Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Blaðsíða 24
36 ___________FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002 Tilvera i>v s ) í fiö Lykill um hálsinn Nýtt íslenskt leikrit verður frumsýnt í kvöld í Vesturporti við Vesturgötu í Reykjavík. Það heitir Lykill um hálsinn og er eftir Agnar Jón Egilsson. Lykill um hálsinn er samtímasaga nokkurra ungmenna í Reykjavík í veröld sem getur verið svo full af tækifærum að ekki er gott að sjá hvar framtíðin byrjar og draumurinn endar. Krár ■ LÍZ Á CAFE ROMANCÉ Dz Gammon syngur og spilar á píanó á rólegheitastaönum Café Romance. ■ ÚTRÁS Á GAUKNUM Hljómsveit- in Utrás spilar á Gauki á Stöng. Leikhús ■ CYRANO - SKOPLEGUR HETJU- LEIKUR Astar- og hetjusaga frá sautjándu öld þar sem rómantíkin, húmorinn og snilldin fá að njóta sín. Sýningin hefst í kvöld kl. 20. Sýnt er á stóra sviöi Þjóöleikhússins og meö aðalhlutverk fer Stefán Karl Stefánsson. ■ FYRST ER AP FÆÐAST Leikritið Fyrst þarf aö fæðast fjallar um sex manneskjur sem allar dreymir um að finna þann sem getur gægst inn í sál þeirra. Verkið er sýnt á Nýja sviöi Borgarleikhússins og hefst sýningin kl. 20. Klassík ■ SINFÖNÍÁN OG FÓSTBRÆÐÚR Í HASKOLABIOI Sinfóníuhliómsveitin efnir til tónleika í Háskólabíói kl. 19.30. Einsöngvari er Gleb Nikol- skíj. Karlakórinn Fóstbræöur uþþhefur einnig sína raust. Verkin sem flutt verða á þessum tónleikum eiga það sameiginlegt að túika at- þurði og áhrif seinni heimsstyrjaldar- innar. Fundir og fyrirlestrar ■ FÝRÍRLEStÚR ÚM SÓRGÍNÁ I HATEIGSKIRKJU Sr. Siguröur Pálsson flytur fyrirlestur um sorgina í kvöld í safnaðarheimili Háteigs- klrkju, 2. hæö og hefst hann kl. 20. Mun hann fjalla um sorg og ástvinamissi, einkum sjálfsvíg. Að fyrirlestri loknum verður boðið upp á umræður og fyrirspurnir og eins gefst fólki kostur á aö skrá sig í nærhóp til úrvinnslu sorgar í kjölfar sjálfsvígs. Þann hóp mun Guðrún Eggertsdóttir djákni leiða. Fundurinn er haldinn á vegum Nýrrar dögunar. ■ ALÞJÓÐADAGUR HÁSKÓLANS Hinn árlegi Alþjóöadagur Háskóla Islands verður haldinn í Hátíöarsal Háskólans í dag milli kl. 12 og 17. Kynntar veröa áætlanir í stúdenta- og kennaraskiptum, s.s. ERASMUS, NORDPLUS, CREPUQ og ISEP. Einnig veröa kynntir möguleikar í starfsþjálfun erlendis. Deginum lýkur meö alþjóðlegu kvöldi fyrir stúdenta á Astró sem hefst kl. 21. Sýningar ■ FÆREYSKIR DAGAR í FJORUKRANNI NÚ standa yfir færeyskir dagar í Vest-norræna mennlngarhúsinu og Fjörukránni í Hafnarfirði. Tréskuröarmaðurinn Ole Jakob úr Leynum sýnir sitt fallega handverk úr færeysku tré. ■ FRÁ POPPI TIL FJÖLHYGGJU i Listasafnlnu á Akureyri er sýningin Sjónauki III - frá poþþi til fjölhyggju. Þar eru verk frá tímabilinu 1965 - 2000 sem Aöalsteinn Ingólfsson valdi til sýningar. Sjá nánar: Lífiö eftlr vlnnu á Vísl.is Leikritið Slavar frumflutt á Akureyri annað kvöld: Litríkar persónur úr öllum stigum þjóðfélagsins Veröld Hitchcocks MYND GUNNAR Flokkshestar í æösta ráöinu Aðalsteinn Bergdal, Eyvindur Erlendsson, Skúli Gautason, Þráinn Karlsson og Þorsteinn Backmann í hlutverkum sínum. IiIIKW mmm inu. í aðalhlutverkum eru þau Lauf- ey Brá Jónsdóttir, Saga Jónsdóttir, Maria Pálsdóttir, Þorsteinn Back- mann, Skúli Gautason, Aðalsteinn Bergdal og Eyvindur Erlendsson. „Ég byrjaði minn leikstjórnarferil sem aðstoðarleikstjóri hjá Eyvindi og við