Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Side 4
4 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002 Fréttir Framsóknarmenn láta gera skoðanakönnun um sæti á R-listanum: Hálfopið prófkjör hjá Samfylkingu - Vinstri grænir frestuðu uppröðunarmálum vegna handboltaáhuga Vinstri grænir, framsóknarmenn og Samfylking samþykktu öll um helgina að sameinast undir merkj- um R-listans fyrir borgarstjórnar- kosningamar í vor. Talsmenn fylk- inganna fagna þessu skrefi en enn hafa ekki allir tekið afstöðu til röð- unarforms á lista. Vinstri grænir frestuðu ákvörðunartöku um þau mál, m.a. vegna „handboltafiör- ings“, að sögn Sigríðar Stefánsdótt- ur, formanns Reykjavíkurfélags Vinstri grænna. Skoðanakönnun verður hins vegar meðal framsókn- armanna en prófkjör hjá Samfylk- ingunni. Sigrún hættir Alfreð Þorsteinsson, 1. maður framsóknarmanna í R-listanum, lýsti um helgina vilja til að vera í forystu framsóknarmanna áfram en Sigrún Magnúsdóttir, sem verið hefur borg- arfulltrúi frá árinu 1986, hefur ákveðið aö hætta þátttöku í stjórn- málum. Alfreð sagði í samtali við DV í gær að mikil eftirsjá yrði að Sigrúnu enda hefði hún unnið geysilega gott starf á þessum 16 árum. Hann segir reiknað með bindandi niðurstöðum fyrir 4 efstu sætin i skoðanakönnun flokksins. Varaborgarfulltrúarnir Óskar Bergs- son og Guðrún Jónsdóttir hafi lýst yfir um helgina að þau sækist eftir að komast inn á listann. Allir oddamenn áfram Stefán Jóhann Stefánsson, for- maður kjördæmafélags Samfylking- arinnar í Reykjavík, segir að eftir nokkra yfirlegu hafi verið sam- Sigríður Stefán Jóhann Stefánsdóttir. Stefánsson. þykkt að efna til prófkjörs meðal flokksmanna og annarra sem styðja flokkinn. Nokkuð góð sátt hafi verið um þá leið þótt fleiri tillögur hafi komið fram. Menn hafi m.a. rætt lokaðra prófkjör en niðurstaðan hafi orðið bindandi prófkjör fyrir 3 efstu sætin meðal flokksmanna og annarra sem lýsa stuðningi við Samfylkinguna. Allir þrír oddamenn Samfylking- arinnar, Helgi Hjörvar, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Hrannar B. Arnarsson, hyggjast gefa áfram kost á sér. Uppröðun hjá VG-framboðinu? Sigríöur Stefánsdóttir segir að hjá Vinstri grænum hafi einkum tvær tillögur komið fram um upp- röðun. Annars vegar hafi verið rætt um tilnefningarleið svokall- aða þar sem félagsmenn tilnefni einstaklinga og uppstillingamefnd vinni út úr því og skili fyrir félags- fund. Hins vegar hafi komið fram tOlaga um prófkjörsleið en Sigríð- ur segist persónulega á móti próf- kjörum. Henni hugnist hins vegar fyrri leiðin ágætlega. Þar sé meiri von til að fá inn „nýtt fólk og spennandi" eins og hún orðar það. Samkvæmt heimildum DV hyggjast allir flokkarnir þrír verða tilbúnir með leiðir sínar fyrir 23. febrúar nk. -BÞ Þorsteinsson. Vill láta athuga um siglingar til Vestmannaeyja á loftpúðaskipi: Siglingartíminn yrði tíu mínútur - segir ísólfur Gylfi Pálmason sem flytur þingsályktunartillögu um málið „Ég tel þetta mjög raunhæfan möguleika sem nauðsynlegt er að prófa. Síðast var loftpúðaskip reynt á siglingu milli lands og Eyja 1968. Síðan hefur orðið mikil þróun í þessum málum eins og raunar öll- um samgöngutækjum," sagði Isólfur Gylfi Pálmason, þingmaður Fram- sóknarflokksins á Suðurlandi, sem er fyrsti flutningsmaður þingsálykt- unartillögu um að samgönguráð- herra verði falið að skoða kosti og galla þess að taka upp siglingar á milli Vestmannaeyja og Landeyja- sands á svifnökkva. Lagt er til að niðurstöður liggi fyrir ekki síðar en 1. nóvember nk. „Eftir að göng komu undir Ermarsund og Stóra- beltisbrúin losaði um mikið af svifnökkvum væri hugsanlega hægt að fá þá leigða til að