Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.2002, Blaðsíða 22
26
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
90ára
Magnús Maríasson,
Skarösbraut 19, Akranesi.
85 ára____________________________
Guömundur Ragnar Elnaisson,
Melgeröi 21, Kópavogi.
Hann veröur aö heiman.
Elísabet Þórhallsdóttir,
Garövangi, Garöi.
7.5 ára___________________________
Ingibjörg Snæbjörnsdóttir,
Safamýri 23, Reykjavík.
Siguröur Arnórsson,
Heiöargeröi 47, Reykjavík.
Níels Blomsterberg,
Lambastekk 2, Reykjavík.
Þorlákur Friðriksson,
Skorrastaö 2, Neskaupstað.
70 ára____________________________
Sigrún Gunniaugsdóttir,
Snorrabraut 58, Reykjavík.
Svanhvít Einarsson,
Hagaseli 19, Reykjavík.
Ásthlldur Júlíusdóttir,
Möörufelli 13, Reykjavík.
Margrét Haraldsdóttir,
Sleitustööum 1, Skagafiröi.
Árni Jónsson,
Hlíöarendakoti, Rangárvallasýslu.
60 ára____________________________
Gylfi Kristján Magnússon,
Breiöuvík 18, Reykjavík.
Ólöf Magnúsdóttir,
Fagragaröi 12, Keflavík.
Andrés Eyjólfsson,
Læk, Rangárvallasýslu.
50 ára____________________________
Sævar Þór Geirsson,
Rituhólum 15, Reykjavík.
Lovísa S. Þorleifsdóttir,
Grundarhúsum 11, Reykjavík.
Brenda Darlene Pretlove,
Engihjalla 3, Kópavogi.
Steinþór Einarsson,
Sunnubraut 22, Kópavogi.
Unnur Valgeröur Ingólfsdóttir,
Kjarrhólma 6, Kópavogi.
Páll Gunnar Pálsson,
Klettahrauni 10, Hafnarfiröi.
Rós Sveinbjörnsdóttir,
Ölduslóö 12, Hafnarfiröi.
Alda Sæunn Björnsdóttir,
Fossahlíð 5, Grundarfiröi.
Eindís Kristjánsdóttir,
Enni, Skagafirði.
Siguröur Sigurösson,
Strandgötu 3, Akureyri.
Grétar Jónasson,
Höföavegi 15, Húsavík.
40 ára____________________________
Svanhitdur Magnúsdóttir,
Álfaborgum 7, Reykjavík.
Sacho Todorov Dontchev,
Melagerði, Kjalarnesi.
Ellý Erlings Erlingsdóttir,
Lækjarbergi 3, Hafnafirði.
Þorstelnn Bragason,
Sóleyjarhlíð 3, Hafnafiröi.
Kristján Sigurösson,
Skólabraut 18, Hólmavík.
Fríöa Jónsdóttir,
Skógum, dýralæknisbústaö, Rang.
HAPPDRÆTTI
%j|l HÁSKÓLA ÍSLANDS
Fáöu þér ml&a 1800 6611 eda 6 hhl.ls
Bragi G. Jónsson skipstjóri, Skúlagötu
40, Reykjavík, lést á nýrársdag.
Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö
ósk hins látna.
Stelnunn Halldórsdóttir frá Vörum í
Garöi, síöast að Garðvangi í Garöi, lést
á Landspítalanum laugard. 29.12.
Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey.
Ólafur Tímóteusson, Skúlagötu 20,
Reykjavík, andaöist á hjúkrunarheimilinu
Droplaugarstööum miövikud. 2.1. sl.
Útförin hefur afariö fram í kyrrþey aö
ósk hins látna.
Sigurjón Pétursson, Asparfelli 2,
Reykjavík, lést af slysförum fimmtud.
10.1.
Jón Bragason, Suöurgötu 31,
Hafnarfiröi, andaöist á heimili sínu
þriöjud. 8.1.
ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2002
r>v
Níutíu og fimm ára
Guðmundur Ingi Kristjánsson
skáld á Kirkjubóli
Guðmundur Ingi Kristjánsson,
bóndi, kennari og skáld að Kirkju-
bóli í Bjamardal í Önundarfírði, er
níutíu og fimm ára í dag.
Starfsferill
Guðmundur Ingi fæddist aö
Kirkjubóli og ólst þar upp. Hann
var í eldri deild Alþýðuskólans að
Laugum 1929-30 og við eldri deild
Samvinnuskólans 1931-32.
Guðmundur Ingi hefur verið
bóndi að Kirkjubóli frá 1944. Hann
var kennari í Mosvallahreppi
1927-29, 1930-31, 1932-34, 1935-37,
1943-46 og 1954-74, auk þess sem
hann var skólastjóri heimavistar-
skólans í Holti 1955-74.
Guðmundur Ingi sat í stjóm Ung-
mennafélagsins Bifrastar 1922-37 og
1938-42, var ritari Héraðssambands
ungmennafélaga Vestfjarða 1932-51,
sat í stjórn og var formaður Búnað-
arsambands Vestfjarða 1947-83, sat í
hreppsnefnd Mosvallahrepps
1938-46 og 1952-82, var oddviti
1958-82, sat í sýslunefnd 1954-86, sat
í stjórn Kaupfélags önfirðinga
1935-38 og 1939-78, sat í skólanefnd
1931-56 og skólanefnd Héraðsskól-
ans að Núpi 1949-83 og um árabil
formaður hennar, var lengi fulltrúi
á aðalfundum Stéttarsambands
bænda frá 1945 og sat í stjórn Stétt-
arsambands bænda 1970-87.
Ljóðabækur Guðmundar eru Sól-
stafir, 1938; Sólbráð, 1945; Sóldögg,
1958; Sólborgir, Austurfararvísur,
1963; Sólfar, 1981; Sóldagar, 1993.
Auk þess hefur birst fjöldi greina og
kvæða eftir hann í blöðum og tíma-
ritum. Hann var kjörinn heiðursfé-
lagi Mosvallahrepps og er nú heið-
ursfélagi ísafjarðarbæjar.
Fjölskylda
Guðmundur Ingi kvæntist 2.9.
1962 Þuriði Gísladóttur, f. 6.7. 1925,
húsfreyju. Hún er dóttir Gísla
Vagnssonar, bónda að Mýrum í
Dýrafirði, og k.h., Guðrúnar Jóns-
dóttur húsfreyju.
Stjúpsonur Guðmundar Inga: Sig-
urleifur Ágústsson, f. 11.8. 1954,
starfsmaður hjá Samtökum apótek-
ara, kvæntur Þórhildi Sverrisdóttur
tækniteiknara, og eru synir þeirra
Guðmundur Ingi og Benedikt.
Systkini Guðmundar Inga: Ólafur
Þ. Kristjánsson, f. 27.8. 1903, d. 3.8.
1981, skólastjóri í Hafnarfirði, var
kvæntur Ragnhildi Gísladóttur en
Ólafur var faðir Kristjáns Bersa
skólameistara, Ingileifar hjúkrunar-
fræðings og Ásthildar skólaritara,
móður Ólafs Harðarsonar stjóm-
málafræðings; Jóhanna, f. 7.5. 1908,
búsett á Kirkjubóli, og á hún eina
dóttur, Kolfinnu Guðmundsdóttur,
hjúkrunarkonu á Patreksflrði; Hall-.
dór, f. 2.10.1910, d. 26.8. 2000, rithöf-
undur og fyrrv. alþm., var kvæntur
Rebekku Eiríksdóttur og eru fóstur-
börn hans Ósk Elín Jóhannesdóttir
húsmóðir, Sæv-
ar Björn Gunn-
arsson félagsráð-
gjafi, Sigríður
Eyrún Guðjóns-
dóttir húsmóðir
og Sigurlaug
Sævarsdóttir
húsmóðir.
