. Ég er mjög efins um þetta
ráðslag, en vil þó ekki mótmæla
þessari tilraun. í annars ágætum
leiðara er talað um að þetta kynni
að hafa jákvæð áhrif á stöðu krón-
unnar íslensku og eftirspurn eftir
henni aukast. Þetta kann lika að
verða raunin.
Ég vil þó gæta allrar varúðar í
viðbrögðum íslendinga, þegar t.d.
ársreikningar íslenskra fyrirtækja
Hlutafé og ársskýrslur í er-
lendum gjaldmiðlum. - „Þá
verður líka stutt í að krón-
an verði smátt og smátt út
undan og ekkert verði tekið
mark á krónunum í efna-
hagslífinu. “
eru annars vegar. Tel að það leiði til
þess að menn krefjist enn frekari út-
gönguleiða í gjaldmiðilsviðskiptum
okkar, þar til allur almenningur
verður farinn að nota meira og
minna erlendan gjaldmiðil í við-
skiptum sín í milli, t.d. samningum,
stórum og smáum. Þá verður líka
stutt í, að krónan verði smátt og
smátt út undan, og ekkert verði tek-
ið mark á krónunum í efnahagslíf-
inu.
Verði hins vegar leyft að skrá
hlutafé í erlendum gjaldmiðlum og
sömuleiðis ársreikninga fyrirtækja,
finnst mér að beina ætti öllum þess-
um færslum eingöngu í farveg
þeirra mynta, sem stærstu erlendir
fjárfestar hér á landi nota, nefnilega
dollara og svissneska franka. - Þar
tek ég undir með Hannesi Hólm-
steini og fleirum sem hafa reifað
þessi mál, en hafa um leið gagnrýnt
upptöku évrunnar sem framtíðar-
gjaldmiðils okkar íslendinga.
Björn Bjamason menntamálaráðherra lætur
ekki deigan síga og er nú endanlega búinn að
stimpla sig inn í forustuslaginn hjá sjálfstæðis-
mönnum fyrir borgarstjómarkosningamar í vor.
Snilli menntamálaráðherra felst þó ekki endilega
í því einu út af fyrir sig að ákveða að skella sér í
slaginn. Snilldin felst nefnilega í því að ákveða
að hætta en láta ákvörðunina þó vera þess eðlis
að hún gefi tilefni til áframhaldandi umræðu og
vangaveltna. I sjálfu sér væri ekki mikið um það
að segja þó Bjöm ákvæði að fara fram, umfram
það að slíkt yrði eflaust frétt dagsins daginn sem
hann gæfi út slíka tilkynningu. Hins vegar
myndi sú frétt ekki lifa í marga daga og á þriðja
degi frá tilkynningunni væri framboð Bjöms
orðið sjálfsagður hlutur og þjóðin farin að tala
um eitthvaö allt annað - t.d. handboltaleikina
við Þjóðverja!
Forprófkjör
Þess vegna er það bráðsnjall leikur hjá Birni
að snúa tillögu stjórnar fulltrúaráðsins um uppá-
stungur um nýtt fólk upp í eins konar forpróf-
kjör. Bimi hefur þannig tekist að snúa sakleysis-
legum hugmyndum og tillögum fulltrúaráðsins
upp í hárbeitt pólitískt vopn í baráttunni um
leiðtogasætið. Enda eru stuðningsmenn Bjöms
sagðir vera byrjaði aö hringja
út til fulltrúaráðsmanna
áminningar um að muna nú
eftir aö nefna menntamálaráð-
herra í uppástungum sínum.
Hugmyndin er að þegar 80%,
eða jafnvel 90%, fulltrúaráðs-
manna hafi sýnt það með
uppástungum sínum að þeir
vilji Björn á listann verði ekki
undan því vikist fyrir hann að
fara fram í sjálfu leiðtogapróf-
kjörinu. Ávinningurinn felst
ekki hvað síst í þeirri stemn-
ingu sem í kringum svona
nokkuð skapast. Sá maður
sem kemur inn í leiðtogapróf-
kjörið verður sem sé enginn
venjulegur maður - hann verður ástsæh foringi
sem hinn almenni flokksmaður í Reykjavik hef-
ur kallað sérstaklega eftir. Bjöm Bjarnason veð-
ur þannig - ef þessi áform öll ganga eftir - hinn
vinsæli maður fólksins,
Víst vinsældakönnun
Garri er nokkum veginn sannfærður um að
hvorki stjóm fulltrúaráðsins né kjömefndin, sem
sjá á um uppstilinguna á
listann, hafi ætlaðist til að
þetta færi svona. Það er al-
veg sama hversu grimmilega
menn slá höfðinu við stein-
inn og neita því að könnun-
in í fulltrúaráöinu sé for- ,
prófkjör eða vinsældakosn-
ing. Könnunin verður alltaf
túlkuð sem slik, Björn er
þegar búinn að sjá til þess.
