Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Blaðsíða 22
34 íslendingaþættir Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára_____________________ Guövin Gunnlaugsson, Austurbyggö 21, Akureyri. 85 ára______________________ Teitur Sveinsson, Eyrargötu 26, Eyrarbakka. 75 ára______________________ Bjarni Hólm Bjarnason, Hjallavegi 5, Reykjavík. 70 9ra______________________ Einar Gylfi Einarsson, Núpalind 6, Kópavogi. Margrét Pálsdóttir, HStúni 10, Vestmannaeyjum. 60 ára______________________ Björn Árdal, Holtaseli 46, Reykjavik. Gísli Sigurkarlsson, Kögurseli 34, Reykjavík. Ingibjörg Sveinsdóttir, Kársnesbraut 33, Kópavogi. Níels Brimar Jónsson, Fossheiöi 16, Selfossi. 50 ára m | Guömundur Baldursson, Kirkjuferju, Ölfusi, veröur I fimmtugur á sunnudag. Hann og kona hans, I Jónína Valdimarsdóttir, taka á móti gestum i Þinghúscafé, Hveragerði, 25.1.frá kl. 20.00. Boöiö veröur upp á léttar veitingar. Gunnar Geir Gunnarsson, Klapparstíg 1, Reykjavík. Eyjólfur Óskar Eyjólfsson, Hraunbæ 194, Reykjavík. Benóný Þórhallsson, Baösvöllum 7, Grindavík. 40 ára_______________________ Kolbeinn Þorsteinsson, Hverfisgötu 32b, Reykjavík. Elín Jónheiöur Kristjánsdóttir, Gnoöarvogi 48, Reykjavík. Þórir Bergmann Friögeirsson, Efstalandi 20, .Reykjavík. Pétur Guömundsson, Brúnastööum 63, Reykjavik. Valgeir Fridolf Backman, Hamravík 36, Reykjavík. Helga Elísabet Kristjánsdóttir, Bollagörðum 83, Seltjarnarnes. Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir, Hliöarbyggð 41, Garðabæ. Aöalstelnn Svavarsson, Fjóluhlíö 8, Hafnafiröi. Sesselja Birgisdóttir, Vatnsholti 6c, Keflavík. Sven Tormod Gulestö, Hrannargötu 5, Keflavík. Hildur Hákonardóttir, Selsvöllum 4, Grindavík. Sölvi Guömundsson, Skólabraut 4, Snæfellsbæ. Kristín Sólveig Stefánsdóttir, Rauðumýri 14, Akureyri. W) 3 03 'CC (£) 550 5000 @ vísir.is 550 5727 E (/) Þverholt 11, 105 Reykjavík FIMMTUDAGUR 24, JANÚAR 2002 x>v Fólk í fréttum Unnur I. Arngrímsdóttir danskennari og framkvæmdastjóri Unnur I. Arngrímsdóttir danskennari. Unnur hefur kennt dans, þjálfaö fyrirsætur og staðiö fyrir ótal námskeiöa fyrir almenning um snyrtingu, hárgreiðslu, kiæöaburö, siöi og framkomu. Unnur Ingeborg Arngrímsdóttir, danskennari og framkvæmdastjóri, hlaut Exit-verðlaun Félags kvenna í atvinnurekstri sl. fimmtudag eins og fram kom í viðtali við Unni í DV á þriðjudaginn. Starfsferill Unnur fæddist í Reykjavik 10.1. 1930 og ólst þar upp. Hún lauk barnaskólaprófi frá Skildinganes- skóla í Skerjafirði, gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1947, stundaði nám viö Dans- institude Carlsen í Kaupmannahöfn og lauk þaðan danskennaraprófi 1960, auk þess sem hún stundaði nám viö modelskóla í Kaupmanna- höfn og í Boston. Unnur stofnaði, ásamt manni sín- um, Dansskóla Hermanns Ragnars og kenndi þar dans og starfaði við skólann frá 1958. Þá