ákváðum að hringja i mann- inn og bjóða honum ótrúlegt hlut- verk í þessari sýningu," segir Hall- dór og er greinilega ánægður með þá ráðstöfun. Svo eru það ungu stúlk- umar tvær sem skiptast á að leika á sýningunum, lítið hlutverk en veiga- mikið. Þær heita Matthildur Brynja Sigrúnardóttir sem er níu ára og Tinna Ingólfsdóttir, tíu ára. Við fáum spjall við þær í lokin. Báðum finnst þeim gaman að leika í alvöru leikriti, jafvel þótt það kosti að þær séu stundum þreyttar í skólanum daginn eftir. Þær koma það seint fram í sýningunni að þær eru ekki búnar fyrr en kl. 11 á kvöldin og þurfa svo að vakna kl. 7. Tinna hef- ur leikið áður en Matthildur kveðst aldrei hafa stigið á svið fyrr. „Það var maður sem heitir Skúli sem benti leikstjóranum á mig,“ segir hún og kveðst ekki vita hvemig honum hafl dottið í hug að hún væri góð leikkona. Henni leist samt strax vel á að taka þátt. Nú vill blaðamað- ur vita meira um leikferil Tinnu. „Ég hef bara leikið í skólanum,“ seg- ir hún. „Samdi meðal annars leikrit í haust ... eða réttara sagt skrifaði þaö upp úr sögu. Það var um stjörnu og var séð frá sjónarhorni stjörn- unnar hin fyrstu jól. Þetta var sko Betlehemsstjarna.“ Halda ræðu úr himnaríki Báðar hlakka til sýninganna á Slöv- um þótt hlutverkið sé svolítið erfitt á vissan hátt. Tinna lýsir því: „Við þurf- um að sitja heillengi eins og styttur á sviðinu og horfa út á hlið. Megum bara blikka augunum og klóra okkur einstaka sinnum í öðrum handleggn- um.“ - Fáið þið ekkert að segja? „Jú, bara í eftirmálanum," segir Tinna og Matthildur útskýrir það nánar. „Það er dálítið sértakt atriði. Þá er stúlkan sem við leikum nefni- lega dáin og komin til himnaríkis. Og hún heldur ræðu fyrir hann langafa sinn sem hún hittir þar uppi.“ Gun. Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. „Slavar er óvenjulegt leikrit, bæði að efni og formi. Það er hressilegt og fyndið en líka átakanlegt og nístandi háðskt. Mætti kalla það tragí-kómedíu eða harmrænan gleðileik og líkja því við Einræðisherra Chaplins," segir Halldór E. Laxness leikstjóri um Slava sem Leikfélag Akureyrar frum- sýnir annað kvöld. Verkið er eftir bandariska leikskáldið Tony Kus- hners, þann sama og skrifaði Engla í Ameríku sem sló í gegn í Borgarleik- húsinu fyrir nokkrum árum. Leikritið Slavar var frumflutt í Bandaríkjunum 1994 og hefur farið sigurfór um vestur- álfur eftir það. Nú er það semsagt komið til Akureyrar og DV lék for- vitni á að frétta um gang mála. Umbótamenn og afturhaldsseggir „Við erum á endasprettinum og allt að smella," segir Halldór E. sem auk þess að vera leikstjóri er hönnuður leikmyndar og búninga. „Verkið ger- ist í Sovétríkunum 1985 og 1992 og hér eru kynntar til sögu litríkar persónur úr öllum stigum þjóðfélagsins. Þarna er tekið aðeins á falli Sovétríkjanna. Þó er ekki svo mikil pólitík í verkinu í sjálfu sér heldur er verið að sýna einstaklinga sem lifa þessa tíma. Þarna var mikil angist í gangi og óvissa. Umbótamenn og afturhalds- seggir að takast á og sitt sýndist hverjum. Enginn átti eitt eða neitt og fullkomið vonleysi blasti við.