Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002 DV Fréttir Þingmaður Samfylkingar á Vesturlandi: Fritt verði i Hvalfjarðargongin - Vegagerðin yfirtaki skuldbindingar Spalar - skuldir hafa stórhækkað Gísli S. Einarsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar á Vesturlandi, hefur beint fyrirspurn til samgönguráð- herra um niðurfellingu veggjalds í Hvalfjarðargöng. Þingmaðurinn vill m.a. vita hvort samgönguráðuneytið hafi kannað hvort Vegagerðin gæti yf- irtekið að fullu skuldbindingar Spalar hf. og þar með rekstur Hvalfjarðar- ganganna, eins og annarra samgöngu- mannvirkja á íslandi og að umferð um Hvalfjaröargöng verði gjaldfrjáls. Einnig spyr Gísli hvort ráðherra telji eðlilegt að Snæfellingar, Borgfirðing- ar og Akurnesingar standi undir meira en helmingsfjármögnun þessa hluta hringvegarins um ísland. í samtali við DV í gær sagðist Gísli telja að tekjur ríkisins af Hvalfjarðar- göngunum væru þegar orðnar milli 350 og 400 milljónir í formi 14% virð- isaukaskatts án þess að ríkið hafi lagt til annað en ábyrgð á 400 milljóna króna láni. „Það hafa mjög margir haft sam- band við mig út af þessu máli. Fólki fmnst ósanngjamt að þessi eini veg- Ríkið stórgræðir á göngunum Skuldir Spalar vegna Hvalfjarðarganga hafa hækkaö úr 4,5 milljörðum í 6 milljarða vegna gengisþróunar en á sama tíma hagnast ríkið. Þingmaður Vesturlands telur tímabært að landsmenn fari frítt í gegn. Varaformaður stjórnar Símans: Ekki á móti sölu - íhuga málið ef ekki fæst viðunandi verð ekkert með söl- „Það er vitaskuld fráleitt að túlka orð mín þannig að ég sé á móti sölu Símans. Ég vil að sjálf- sögðu selja fyrirtækið og sú af- staða min hefur ekkert breyst," segir Magnús Stefánsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins og vara- formaður stjórnar Landssímans. Talsverð umræða hefur verið um afstööu Magnúsar í kjölfar um- ræðu á Alþingi fyrr í vikunni þar sem Magnús lét þau orð falla að hugsanlega þyrfti að endurskoða framgang mála varðandi þessa einkavæðingu. „Það sem ég sagði var einfaldlega það að ef þær frétt- ir væru réttar, sem fluttar höfðu verið í fjölmiðlum daginn áður og þennan sama dag og umræðan fór fram og gengu út á að ekki myndi hægt að fá það verð sem menn höfðu talað um fyrir fjórðungshlut í fyrirtækinu, væri eðlilegt aö staldra við og endurskoöa málið gagnvart þessum kjölfestufjár- festi,“ segir Magnús. Hann undir- strikar að stjórn Landssímans hafi Magnús Stefánsson. una að gera, enda sé hún al- farið í höndum framkvæmda- nefndar um einkavæðingu. Magnús segist ekkert geta tjáð sig heldur um það hvaða af- stöðu hann eða framsóknarmenn taki til þess ef ekki verður hægt að selja fyrirtæk- ið til þessa kjölfestufjárfestis nema með einhverjum afslætti annað- hvort af verði eða skyldum, það verði einfaldlega að koma í ljós. Eins og fram kom hjá Magnúsi hefur einkavæðingarnefnd verið með málið til umfjöllunar og hefur Hreinn Loftsson, formaður nefndar- innar, sagt í DV að afsögn sin muni ekki hafa nein áhrif á þetta sölu- ferli. Davíð Oddsson hefur sam- þykkt afsögn Hreins og mun hún taka gildi síðar í mánuðinum. -BG Forstjóraskipti hjá Kísiliðjunni: Kísilduftið enn á gulu Ijósi Engin formleg ákvörðun hefur verið tekin um hvort grænt ljós fæst á framleiðslu kísildufts í Mý- vatnssveit þar sem Kísiliðjan starfar nú. Tilraunaframleiðsla í Noregi lofar allgóðu um áframhald- ið og er unnið í markaðsmálunum þessa dagana, að sögn Gunnars Arnar Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra. Ýmsir endar eru þó óhnýttir og hefur t.d. ekki verið samið um verð á raforku fyrir kísilduftverksmiðjuna. Ein höfuðástæða þess að fjárfest- ar kísilduftverksmiðju horfa til Mývatnssveitar er aðgangur að gufuorku sem fengist hefur hingað til gegn hóflegu gjaldi. Hins vegar hefur Kísiliðjan ekki notið neinna vildarkjara i raforkumálunum og verður að líkindum kappkostað að ná hagstæðari samningum en nú eru í gildi. Þá eru ýmis óvissuatriði sem tengjast framleiðsluferlinu en Gunnar Örn segist þó bjartsýnn á framhaldið, enda sé brýnt fyrir samfélagið í sveitinni að kísildufts- verksmiðjan verði að veruleika. 