Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Side 8
8 MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002 I>v Fréttir Fær styrk til smáríkjaseturs á Islandi: Toluverð groska i smáríkjarannsóknum - segir frumkvödullinn Baldur Þórhallsson lektor DV-MYND: BRINK Frumkvööullinn „Það er mikil gróska í smáríkjarannsóknum í Evrópu. Það hafa verið að myndast mörg smáríki í Austur-Evrópu að undanförnu og eins eftir fall Sovét- ríkjanna. Það er mjög spennandi að kynna sér hvernig þessum þjóðum geng- ur að fóta sig í Evrópusamrunanum og í alþjóðakerfinu eftir að kalda stríðinu er lokið, “ segir Baldur Þórhallsson hér i viðtalinu. Fyrir skemmstu hlaut Baldur Þór- hallsson, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla íslands, önnur verðlaun i hug- myndasamkeppninni Upp úr skúffun- um. Að henni standa Rannsóknarþjón- usta Háskóla íslands og Nýsköpunar- sjóður atvinnulífsins. Verðlaunin fær Baldur fyrir hugmynd sína um að setja á laggimar hér á landi rannsókna- og kennslusetur um smáríki, þar sem menn myndu beina kröftum sínum að rannsóknum og kennslu um smáríki. En hefur hugmyndin lengi verið i deiglunni? Siguröur Bogi ma Fréttaviðtalið „Ég er búinn að velta þessu fyrir mér um nokkurra ára skeið. í dag er þó nokkur fjöldi fræðimanna í heimin- um sem fæst við smáríkjarannsóknir. Miðað við þær undirtektir sem ég hef fengið vænti ég að setrið gæti hafið starfsemi sína á næsta ári. Allir þeir sem ég hef leitað til hafa sýnt mikinn áhuga á að taka þátt í stofhun seturs- ins. Mönnum fmnst líka spennandi að miðstöð i þessum fræðum verði valin staður á eyju hér úti í miðju Atlants- hafmu.“ Áhugavert fyrir atvinnulífið - Hefur verið sótt víðar um styrki en til Rannsóknarþjónustu HÍ og Ný- sköpunarsjóðs atvinnulífsins? „Háskólasjóður Háskóla íslands hef- ur styrkt framgang þessa máls, sem og félagsvísindadeild HÍ. Ég er einnig að fara að kynna þessa hugmynd fyrir op- inberum aðilum, hagsmunasamtökum atvinnulífsins og fyrirtækjum. Þegar hefur verið sótt um stóran styrk til Erasmus-áætlunar ESB. Fáist hann er ætlunin sú að halda hérlendis nám- skeið sumrin 2003 til 2005 og skoða hvemig smáríki í Evrópu standa í al- þjóðasamfélaginu. Ég vonast til þess að ná nógu miklu flármagni til að hægt verði að ráða forstöðumann til að sinna starfseminni og ýta henni úr vör en stefnt er að því að opna setrið á vor- mánuðum árið 2003.“ - Ætlan ykkar er að öðru leyti sú að fjármagna starfsemi setursins með því að selja verkefni ykkar og þjónustu ... „Já, hugmyndin er sú að umsvif set- ursins, sem yrði sjálfstæð stofnun, ráð- ist af þeim verkefnum sem unnið yrði að á hverjum tíma. Tekjumar byggð- ust á útseldri þjónustu. Ég sé fyrir mér marga sem gætu haft hag að því að kaupa slíka þjónustu. Þar horfi ég meðal annars til skóla í smærri ríkjum Austur-Evrópu sem kenna mætti við í fjarkennslu héðan frá íslandi. Rann- sóknir stofnunarinnar gætu einnig verið áhugaverðar fyrir til dæmis stjómsýsluna og fyrirtæki sem em í viðskiptum við smærri ríki. Þau þurfa að hafa á takteinum upplýsingar um hver staða mála er í viðskiptalöndum þeirra. Sömuleiðis finn ég að stjóm- endur fyrirtækja sýna þessari hug- mynd áhuga og telja þörfma vera til staðar." Rannsóknirnar þverfaglegar - Nú er miðað við að rannsóknar- setrið yrði sjálfstæð stofnun en væri í tengslum við sfjómmálafræðiskor fé- lagsvísindadeildar