Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Page 6
6 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002 DV Fréttir Hringvegurinn: Ellefu einbreiðar brýr breikkaðar í ár - 700 milljónir veittar í verkefnið Vegagerðin áformar fram- kvæmdir við breikkun ellefu ein- breiðra brúa á hringveginum á þessu ári. Alls verða 700 milljónir króna í heild veittar í þetta verk- efni í ár, það er breikkun brúa og vegagerð henni samfara. Þegar ár- ið er úti verður búið að breikka flestar þær brýr sem reynst hafa ökumönnum hættulegastar í gegn- um tíðina. Áttatíu einbreiðar brýr eru á hringveginum í dag. Breikka á fjórar slíkar í Vestur-Skaftafells- sýslu í ár: brúna á Skaftá við Kirkjubæjarklaustur og þrjár sem eru yfir ár i Fljótshverfi. Brúin yf- ir Þverá í Rangárvallasýslu verður breikkuð en langstærsta verkefnið er bygging nýrrar stórbrúar yfir Þjórsá við Þjótanda, nokkru neðar en gamla brúin er. Á og við gömlu brúna hafa raunar orðið á síðustu árum flest þau slys sem rekja má beint til einbreiðra brúa á hring- veginum, að sögn Rögnvalds Gunn- arssonar, forstöðumanns fram- kvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Aðrar brýr sem breikka á eru svo brýrnar yfir Vatnsdalsá i Aust- ur-Húnavatnssýslu, Reykjadalsá í Suður-Þingeyjarsýslu, Skálá í Berufirði og Hólmsá á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Ellefta brúin sem breikka á á þessu ári er yfir Norðurá í Borgarfirði, uppi undir sporði Holtavörðuheiðar, en við hana varð einmitt hörmulegt banaslys sl. fimmtudagskvöld. Lengi var staðan sú að flestar og hættulegustu einbreiðu brýrnar voru á Norðurlandi vestra. Gerð hefur verið gangskör að breikkun þeirra og ekki er langt síðan brýrn- ar yfir Víðidalsá og Gljúfurá í Vestur-Húnavatnssýslu voru gerð- ar tvíbreiðar. Af hættulegum brúm á Norðurlandi vestra er nú aðeins eftir Síkárbrú í Hrútafirði og í framkvæmdir við hana verður far- ið á árinu 2003. Kirkjubæ j arklaustur: Hálsbrotinn mótorhjóla- maður Ökumaður mótorhjóls, sem talinn var hálsbrotinn, var fluttur með sjúkrabíl frá Kirkjubæjarklaustri til Reykjavíkur á föstudagskvöldið eft- ir byltu sem hann fékk á hjóli sínu. Óhappið varð í Landbroti hjá Kirkjubæjarklaustri þar sem hópur fólks á torfæruhjólum var að leika sér. Að sögn lögreglunnar á Vík er talið að ökumaðurinn, sem er á fer- tugsaldri, hafi lent í mislægð með fyrrgreindum afleiðingum. -snæ Húsbruni í Hrísrima Rétt eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags kom upp eldur í Hrísrima í Reykjavík. Slökkvilið var kallað á vettvang og var töluverður eldur í íbúðinni þegar það kom að. Vel gekk að slökkva hann en miklar skemmd- ir urðu á íbúðinni. Heimilisfólk sak- aði ekki en ein kona var flutt á slysa- deild vegna gruns um reykeitrun. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá logandi kerti. -ÓSB Friðsöm þorrablót Þrátt fyrir útborgunarhelgi var frekar rólegt i miðbæ Reykjavíkur um helgina, ef frá eru taldir nokkr- ir smápústrar. Sömu sögu er að segja frá Akureyri en þar hélt fólk sig heima vegna veðurs. Þorrablót voru haldin bæði á Austurlandi og í Þingeyjarsýslunni og fóru þau öll vel fram. Það var helst að það væri erill hjá lögreglunni á Selfossi en þar í bæ virtust nokkrir hafa eytt laununum sínum í óþarflega mikið magn af áfengi. -snæ Flutningabílstjóri á Akureyri: Er illa við ein- breiðu brýrnar - Norðurárbrú í Borgarfirði er verst DV-MYND -SBS Bíllinn og bílstjórinn „Þaö er léttir að hverri einbreiöri brú sem hverfur, “ segir Siguröur Magnús- son á Akureyri, bílstjóri hjá Flytjanda. „Ég viðurkenni aldrei að ég hræð- ist