Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Page 28
/ 44 Tilvera MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002 J3V Eg sé liósið Listaklúbbur Leikhúskjallarans verður í kvöld með dagskrá um sænsku skáldkonuna Astrid Lindgren sem lést 28. janúar, 94 ára að aldri. Hún hefur auðgað líf margra kynslóða lesenda og er vafalítið ástsælasti barnabókahöfundur heims. Dagskráin verður mjög fjölbreytt, þýðendur lesa stutta úrvalskafla úr verkum Lindgren, flutt verða atriði og söngvar úr leikritum hennar og fjallað um höfundinn. Mikill hópur fólks kemur fram sem með einum Krár ■ BINGO A KAUPFELAGINU Þaö er tiivalið að styrkja gott málefni í kvöld og skella sér á bingó á Kaupfélag- inu. Allur ágóði bingósins rennur til langveikra barna. Frábærir vinningar í boði frá verslunum og fyrirtækjum í miðbænum. Hingað til hafa bingókvöldin heppnast mjög vel og færri komist að en vilja. Þvi er um að gera aö mæta tímanlega og tryggja sér sæti. Bingóiö hefst stundvíslega á slaginu kl. 9. Klassík ■ HVAÐ ER TONLIST? I kvöld kl. 20 verður haldiö námskeiö á vegum Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands í samvinnu viö Salinn og Kópavogsbæ. Jónas ingimundarson fjallar um verk eftir W.A. Mozart und- ir yfirskriftinni Hvað er tónlist? Bíó ■ HRINGADROTTINSAGA I RAF- EINP Stórmyndin Lord of the Rings er sýnd I Rafeind kl. 20. ■ LA VIE PE BOHEME Aö þessu sinni sýnir Filmundur myndina La vie de boheme eftir finnska leikstjórann Aki Kaurismaki. Hún er afar lauslega byggö á bókinni Scenes de la vie de boheme sem ópera Puccinis, La Boheme, er einnig byggö á. Þar seg- ir frá albanska listmálaranum Rodolpho, rithöfundinum Marcel og tónskáldinu Schaunard og Mimi, hinni berklaveiku ástkonu Rodolphos. Öll eiga þau viö sömu vandamál að stríöa, aö hafa í sig og á, og reyna af veikum mætti að koma sér á framfæri. Myndin gerist í París samtímans, þar sem hug- myndin um hinn fátæka listamann viröist meira en lítið kaldhæöin, og persónurnar eru meira í ætt við hið finnska alþýðufólk sem einkennir myndir Kaurismáki en hina uþp- höfnu hugmynd um listamanninn. Meö aöalhlutverk fara þeir Matti Pellonpáá og Kari Vánáánen, sem eru kvikmyndaáhorfendum aö góðu kunnir úr myndum á borö við Len- ingrad Cowboys go to America. Aki Kaursimáki er sjalfsagt þekktastur fyrir þá mynd hérlendis en af öðrum- myndum má nefna Ariel og I Hired a Contract Killer. Myndin er sýnd t dag í Háskólabíói, kl. 22.30. Fundir og fyrirlestrar Borgarfræðisetur boðar til ráðstefnu í dag. Efnið er Ríki, borg og sveitarfélög_ Stjórnskipuleg tengsl og samskipti. Páll Skúlason, haskólarektor, setur ráðstefnuna sem hefst kl. 13.15. Áður en ráðstefnan hefst flytja Davíð Oddsson og Ingbjörg Sólrún Gísladóttir ávörp. Fundarstjóri er Jón Sigurðsson, bankastjóri NIB. Ráðstefnan er haldin í Hátíðarsal, Aöalbyggingu Háskóla Islands. Sjá nánar: Líflö eftlr vinnu á Vísl.is Þolinmæði er lykilatriði - segir Elvar Þór Antonsson, sem smíðar togaralíkön í bílskúrnum Bíógagnryni Háskólabíó/Smárabíó - Gemsar ★ ★ Athyglisverö frumraun Ari EEdjárn skrifar gagnrýni um kvikmyndir. í bílskúr við Reynihólana á Dal- vík er starfrækt skipasmíðastöð. Kannski ekki í þess orðs fyllstu merkingu, og þó. Húsráðandinn, El- var Þór Antonsson, fæst nefnilega við að smíða skipslíkön af íslensk- um skipum í frístundum sínum. Og þetta er ekki bara eitthvert dót sem keypt er tilbúið og sett saman held- ur vinnur hann þetta frá grunni. Hann fer nákvæmlega eftir teikn- ingum af skipunum i öllum smáat- riðum og vinnur alit efni til sjálfur. Nýjasta afurðin er líkan af Samherj- askipinu Akureyrinni, fyrsta skip- inu sem þeir Samherjafrændur eignuðust. Gamalt, lúið en gott skip Líkanið af skipinu, sem áður hét Guðsteinn, er eins og það var smíð- að upphaflega. Siðan er búið að breyta þvi mikið, meðal annars lengja það og setja í það frystingu. Enda þótt það sé nú orðið gamalt og lúið er það enn í notkun. Þess má geta að Akureyrin var annar frysti- togarinn i ilota íslendinga, Örvar DV-MYNDIR HALLDOR INGI ASGEIRSS0N Elvar Þór Antonsson Byrjaöi í flugvélamódelum og er kominn yfir i togarana. Aflaskipið Akureyrin Líkanið sem Eivar geröi af Akureyrinni, fyrsta skipi Samherjafrændanna. fikta við að setja saman flugvéla- módel og fljúga þeim. Eftir að hafa föndrað talsvert við slikt langaði hann til að gera eitthvað meira krefjandi, og þar sem hann hafði verið til sjós var fyrsta