Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Blaðsíða 28
Ingvar Helgason hf.
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sóiarhringinn.
550 5555
FRJALST, O H A Ð DAGBLAÐ
FIMMTUDAGUR 24. JANUAR 2002
Albmgi í morgun:
Ailþii _
Ráðherra krafinn
svara um HM
„Umræðan snýst öðrum þræði um
almennan fjárhag Ríkisútvarpsins, en
þessi mál eru í brennidepli núna og
brýnt að fá svör við því hvort ekki á
að sýna frá íþróttaviðburðum sem
sýnt hefur verið frá í áratugi," segir
Kristján L. Möller, alþingismaður
Samfylkingarinnar, sem í morgun
hugðist krefja Björn Bjarnason
menntamálaráðherra svara á Alþingi
um sjónvarpssýningar frá vetrar-
ólympíuleikunum í Bandaríkjunum
og HM í knattspyrnu sem fram fer í S-
Kóreu og Japan í sumar.
Kristján sagðist ætla að krefja
Björn, sem auk þess að fara með mál-
efni Ríkisútvarpsins er einnig ráð-
herra íþróttamála, svara í þessum efn-
. um. „Það er hægt að vera með beinar
útsendingar þegar ýmsar hörmungar
dynja yfir og það hlýtur að vera hægt
líka þegar um slíka heimsviðburði er
að ræða sem HM í knattspyrnu og
vetrarólympíuleika," sagði Kristján.
Sjá einnig bls. 4 -gk
Pungar vinsælir
„Hrútspungamir verða alltaf vin-
sælli og vinsælli og það gæti komið
upp skortur á þeim þegar líður á þorr-
ann eins og gerðist á síðasta ári. Það
er staðreynd að það eru bara tvö eistu
í hverjum pung og pungar einungis á
hrútum og takmörkuðu magni þeirra
er slátrað árlega,“ segir Sigmundur
Ófeigsson, framkvæmdastjóri hjá
Norðlenska ehf., aðspurður um hvort
eiga megi von á hrútspungaskorti á
þorranum líkt og í fyrra.
Ásókn í hrútspungana hefur aukist
ár frá ári, að sögn Sigmundar. Sú
aukna ásókn er innanlands en einnig
erlendis og er skemmst að minnast
þess að eitthvað af pungum hefur ver-
ið flutt til Bandaríkjanna. Þar í landi
er sagt að miðaldra karlmenn telji
neyslu hrútspunga auka þeim kynget-
una, og steikja þeir hrútspunga þar í
gríð og erg og háma i sig við hvert
tækifæri. Sjá DV-Innkaup í dag -gk
Kalt um helgina
Fremur kalt verður i
veðri um helgina sam-
kvæmt spá Veðurstofunn-
ar frá í morgun.
Á morgun er gert ráð fyrir vax-
andi austanátt, snjókomu við suður-
ströndina en éljum norðan og aust-
an til. Frost verður allt aðl4 gráð-
um, kaldast inn til landsins. Á laug-
ardag verður austan- og noðaustan-
átt 13-18 metrar, víða él og frost allt
aðl2 gráðum. Á sunnudag verður
norðan- og norðaustanátt 5-10 metr-
ar, él norðan- og austanlands en
annars léttskýjað og áfram frost.
Á mánudag og þriðjudag er gert
ráð fyrir austanátt, snjókomu sunn-
an til og hlýnandi veðri og á mið-
vikudag norðaustanátt, víða stöku
éljum og hiti breytist lítið. -gk
EN STY0UR SUSSI
bA SJORN?
Ofsahræðsla
í lendingu
Farþegar á leið til Óslóar og Stokk-
hólms með Flugleiðum lentu í skelfi-
legri lífsreynslu í aðflugi að flugvell-
Ósló
Guöjón Arn-
grímsson.