Foreldrar
Guðmundar
Inga voru Krist-
ján Guðjón Guð-
mundsson, f. 1.2.
1869, d. 31.10.
1920, bóndi á
Kirkjubóli, og
k.h., Bessabe
Halldórsdóttir, f.
4.12. 1877, d. 26.6. 1962, húsfreyja.
Ætt
Föðursystir Guðmundar Inga var
Guðrún, amma Kristinar Á. Ólafs-
dóttur, stjórnarformanns Sjúkra-
húss Reykjavíkur, og Gests Ólafs-
sonar arkitekts. Kristján var sonur
Guðmundar, b. á Vöðlum og Kirkju-
bóli, Pálssonar, bróður Hákonar,
langafa Sigurjóns heitins Pétursson-
ar, fyrrum borgarfulltrúa. Systir
Guðmundar Pálssonar var Solveig,
amma Gils Guðmundssonar rithöf-
undar. Móðir Guðmundar Pálsson-
ar var Kristín Hákonardóttir, b. á
Grafargili, Hákonarsonar, bróður
Brynjólfs, á tvo vegu langafa Guð-
nýjar, móður Guðmundar G. Haga-
líns rithöfundar. Brynjólfur var
einnig langafi Gísla, föður Guð-
mundar G. Hagalíns.
Móðursystir Guðmundar Inga var
Friðrikka, amma Einars Odds Krist-
jánssonar alþm. Bessabe var dóttir
Halldórs, b. á Hóli í Önundarfirði,
bróður Ragnheiöar, langömmu Elsu
Guðjohnsen safnvarðar og forstjór-
anna Gunnars og Önundar Ásgeirs-
sona. Halldór var sonur Halldórs, b.
á Grafargili, Eiríkssonar, pr. á Stað
i Súgandafirði, Vigfússonar.
Sveitungar Guðmundar Inga
halda ljóða- og vísnasamkomu hon-
um til heiðurs í Holti laugardaginn
19.1. kl. 15.00.
Björk Axelsdóttir
kennari í Reykjavík
Björk Axelsdóttir kennari, Þver-
holti 9, Mosfellsbæ, varð sextug í
gær.
Starfsferill
Björk fæddist á Ytri-Brekkum á
Langanesi, lauk landsprófi frá
Laugaskóla 1958, stundaöi nám við
Húsmæðraskólann að Laugum
1958-59, lauk stúdentsprófi frá öld-
ungadeild MA 1983 og kennaraprófi
frá KHÍ 1991.
Björk var kennari við Höfðaskóla
á Skagaströnd, verkstjóri við
saumastofu á Skagaströnd, kennari
á Húnavöllum og er nú kennari við
Engjaskóla í Reykjavík.
Björk sat í stjórn Kvenfélagsins
Einingar 1966-79, var formaður þess
1976-79, formaður Framsóknarfé-
lags Austur-Húnvetninga 1983-89,
sat í stjórn Kjördæmissambands
NV, átti sæti i miðstjórn Framsókn-
arflokksins um árabil, sat í stjórn
Kennarasambands NV 1989-91, var
ritari Sambands austur-hún-
vetnskra kvenna, í Orlofsnefnd SA-
HK 1985-90, deildarstjóri í Höfða-
deild Kaupfélags Húnvetninga
1974-79, var formaður úthlutunar-
nefndar atvinnuleysisbóta á Skaga-
strönd, sat í stjórn verkamannabú-
staða á Skagaströnd og í heilbrigðis-
neftid Höfðahrepps.
Fjölskylda
Björk giftist 14.1.1960 Jóni Sveini
Pálssyni, f. 28.12. 1933, fyrrv. skóla-
stjóra. Foreldrar hans voru Páll
Jónsson,
skólastjóri á
Skagaströnd,
og Sigríður
Guðnadóttir
húsmóðir.
