Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 Fréttir DV Matarkarfa DV hefur lækkað að meðaltali í verði síðustu níu daga: Verðlækkun 0,7% Verðkönnun ( 1 íf íÐ Krífjum Esrwir! aRffé HAGKAUP % 23/01 * **'f' 14/01 23/01 14/01 23/01 14/01 23/01 14/01 23/01 14/01 23/01 14/01 23/01 14/01 23/01 14/01 BÖNVS 23/01 14/01 Kók, 21 229 229 229 229 203 209 229 229 194 194 229 229 197 197 224 224 193 193 Smjörvi, 300 g 189 189 185 167 164 169 189 189 159 169 189 189 159 159 166 168 157 153 Nýmjólk, 11 86 85 86 86 80 82 59 86 77 77 86 86 77 79 84 84 76 76 Vanilludropar fró Kötlu 82 76 83 76 52 54 83 83 52 52 79 74 54 54 73 74 49 49 Pylsubrauð, 5 í pk. 119 119 112 112 95 98 99 119 94 96 119 115 113 89 97 97 89 79 Tómatar í lausu, 1 kg 318 399 318 349 280 274 319 319 265 258 318 289 249 275 309 289 238 239 Camembert ostur, 150 g 299 299 269 269 240 248 299 299 244 238 299 299 275 249 248 272 199 225 Tilda basmati, Cook in the bag, 500 g 233 249 209 233 193 199 239 239 205 205 229 229 215 215 208 212 175 185 Rjómasúkkulaði, hreint, 200 g 292 292 289 243 218 225 289 243 219 219 282 282 229 229 239 243 209 209 Gevalia kaffi, 500 g, rautt 419 429 419 419 358 369 419 419 344 349 412 412 355 355 379 385 349 359 Súrmjólk, 11 121 121 118 118 106 109 123 123 106 106 120 120 106 106 119 119 101 101 Breyling 2-3 í kr. 2387 2487 -100 2317 2301 +16 1989 2036 -47 2347 2348 -1 1959 1963 -4 2362 2324 2029 +38 2007 +22 2146 2167 -21 1835 1868 -33 Breyting 2-3 í % -4% +2% +1% -1% -2% Matarkarfa DV hefur lækkað að meðaltali um 0,7% á síðustu níu dögum, samkvæmt verðkönnun sem blaðamenn DV gerðu í gær. Verð hefur lækkað hjá fimm verslunum frá 14. janúar sl. þegar verð var síðast kannað. Athygli vekur að verð hefur lækkað hjá þeim verslunum sem ekki hafa lýst yflr sérstakri verðlækkun og verðstöðvun til 1. maí. Hjá tveimur verslunum hefur verð ekki tekið breytingum en hjá tveimur hefur verð hækkað. Kannað var verð á þeim 11 vörutegundum sem voru í sams konar matarkörfu þann 14. janúar sl. Verðið var kannað í 11-11 í Hafnar- firði, 10-11 í Lágmúla, Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, Nýkaupi í Kringlunni, Krónunni, vestur í bæ, Nóatúni í JL húsinu, Nettó á Akureyri, Hagkaupi í Skeifunni og Bónus á Akureyri. Verð í Nettó og Bónus er hið sama um allt land og því var ákveðið að verð í þeim verslunum yrði kannað á landsbyggð- inni. Fimm verslanir lækkuðu verð Eins og áður segir voru einhverjar hreyfmgar á verðinu, mesta lækkunin var í 11-11 þar sem matarkarfan lækk- aði um 100 kr, eða 4 %. Hjá Bónus og Fjarðarkaupum lækkaði verðið um 2% en eins og alþjóð veit hafa eigendur Fjarðarkaups ákveðið að lækka allt vöruverð um 3% þar til 1. maí. Ástæða þess að verslunin nær ekki þriggja prósentu lækkun á þessari körfú er sú að tómatar hafa hækkað i verði síðan 14. janúar og hækkar það verðið frá því sem var. Rétt er að geta þess að í eldri könnuninni var Gevalia kaffi í Bónuskörfu af svokallaðri E-bygg teg- und, sem er dýrara en venjulegt Geval- -1% -2% 0% 0% ia kafíí. Þar sem ekki er verið að bera saman verð verslana, heldur einungis hækkunina sem varð í hverri og einni var ákveðið að halda sig við þá tegund. Hjá Hagkaupi mælist síðan 1% lækk- un á körfunni en hærra verð á tómöt- um svo til eyðir út lækkun verðs á 5 vörutegundum. Lítil breyting mældist hjá Krónunni, þar sem heildarverð körfunnar lækkaði um 4 kr. og Nýkaup þar sem verðið lækkaði um 1 kr. Þó skal taka