DV-MYND HARI
Gott í gogginn
Það gekk mikið á í þessum gæsahópi þegar Marteinn gæsasteggur og fjölskylda fóru niður á tjörn að gefa þeim
brauð í blíðunni og frostinu í gær. Undanfarna daga hefur verið kalt og lífsbaráttan því erfið fyrir fuglana á tjörninni og
því upplagt að gera sér ferð í miðbæinn og gefa þeim gott í gogginn.
mum í (Jsio í
fyrramorgun. Um
70 manns voru í
einni af Boeing 757
vélum félagsins en
í aðflugi kviknaði
grunur hjá flug-
mönnunum um að
mælitæki vélar-
innar væru biluð.
Þeir brugðust
skjótt við, hættu
við lendinguna og rifu vélina upp á
ný. Við það fór allt af stað, farangur
kastaðist til og ofsahræðsla greip um
sig hjá sumum farþeganna. Flug-
mennirnir gérðu síðan aðra atlögu og
tókst sú lending með ágætum.
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, sagði sérstakar veð-
urfarslegar aðstæður hafa orðið til
þess að flugmennirnir tóku enga
áhættu. „Það var aldrei nein hætta á
ferðum en það er rétt að nokkur ótti
greip um sig meðal einhverra far-
þega,“ sagði Guðjón. Að lokinni lend-
ingu var flugvélin yfirfarin en þegar
allt reyndist í lagi hélt hún áfram ferð
sinni til Stokkhólms. -BÞ
Landssíminn og Opin kerfi afskrifa hluti í @IPbell:
Eign Símans sögð 120
milljónir í útboðslýsingu
- milljónir dollara í hendur skýjaglópum
Opin kerfi og Landssíminn hafa af-
skrifað hlut sinn í fyrirtækinu @IP-
bell sem stefndi að heimsbyltingu i
fjarskiptum i upphafi ársins 2000.
Landssíminn lagði í upphafi til tæp-
lega 4 milljónir dollara og Opin kerfi
rétt innan við milljón dollara. Fjár-
festingabanki atvinnulífsins var
einnig með hlut. Erlenda fyrirtækið
varð gjaldþrota í ársbyrjun 2001, að-
eins ári eftir að íslensku fyrirtækin
lögðu í það 5 milljón dollarana. Lands-
síminn og Opin kerfi ákváðu, í nafni
eignarhaldsfélagsins IP-fjarskipta, að
halda áfram með viðskiptahugmynd-
ina og keyptu hluta af þrotabúinu á
síðasta ári í þeim tilgangi að halda
áfram með uppbyggingu sem valda
átti byltingu í fjarskiptum.
Frosti Bergsson, stjórnarformaður
Opinna kerfa, staðfesti við DV í gær
að félag hans hefði ákveðið að afskrifa
sinn hlut að langmestu leyti.
„Það kom upp ágreiningur í félag-
inu sumarið 2000. Við íslendingarnir
Frosti Bergsson.
Þórarinn Viöar
Þórarinsson.
vildum að stjórnendur fyrirtækisins
hefðu þrengri fókus á verkefnið og
einbeittu sér að sérverkefnum í stað
þess að stækka netið sem hafði í fór
með sér mikinn aukakostnað án þess
að tekjur kæmu á móti. Við urðum
undir,“ segir Frosti.
@IPbell lifði aðeins í eitt ár því að i
janúar 2001 var það í raun gjaldþrota.
Það gerðist í framhaldi þess að fyrir-
tækið Cisco Capital klippti á viðskipt-
in. „Það varð upphaf að falli @IPbell,“
segir Frosti.
Þórarinn Viðar Þórarinsson, stjóm-
arformaður IP-fjarskipta og fyrrver-
andi forstjóri Landssímans, tekur í
sama streng og Frosti. Hann segir við-
skiptahugmyndina hafa verið góða
enda hefðu stjóm og forstjóri Lands-
simans verið á einu máli um að leggja
út i fjárfestinguna í ársbyrjun 2000.