40-50 starfsmenn eru að störfum í Kísiliðjunni og hefur verið búist Gunnar Orn Gunnarsson. kafli á hringveginum skuli gjald- heimtur þótt auðvitað hafi sveitarfé- lög og einstaklingar staðið undir framkvæmdinni á sínum tima. Borg- nesingar, Akurnesingar og Snæfell- ingar standa undir nærri 60% af fjár- mögnuninni með sínum akstri í gegn- um göngin," segir Gísli. Spurður hvort sami hópur njóti ekki á hinn bóginn einmitt góðs af göngunum umfram aðra, segir Gísli að svo sé vissulega en hins vegar séu menn að grafa miklu dýrari göng eins og t.d. Fáskrúðsfjarðargöngin en þar sé engin gjaldtaka áformuð. Talað hafði verið um að frítt yrði í göngin eftir 25 ár frá opnun þ.e.a.s. 2023 og þótt umferð hafi orðið mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, styttist ekkert í að landsmenn aki frítt þama um að óbreyttu. Gengisþróun hefur að sögn Gísla orðiö til þess að skuldir hafa hækkað um 25%. „Ætli skuld sem var innan við 4,8 milljarða króna þegar göngunum var lokið sé ekki komin upp í 6 milljarða? Það er bara búið að borga upp lífeyrislánin en svo koma stóra skuldbindingarnar í haust.“ Sturla Böðvarsson samgönguráð- hera mun væntanlega veita svör nk. miðvikudag. -BÞ Suðurland: Kjósa um sam- einingu 23. mars „Við ákváðum að fara út í viðræð- ur nú þó að skammur timi væri til stefnu. Hreppsnefnd Hraungerðis- hrepps sendi nágrannasveitarfélögum i Flóanum bréf í haust með beiðni um sameiningarviðræður. Sveitarstjórn- um Villinga- og Gaulverjabæjar- hreppa þótti timinn of naumur svo að aðeins við og Árborg vorum eftir og nú höfum við ákveðið að ræða saman þó að stutt sé til kosninga," sagði Guðmundur Stefánsson, oddviti Hraungerðishrepps, við DV. Sveitarfélögin eiga þegar i sam- starfi. Eldri börnum er til dæmis ekið úr Hraungerðishreppi í skóla í Árborg. -NH Nýr framkvæmda- stjóri hjá UÍA Elma Guð- mundsdóttir tók um áramótin við starfl fram- kvæmdastjóra Ung- menna- og íþrótta- sambands Austur- lands. Hún var val- in úr hópi fimm umsækjenda. Elma sat um árabil í stjórn UÍA, var for- maður sambandsins og varaformað- ur, var fyrsta konan til að sitja í landsmótsnefnd á vegum UMFÍ og fékk silfurmerki KSÍ 1972 fyrir störf að knattspyrnumálum. Hú hlaut gullmerki ÍSÍ árið 1993 og fleiri veg- tyllur hafa henni hlotnast. Hún var bæjarfulltrúi í Neskaupstað um ára- bil og þekkir vel til allra félagsmála á Austurlandi. Elma hefur undan- farin ár verið í stjórn Blakdeildar Þróttar og situr nú i stjórn Blak- sambands íslands. -JBP við því að starfs- mannafjöldi nýja fyrirtækisins yrði svipaður. Gunnar Örn lauk störfum hjá fyrirtækinu í gær eftir rúm- lega tveggja ára störf. Kristján Björn Guðnason iðnrekstrarfræð- ingur hefur verið ráðinn í hans stað en Gunnar segist fara sáttur úr sveitinni enda hafi þau mark- mið sem hann hafl sett sér gengið eftir. Það sé líka ánægjulegt að skilja við reksturinn i blómlegu horfi en hvert framleiöslu- og sölu- metið hefur verið slegið á fætur öðru undanfarna mánuði. Miklar breytingar eru fram und- an hjá núverandi starfsmönnum Kísiliðjunnar þar sem til stendur að leggja niður kísilgúrvinnsluna en hefa framleiðslu á kísildufti. Gunnar Örn segir að samkvæmt upphaflegri áætlun hafi verið búist við ákvörðun um kísilduftverksmiðj- una á fyrri hluta þessa árs. -BÞ Trimform Berglindar 12 ára Afþví tilefni bjóðum við núfyrstu tilboð ársins. 1. Árskort kr. 46.800 (12.000 kr. afsláttur) 2. Mánaðarkort, 10 ttmar, kr. 5.900 (3000 kr. afsláttur) 3. 15 tíma 6 vikna kort, kr. 9.900 + Absolute Minceure,mótandi og stinnandi gel, að verðmæti 3.300 kr. (meðan birgðir endast) Hringdu og pantaðu frían prufutíma Sími 553 3818 Meðal þess sem við bjóðum upp á: Vöðvabólgumeðferð Byggist á 30 mín. meðferð í hvert skipti. Þú finnur strax mun eftir einn tíma. Grindarbotnsvöðvar Þvagleki er algengt vandamál hjá konum. Tímar í Trimformi hafa gefið góða raun ef um slappa grindarbotns- vöðva er að ræða Vöðvaþjálfun í Trimformi er hægt að þjálfa upp alla vöðva líkamans. Auka vöðvaþol og vöðvamassa. Appelsínuhúð Höfum margra ára reynslu ( að vinna á appelsínuhúð og eftir 10 tíma meðferð er sýnilegur árangur. Grenningarmeðferð Ef tekið er vel á samsvara 40 mínútur í Trimformi kröftugri 10 tíma hreyfingu. Munið vinsælu gjafakortin , Sláðu til, nýttu þér tilboðin og byrjaðu strax. Við höfum metnaðinn og reyttsluna. Skráðu þig í netklúbbinn okkar, ivzvw. trimform.is Sendum nýustu tilboðin. Tilboðin gilda til 15. febr. '02. Grensásvegi 50 TRIM /NFORM A n Ooið mái Bercfndar Opið mán.-fim. 8-22, föstud. 8-20, laug. 10-14.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.