fram að tvær vörategundir voru á lægra verði í Nýkaup nú en þar sem rjómasúkkulaði var ekki til þar þegar síðasta könnun var framkvæmd var reiknað meðalverð sem er mun lægra en verð súkkulaðis- ins í dag og jafnast því verðið út. Hækkun hjá tveimur Eins prósents hækkun á verði mat- arkörfunnar mælist hjá Nettó og 10-11. Hjá Nettó höfðu tvær vörutegundir lækkað í verði og tvær hækkað. Mesta hlutfallslega hækkunin reyndist vera á pylsubrauðum og e.t.v. er skýringin sú að annað verð er á þeim frá bökurum á Akureyri, en fyrri matarkarfan var keypt í Reykjavík. í 10-11 dugði lækk- un tveggja vörutegunda ekki til að vega upp hækkun á þremur tegundum. Ein af þeim var rjómasúkkulaði sem ekki var keypt þegar síðasta könnun var gerð og því reiknað á hana meðal- verð sem er töluvert lægra en verð nú. Mesta hækkunin, 2%, reyndist vera á verði matarkörfunnar í Nóatúni. Þar höiðu þrjár vörutegundir hækkað í verði og munar þar mest um tómata sem hækka um 29 kr./kg. Rétt er að taka fram að könnun þess- ari er einungis ætlað að bera saman verð, ekkert tillit er tekið til þjónustu- stigs verslana, vöruúrvals, umhveiiis eða annars sem áhrif getur haft á verð- myndun. -ÓSB DV-MYND Farnir að klippa Garöyrkjumerm eru farnir aö klippa tré og runna víöa um borg og bæi enda rétti tíminn núna til aö hressa upp á gróö- urinn í göröum landsmanna, þó heldur fari kólnandi. Gríðarleg hækkun skráningargjalda bifreiða snarlega endurskoðuð: Ráðherra afturkallar 150% hækkun geymslugjalds - auglýst breyting var mistök, segir aöstoðarmaður ráöherra Rafeindapeningar Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráð- herra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp um rafeyrisfyrirtæki. Það eru fyrirtæki sem gefa út kort, hlaðin með ígildi peninga. Hægt verð- ur að greiða ýmislegt smálegt með þessum kortum. Frumvarpið byggist á tilskipun ESB um að útgáfa slíkra raf- eyriskorta verði gerð möguleg. Að ólöglegum veiðum Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-SIF stóð Bergvík SH 143 að ólöglegum veið- um í mynni Amarfjarðar í gær. Var skipið á dragnótaveiðum án veiðileyf- is. Skipstjóra var gert að sigla skipinu tafarlaust tfí hafnar á Þingeyri. Fleiri á bannlista Nærri 8.000 símanúmer hafa bæst á svokallaðan bannlista á síðustu vikum til þess að fá sérskráningu í símaskrá fyrir árið 2002 til þess að koma í veg fyrir ónæði af símasölumönnum og könnunarfyrirtækjum. Frestur til þess að fá slika skráningu rennur út um mánaðamótin. - RÚV greindi frá. Bílasala minnkar Sala á nýjum fólksbílum hér á landi stefnir í að verða um 30-40% minni í fyrsta mánuði þessa árs en var á sama tíma í fyrra. Á fyrstu þremur vikum ársins voru nýskráðir samtals 228 nýir fólksbílar en í janúar í fyrra var heild- arfjöldinn 643 bílar. - Mbl. greindi frá. Útkallsreglum breytt Verklagsreglum Landhelgisgæslunn- ar við útkall vegna björgunar hefur ver- ið breytt í ijósi reynslunnar af björg- un skipverja af Svan- borgu sem fórst við Svörtuloft 7. desem- ber. Kom þetta fram í svari Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspum Guðjóns A. Kristjánssonar á Alþingi í gær.