„Ég er enn sannfærður um að þetta
viðskiptatækifæri var sannarlega fyr-
ir hendi. En við vomm óheppnir með
samstarfsmenn og líkt og aðrir fjár-
festar lærðum við það af biturri
reynslu að íjárfestar i tæknifélögum
af þessum toga verða að tryggja í
stofnsamningum að þeir geti tekið yf-
ir stjórn fyrirtækja af frumkvöðlum
þegar áætlanir ganga ekki eftir. Þorri
þeirra sem fjárfest hafa í nýtækni hef-
ur gert samninga undanfarin ár sem
tryggja þeim sterkari stöðu,“ segir
Þórarinn Viðar.
Athygli vekur að þrátt fyrir að IP-
fjarskipti sé vart annað en nafnið
tómt þá er það metið á 120 milljónir
króna í útboðslýsingu vegna sölu
Landssímans. Félagið á fátt annað en
tvo „routera" eða beina og leigusamn-
ing að aðstöðu í London. Það skuldar
hins vegar bæði Opnum kerfum og
Landssímanum milljónatugi sem þýð-
ir að sjálfsögðu tap móðurfélaganna.
Á núvirði eru því tapaðar hátt í 600
milljónir króna.
Sjá fréttaljós á bls. 8 og 9.
„Síminn í klóm skýjaglópa“. -rt
Smáskjálftar í
Mýrdalsjökli
Nokkrir jarðskjálftar urðu í Mýr-
dalsjökli síðla nætur. Að sögn
starfsmanns á Veðurstofu voru
skjálftarnir 6-7 talsins og sá öflug-
asti þeirra var 1,1 stig á Richter.
Hann sagði einnig að svona skjálft-
ar á þessum tíma væru nánast ár-
vissir. -gk
Leiötogaprófkjör sj álfstæðismanna:
Eyþór vill sæti ofarlega á lista
Eyþór Amalds hefur dregið sig út
úr fyrirhuguðu leiðtogaprófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og
lýst yfir stuðningi við Björn Bjarna-
son. Þar með eru báðir þeir fram-
bjóðendur sem lýst höfðu yfir þátt-
töku í þessu prófkjöri, Eyþór og
Inga Jóna Þórðardóttir, búin að
draga framboð sin til baka áður en í
raun var búið að ákveða endanlega
að af prófkjörinu yrði. Eyþór sagði í
DV í gær að hann hefði boðið sig
fram í leiðtogaprófkjörinu vegna
þess að hann hefði talið breytinga
þörf í borgarstjórnarflokknum.
Grundvallarbreyting hafi síðan orð-
ið með væntan-
legu framboði
Bjöms og ákvörð-
unar Ingu Jónu
um að hætta við
og því telji hann
ekki þörf á sér-
stöku leiðtoga-
prófkjöri núna.
Eyþór segist enn
sem fyrr hafa hug
á að vera í forustu fyrir flokkinn í
Eyþór Arnalds.
borgarmálum og sækist eftir einu af
átta efstu sætunum. Aðspurður
hvort hann sæktist eftir 2. sætinu
eins og gefið hafi verið til kynna á
vefsíðunni Silfur Egils sagðist Ey-
þór ekki vilja neitt um það segja og
láta kjörnefndinni eftir „að stilla
upp vinningslista." í yfirlýsingu á
vef sínum, sem birt var I gærkvöldi,
orðar hann þetta svo að hann muni
„taka fullan þátt í því að tryggja
Sjálfstæðisflokknum glæstan árang-
ur í kosningunum í vor.“
Búist er við yfirlýsingu frá Júl-
íusi Vífli Ingvarssyni borgarfulltrúa
sem skorað hefur verið á að fara
fram í leiðtogaprófkjör en heimildir
DV segja mjög ólíklegt að hann
verði við þeirri áskorun.
Sjá einnig léiðara bls. 14 -BG
brother P-touch 9200PC
Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni
Samhaeft Windows
95, 98 og NT4.0
360 dpi prentun
1 til 27 mm letur
Strikamerki
Rafport
Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport______
Gitarinn
k, Stórhöfða 27, k
'A' s. 552 2125.
kkkkkkkkkk
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
í