Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 DV Fréttir 7 Vertíðarsjómenn undrandi á Fiskistofu: Hert aðhald með grásleppuveiðum - leikrit, segir útgerðarmaður „Þeir sjómenn sem ég hef heyrt í eru undrandi á þessum vinnubrögð- um,“ sagði útgerðarmaður i Þor- lákshöfn í samtali við DV. Fiski- stofa hefur sent bréf til útgerðar- manna 234 vertíðarbáta þar sem vakin er athygli á þvi að grásleppu- veiðar séu háðar sérstöku leyfi. Sjó- menn telja hins vegar að hægara sé sagt en gert að komast hjá því að grásleppur slæðist í netin. „Veiðar annarra en leyfishafa á grásleppu eru óheimilar. Grásleppu- afli sem þannig er fenginn telst vera ólögmætur, sem sætir álagningu gjalds,“ segir í bréfi Fiskistofu. Seg- ir að útgerðir fiskiskipa sem veiði grásleppu án leyfis og/eða utan leyfilegs veiðitíma megi búast við því að gjald verði lagt á þær, sem nemi andvirði afla. „Athygli yðar er vakin á þessu nú til þess að þér get- ið hagað veiðum á þann máta að ekki leiði til gjaldtöku,“ segir í bréf- inu. Útgerðarmaðurinn sagðist velta því fyrir sér hvað Fiskistofa væri í raun að fara með þessum aðgerðum. „Grásleppan slæðist með í netin, oft fimm til tíu fiskar í hverri veiðiferð á vetrarvertíðinni. Það er sem sagt bannað; ég má ekki heldur koma með grásleppu að landi og allir vita að ekki má henda afla. Hvaða leik- rit er þetta?“ í samtali við DV sagði Sigurjón Aðalsteinsson hjá Fiskistofu að orð útgerðarmannsins væru að sínum dómi oftúlkun. Hann sagði Fiski- stofumenn gera sér fullljóst að grá- sleppa geti slæðst með í net báta sem ekki hafi leyfi til veiða á slík- um fiski. Hitt beri svo á að líta að á síðustu vetrarvertíð hafi til fisk- markaða komið 300 tonn af grá- sleppu. Það sé sprenging í magni frá árinu áður. Sagði Sigurjón að raun- ar hefði Fiskistofa vísbendingar um að ákveðnir sjómenn legðu sig eftir því að fá grásleppu í netin; magnaukning hjá einstaka útgerð- um benti til þess. Því væri ekki nema eðlilegt að menn greiði til hins opinbera fyrir grásleppuaflann gjald sem samsvari til skilaverðs frá fiskmörkuðum, en það er um 20 kr. á kg. Stefnt er að slíkri gjaldtöku i næstu framtíð - sem Sigurjón telur vera sanngimissjónarmið gagnvart þeim sjómönnum sem grásleppu- leyfi hafa. -sbs DV-MYND VALDEMAR Vetur á Suðureyri Þústar að í Súgandafirði Fyrir nokkru brá til norðlægra vinda með tilheyrandi kulda og snjókomu fyrir vestan. Þetta var kærkomin breyting á veðurfari því slydduhraglandinn og myrkrið var orðið allþreytandi. Sól hækkar nú óðum á lofti og birtutíminn lengist í samræmi við það. Snjórinn hjálpar mikið til við að lýsa upp skammdeg- ið. Hann kemur líka í góðar þarfir þegar maður er lítill og þarf að kom- ast heim úr leikskólanum. Þá er mun skemmtilegra að láta mömmu draga sig heim á snjóþotu heldur en að vera að paufast þetta á tveimur jafnfljótum í krapa og regni. -VH Hæstiréttur: Dæmir Mýrdalshrepp til að kaupa borholu Hæstiréttur dæmdi Mýrdalshrepp í síðustu viku til að greiða Stefáni Gunnarssyni 640.000 krónur auk dráttarvaxta vegna borholu sem Stef- án hafði látið bora á jörðinni Dyrhól- um í Mýrdal meðan hann bjó á jörð- inni og var með umfangsmikla fram- leiðslu á lífrænt ræktuðum garð- ávöxtum, aðallega gulrótum. Hafnað var kröfu um að greitt yrði fyrir gróð- urhús og fleira sem byggt var upp á staðnum. Ábúandi hafði ekki leitað eftir samþykki jarðareiganda fyrir framkvæmdum sem hann stóð fyrir á ábúðartímanum. Þegar Stefán tók eystri og vestri Dyrhólajarðirnar á leigu af Mýrdals- hreppi árið 1980 hafði verið rekinn hefðbundinn búskapur