ÝVerður þyrla Vamar- liðsins framvegis kölluð út samtímis þyrlu Gæslunnar við slíkar aðstæður. Vandi vegna Herjólfs Hvalaskoðunarskipið Brimrún mun leysa Vestmannaeyjafeijuna Herjólf af þegar hann fer í slipp í 3 vikur í maí. Brimrún getur ekki flutt bíla milli lands og Eyja og kostar margfalt meira að flytja bila með flutningaskipum en Heij- ólfi. Eimskip hefur nú boðist til að flytja bíla Eyjamanna íyrir um 7000 krónur sem er um tvöfalt Heijólfsgjald. -HKr. fókusI Á MORGUN Sólveig Péturs- dóttir, dóms- og kirkjumálaráð- herra, hefur ákveðið að aftur- kalla 150% hækk- un á geymslu- gjöldum bílnúm- era sem DV greindi frá í gær. Hins vegar mun ríflega 50% hækkun á gjaldi fyrir ný skráning- amúmer standa, eins og gefið var út í auglýsingu á fóstudag. Ingvi Óskarsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sagði i samtali við DV síðdegis í gær að breytingin á geymslugjöldunum hefði farið inn fyrir mistök. Ekki hefði staðið til af hálfu ráðherra að heimila þessa hækkun. „Þess vegna hefur ráðherra tekiö þá ákvörðun að kalla þessa breyt- ingu til baka. -Breytingamar -sem- - hún hefur gefið samþykki sitt fyrir snúa ein- vörðungu að gjaldi á skráning- armerkjum þar sem andvirðið rennur til fang- elsismála í land- Ingvi Hrafn inu. Fjárlög árs- Óskarsson. ins 2002 gera ráð fyrir að fangelsin fái í sértekjur, og þá aðallega vegna bilnúmera, 61 milljón og 800 þúsund krónur. Menn töldu nokkuð ljóst, miðað við þróun mála, að það myndi ekki nást með óbreyttu verði á númeraplötum. Því stefndi í veru- legan halla í rekstri fangelsanna. Ráðherra hefði hins vegar aldrei skrifað upp á áðumefnda hækkun miðað við þá stöðu sem uppi er, nema með því að hafa athugað fyrir fram hvaða þýðingu þessi breyting hefði 4 -v-ísitöluna. Niðurstaðan er- Sólveig Pétursdóttir. sú að þessi breyting hefur sama og engin áhrif. Hækkunin á því ekki að stefna í tvísýnu verðbólgumark- miðum og að rauðu strik kjara- samninganna _ _ . nái að halda,“ segir aðstoðar- maður ráðherra. Umrætt gjald á skráningar- númerum hefur verið 1.875 krón- ur en hækka eft- ir breytingu sem tók gildi á mánudag í 2.815 kr. Það er verðið fyrir hverja númeraplötu hækkuð um allt að 150%* sem þýðir ríflega 50% hækkun. Karls Ragnars, framkvæmda- stjóri Skráningarstofunnar, sagði i samtali í frétt DV í gær að geymslu- gjald númera, sem ráðherra hefur nú-dregið til-baka,-væri tilkomið-að ósk skoðunarfyrirtækjanna um hækkun. Einnig hefur komið fram að það væri vegna aukins kostnaðar isiandspósts. Bæði bifreiðaskoðunin . _ Aðalskoðun hf. og Á/ÁL.Á..L ‘ Frumherji hf. upp- Skráningargjöld ökutælqa !ýstu l)a að ekkert af fyrirhugaðri 150% hækkun geymslugjaldanna myndi renna til fyrirtækjanna. Hækkunin ætti að renna óskipt til Skráningarstofu sem er í eigu ríkis- ** ins. Heimildir DV herma einnig að íslandspóstur hafi að hætta umsýslu með bílnúmera og hafi þegar Frétt DV í gær. ákveðið geymslu verið búinn að segja upp samning- um þar að lútandi áður en tilkynn- ingin um hækkun var gefin út. ___________________________-HKr. - Karakterar fram- haldsskólanna Fókusblað morgun- dagsins færir ykkur viðtal við Sveppa á Popptívi sem er að flytja til Frakklands þó hann kunni ekki einu sinni að telja upp að fimm á frönsku. Við komumst að hvers konar týpur eru í hverjum framhaldsskóla og ræðum við íslenska landsliöið í Quake. Þá spjöllum við við nokkrar fyrirsætur sem ætla að miðla af reynslu sinni með módelnám- skeiði íyrir ungar stelpur, bendum á 10 ódýr ráð til að ná jólaskvapinu af sér og ræðum við leiklistarnemann Sólveigu Guðmundsdóttur í London. í Lífmu eft- ir vinnu er að vanda allt það sem er að gerast um helgina, allt frá málverkasýn- - ingum tilliörðustu-dansstaðanna. _

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.