Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Síða 18
* 34
Skoðun
MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002
DV
Hugsarðu mikið um
heilsuna?
Hlynur Hafliðason nemi:
Já, aðallega meö góðri hreyfingu.
Einar Barkarson nemi:
Nei, ég borða óhoitan mat og hreyfi
mig ekki neitt. Ég tek þö lýsistöflur.
Baldur Þórólfsson nemi:
Já, ég æfi fótboita á hverjum degi.
Andri Ólafsson nemi:
Ég geri sem minnst af því.
Atli Viðar Þorsteinsson nemi:
Já, ég reyni aö hugsa mikiö um sjálf-
an mig og borða mikiö af grænmeti
og ávöxtum.
Halldóra Þórsdóttir nemi:
Nei, ég get ekki sagt það. Ég hreyfi
mig nánast ekki neitt og borða bara
alls kyns mat.
Lofaður sé leik-
húskíkirinn
Hann kemur
sér vel leik-
húskíkirinn þar
sem hann á við.
Skaði að hann er
ekki mikið til
brúks hjá leikhús-
gestum hér. Hann
er þó talsvert not-
aður i íslensku
þjóðaróperunni,
þar sem atburða-
rásin flæðir frá
degi til dags. Það versta er að flestir-
horfa í hann öfugan. Þannig verða
atburðirnir líka mátulega fjarlægir
og að sama skapi marklitlir. í efna-
hagsmálum þjóðarheildarinnar
kemur þetta sér líka afar vel. Menn
mikla ekki mikið fyrir sér yfir-
drættina og skammtímalánin þegar
horft er í kíkinn þann. Og það fer
ekki mikið fyrir verðbólgudraugn-
um þegar hann birtist við þessar að-
stæður.
En þá sjaldan fólki verður á að
bera kikinn rétt að augum er eins
og flóðalda skelli á þjóðfélagið og
skyndilega kveður við samhljóma
óp úr öllum áttum um að það þurfi
að ná verðbófgunni niður. En hver
á að ná henni niður? Fólkið, neyt-
endur - eyðsluklærnar sjálfar? Auð-
vitað ekki. Kíkinum er því snarlega
snúið við, horft í hann öfugan til að
sjá allt í sama smávæginu.
Og hver er svo sem sekur? Ekki
smákaupmaðurinn, hann er horfinn
af horninu. Þá hljóta það að vera
stórkaupmennirnir, stórmarkaðirn-
ir og svo ríkisstjórnin að sjálfsögðu.
Já, þá er óhætt að byrja slaginn. -
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að
ná niður verðbólgunni! Þarna kom
það. „Lækkun hins opinbera til að
lækka þensluna."
ASÍ-forustan heimsækir sveitar-
„Allt það sem ríkið leggur
fram til að lœkka þensluna
nú kemur í bakið á al-
menningi eftir nokkra
mánuði og þá hefst sami
slagurinn aftur. Nákvœm-
lega eins. “
stjórnir, stórmarkaði, Reykjavíkur-
borg. „Við ljúkum fundum fyrir
helgina, það er búið að banka upp á
hjá öllum stærstu sveitarfélögunum
en margir taka jafnframt fram að
þeir vilji fá að sjá hver ákvörðun
rikisstjórnarinnar verður." -Það
var og! Ríkisstjórnin bregst við ótt
og títt. Það „kostar" 750 milljónir að
lækka rostann í verðbólgunni. Kost-
ar hverja? Okkur sjálf sem komum
henni af stað, að sjálfsögðu. Ja
hérna. Drottinn leiði drösulinn
minn (verðbólguhestinn)!
Hvers konar andskotans vitleysa
er þetta sem endalaust ríður yfir
þetta þjóðfélag? Getur enginn eða
vill enginn átta sig á því að hér er
einfaldlega fáviska og ofureyðsla
þjóðarinnar allrar sem ræður ferð?
Allt það sem ríkið leggur fram til að
lækka þensluna nú kemur í bakið á
almenningi eftir nokkra mánuði og
þá hefst sami slagurinn aftur. Ná-
kvæmlega eins.
En nú er þjóðin í vímu yfir hand-
boltaleikjum. Við heyrum gleðigrát-
ur handan hafsins i frestuðum
fréttatímum nauðungaráskriftar-
innar dag eftir dag. Boltamennirnir
eru hetjurnar. Forsetinn sendir
innilegar hamingjuóskir: Þjóðin
fagnar öll, Ólafur Ragnar Grímsson.
Mörkin ein eru marktækur sigur
þjóðarinnar. Annað er marklaust. -
Drjúgur verður síðasti áfanginn.
Geir R.
Andersen
blm. skrifar:
Borgarstjórn og sundaðstaðan
S.G.
sendi þennan pistil:________________
Ég er móðir þriggja barna sem
hafa æft og keppt í sundi. Ég hef
sjálf lagt á mig vinnu við aðstoð á
sundmótum og er alls ekki ánægð
með þá aðstöðu sem Reykjavíkur-
borg býður upp á fyrir sundfólkið.