Börn Bjarkar og Jóns: Páll, f. 5.4.
1961, fiskiðnaðarmaður á Akureyri;
Rannveig, f. 7.7. 1962, myndmennta-
kennari í Hafnarfirði, dóttir hennar
er Björk, f. 6.2.1982; Þorlákur Axel,
f. 22.8. 1963, menntaskólakennari á
Akureyri, maki Gunnhildur Hafdís
Gunnlaugsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur, dætur þeirra eru Svanhildur, f.
6.11. 1986, og Berglind Jóna, f. 14.9.
1991; Siguröur Pétur, f. 4.1. 1965,
húsasmíðameistari á Álftanesi; Þor-
steinn Styrmir, f. 20.4. 1971, hag-
fræðingur í Reykjavík.
Systkini Bjarkar: Elsa Þórhildur,
f. 1.8. 1940, húsmóðir, maki Pálmi
Ólason, fyrrv. skólastjóri og eiga
þau sjö börn; Þyrí, f. 26.3.1943, skrif-
stofumaður, maki Ásgeir Guðnason
rafvirkjameistari og eiga þau þrjú
böm; Þuriður, f. 11.10. 1945, sjúkra-
liði, og á hún tvær dætur; Davíð, f.
17.11. 1946, húsasmíðameistari,
maki Selma Albertsdóttir og eiga
þau þrjú börn.
Foreldrar Bjarkar: Axel Davíðs-
son, f. 17.11.1921, d. 18.9. 1990, bóndi
á Ytri-Brekkum á Langanesi og síð-
ar húsasmiöur og verkstjóri, síðast í
Keflavík, og Þorbjörg Bjarnadóttir,
f. 23.1. 1920, sjúkraliði í Reykjavík
en áður húsmóðir að Ytri-Brekkum
og á Þórshöfn.
Fímmtujgur
Einar Kjartansson
jarðeðlisfræðingur í Reykjavík
Einar Kjartansson jarðeðlis-
fræðingur, Steinagerði 13, Reykja-
vík, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Einar fæddist í Reykjavík en
ólst upp á Akureyri. Hann lauk
stúdentsprófi frá MA 1972, BS-
prófi í stærðfræði og eðlisfræði
frá Denison University I Ohio í
Bandaríkjunum 1976, MS-prófi í
jarðeðlisfræði frá Stanford Uni-
versity í Kalifomíu 1978 og PhD,-
prófi í jarðeðlisfræði frá sama
skóla 1980.
Einar var styrkþegi við Nor-
rænu eldfjallastöðina í Reykjavík
1980-82, ráögjafi við þróun aðferða
til úrvinnslu endurkastsmælinga
við Gulf Research and Develop-
ment Co. 1980-84, aðstoðarprófess-
or við University of Utah 1982-84,
rannsóknarjarðeðlisfræðingur við
Entropic Processing Inc. í Kali-
fomíu í Bandaríkjunum 1985-86,
hafði umsjón með rekstri tölvu-
kerfa Orkustofnunar 1986-95 auk
þess sem hann var verkefnastjóri
þar, var yflrkerfisstjóri Orku-
stofnunar 1998-99, stundaði ráð-
gjöf og forritun hjá Geco-Prackla-
deild Schlumberger í London
1998-2000 og hefur starfað hjá
Flugkerfum hf. frá 1999.
Einar var formaður Félags
Unix-notenda á íslandi 1988-90,
stjórnarmaður í SURIS 1991-93,
var varamaður í stjóm Internet á
íslandi hf. 1995-97, formaður
Kjararáðs og samninganefndar
Félags íslenskra náttúrufræðinga
1992-96 og situr í umhverfisnefnd
Ferðaklúbbsins 4x4 frá 2000.
Fjölskylda
Einar kvæntist 1.9.1974 Mariciu
J. Maren Vilhjálmsdóttur, f. 12.5.
1954, heimavinnandi. Hún er dótt-
ir Williams L. Baughmans, sem er
látinn, og Ethel M. Vaillandcourt.