stofnaði hún Snyrti- og tískuskólann 1963 og stofnaði Modelsamtökin 1967 og hef- ur verið framkvæmdastjóri þeirra um langt árabil auk þess að hafa verið aðalkennari á námskeiðum Modelsamtakanna og þjálfað og út- skrifað tjölda nemenda sem starfað hafa við sýningarstörf hér á landi og erlendis. Hún varð síðan deildar- stjóri í Félagsmiðstöðinni Árskóg- um. Unnur hefur kennt dans og hald- ið námskeið víða um land og leið- beint með snyrtingu, hárgreiðslu, fataval, framkomu og tleira. Þá fór hún nokkrar ferðir sem skemmt- anastjóri á vegum Samvinnuferöa- Landsýnar til Spánar og Irlands. Unnur var formaður Danskenn- arasambands íslands í tvö ár, sat í stjóm Kvenskátafélags Reykjavíkur um tíma og var formaður þess 1974 og hefur gegnt tjölda trúnaðarstarfa innan Oddfellowreglunnar. Unnur hefur skrifað greinar í blöð og tímarit um framkomu og snyrtingu, átti hlut að útkomu bók- arinnar Litirnir mínir, ritaði kafl- ann um Arngrím Kristjánsson skólastjóra í ritið Faðir minn skóla- stjórinn, og vinnur nú að handriti uppsláttarits um framkomu og sið- venjur. Fjölskylda Eiginmaöur Unnar var Hermann Ragnar Stefánsson danskennari, f. 11.7. 1927, d. 10.6. 1997, danskennari. Hann var sonur Stefáns Sveinsson- ar, verkstjóra á Kirkjusandi, og Rannveigar Ólafsdóttur húsmóður. Foreldrar Hermanns Ragnars bjuggu fyrst á Hvammstanga og síð- ar á Siglufiröi en tluttu til Reykja- víkur 1920. Börn Unnar og Hermanns Ragn- ars eru Henny, f. 1952, danskennari en maður hennar er Baldvin Bernd- sen framkvæmdastjóri og á hún tvö böm, Unni Berglindi Guðmunds- dóttur, nema við KHÍ, og Árna Henry Gunnarsson nema; Amgrím- ur, f. 1.12.1953, stjórnarformaður ís- lenskra Ævintýraferða, kvæntur Önnu Hallgrímsdóttur sem starfar við ferðaþjónustu og eiga þau þrjú börn, Hallgrím nema, Hermann nema og Hauk nema; Björn, f. 26.8. 1958, rekstrarfræðingur hjá Hugviti, kvæntur Helgu Bestlu Njálsdóttur, fulltrúa hjá sýslumanninum í Hafn- arfirði og eru þeirra börn Guðbjörg Birna nemi, Hermann Ragnar nemi, og Jóhann ívar. Sambýlismaður Unnar er Gunnar Valgeirsson, f. 30.6. 1930, tlugvirki. Systir Unnar er Áslaug Helga, f. 27.8. 1934, húsfrú í Hveragerði, gift Baldri Maríussyni garðyrkjufræð- ingi og eiga þau fiögur börn, Unni, Arngrím, Birgi og Andreu. Foreldrar Unnar voru Arngrímur Kristjánsson, f. 28.9. 1900, d. 5.2. 1959, skólastjóri Melaskólans í Reykjavík, og k.h., Henny Othelie f. Helgesen, f. 2.11. 1899, d. 16.9. 