Mér finnst eðlilegt að Reykvík-
ingar beini nokkrum spurningum
til R-listans, borgarstjóra eða
þeirra aðila sem eru í forsvari fyr-
ir iþróttamálum í borginni, vegna
loforða um innisundlaug í Laugar-
dal.
Mig minnir að það hafi verið
kosningaloforð hjá R-listanum fyrir
4 árum og áður fyrir 8 árum að
„Fari svo að R-listinn lendi í
minnihluta í komandi borg-
arstjómarkosningum eftir 8
ára stjómun borgarinnar
hefur þá ekkert áunnist í því
að unga fólkið og sundfélög-
in í Reykjavík fái viðunandi
œfinga- og keppnisaðstöðu i
Reykjavik?"
byggð yrði æfinga- og keppnislaug
fyrir sundfélögin í Reykjavík.
í öðru lagi hvort borgaryfirvöld
gáfu ekki einhver frekari loforð
varðandi byggingu keppnislaugar í
tengslum við smáþjóðaleikana í
Reykjavík og þá hver þau voru.
í þriðja lagi hvort borgarstjóri
telji að við erfiðar sundæfmgar og
keppni úti við i hörðum vetrarveðr-
um’ í Reykjavík sé viðunandi að-
staða fyrir unga fólkið og sund-
íþróttina i dag.
Að lokum kasta ég fram eftirfar-
andi spurningu til umhugsunar:
Fari svo að R-listinn lendi í minni-
hluta í komandi borgarstjórnar-
kosningum eftir 8 ára stjórnun
borgarinnar= hefur þá ekkert áunn-
ist í því að unga fólkið og sundfélög-
in í Reykjavík fái viðunandi æfinga-
og keppnisaðstöðu í Reykjavík? Með
kosningakveðju.
Skipt um hlutverk
>
Þá er Sjálfstæðisflokkurinn kominn í stutt frí frá
vangaveltum stjórnmálaáhugamanna um framboðs-
mál í Reykjavík. Kastljósið beinist nú að Reykjavík-
urlistanum og má búast við að þar muni innan tíð-
ar hefjast mikil pólitísk vígaferli og bræðrabyltur.
Sérstaklega á þó Garri von á spennandi tíðindum
úr röðum Samfylkingarinnar því þar eru þrír nú-
verandi borgarfulltrúar að berjast um tvö sæti og
nýtt og öflugt fólk knýr á um að komast að lika.
Þannig er ljóst að einhveijir hljóta að liggja sárir
eftir og sú aðferð sem ákveðin hefur verið til að
velja í sætin - hálfopið prófkjör - er sérstaklega vel
til þess fallið að magna upp illindi og ágreining og
ásakanir um vafasöm vinnubrögð. Tveir frambjóð-
endanna, þeir Helgi Hjörvar og Hrannar B. Amars-
son, eru raunar þekktir fyrir heilmikla skipulags-
hæfileika og kunnáttu í að setja saman prófkjörs-
vélar - eins og flestum er sjáifsagt í fersku minni
frá fyrri prófkjörsátökum. Steinunn Valdís Óskars-
dóttir og áskorandinn, Sigrún Elsa Smáradóttir,
mega því hafa sig allar við ef þær ætla sér að eiga
séns á sætum.
Plottað í flokknum
Á sama hátt má gera ráð fyrir hressilegum átök-
. um hjá framsóknarmönnum en þar á bæ eru ekki
™ síður margir áhugasamir um þessi fáu borgar-
stjórnarsæti flokksins á listanum. Að vísu hefur
Sigrún Magnúsdóttir lýst því yfir að hún hyggist
draga sig í hlé þannig að þar fækkar um einn kepp-
anda. Alfreð Þorsteinsson mun hins vegar sitja
áfram og teljast nokkuð öruggur en Guðrún Jóns-
dóttir, Óskar Bergsson, Anna Kristinsdóttir og Vig-
dfs Hauksdóttir gera öll tilkall til þess að hreppa
sæti Sigrúnar. Aðferðafræði framsóknarmanna við
valið er þó ekki eins opin og hjá Samfylkingunni og
ekki líklegt að átökin muni verða mjög áberandi
opinber. En því hatrammari munu þau hins vegar
verða innanhúss þar sem allt mun byggjast á plott-
um og bandalögum milli manna í fulltrúaráðinu.
Þeir sem eru með góð sambönd i flokknum munu
því að standa best að vígi og engin ástæða til að
ætla að bræðrabyltumar verði eitthvað minni hjá
Framsókn en hjá félögum þeirra í Samfylkingunni.
R fyrir rifrildl?