á þeim um árabil. Stefán fór hins vegar strax út í grænmetisræktun og nýtti bygging- ar sem voru fyrir í þá starfsemi. Stefán leitaði eftir því við Mýrdals- hrepp að fá jarðirnar keyptar. Vegna ákvæða í gjafabréfi fyrir jörðinni Vestri-Dyrhólum um að hreppurinn mætti ekki selja hana gat Stefán að- eins fengið eystri' Dyrhólajörðina keypta. Hreppurinn bauð Stefáni eystri Dyrhólajörðina en undanskildi eignarhluta jarðarinnar í Dyrhólaey í gagntilboði sínu. Stefán sætti sig ekki við að nokkur hluti jarðarinnar yrði undanskilinn í kaupunum og sagði því upp ábúðarrétti sínum frá og með fardögum 1999. í framhaldi af uppsögn Stefáns var gerð úttekt á jörðinni 1. júlí 1999 og mátu úttektarmenn öll mannvirki og umbætur í eigu Stefáns á Dyrhólum samtals á 25.265.739 krónur. Stefán sætti sig ekki við niðurstöðu úttekt- armanna og fór því fram yfirúttekt á jörðinni. Mátu yfirúttektarmenn að heildarverðmæti eigna áfrýjanda á jörðinni næmi 26.867.000 krónum. Alls nam greiðsla Mýrdalshrepps til Stefáns vegna framkvæmda við íbúðarhús, flós og hlöðu ásamt metn- um endurbótum 16.886.000 krónum og fór að matsverði yfirúttektarnefndar. Eignir sem undanskildar voru, sam- kvæmt yfirúttekt, voru gróðurhús, úðunarkerfí í gróðurhúsum, gróður- rammar, kaldavatnsborhola og dælu- búnaður, kaldavatnslagnir, rafstöð og braut að borholu. Stefán sótti í máli sínu Mýrdalshrepp um 9.981.000 krón- ur fyrir það sem undanskilið var og telur hann að innleysa eigi þessar umbætur á jörðinni í samræmi við yfirúttektargerðina. Mýrdalshreppur hélt því aftur á móti fram að áfrýj- andi hefði ráðist í þessar fram- kvæmdir án þess að afla samþykkis hans. -NH Subaru Legacy GL 2000106/955 gíra, ek. 115 þús., sumar- og vetrardekk, rafm. o.fl. Verð 940 þús. Toyota Rav 4 2wd 10/005 gíra, ek. 25 þús., ABS, geislasp., krókur, sumar- ; og vetrardekk, rafm. o.fl. Verð 1.890 þús. bíulB’ Mazda Premacy Exclusive 12/005 gíra, ek. 14 þús., ABS, geislasp., þjófavörn, sumar- og vetrardekk, rafm. o.fl. Verð 1. 620 þús. Suzuki Grand Vitara 05/99ssk. ek. 30j þús., ABS, geilsasp., leður, hraðastillir,; 30“ dekk, álfelgur, vindskeið, rafm. o.fl.i Verð 2.390 þús. auiÍBfir BpRÝr^ Nissan Primera L/B 1600, 02/015 gíra, ek. 11 þús, geislasp., ABS.álfelgur, vindskeið, sumar- og vetrardekk, rafm. o.fl. Verð 1.750 þús. Áhv. 1.400 þús. M.Benz ML 230 01/995 gíra, ek. 71 þús, ABS, krókur, álfelgur, rafm. o.fl. Verð 3.190 þús. BíÖTlbgí MMC Pajero long dfsil turbo 12/96, ssk. ek. 108 þús., topplúga, álfelgur, krókur, hækkaður fyrir 33“rafm. o.fl. Verð 2.090 þús. M.Benz E 200 11/94 ssk., ek. 96 þús, ABS, topplúga.álfelgur, rafm. o.fl. Verð 1.490 þús. BMW 520IA 05/96ssk. ek. 69 þús, ABS, topplúga, álfelgur, suma- og vetrardekk, spólvörn, rafm. o.fl. Verð 1.990 þús. Ford Econoline 150 4x4 06/90 ssk. ek. 220 þús., álfelgur, krókur, 33“ dekk,! 9 manna, rafm. o.fl. Verð 790 þús. Vísa- og Euro- raðgr. Löggild bílasala. Vantar bíla á skrá Daewoo Lanos 1,6 SX. 06/015 gíra. ek. 10 þús., ABS, geislasp.,álfelgur, þjófavörn, rafm. o.fl. Tilboð 1.090 þús. r—ri|*’fi,/fnflrn : |58MLBGi|3| 1 ^ J t^áhk-. jdKBib. i . j. j w Daihatsu Terios SX 1300cc, 05/98, 5 gíra, ek. 38þús, 4x4, álfelgur, rafm. o.fl. Verð 990 þús. Áhv. 620 þús. Opel Combo 1,4. 02/015 gíra, ek. 14 þús., álfeigur, VSK-bíll, sumar- og vetrardekk. Verð 1.290 þús. Áhv. 1.000 þús. og á staðinn. www. bilahollin.is Góð ryðvörn tryggir endingu, endursölu og eykur öryggi ykkar í umferðinni. Bílaryðvörn Bíldshöfða 5 sími 587 1390 Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.