Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.01.2002, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 24. JANÚAR 2002_________________________________________________________________________________________ I>v Útlönd Hlé gert á fangaflutningum til Kúbu: Vísbendingar um árásir gegn Bandaríkjunum víða um heim Talsmenn Bandaríkjahers til- kynntu í gær að hlé hefði verið gert á flutningi fanga frá Afganistan til Gu- antanamo-herstöðvarinnar á Kúbu á meðan unnið væri að frekari upp- byggingu aðstöðu á staðnum. Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar aukinnar gagnrýni á meðferð og að- stöðu fanganna 158 sem þegar eru komnir til herstöðvarinnar en tals- menn hersins segja það ekki ástæð- una fyrir stöðvun flutninganna held- ur sé nauðsynlegt að bæta við aðstöð- una til að hægt verði að taka við fleiri fóngum. Reynt verði að flýta uppbygg- ingunni sem mest þannig að flutning- arnir geti hafist aftur innan fárra daga. Yfirheyrslur yfir Kúbu-fóngunum hófust í gær en þá voru sérstakir rannsóknarmenn hersins væntanlegir til starfa á Kúbu. Þá er ráðgerð ferð bandarískra þingmanna til herstöðv- arinnar á morgun þar sem þeir hyggj- ast skoða aðstæður en Bush Banda- John Walker kominn heim Ströng öryggisgæsla var þegar bandaríski talibaninn John Walker Lindh var fluttur til Alexandríu þar sem réttaö verðuryfir honum í dag. John Walker kominn heim Bandaríski talibaninn John Wal- ker Lindh var í gær fluttur heim til Bandaríkjanna þar sem hann verð- ur leiddur fyrir borgaralegan rétt og m.a. ákærður fyrir samsæri um að drepa landa sina á erlendri grund og aðstoð við hryðjuverkasamtök Osama bin Ladens. Þessi 20 ára gamli Kaliforníubúi var í gær fluttur í strangri öryggis- gæslu frá Kandahar-flugvelli í Afganistan til flugvallar í Was- hington en hann hefur undanfarnar vikur verið í gæslu í herskipinu Bataan sem liggur fyrir akkerum á Arabíuflóa. Walker verður i dag leiddur fyrir rétt í borginni Alexandríu í Virgin- íuríki og verði hann sakfelldur á hann yfir höfði sér lífstíðardóm. Að sögn Johns Ashcrofts, dómsmála- ráðherra Bandaríkjanna, á hann frekar von á að ákæruatriðum gegn Walker eigi eftir að fjölga eftir vitnaleiðslur. Mesta aukning til hermála George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur kynnt áætlanir um að auka út- gjöld til baráttunnar gegn hryðjuverk- um um 48 milljarða dollara sem er aukning um nærri 15 prósent og um leið mesta aukning til hermála á milli ára á síðustu tuttugu árum. Þetta kom fram í ræðu forsetans á fundi með for- ingjum þjóðvarðliðsins í gær og sagði Bush að áætlanir gerðu m.a. ráð fyrir auknum launagreiðslum til her- manna, auk aukins fjármagns til kaupa á nýjum hátæknibúnaði, eins og varnarflaugum, ómönnuðum farar- tækjum og hátæknivæddum búnaði til landhernaðar. „Það hefur sýnt sig að við þurfum það besta i baráttunni gegn hryðjuverkaöflunum og það kostar peninga. Þetta mun setja okkur efnahagslegar skorður en þegar kemur að vörnum landsins má ekkert til spara,“ sagði Bush. ríkjaforseti reyndi að róa þingheim í gær eftir aukna gagnrýni úr ýmsum áttum og sagði að þeir gætu verið hreyknir af meðferð hersins á þessum meintu hryðjuverkamönnum. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, tók í sama streng í gær og bætti við að margir fanganna væru öfgafullir sjálfsmorðsliðar en hikuðu ekki við að vinna voðaverk. Robert Muller, yfirmaður banda- risku alríkislögreglunnar, FBI, sem nú er á ferð í Afganistan, sagði í gær þegar hann heimsótti bandarísku her- stöðina í nágrenni Kandahar þar sem stríðsmenn talibana og al-Qaeda sam- taka Osama bin Ladens eru í haldi að við yfirheyrslur á fongunum hefðu komið fram vísbendingar um fyrir- hugaðar hryðjuverkaárásir gegn Bandaríkjunum víðá um hejm. Þar á meðal eru vísbendingar um árás al-Qaeda samtakanna á sendiráð- ið í Jakarta í Indónesíu en fimm liðs- menn samtakanna munu hafa komið Ken Lay, stjómarformaður og að- alframkvæmdastjóri oliufyrirtækis- ins Enron, sagði af sér í gær. Lay, sem stjórnaði fyrirtækinu frá stofn- un þess árið 1986, sagði ástæðuna vera þá að hann geti ekki einbeitt sér að rekstri fyrirtækisins vegna anna. Mestur tími hans fer nú í að svara fyrirspurnum þeirra mörgu hópa sem nú eru að rannsaka gjald- þrot olíurisans Enron. Lay situr áfram í stjóm fyrirtækisins og á rétt á ellilífeyri upp á tæpar 48 millj- ónir króna á ári ef hann situr í stjórninni fram yfir 65 ára aldur. Hann er nú 59 ára. Lay, sem er gamall vinur George W. Bush Bandaríkjaforseta, liggur undir grun um að hafa hvatt starfs- menn Enron til að kaupa bréf í fé- laginu síöastliðinn september jafn- vel þótt hann hafi vitað af gríðEurleg- um fjárhagsörðugleikum fyrirtækis- ins. Yfirmenn fyrirtækisins eru sak- Fangabúöirnar á Kúbu Einn fanganna látinn liggja á meöan fangavöröur opnar hliö út á æfingasvæöi. Ken Lay Er ásakaöur um aö hafa hvatt starfsfólk Enron til aö kaupa þrátt fyrir vitneskju um fjárhagsörðugleika. til landsins frá Jemen i júlí sl. með ráðagerðir í farteskinu um að sprengja sendiráðið í loft upp. En fyrir hreinan klaufaskap indónesískra yfirvalda tókst al-Qaeda- liðunum að laumast úr landi eftir að flett hafði verið ofan af áætlunum þeirra. Þær fréttir bárust frá Afganistan í gær að afganski herinn hefði með að- stoð bandariskra sérsveita hafið af- vopnun liðssveita stríðsherra í suður- hluta landsins og hafi verið lagt hald á töluvert magn vopna án minnstu mótstöðu. Afvopnunin fór fram í kjöl- far aukinnar áherslu á að uppræta og leita uppi liðsmenn talibana og al-Qa- eda liða sem enn gangna lausir og hef- ur verið gegnið hús úr húsi í fjórum bæjum í Helmand-héraði þar sem grunur leikur á að Mullah Mo- hammed Omar, trúarleiðtogi tali- bana, fari nú huldu höfði. Engar vís- bendingar hafa þó fundist um felustað hans, að sögn stjórnvalda. aðir um að hafa selt sín hlutabréf í fyrirtækinu á sama tíma og grætt stórfé. Starfsmaður endurskoðendafyrir- tækisins, Andersen, sem rekinn var fyrir að tæta bókhaldsgögn frá En- ron, neitaði í gær að vitna frammi fyrir rannsóknarnefnd bandaríska þingsins nema hann nyti friðhelgi. Þvi hefur verið hafnað af rannsókn- arnefndinni nema dómsmálaráðu- neyti Bandarikjanna samþykki það. Þá hefur talskona Dicks Cheneys, varaforseta Bandaríkjanna, sagt að skrifstofa Cheneys muni ekki af- henda gögn um afskipti Enron af gerð stefnu ríkisstjórnar Bush for- seta í orkumálum sem leggur áherslu á borun eftir olíu og gasi sem og kjarnorku. Skrifstofa Chen- eys hefur áöur neitað að afhenda þessi gögn. Vitað er að Cheney hitti fólk frá Enron á meðan stefnumörk- unin átti sér stað. Afgönsk flóttabörn í Ástralíu