Háskóla íslands. Út á hvað myndu rannsóknir á hinu póli- tíska sviði við setrið ganga? „Það er mikil gróska í smáríkja- rannsóknum í Evrópu, það hafa mynd- ast mörg smáríki í Austur-Evrópu á undanfómu. Það er mjög spennandi að kynna sér hvemig þessum þjóðum gengur að fóta sig í Evrópusamrunan- um og í alþjóðakerfmu eftir að kalda stríðinu er lokið. Gróskan í rannsókn- um á þessu sviði sést meðal annars í auknum fjölda ráðstefna sem nú em haldnar um smáríki og fjölda greina sem um þau em að birtast í virtum fræðiritum. Því tel ég að nú sé rétta tækifærið til að hóa saman fræði- mönnum til frekara rannsóknarsam- starfs. Áhugi stúdenta á þessum mál- Mín meginniðurstaða í þeim rannsóknum er sú að ríki hafi val að hve miklu leyti þau taka þátt í samrunanum í Evrópu. Hins vegar verða þau öll að bregðast við honum með einum eða öðum hœtti og laga sitt innra stjórnkerfi að þróuninni. um er einnig mikill. Nú um fjögurra ára skeið hef ég verið með námskeið um smáriki í alþjóðakerfinu við stjóm- málafræðiskor Háskóla íslands. Nám- skeiðið er haldið á ensku og sífellt fleiri útlendingar sækja þau, tæplega tuttugu slikir sl. haust.“ - Er gengið út frá því að rannsókn- imar myndu alfarið miðast við rann- sóknir í stjómmálafræðum? „Nei, alls ekki. Rannsóknir sem stefnt er að að stunda við setrið eiga aö vera þverfaglegar. Sem dæmi má nefna að fræðimenn sem koma að stofnun setursins með mér koma úr greinum eins og félagsfræði, lögfræði, hagfæði, landafræði og ýmsum fleiri." Hafa val í samrtmaþróuninni - Hafa smáríki ef til vill verið að styrkja stöðu sina á alþjóðavettvangi? „Smáríkin em óskaplega misjöfn, bæði að getu og í landfræðilegri stærð. Stjómsýsluleg geta þeirra skýrir mjög margt um styrk þeirra á alþjóðlegum vettvangi. í rannsóknum mínum á síð- ustu árum hef ég verið að skoða stöðu þessara ríkja innan ESB og hvemig þeim gengur að vinna að sínum mál- um þar. Síðustu mánuði hef ég svo at- hugað hvemig ríki utan sambandsins hafa bmgðist við Evrópusamrunan- um, lönd eins og ísland, Malta og Liechtenstein. Mín meginniðurstaða í þeim rannsóknum er sú að ríki hafl val að hve miklu leyti þau taka þátt í samrunanum í Evrópu. Hins vegar verða þau öO að bregðast við honum með einum eða öðrum hætti og laga sitt innra stjómkerfi að þróuninni. Samrunaþróunin hefur hvarvetna áhrif.“ - Er vægi smáríkja í stjómmálum heimsins ef tO viO að aukast? „Það kann vel að vera. Það er at- hyglisvert að sjá smáríki, eins og tO dæmis Noreg og Sviþjóð, hvemig þau hafa gert sig gOdandi innan Sam- einuðu þjóðanna og hafa verið þar áhrifamikil í áratugi. Samkvæmt skOgreiningum teljast Norðurlöndin öO tO smáríkja. Hins vegar fer skff- greiningin á því hvað er smáriki eft- ir því hvaða rOd eru borin saman hverju sinni.“ Coca-Cola og kátir karlar Bæjarstjórinn og forstjórinn svöluðu þorstanum og fengu sér kók í gler- flösku, norðlenska framleiðslu. Akureyri: Flöskukókið er flaggskipið „Við ætlum að blása nýju lífi í glerið," segir Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri VífilfeOs. Hinn knái kók- stjóri mætti norður á Akureyri i gær og kaOaði á bæjarstjórann, Kristján Þór Júlíusson, tO að taka í notkun nýja vél sem fyllir á Coca- Cola í glerflöskur. Sala á þessum heimsvinsæla drykk í glerflöskum hefur dregist mikið saman siðasta áratuginn, farið úr tæplega 2,7 miOj- ónum flaskna