“ - Er þetta þá vonleysislegt leikrit? „Nei, alls ekki. Við fáum að fylgja nokkrum persónum i gegn um verkið - segir Halldór Laxness leikstjóri DV-MYND ÓMAR Litlu leikkonurnar Tinna og Matthildur slappa af fyrir æfmgu. í leikritinu verða þær í Ijósbláum kjólum. og stíllinn gerir það að verkum að sýningin verður skemmtileg þótt einnig sé lýst mannlegri angist. Ég er illa svikinn ef ekki verður hlegið og grátið til skiptis á þessari sýningu." Halldór segir höfundinn, Tony Kus- hners, vera skáld sem taki á þjóðmál- um með eftirminnilegum hætti og snilling í að ná sérstöku sjónarhorni á hlutina. Hann tekur Engla Ameríku sem dæmi en þar var fjallað um al- næmi og álit fólks á því. „I Slövum slær saman því mikla karlaveldi sem Sovétríkin voru á sínum tíma og kon- unum sem lengi vel höfðu lítið með framvindu mála að gera. Þarna sjáum við þær rísa upp. Karlaheimurinn hafði keyrt margt í strand og við sjá- um það mjög vel í þessu verki.“ Gaman aö leika í alvöru leikriti Halldór er með einvalalið á svið- Ég hef aldrei skilið þegar fólk kvartar yfir kvikmyndum vegna þess eins að þær eru gamlar og í svarthvítu. Tilveran er svo marg- breytileg og stundum er alveg ágætt að sjá hana tilbúna í svarthvítri kvikmynd. Um daginn setti ég gamla Hitchcock-mynd í tækið, Shadow of a Doubt, sem leikstjórinn sjálfur hafði víst í mestum metum þeirra mynda sem hann gerði. Það er vita- skuld firna erfitt að velja uppáhalds Hitchcock- myndina en ég er ekki frá því að þetta sé mín. Man einhver eftir Joseph Cotten? Alltaf traustur leikari en stundum nokkuð fjarlægur, eins og hann geymdi leyndarmál sem hann gæti ekki hugsað sér að deila með nokk- urri manneskju. Þessi eiginleiki gerði hann mjög trúveröugan í þess- ari mynd, þar sem hann lék Charlie sem myrti ríkar ekkjur og fór síðan í felur I smábæ þar sem systir hans bjó með fjölskyldu sinni. Teresa Wright lék á einkar sannfærandi hátt unga, saklausa frænku Charlies sem dáði hann umfram aðra en komst að leyndarmálinu og um leið var líf hennar i hættu. Já, ég hef sennilega séð þessa mynd tíu sinnum en alltaf veitir hún mér jafn mikla ánægju. Hún er spennandi, snjöll og fyndin. Hitchcock hafði undurfurðulegan húmor, ögn grimman og um leið lúmskan, sem mér finnst ég ná svo góðu sambandi við. Svo kunni hann það, sem svo fáir nútímaleikstjórar kunna, að læða inn í myndir sínar sérvitrum og kómískum aukaper- sónum sem skapa afar skemmtileg augnablik. Eftir Shadow of a Doubt setti ég aðra mynd meistarans í tækið. Strangers on a Train þar sem Ro- bert Walker leikur snargeðveikan mann sem þykist hafa gert sam- komulag við tennisstjörnu um að þeir skiptist á morðum. Ég hafði ekki tíma til að horfa á myndina til enda en hlakka til að snúa heim og horfa á lokin. Ég endaði þar sem Walker á sérkennilegt samtal við mömmu sína sem er stórfurðuleg persóna. Eina normal persónan á heimilinu er faðirinn sem Walker vill feigan. Þetta er mikil skemmt- un. Það finnst þó ekki öllum. Ég lán- aði vini mínum einum þessa mynd „Um daginn setti ég gamla Hitchcock-mynd í tœkið, Shadoiv of a Doubt, sem leikstjórínn sjálfur hafði víst í mest- um metum þeirra mynda sem hann gerði. Það er vitaskuld firna erfitt að velja uppáhalds Hitchcock-myndina en ég er ekki frá því að þetta sé mín. “ og hann skilaði henni eftir aö hafa horft á fjörutíu mínútur og sagði: „Því miður, Kolla mín, þetta er barnatími." Ég skil ekki þetta nútímafólk! Það kann ekki að ganga inn í svarthvíta veröld og njóta hennar. Þeirra tap. Minn gróði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.