einbreiðar brýr en vissulegar er mér illa við þær,“ segir Sigurður Magnússon, flutningabílstjóri hjá Flytjanda á Akureyri, við DV. Hann keyrir leiðina suður til Reykjavíkur mjög oft og við ýmsar aðstæður. Einbreiðu brýrnar á leiðinni eru að visu ekki nema sjö eftir en jafn- mörgum of margar, segir Sigurður. Hann telur suma kafla leiðarinnar í raun og sann vera krákustígar og undrar hvers vegna pólítískur vilji til að setja meiri peninga og kraft í vegabætur sé ekki meiri. „Það er léttir að hverri einbreiðri brú sem hverfur. Allar eru þær slæmar en sumar verri en aðrar,“ sagði Sigurður. Hann tilgreinir sér- staklega brú í Garðsgili í Norðurár- dal í Skagafirði. „Öðrum megin við brúna er blindhæð og hinum megin blindbeygja. Bæði af hæðinni og úr beygjunni er svo stuttur spotti að ekki sést hvort bíll er að koma á móti. En þarna í 15 kílómetra löng- um Norðurárdalnum eru fjórar ein- breiðar brýr, vegurinn mjór og slys þarna hafa orðið fjöldamörg. Samt er beðið með framkvæmdir þarna ár eftir ár,“ segir Sigurður. Bugðóttur krákustígur Hann telur ástæðu þessa dráttar á framkvæmdum kunna að vera þá að Norðurárdalur sé nærri kjördæma- mörkum. Því sé minni pressa á þingmenn en ella að veita peningum til vegabóta á þessum slóðum, enda atkvæði varla í húfi. Sama gildir um brú yfir Norðurá í Borgarfirði, upp undir sporði Holtavörðuheiðar, þar sem varð hörmulegt banaslys í síðastliðnum mánuði. Segir Sigurð- ur að oft séu aðstæður fyrir sig þar erfiðar þegar ekið sé á 26 tonna vöruflutningabíl með viðlíka þung- an vagn í eftirdragi. „Það ætti ekki að vera neitt mál að byggja upp nýja brú á þessum stórhættulega stað,“ segir Sigurður. Hann undirstrikar einnig hve nauðsynlegt sé að gera bragarbót á veginum frá Gljúfurá og upp fyrir Hreðavatn í Borgarfirði, það sé bugðóttur krákustígur sem beri afls ekki umferðarþunga dags- ins í dag. -sbs £ öJíiVu/ÍijJJ REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag í kvöld 17:25 17:02 Sólarupprás á morgun 09:56 09:40 Síödegisflóð 24:04 04:37 Árdegisflóö á morgun 05:13 09:46 luEíjcS wSíSÍíi Kalt áfram Norðlæg átt, 5-10 m/s. Dálítil él við norðurströndina og suðaustanlands, en annars skýjað meö köflum og úr- komulítið. Frost verður á bilinu 0 til 10 stig, miidast suöaustanlands. Veöríð á EEuSEíuj El fyrir noröan Noröur og norövestan átt 10-15 m/s. Él noröan til en léttskýjað syðra. Frost 2 til 10 stig. Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Hiti -4* Hiti 0” Hitr 0” til -18” til -4" til-4" Vindur: Vindur: Vindur: 10-15"'’ 5-8 ■ -/ - 5-8 m/s Noröan- og norð- Noröan- og norö- vestanátt, víöa austanátt, 5-8 10-15 m/s og m/s og snjó- él noröan tll en koma eöa élja- léttskýjaö sunn- gangur noröan til an tll. Frost en skýjaö sunn- 4-18 stig, kald- an til. Hiti 0-3 ast noröan- stig austast en lands. annars frost. Austan og norö- austanátt og víöa él eöa snjö- koma, einkum þó noröan og austan tll. Vœgt frost. m/s Logn 0-0,2 Andvari 0,3-1,5 Kul 1,6-3,3 Gola 3,4-5,4 Stinnlngsgola 5,5-7,9 Kaldi 8,0-10,7 Stinningskaldi 10,8-13,8 Allhvasst 13,9-17,1 Hvassviöri 17,2-20,7 Stormur 20,8-24,4 Rok 24,5-28,4 Ofsaveöur 28,5-32,6 Fárviöri >= 32,7 SWufTrh !Ú. 5 AKUREYRI -5 BERGSSTAÐIR -5 BOLUNGARVÍK -7 EGILSSTAÐIR 0 KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÖFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN ÓSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HALIFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG 1 -3 0 -2 3 7 6 7 5 8 7 8 16 11 13 14 4 3 -12 13 14 0 10 12 16 -11 -12 1 17 13 11 -3 -20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.