á ári niður í 500 þús- und. Með nýjum áherslum í mark- aðsstarfi stendur tO að breyta þessu. Væntir Þorsteinn að auka megi sölu á kóki í glerflöskum um aOt að 50 þúsund flöskur strax á þessu ári. Kókflöskurnar nýju eru einnota og innihalda 250 ml af þessum vin- sæla drykk. Gömlu margnota gler- flöskurnar voru 300 ml og 190 ml. Glerflöskukókið að norðan verður hins vegar selt á verði 190 ml flösku. „Kók í glerflöskum er flaggskipið okkar, í raun tákngervingur fyrir Coca-Cola á íslandi," segir Þorsteinn M. Jónsson. Hann segir fyrirtæki sitt vera með umfangsmikla starf- semi á Akureyri svo sem við fram- leiðslu á bjór og léttöli - og nú tO viðbótar við framleiðslu á kóki í glerflöskum. -sbs Víkverji í Vík: Skoðar eldvarnir Björgunarsveitin Víkverji, Vík í Mýrdal, hefur síðustu daga farið í öll íbúðarhús í hreppnum og skoðað eldvarnir á heimilum. Þetta hefur hún gert síðustu ár með þeim góða árangri að engir stóreldsvoðar hafa verið þar. f heimsóknunum eru yfir- famir reykskynjarar og skipt um rafhlöður ef þarf. Einnig er skoðað hvenær slökkvitæki voru síðast yf- irfarin og hvort eldvarnarteppi séu tO staðar. Þá er farið yfir viðbrögð við eldsvoðum, skoðaðar flóttaleiðir og hvar fólk á að hittast úti. Á þeim heimilum sem eldvarnarbúnaður er ekki í lagi hefur björgunarsveitin boðist tO að útvega það sem vantar og setja búnaðinn upp á heimOinu. Að sögn Grétars Einarssonar björg- unarsveitarmanns eru viðtökur íbúa mjög góðar og fólk ánægt með framtakið. Við sama tækifæri er farið yfir rýmingaráætlun vegna Kötlugoss. -sbs Grænlenskt kvennaframboð Samkeppni kynjanna um póli- tískar áhrifastöður hefur ekki ver- ið lögð á hOluna, a.m.k. ekki á Grænlandi. Þar mun grænlenska kvennaframboðið „Arnat Partiiat" bjóða fram sérstaklega í kosning- um tO Landsþingsins á árinu 2003. Flokkurinn telur það vera hlut- verk sitt að minnka þann mikla mun sem nú er á þátttöku karla og kvenna í stjórnmálum. Flokkurinn lýsir því einnig yflr að þegar tak- markinu, jafnmargar konur og karlar í Landsþinginu, er náð muni hann verða tilbúinn að sam- einast öðrum flokkum. Flokksfélagar í „Arnat Partiiat“ eru nú um 50. Ekki er ljóst enn þá hve margir gefa kost á sér í kosn- ingunum. En flokkurinn mun ekki einungis hafa mjúk mál á stefnu- skrá sinni, s.s. þarfir barna og fjöl- skyldna. Helga Nielsen, ritari flokksins, segir að flokkurinn muni einnig taka afstöðu tfl ann- arra málefna. Hjá því verði ekki komist. -GG ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í verkið „Vatnsgjafi - Vatnspóstur“. Verkið er tvískipt: • Hönnun og smíði, í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur og ráögjafa, á frumgerð Vatnsgjafans. Hönnunin felst í smíði á hólk, grind og innviðum, ryðfrítt stál, uppsetningu á vatns- og frárennslislögnum, Ijósabúnaði, virkjanabúnaði og tilheyrandi rafmagnsbúnaði. • Framleiðsla á fimmtíu stykkjum. Útboðsgögn fást á skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með 4. febrúar 2002, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 28. febrúar 2002, kl. 11.00, á skrifstofu Innkaupastofnunar. Reykjavíkur Stýrishús smáríkisins Baldur Þórhallsson segir að smáríkin séu óskaplega misjöfn, bæöi að getu og í landfræðilegrí stærð. Stjórnsýsluleg geta þeirra skýri mjög margt um styrk þeirra á alþjóðlegum vettvangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.