byrja með á hagstæðu verði. Einnig eru þeir á söluskrá ásamt varahlutum;" sagði ísólfur Gylfi. Hann segir að svifnökkvar eigi að henta vel við ís- lenskar aðstæður, Auðvitað geti dottið út einstakir dagar í þeirra DV-MYND NH Allsherjarhöfn ísólfur Gylfi á Bakkaflugvelli sem yröi meö tilkomu loftpúöaskips einnig lendingarstaður þess. ferðum, eins og gerist með þeim kostum sem eru í boði á milli lands og Eyja í dag. ísólfur Gylfi segir að með svifnökkva eigi siglingin á milli að taka um tíu mínútur, til samanburðar er Herjólfur á þriðju klukkustund að fara á milli Eyja og Þorlákshafnar. Svifnökkvar þurfa ekki höfn til að leggjast að, þeim er hægt að sigla upp á sandinn og losa þá og lesta þar. ísólfur telur svifnökkva vera álitlegan kost í því kapphlaupi um tíma sem er í dag. „Við erum alltaf að reyna að bæta samgöngur og stytta vegalengdir, þessi möguleiki á að geta komið til móts við íbúa Vestmannaeyja og þá sem þangað fara i styttri ferðatíma, þessi skip geta einnig flutt bíla og annan vaming svo að með þeim er ekki bara verið að tala um styttingu á ferðatíma fyrir þá sem aðeins þurfa að komast á milli, þeir sem eru akandi geta líka komist á fljótan og þægilegan máta á milli,“ sagði ísólfur Gylfi Pálmason þingmaður Sunnlendinga. -NH Vont veður setti strik í reikninginn um land allt: Ofærð og útafakstur í ofsaveðri Það var víða sem veðurhamurinn kom bUum út af um helgina. Á láug- ardagsmorgun fauk einn út af undir Ingólfsfjalli. Ökumaður, sem var einn í bílnum, var fluttur á slysa- deUd en meiðsl hans voru ekki mik- U. BUlinn er hins vegar heilmikið skemmdur. í nágrenni Akureyrar fóru sex bílar út af vegna veðurofs- ans um helgina. Að sögn lögreglunn- ar á Akureyri urðu engin meiðsl á fólki í þessum tUvikum enda voru ökumennirnir allir á lítilli ferð vegna slæms skyggnis. Hjá Þverholti við Laugarholt varð árekstur tveggja bUa á föstudagskvöldið vegna slæmr- ar færðar. Meiðsl ökumanna bfl- anna, sem voru einir á ferð, voru ekki teljandi en bílamir eru mikið skemmdir. Á Vestfjörðum var kolvit- laust veður og ófært miUi þéttbýlis- staða á laugardag en þar sem Veður- stofan hafði gefið út viðvörun hélt fólk sig að mestu leyti innandyra svo lítið var um það að bifreiðaeigendur lentu f óhöppum. Að sögn lögregl- unnar á Isafirði var í nógu aö snúast hjá henni um helgina við að taka á móti símtölum frá áhyggjufullu fólki, sem og að keyra fólk tU vinnu á heUbrigðisstofnanir á laugardag. Lögreglan á Hólmavík hafði einnig i nógu að snúast vegna óveðursins en hún varð að hjálpa þremur bUum ofan af Steingrímsfjarðarheiði að- faranótt laugardags. -snæ Vinstri grænir gegn frelsi í áfengissölu - þverpólitískt mál aö öðru leyti, segir 1. flutningsmaöur VUhjálmur Egilsson, 1. Uutningsmað- ur frumvarps um afnám á einkasölu ÁTVR á vínsölu, segist telja málið þverpólitískt en þó séu Vinstri grænir væntanlega á einu máli um að leggjast gegn afnámi ÁTVR. Á þinginu í fyrra lagði Vilhjálmur einnig fram frumvarp- ið en þá komst það ekki á dagskrá. Nú er hins vegar 1. umræða hafin en síðan fer málið í nefnd. „Sumir reyna aUtaf að koma í veg fyrir að málið komist áleið- is,“ sagði VUhjálmur i samtali við DV í gær. VUhjálmur segist ekki vera búinn að kanna tU hlítar hvort meirihluti sé fyrir breytingunum en einstakir menn innan stjómarandstöðunnar séu líklegir til að styðja það fyrir utan vinstri græna. Hann segist ekki vita til að þingmenn SjálfstæðisUokksins leggist gegn málinu en útUokar þó ekkert f þeim efnum. Verður einokun ATVR afnumln? Frumvarp til laga um frelsi í áfengissölu veröur lagt fram á Alþingi. „Viðskiptavinimir gera sífeUt aukna kröfu um þjónustu og þess vegna þjónar