Trúlega munu átökin verða einna minnst hjá VG
enda líklegast að það verði einfaldlega þeir Stein-
grímur J. og ögmundur Jónasson sem ákveði sín á
milli hverjir verði á listanum - þó látið verði líta
út fyrir að eitthvert lýðræðislegt val hafi farið
fram. Enda má reikna með að ágreiningsefnin úr
ranni Framsóknar og Samfylkingar muni duga í
fullan skammt fyrir Reykjavíkurlistann í heild. Það
munu gefast
næg tilefni til
að rifja upp
samskipti Ses-
ars og Brútus-
ar áður en
yfir lýkur.
Þau átök
munu jafn-
framt gefa
Birni Bjarna-
syni og félög-
um kærkomið
tækifæri til
mikilla spek-
úlasjóna mn
átökin hjá R-listanum og hver veit nema Bjöm nái
að spila út enn einni hugmyndinni um það hvað
„R-iö“ stendur fyrir - nú gæti það t.d. staðið fyrir
„rifrildi". í öllu falli er ljóst aö sjálfstæðismenn
munu fagna því að vera lausir undan umræðunni
um „heimaslátrun" eigin forustumanna og geta far-
ið að benda á heimaslátrun hjá pólitískum andstæð-
ingum sínum. Sjálfsagt finnst þeim hafa verið kom-
inn tími til.
CMfi
Á Hringbrautinni
Mikil breyting í vændum.
Flugvöllurinn fer
Davið Slgurðsson skrifar:
Loks hefur verið ákveðið fyrir fullt
og fast að Landspítalinn og allt með-
fylgjandi verði við núverandi Hring-
braut og þar niður af, niðri í Vatns-
mýrinni. Þar með hverfur Umferðar-
miðstöðin og þar með hverfur Hring-
brautin eins og hún er í dag og færist
niður fyrir Umferðarmiðstöðina og svo
áfram þaðan í átt til suðausturs. Þetta
þýðir auðvitað að Reykjavíkurflugvöll-
ur er búinn að vera innan skamms. Ég
hef alltaf sagt að flugvöllurinn fer þann
sama dag og Reykjanesbrautin verður
opnuð með tvöfóldum akreinum.
Ákvörðunin um Landspítala - háskóla-
_sjúkrahús rekur endahnútinn um
’Reykjavíkurflugvöll. Því er jafngott að
gera þær ráðstafanir nú þegar með
flutningi alls flugs til Keflavikur.
Getgátur
Brynjólfur Brynjólfsson skrifar:
Mikill svartfugladauði hefur verið í
fréttum undanfarið og hafa vísinda-
menn verið með ýmsar getgátur um
ástæður þessa. Héma kemur ein í við-
bót. Stjómvaldsskipun um bann við að
hirða svartfugl sem drepist hefir í net-
um hefir orðið tO þess að fuglinn sekk-
ur til botns f miklu magni og rotnar
þar. Þarna geta verið alveg nýjar bakt-
eríur sem koma inn í lífríkið sem
valda því að fuglinn drepst. Þetta er al-
veg ný uppákoma því aldrei áður hef-
ir verið gerð svona óskynsamleg til-
skipun síðan land byggðist. Eina leið-
in tO að sarna þessa kenningu er að
leyfa að hirða fuglinn aftur og sjá til
hvort tíminn leysir ekki vandann.
Langtímavextir
ÍSIAND ' ’ .fflít
tóKA J'-I
NÝJA-SJÁLAND
NOKSUÍ M
KANADA MS
fBAKKlAND 1 ífl
bandabIkin
ÁSTBALÍA
ÍTAiÍA if, I
POBTÚGAL
BELGÍA ■■■
LÚXEMBOBG 3SI
ausiubbIki IHS
DANMÖRK
finnland m
SPÁNN
(BLAND fiH*
HOLLAND jglSli
ÞÝSKALAND
BBETLANÐ
SVÍÞJÓÐ
SVBS
JAPAN'
0 2 4 6 8 10 12
Langtímavextir
Veröbólguvextir - hvaö meö verö-
bótaþættina?
Nægir ekki
Rósa Jónsdóttir hringdi:
Mér fmnst einkennilegt hvernig fólk
sem ætti að þekkja vel tO efnahagsmála
talar i fjölmiðlunum. Jafnvel banka-
fólk. Ég sá t.d. haft eftir einum háttsett-
um hjá íslandsbanka að vaxtalækkun
nú ætti að skila sér tO lánastofnana.
Dettur honum í hug að einhver hálfs
prósents eða svo lækkun vaxta skOi sér
tO okkar sem erum að greiða af lánum
þessa dagana, t.d. vegna íbúðarkaupa?.
Auðvitað ekki. Það yrði langt í það. Það
er enda ekki um neitt að ræða á þess-
um vettvangi annað en að koma verð-
bólgunni út úr myndinni fyrst. En hvað
með verðbótaþáttinn á vexti og höfuð-
stól? Þeir tala ekki um þetta, þessir
efnahagsspekingar.
DV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn I síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@dv.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.