Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2002, Blaðsíða 24
28
_____________________________ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002
Tilvera DV
lifið
Kínversk
í Salnum
Sex félagar í þjóölagasveit
Kvikmyndaversins í Peking
flytja bæði nýja og foma kin-
verska þjóðlagatónlist í Salnum
í kvöld. Þeir leika á gömul kín-
versk hljóðfæri og lögin heita
söglegum nöfnum eins og
Konungur Qin-ríkisins rýfur
fylkingu óvenanna, Kvöldsöngur
fiskimannsins og Fyrirsát á alla
vegu. Tónleikamir hefjast kl. 20.
Fundir og fyrirlestrar
I UM HRINGRAS I SUÐURHOFUM
OG VEOURFAR A NORÐURSLOÐ
Halldór Björnsson mun halda
fyrirlestur um hringrás í suðurhöfum
og veöurfar á norðurslóöum á
Veðurstofunni kl. 14.15. í dag.
Fyrirlesturinn er haldinn á vegum
Félags íslenskra veðurfræðinga.
■ ÁHRIF ALÞJÓÐASAMSTARFS Á
FULLVELDI Halldór Asgrímsson
utanríkisráðherra heldur erindi sem
hann nefnir Áhrif aiþjóðasamstarfs
á fullveldi í dag kl. 12.15 í
Hátíðarsal Háskólans,
Aðalbyggingu. Fyrirspurnir verða að
erindi loknu. Fyrirlesturinn er á .
vegum stjórnmálafræðiskorar HÍ og
allir eru velkomnir.
Síðustu forvöð
■ ISLENSK MYNPLIST I LISTA-
SAFNI ISLANDS I Listasafni Is-
lands lýkur yfirlitssýningu sem ber
heitiö Islensk myndlist á 20. öld.
Sýnd verða verk í eigu safnsins eftir
38 íslenska listamenn. Sýningin
veitir gestum gott tækifæri til aö fá
yfirlit yfir margt þaö helsta í íslenskri
myndlist um 100 ára skeiö. í sýning-
arskrá er gerö grein fyrir stefnum og
straumum sem höfðu áhrif á ís-
lenska myndlistarmenn og verk
þeirra sett í innlent og erlent sam-
hengi. Listasafn íslands er opið dag-
lega kl. 11-17 nema á mánudög-
Sýningar
I OÐIIR TIL MOÐUR I
ÞINGHOLTSSTRÆTI Svning á
Mósaíkhelgimyndum eftir Fanný
Jónmundsdóttur, Óður til móður,
hefur veriö sett upp að
Þingholtsstræti 5, ásamt
mósaíkborðum eftir Fanný sem
unnin eru og hönnuð í samvinnu við
Þuríöi Steinþórsdóttur járnsmið. Þar
eru einnig fleiri verk eftir Þuríöi.
Sýningin er opin daglega frá 12-18
og laugardaga frá 12-15. Fanný er
sjálf á staönum.
■ BERND KOBERLING í
LISTASAFNI REYKJAVIKUR Svning
á verkum Bernd Koberling hefur
veriö opnuð i Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsi. Þar eru áttatíu olíu- og
vatnslitamyndir sem Koberling hefur
unnið á árunum 1988 til dagsins í
da| en hann hefur bæöi fengist við
fíguratíft og abstrakt málverk.
■ EYÐIBYLI OG VOFUR I GALLERI
SKUGGA I Galierí Skugga á
Hverfisgötu 39 er sýningin Eyðibýll
eftir Orra Jónsson, Verkin vann Orri
á árunum 1999 til 2001 og er um
aö ræöa litmyndir teknar inni í
eyöibýlum víös vegar um land.
I Klefa Gallerís Skugga sýnir Ragna
Hermannsdóttir myndlistarmaöur
bókverkin Vofur, Gular rósir og
Lífsháski. Þar gefur að líta þrjár
bækur með tölvuunnum myndum og
textum sem límdar eru beint á veggi
Klefans. Verk Rögnu segja Ijúfar
sögur um afturgóngur, dauöa og
lífshættulegar ógnir.
Fæ heimþrá þegar
sonardóttirin hringir
- segir Sigrún Klara Hannesdóttir, nýráðinn landsbókavörður
„Ég vonast til að geta flutt
heim fyrir páskana," segir dr.