einokun ríkisins á smásöluverslun með áfengi ekki lengur þeim tUgangi að tak- marka aðgang viðskiptavinanna að vör- unni,“ segir í greinargerð með frum- varpinu. Einrtig segir: „Markmiðið með rekstri einkasölu ríkisins á áfengi hefur verið að draga úr neyslu þess með tak- mörkuðum aögangi að því. Með sífeUt fleiri útsölum og bættri þjónustu hefur þetta markmiö smám saman vikið og fyrirkomulag starfseminnar líkist æ meira venjulegum einokunarrekstri þar sem leitast er við að uppfyUa þarfir við- skiptavinanna, án þess þó að kosta of miklu tU. Aldrei verður þó sambærUeg- ur möguleUci til þjónustu við viðskipta- vini hjá einokunaraöUa og þegar fleiri fá tækifæri tU að þjóna markaðnum." -BÞ Formaður efnahags- og viðskiptanefndar: Vonbrigði að fá ekki vaxtalækkun Vilhjálmur Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, lýsir meiri bjartsýni en Seðlabankinn varðandi verð- bólguna á næstu mánuðum. Seðlabankinn telur að rauða strikið svokall- aða muni ekki halda í vor en Vilhjálmur segir enga ástæðu til að örvænta strax. „Þeir hljóta að spá eftir bestu sannfæringu en ég myndi halda að gengið styrktist á næstu mánuðum en það myndi hjálpa verulega. Svo hefur hægt mjög á eftirspurn á ýmsum sviðum. Margir eru að borga skuldir sínar þessa dag- ana,“ segir Vil- hjálmur. Hann er hins vegar ósáttur við aö bankinn skuli ekki lækka stýrivexti og segir að hann hafi talið svigrúm til þess fyrir lifandi löngu. Helstu rök Birgis Isleifs Gunn- arssonar seðlabankastjóra fyrir þvi að lækka ekki vexti er ótti við verðbólgu en Vilhjálmur telur að verðbólgan sé að fara það hratt niður að vaxtalækkun geti orðið á sama tíma. -BÞ Vilhjálmur Egilsson. Birgir ísleifur Gunnarsson. Ofsinn yfirstaðinn: Ornuðu sér við rekavið Skaplegasta veður var komið víð- ast hvar á landinu í gærkvöld eftir áhlaupið á laugardag. Helstu leiðir á landi voru orðnar færar og flug- samgöngur gengu greiðlega fyrir sig. Snjóflóðahættu sem var á nokkrum stöðum á landinu hafði veriö aflýst - og veðurspá næstu daga er bærileg. Rafmagn er víðast hvar komið á að nýju en selta á lín- um og staurabrot í stormi urðu þess valdandi að víða fór rafmagn af. Þannig fór rafmagn af Strandasýslu stafna á milli en kappsamir starfs- menn Orkubús Vestfjarða voru bún- ir að kippa málum víðast hvar í lið- inn i gær. Þó var enn rafmagnslaust á norðanverðum Ströndum og hafði svo verið alveg síðan á fostudags- kvöld „Við erum öllu vön hér og kipp- um okkur ekki upp við rafmagns- leysi. Hér höfum við dísilrafstöð og margir kynda húsin með spýtna- kötlum sem í eru settir rekaviðar- stubbar. En nú er rafmagn komið alveg norður fyrir Trékyllisheiði og þá fer væntanlega að rætast úr þessu,“ sagði Guðbjörg Þorsteins- dóttir í Bæ í Árneshreppi í samtali við DV í gærkvöld. Mesta tjónið í veðurofsanum um helgina varð í Keflavík. Þar urðu miklar skemmdir á varnargarði við höfnina og nokkur hundruð metra langur kafli af Ægisgötu hvarf í sjó- inn. Ljóst þykir að endurbætur á veginum kosti fleiri milljónir. -sbs Lést í bílslysi Maðurinn sem lést í bílslysi á Gemlufallsheiði síðdegis á föstudag hét Sófus Oddur Guðmundsson og bjó á Þingeyri. Hann var fæddur 1957 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn á aldrinum sex til nítján ára. Lögreglan á ísafirði sendi frá sér fréttatilkynningu vegna slyssins og segir þar að allt bendi til að snörp vindhviða hafi feykt bifreið- inni, sem Sófus ók, út af veginum. Hafnaði hún nokkra tugi metra fyr- ir neðan veginn, þar sem vegurinn upp á heiðina Önundarfjarðarmegin er í allbrattri hlíð. Talið er að öku- maðurinn hafi látist samstundis. -sbs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.