kalla eftir hjálp Flóttamannavandamálið í Ástralíu hefur nú breiöst út til fleiri flóttamannabúða og hafa um 50 af um 200 flóttamönnum í Woomera-búðunum nú hafiö hungurverkfall meö þvt aö sauma saman varir sínar. Þetta gera þeir til aö leggja áherslu á kröfur sínar um aö fá landvistarleyfi í Ástralíu en fóikiö óttast aö veröa sent aftur heim til Afganistans eftir aö ný þjóöstjórn hefur tekiö viö völdum í landinu eftir fall talibanastjórnarinnar. Enn aukast vandræöi olíufyrirtækisins Enron: Forstjórinn segir af sér lan Duncan Smith Gagnrýnir stjórn Verkamannaflokks- ins á breska heilbrigöiskerfinu. Breskt sjúkrahús pólitískt bitbein Ian Duncan Smith, leiðtogi breska íhaldsflokksins, gagnrýndi í gær ástand breska heilbrigðiskerfls- ins í fyrirspurnatíma með Tony Bla- ir, forsætisráðherra Bretlands, á breska þinginu. Hann notaði sem dæmi kvartanir aðstandenda 95 ára konu sem lögð var inn á neyðarmót- töku spítala í Norður-London. Dunc- an Smith segir að dóttir konunnar hafi sagt að meðferðin á henni hafi ekki hæft hundi. Tony Blair vísaði þessum ásökun- um á bug og álasaði Duncan Smith fyrir að bera upp þessar ásakanir án þess að tala við spítalann fyrst, hvers talsmenn hafa neitað ásökun- unum. Seinna notaði talsmaður Bla- ir sjúkraskýrslur nokkurra sjúk- linga til að sýna fram á að fólk fengi almennilega þjónustu án þeirrar vitneskju. Báðir aðilar hafa verið víttir fyrir þessi mál. Tævan: Ríkisstjórnin stokkuð upp Lee Yung-san, stjórnarformaður Kínverska alþjóðaviðskiptabank- ans, var í morgun settur sem fjár- málaráðherra Tævan. Þá var Christine Tsung sett í embætti efna- hagsráðherra en hún átti stóran þátt í að snúa við lélegri stöðu flug- félagsins China Airlines. Þetta tvíeyki á að hjálpa til við að endurreisa hnignandi efnahag í landinu. Yung-san þarf að endur- skoða fjármál landsins sem og lé- lega stöðu banka í landinu sem eru plagaðir vegna óviturrar lána- stefnu. Talið er að Tsung og Yung- san komi með ný sjónarmið, auk þess sem þau eru ekki tengd stjórn- arflokknum sem mun auðvelda samstarf við stjórnarandstöðuna. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Ásgarðsvegur 11, Húsavík, þingl. eig. Vigdís Þórðardóttir og Haraldur Guð- mundsson, gerðarbeiðandi Lands- banki íslands hf., höfuðst., þriðjudag- inn 29. janúar 2002 kl. 10.00. Bakkavegur 5, Þórshöfn, þingl. eig. Steinunn Leósdóttir og Friðrik Jóns- son, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, föstudaginn 1. febrúar 2002 kl. 16.00. Sandhaugar, Bárðdælahreppi, þingl. eig. Auðunn Ingvar Pálsson, Vignir Þór Antonsson og Þórunn Björg Bjarna- dóttir, gerðarbeiðendur íbúðalána- sjóður og Lánasjóður landbúnaðarins, þriðjudaginn 29. janúar 2002 kl. 14.00. Skútustaðaskóli ásamt tækjum, vélum og búnaði, Skútustaðahreppi, þingl. eig. Lykilhótel hf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun, Hlíf, lífeyrissjóður, Húsasmiðjan hf., Ríkisfjárhirsla, Sjó- vá-Almennar tryggingar hf. og Skútu- staðahreppur, þriðjudaginn 29. janúar 2002 kl. 16.00. Sólvellir 1, Húsavík, þingl. eig. Þor- valdur D. Halldórsson, gerðarbeiðend- ur Búnaðarbanki íslands hf., Fjár- mögnun ehf., Húsasmiðjan hf., Kaup- félag Þingeyinga og Sigurður Axels- son, þriðjudaginn 29. janúar 2002 kl. 10.30. SÝSLUMAÐURINN Á HÚSAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.