Sigrún Klara Hannesdóttir,
nýráðinn landsbókavörður
sem stödd er í Helsinki í Finn-
landi. Þar hefur hún dvalið í
nær fjögur ár sem fram-
kvæmdastjóri stofnunar sem
heitir á íslensku Norrænt ráð
um vísindalegar upplýsingar
og er skammstafað Nordinfo.
Sú stofnun er á vegum nor-
rænu ráðherranefndarinnar
og veitir styrki til ýmissa
verkefna á bókasafns- og upp-
lýsingasviði. Sigrún kveðst
reyndar vera að undirbúa
stórhátíð þann 8. mars þarna
úti, í tilefni 25 ára afmælis
Nordinfo, með bókaútgáfu,
móttöku, ráðstefnu og fleira
fineríi, svo það verði alveg á
mörkunum að hún verði búin
að pakka fyrir páska.
Fáir sloppið við að vera
í tímum
Sigrún tekur við embætti
landsbókavarðar þann 1. apríl
og verður fyrst kvenna til að
gegna því, auk þess sem hún
verður fyrsti bókasafnsfræð-
ingurinn í sæti landsbóka-
varöar. Þetta er þvi tímamóta-
ráðning! Hún kveðst hlakka
mikiö til að starfa i Þjóðarbók-
hlöðunni og hún verði þar í
kunningjahópi því margir af
hennar fyrri nemendum séu
þar við störf. „Ég er búin að
kenna bókasafnsfræðina i Há-
skóla íslands í yfir 20 ár og
það eru voða fáir sem hafa
sloppið við að vera i tímum
hjá mér!“ segir hún. En býst
hún við að breyta einhverju
innan Landsbókasafnsins -
Háskólabókasafns? „Ég hef
mikinn metnað fyrir hönd
þessarar stofnunar og tel að
hún eigi að vera þekkingar- og
upplýsingamiðstöð þjóðarinn- -----
ar. Ekki ætti mig að skorta
hugmyndir um hvað hægt er að
gera eftir að hafa kynnst því besta
sem er aö gerast hér i nágranna-
löndunum. Já, mig langar að koma
með nýjungar bæði í þjónustu og
rekstri safnsins."
Fyrsta konan í embætti landsbókavaröar
langar aO koma meö nýjungar bæöi i þjónustu og rekstri safnsins," segir Sigrún
- Geturðu lýst þeim nánar?
„Ég hef áhuga á að þjóna betur
háskólasamfélaginu og líka að koma
til móts við atvinnulífið með auk-
inni upplýsingaþjónustu. Til dæmis
ættu fyrirtæki að geta sótt upplýs-
ingar til okkar um ýmsar reglur
sem erlendar stofnanir eru að setja
og við íslendingar þurfum aö taka
tillit til. Ég vil að minnsta kosti
koma á virku samstarfi við skóla-
fólk og atvinnulíf þannig að við get-
um greint hvar skórinn krepp-
ir og þá komið til móts við þær
þarfir sem eru brýnastar.“
Sjö börn í sjó og sjö á
■andi
Sigrún segir Nordinfo ekki
stórt batterí. „Við erum bara
fjögur hér á skrifstofunni en
við vinnum í gegn um öll rann-
sóknar- og sérfræðibókasöfn á
Norður- og Eystrasaltslöndun-
um þannig að við erum með
puttana í ýmsum málum úti
um allt.“ Sigrún segir Nordin-
fo veita styrki í ýmis verkefni
og undanfarið hafi það sérstak-
lega stutt við bókasöfn í
Eystrasaltslöndunum, einkum
á sviði menntunar starfsfólks.