Þau rök að segjast ekki einu
sinni ætla að birta niður-
stöðuna úr könnuninni eru
vitaskuld óttalega máttlaus
þvi kjörnefndin, jafnt sem
aörir, veit mætavel að svona
hlutum er ekki hægt að
halda leyndum. Sannleikur-
inn er einfaldlega sá að
Bjöm Bjarnason er búinn að
tefla bráðsnjalla pólitíska
skák í þessu máli og þó hann flaggi ekki stór-
meistaratitli þá hefur ráðherrann ekki sýnt lak-
ari taflmennsku en sjálfur Margeir Pétursson.
Spurningin núna er hins vegar sú hvernig fé-
lagar Björns, sem starfað hafa í borgarstjórninni
og hyggja þar á frekari frama, ná að vinna úr
sínum málum. Það verður fróðlegt að fylgjast
með þeirri sögu allri - en
hún er nú rétt að byrja. CsfluCfL
Björn teflir vel
Stór á 400, lítill á 250!
Aldís skrifar:
Ég hef iðulega
séð í blöðum, á
gluggum og hurð-
um veitingahúsa
og nú síðast í
Mbl. auglýsingu,
sem samanstend-
ur einungis af t.d.
eftirfarandi: „Stór
á 400 kr. - lítill á
250“ (verðið getur
að vísu verið eitt-
hvað misjafnt og
ekki bundið við
þessar tölur). All-
ir vita við hvað er
átt. Þarna er ver-
ið að auglýsa
áfengan bjór. Nú
er ég alls ekki ekki á móti bjómum, ég
er hins vegar eindregið á móti svona
skinhelgi og lögbrotum, því það er
bannað að auglýsa áfengi og verð á
því opinberlega. Hvenær ætla stjórn-
völd að hætta þessum fíflahætti í
reglugerð um áfengi? Hvað er svona
hættulegt við frelsið í áfengismálum?
Kominn til að
vera.
- Verðiö samt
leyndarmál
- opinberlega.
Skortur á karlmönnum
Sigurjón Jónsson skrifar:
„Kvenmannslaus i kulda og trekki /
kúri ég volandi. / Þetta er ekki, ekki,
ekki / ekki þolandi" - Svo kvað Steinn
Steinarr forðum um skort á kvenfólki.
Frá þvi var skýrt í blaði nýlega að
konur í Reykjavík væru alls 56.666, en
karlmenn 54.676. Þetta tel ég ekki nógu
gott, enda álíta fræðimenn, að af slík-
um mismun gæti stafað (þjóð)félags-
legur vandi. Dæmi: Karlar gætu auð-
veldlega freistast tO (aukins) framhjá-
halds. Margsannað er að íslenskar
konur vilja ekki fara út í dreifbýlið, en
þar er nokkuð um ókvænta karla. Til
þess að ekki verði jafn margar konur
út undan á þessu sviði, legg ég til að
hafinn verði innflutningur á karl-
mönnum frá þeim þjóðum sem okkur
eru skyldastar og á þar einkum við
menn frá öðrum Norðurlöndum, Bret-
landi og Þýskalandi.
New York, New York.
- Lokað til 12. mars!
New York úr alfaraleiö?
Friójðn hringdi:
Einkennileg ráðstöfun hjá Flugleið-
um að hætta flugi til New York. Flug-
ferðir hófust þangað með Loftleiöum
árið 1948 og síðan hefur verið flognar
þangað allt að fjórar ferðir daglega
þegar mest var á uppgangsárum Loft-
leiða og síðar Flugleiða. Að leggja nið-
ur tímabundið flug til New York sýn-
ir að það er mikil meinloka í uppbygg-
ingu á flugþjónustu félagsins. Að
fljúga ekki til New York, ekki Brussel
þar sem eru höfuðstöðvar ESB og ann-
arra mikilvægra stofnana í Evrópu -
úr því hætt var við Lúxemborgarflug-
ið eru mistök.
Ekki gleyma Durante
Svala Jónsdóttir hringdi:
Ég las bréf frá Agli í DV nýlega í
tengslum við auglýsingu Háskóla-
happdrættisins þar sem eitt laga
hans er notað í auglýsingunni. Ég tek
undir það að þessi frægi skemmti-
kraftur mætti alveg koma á skjáinn á
einhverri sjónvarpsstöðinni. Ég
skora á forráðamenn sjónvarpsstöðv-
anna að gleyma ekki Jimmy Durante
og fleiri góðum slíkum frá fyrri
árum. Já, svart/hvítar myndir eru
orðnar gersemi og urmull af þeim á
lausu. Ekki sist úr skemmti- og af-
þreyingargeiranum. Ég segi eins og
krakkarnir: „Please".
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.ls
Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11,105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.