Börn Einars og Mariciu eru
Bjarni Rúnar, f. 30.4.1976, netverji
í Reykjavík, en kona hans er Unn-
ur María Bergsveinsdóttir; Brynja
Ásdís, f. 16.5. 1980, nemi við HÍ,
búsett í Reykjavík, en kærasti
hennar er Helgi Hrafn Jónsson;
Andri Reynir, f. 7.5.1982, nemi við
MH; Lora Elín, f. 27.12. 1984, nemi
við MH.
Systkini Einars eru Árni, f. 13.6.
1953, vélvirki í Kópavogi; Ólafur,
f. 22.2. 1955, vélvirkjameistari og
kennari á Akureyri; Elín, f. 17.8.
1956, vefari á Húsavík; Arnfríður,
f. 17.10. 1960, sálfræðingur á Akur-
eyri; Yngvi, f. 7.4. 1962, d. 6.7. 2000,
blaðamaður á Akureyri; Jóhann
Ragnar, f. 13.4. 1964, stálskipa-
smiður í Kópavogi; Óttar, f. 16.1.
1973, vélvirki í Reykjavík.
Foreldrar Einars eru Kjartan
Jónsson, f. 12.6. 1928, og Hlíf Ein-
arsdóttir, f. 19.11.1930. Þau eru bú-
sett á Akureyri.
WBTkir IMpwfin#air
Jón Pétursson
Jón Pétursson háyfirdómari, fædddist á
Víðivöllum i Akrahreppi i Skagafirði
16. janúar 1812. Hann var sonur Péturs
Péturssonar, prófasts á Víðivöllum, og
s.k.h., Þóru Brynjólfsdóttur húsfreyju.
Pétur þótti vel gefinn og mikilhæfur,
skáldmæltur og umsvifamikill atorku-
samur sem safnaöist töluvert fé. Hann
var t.d. fyrstur manna til að rækta
kartöflur í Skagafirði, bjó fyrst á
Miklabæ en síðan á Víðivöllum. Synir
hans urðu allir þjóðkunnir merkis-
menn en bræður Jóns voru þeir Pétur
Pétursson biskups og Brynjólfs Péturs-
sonar Fjölnismaður.
Jón útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1834
og lauk embættisprófi í lögfræði frá Kaup-
mannahafnarháskóla 1841.
Jón var starfsmaður í rentukammerinu
um, skeið eftir prófin, var heimiliskenn-
ari hjá Bimi Blöndal, sýslumanni í
Hvammi, veturinn 1842-1843, leysti af
sem sýslumaður í Eyjafiarðarsýslu
1842-1844, var skipaður sýslumaður í
Strandasýslu 1844, í Borgarfiarðar-
sýslu 1847 og var jafnframt sýslumað-
ur í Mýra- og Hnappadalssýslu
1848-1850. Hann flutti þá til Reykjavík-
ur og átti þar heima til dauðadags. Jón
var skipaður 1. yfirdómari við Landsyf-
irréttinn 1856 og var skipaður háyfirdóm-
ari 1877. Þá var hann settur amtmaður um
skeið og bæjarfógeti í Reykjavík.
Hann lést á afmælisdaginn sinn 1896.
Jarðarfarir
Ásdís Margrét Guðjónsdóttir, áöur í
Stórholti 45, verður jarösungin frá Há-
teigskirkju þriðjud. 15.1. kl. 13.30.
Sigurbjörg Benediktsdóttir frá
Breiöabóli á Svalbarösströnd,
Norðurbrún 1, Reykjavík, sem lést á
kveldi fimmtud. 3.1., veröur jarösungin
frá Langholtskirkju þriðjud. 15.1. kl.
13.30.
Gyða Ásdís Sigfúsdóttir, Hjallabrekku
2b, Kópavogi, veröur jarðsungin frá
Dómkirkjunni þriðjud. 15.1. kl. 10.30.