1967, húsmóðir. Ætt Henny Othelie fæddist í Bergen en flutti með manni sínum til íslands 1928. Hún var dóttir Helmer Hel- gesen, starfsmanns við Rafveituna í Bergen, og k.h., Ingeborg Helgesen húsmóður. Foreldrar Arngríms voru Kristján, b. á Sigríðarstöðum í Ljósavatns- skarði, bróðir Helgu, móður Jóns Péturssonar, prófasts á Kálfafellsstað í Suðursveit. Kristján var sonur Skúla, b. á Sigríðarstöðum Kristjáns- sonar, og Elísabetar Þorsteinsdóttur, systur Rósu, ömmu Margrétar Thor- lacius lækningamiðils og Magnúsar Thorlacius hrl. Önnur systir Elísa- betar var Guðrún, móðir Sigtryggs, föður Karls, skálds á Húsavík. Móðir Elísabetar var Guðrún Jó- hannesdóttir, b. í Leyningi Halldórs- sonar, b. á Reykjum í Fnjóskadal Jónssonar, b. á Reykjum Pétursson- ar, ættfóður Reykjaættarinnar. Móðir Arngríms var Unnur Jó- hannsdóttir, b. á Skarði í Grýtu- bakkahreppi Bessasonar. Attatíu og fimm ára Gunnar J. fyrrv. sjómaður Gunnar Júlíus Júlíusson sjómað- ur, Kleppsvegi, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Gunnar fæddist í Stykkishólmi og ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst í Fagurey á Breiðafirði til fimm ára aldurs og í Hrafnsey eftir það. Gunnar fór kornungur til sjós og stundaöi sjómennsku á árabátum og mótorbátum á unglingsárunum. Foreldrar Gunnars fóru að Reykhól- um 1937 og var hann þá eftir í Hrafnsey í eitt ár hjá Árna Ketil- bjamarsyni sem þar tók við jörð- inni. Gunnar var síðan vetrarmað- ur að Keisbakka á Skógarströnd 1938-39, var vinnumaður að Mið- húsum sumarið 1939 og vetrarmað- ur á Reykhólum 1939M0. Hann var síðan að Bæ og Króksfjaröarnesi en fór siðan suður til Reykjavíkur 1941. Þar stundaði hann m.a. Bretavinnu um skeið. Þá starfaði hann hjá Eyjólfi Jóhannssyni við húsasmíði og leikfangagerð. Gunnar fór til Vestmannaeyja Júlíusson 1944 og stundaði þar sjómennsku á bátum en var á síldveiðum á sumr- in. Hann var síðan lengst af sjómað- ur á ýmsum bátum. Gunnar flutti að Halldórsstöðum á Vatnsleysuströnd 1957 og var þar með búskap og trilluútgerð í þrjú ár. Hann var síðan aftur til sjós frá Vestmannaeyjum en flutti til Reykjavíkur og var þar á togara um skeið. Hann var síðan á bát frá Grindavík í níu ár en hætti þá til sjós 1980. Þá hóf Gunnar störf hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni þar sem hann starfaði í sjö ár er hann hætti störfum fyrir aldurs sak- ir. Fjölskylda Sambýliskona Gunnars var Guð- laug Sveinsdóttir húsmóðir sem nú er látin. Hún var dóttir Sveins Jóns- sonar, bónda á Leirum undir Eyja- fjöllum. Dóttir Gunnars og Sigríðar Skarphéðinsdóttur er Kristin Gunn- arsdóttir, sjóntækjafræðingur, bú- sett í Svíþjóð og á hún synina Atla Vigni Hannesson, f. 22.7. 1974, og Ólaf ísberg Hannesson, f. 22.2. 1981. Dætur Gunnars og Guðlaugar Sveinsdóttur eru Guðrún, húsmóðir á Þórshöfn, en maður hennar er Sig- urður Sigfússon bílstjóri og eru börn hennar Halldór Stefánsson, f. 10.5. 1974, Sigurborg Rán Stefáns- dóttir, f. 14.2.1977, og Tryggvi Gunn- ar Sigurðsson, f. 13.2. 1980; Júlía, sjúkraliði í Vogum, gift Helga Jóns- syni húsasmið og eiga þau fimm börn, Gunnar Júlíus Helgason, f. 2.6. 1973, Jón Helgason, f. 26.5. 1975, Loga Helgason, f. 22.6. 1981, Söndru Helgadóttur, f. 22.9. 1986, og Sindra Helgason, f. 28.12. 