„Þeirra bókasafnsmál hafa ver-
ið á allt öðrum grunni en við
eigum að venjast en það er al-
gert kraftaverk hverju þeir
hafa áorkað á fáum árum,“ seg-
ir hún og kveðst koma til með
að sakna margs frá starfi sínu
í Finnlandi. „En ég er eins og
selurinn sem átti sjö böm i sjó
og sjö á landi. Fjölskyldan mín
er heima en ég ein hér. Ég á
eina þriggja ára sonardóttur
heima og þegar hún hringir og
segir „Amma Sigrún" þá fæ ég
voðalega heimþrá. Svo ég var
búin að ákveða að hætta hér og
flytja heim hvort sem ég hefði
fengið þetta starf eða ekki.“
Heimshornaflakkari
Sigrún Klara er mikill
heimshomaflakkari. Fyrir
utan að vera við háskólanám í
Bandaríkjunum og starfa bæði
þar og í Suður-Ameríku hefur
hún tvívegis farið ein í hnatt-
ferðir og heimsótt ein sextíu
lönd. í seinna skiptið ætlaði
hún að fara umhverfis jörðina
á 80 dögum en þeir urðu óvart
Klara. 83 stopulla ferða milli
....' Malavi og London. En býst hún
við að fá sumarfrí í sumar þeg-
ar hún skiptir um vinnu á þessum
árstíma? „Ég veit það bara ekki. Ég
hef hvorki hugsað út í laun né sum-
arfri og hef engar sérstakar áhyggj-
ur af þeim þáttum." -Gun.
HM-laust sumar?
Manchester United var í langan
tíma uppáhalds knattspyrnuliðið
mitt og væri það enn, nema vegna
þess að ég hef ekki haft sömu tök
og áður á að fylgjast með enska
boltanum. En ég fylgdist grannt
meö þeim félögum, Beckham,
Giggs og Cole. Svo var Alex Fergu-
son svo karlmannlegur þar sem
hann sat á bekknum og tugði
tyggjó. Ég var dálítið skotin í
Ferguson, allt þar til ég sá hann í
sjónvarpsviðtali. Þá kom í Ijós að
hann kann ekki að tala og ég fann
hvernig heilabú mitt útrýmdi ást
minni úr huganum. Ekki löngu
síðar var viðtal við Beckham á
Stöö 2 og hann talaði eins og
heimsk blondína. Auðvitað varð
ég fyrir vonbrigðum en svo áttaði
ég mig á því að maður á ekki að
gera vitsmunalegar kröfur til
knattspyrnumanna og þjálfara
þeirra. Maður á bara að njóta þess
að horfa á sæta og berleggjaða
stráka sparka bolta. Ekkert vits-
munalegt við það, og það er líka allt
í lagi.
Hápunktur þessa áhorfs hefur
vitaskuld verið heimsmeistaramót-
ið í knattspymu. Þar velur maður
sér uppáhaldslið eftir útliti og út-
geislun leikmanna. Þetta er ákaf-
lega skemmtilegur tími og maður
stendur meö sínum mönnum. Ég
hef haft þá venju að velja mér fjög-
ur til fimm uppáhaldslið en það er
segin saga að þau falla venjulega
öll úr keppni. Og einhverjir leið-
inda mömmudrengir eins og Italir
verða heimsmeistarar eða þá
hrokagikkir eins og Frakkar.
Ég bjó mig undir skemmtilegt
ár. Hörö barátta i borginni og síð-
an enn harðari barátta á vellinum.
En þá kemur í ljós að RÚV á í fjár-
hagserfiðleikum og ætlar ekki að
sjónvarpa beint frá HM. Til hvers
er maður eiginlega að borga nauð-
ungaráskrift? Frasier er vissulega
einhverra þúsundkalla virði en
varla allrar áskriftarinnar virði.
Eða hvaö?
Ég sé að Guðmundur Árni Stef-
ánsson ætlar að taka málið upp á
þingi. Minn maður! Segist ætla að
hlýöa Bimi Bjarnasyni yfir þessi
Ég hef reyndar trú á Bimi,
þótt hann sé ekki í mínum flokki, og
hann hlýtur að koma í veg fyrir
HM-laust sumar. Það er allavega
víst að sá sem kemur vitinu fyrir
RÚV gæti óhikað farið í vinsælda-
kosningu meðal þjóðarinnar. Það
skilur maöur eins og Bjöm. Þannig
„Ekki löngu síðar var
viðtal við Beckham á
Stöð 2 og hann talaði
eins og heimsk blondína.
Auðvitað varð ég fyrir
vonbrigðum en svo áttaði
ég mig á því að maður á
ekki að gera vitsmunaleg-
ar kröfur til knattspymu-
manna og þjálfara
þeirra. Maður á bara að
njóta þess að horfa á
sœta og berleggjaða
stráka sparka bolta. Ekk-
ert vitsmunalegt við það,
og það er líka allt í lagi. “
að ég set traust mitt á hann. Hann
tekur kannski ekki borgina frá R-
listanum en hann ætti að geta fært
okkur HM.