1991. Systkini Gunnars urðu sjö og komust sex þeirra á legg. Hann er nú einn á lífi systkinanna. Systkini hans voru Skúli, f. 19.4.1906, d. 1959, lengst af bóndi að Reykhólum í Reykhólasveit; Sigurður Snædal, f. 26.10. 1907, d. 1972, skrifstofumaður, lengst af búsettur í Reykjavík; Frið- jón sem dó í barnæsku; Friðjón Ingólfur, f. 19.7. 1912, d. 1991, bú- fræðikandídat og kennari; Ágúst Malmquist, f. 4.8. 1914, d. 1976, húsa- smiöur í Reykjavík; Eva, f. 18.1. 1920, d. 1987, húsmóðir í Reykjavík; Karl, f. 28.4. 1924, d. 1975, brýti í Reykjavík. Foreldrar Gunnars; Júlíus Sig- urðsson, f. 8.6. 1877, d. 7.2. 1943, bóndi og sjómaður í Fagurey og Hrafnsey, og k.h., Guðrún Marta Skúladóttir, f. 5.6.1880, d. 14.10.1954, húsfreyja. Július var ættaöur frá Miðhúsum í Mýrasýslu og Guðrún frá Fagurey á Breiðafirði. Gunnar dvelur nú á hjúkrunar- heimilinu Skjóli við Kleppsveg. Merkir Íslendíngar Gunnar Gunnarsson, prestur í Laufási, fæddist aö Upsum 24. janúar 1781 Hann var sonur Gunnars Hallgríms sonar, prests i Laufási, og s.k.h., Þórunnar Jónsdóttur, prests á Hálsi í Fnjóskadal, Þorgrímsson- ar. Eiginkona Gunnars var Jó- hanna Kristjana, dóttir Gunn- laugs Briem, ættföður Briemsættar. Meðal barna þeirra voru Tryggvi bankastjóri; Kristjana, móðir Hannesar Haf- stein, og Gunnar, prófastur á Sval- barði. Dóttir Gunnars frá því áður var Þóra sem Jónas Hallgrímsson orti til ljóðið Ferðalok. Gunnar lærði fyrst hjá fóður sinum, var í Hólaskóla í fimm vetur, lauk stúdents- prófi hjá Geir Vídalín biskupi og var síðan skrifari hans. Hann nam leiö- beiningar í læknisfræði hjá land- lækni og öðlaðist lækningaleyfi 1817. Gunnar varð prestur í Lauf- ási 1828 fyrir sterk meðmæli Steingríms Jónssonar biskups og hélt Laufási til æviloka. í íslenskum æviskrám er sagt um Gunnar að hann hafi ekki þótt „fljótskarpur framan af ævi, en jók mjög þekking sína með aldr- inum, kostgæfinn og árvakur, stilltur vel, hægur og búmaður góður.“ Gunnar lést 24. júlí 1853. Gunnar Gunnarsson Karla Aníta Þorsteinsdóttir, Smárahlíð 5, Akureyri, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju fimmtud: 24.1. kl. 13.30. Freylaug Eiösdóttir, Hríseyjargötu 1, Ak- ureyri, verður jarðsungin föstud. 25.1. kl. 13.30. Athöfnin fer fram frá Akureyr- arkirkju og jarðsett verður aö Hólum. Sigurborg Jónsdóttir, Heiðarhvammi 8G, Keflavík, verður jarösungin frá Keflavíkurkirkju föstud. 25.1. kl. 14. Ólafur Gísli Björnsson, innheimtumaður frá Fremri-Gufudal, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju 25.1. kl. 13.30. Árný Guölaug Siguröardóttir, Ægisbraut 11, Blönduósi, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju föstud. 25.1. kl. 14. Jarðsett verður að Höskuldsstöðum. Theodór Karlsson, Krosseyrarvegi 4, veröur jarðsunginn frá kapellunni, Kirkju- garði Hafnarfjarðar 25.1. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.