hugsunin að smíða líkan af skipinu sem hann var á, Björgúlfi EA. Þegar það líkan var tilbúið, og menn fóru að skoða það fóru að berast óskir um smíði líkana af fleiri skipum. Akureyrin er fjórða skipslíkanið sem Elvar smíðar. Fyrst var það Björgúlfur EA, þá kom Eyrún EA frá Hrísey, Sigurbjörg ÓF 1 og nú Akureyrin. Og hann er ekki hættur. Hyggst þó taka sér stutt frí en á vordögum hefst hann handa við að smíða lík- an af Stefáni Rögnvaldssyni EA. Fleiri bíða reyndar en nöfn þeirra verða ekki tíunduð hér. Næstkom- andi sjómannadag mun Elvar svo sýna þau líkön sem hann hefur smíðað í Ketilhúsinu á Akureyri en þar verða auk þess til sýnis skipa- ljósmyndir. Þolinmæði lykilatriði Elvar segir að smfðin á Akureyr- inni hafi tekið um 350 vinnustundir enda greinilega um mikla ná- kvæmnisvinnu að ræða. „Lykilat- riðið í þessu öllu saman er þolin- mæði og aftur þolinmæði ef maður ætlar að vinna svona líkön,“ segir skipasmiðurinn Elvar Antonsson að lokum. -HIÁ HU var sá fyrsti. Elvar segir að skipið sé smiðað í hlutföllunum 1:50. Skrokkurinn er úr treQaplasti en yfir- byggingin að mestu úr PVC-plasti. Rekk- verkið og fleira er hins vegar úr áli og nostrar Elvar við að púsla því saman. Sigl- ingaljósin, björgunar- hringi og fleira smá- legt kaupir hann hins vegar tilbúið frá dönsku fyrirtæki. Líkanið af Akur- eyrinni er þegar selt en Elvar segir að kaupandinn vilji ekki láta nafns sins getið. Flugvélamódel upphafið Elvar segir að upp- hafið af þessu öllu saman hafi verið að hann fór að ______M Gulli Sprengir salinn úr hlátri hvað eftir annað. Gemsar er fyrsta íslenska ung- lingamyndin og sem slík nýtur hún góðs af því að vera ekki enn ein myndin í einhverjum flokki. Hér er á ferðinni eitthvað nýtt sem enginn hefur séð áður og því er um gera að stökkva á tæk- færið og gera upplifunina. Mika- el Torfason byrjar myndina þannig að hann gerir ljóst að þetta er ekki venjuleg kvikmynd. Til að brjóta upp söguna beitir Mikael sama bragði og Róbert Douglas í Islenska draumnum og klippir annað slagið inn viðtöl við sögupersónurnar þar sem þær tjá sig um hin og þessi mál- efni. Við höfum því tvískipta mynd, önnur er í viðtalsformi, hin samanstendur af leiknum at- riðum. En einn stærsti galli myndarinnar er hversu lítið samræmi er á milli þessara við- tala og hinnar eiginlegu „sögu“ myndarinnar. Ég skil ekki hvers vegna karakter eins og Gulli, sem fær svoleiðis að rokka i viðtölunum og sprengir salinn úr hlátri hvað eftir annað með hrikalegum sögum af sjálfum sér, hefur síðan svona lít- ið að segja í sjálfri sögunni. Hann er góð týpa og efni í góða sögu en þeg- ar honum bregður fyrir í leiknu at- riðunum þá er þaö allt og sumt. Honum bregður bara fyrir; hann muldrar kannski nokkrar setning- ar, þakkar fyrir sig og lokar á eftir sér hurðinni. Þótt viðtalsenumar séu vissulega skemmtilegar og fjandi vel leiknar fóru þær samt aðeins að pirra mig þegar tók að líða á myndina. Maður má nota svona trix til að kynna sögupersónurnar en fyrr má nú rota en dauðrota. Einnig vil ég minnast á hversu skýr munur er á frammi- stöðu leikaranna í viðtalssenunum og leiknu atriðunum; þetta er eins og að flakka á milli tveggja heima. Þegar persóna tjáir sig i viðtali er hún með eigin einkenni, segir frá á sinn hátt, hikar á sinn hátt og þar fram eftir götunum. En þegar hún er komin í leikið atriði, eins og t.d. atriðið í bílskúrnum, þá glatar hún öllum sérkennum, missir allan karakter og verður hálfgerð mál- pípa höfundar. Pæling. Hliðarsögur verða að engu, t.d. sagan af Ómari bróður Kristínar. Eins og kemur fram tvisvar eða þrisvar þá hefur hann verið dæmdur í fangelsi fyrir nauðgun. En hvenær fær maður að sjá þetta hafa virkileg áhrif á sög- una? Aldrei. Kristín vill missa mey- dóminn eða vill hún það ekki? Ég náði því heldur ekki. Eina persónan sem mér fannst virkilega ná til mín var Doddi, hann var virkilega vel leikinn af Andra Ómarssyni og datt aldrei úr karakter. í raun er hálferfitt að velja sér það sem maður vill segja um þessa mynd, það kemur svo margt til greina. Ég ætla aðeins að hlaupa yfir það helsta; myndatakan er skemmtileg og klippingin er ansi flott á köflum. Um tónlistina er lítið hægt að segja, hún samanstendur af frumsömdu efni dr. Gunna og síðan endalausu úrvali af annarri tónlist en er alltaf svo lágberandi að maður tekur eiginlega ekki eftir henni. Sem er synd. Handritið, eða sagan, flækjan eða hvað maður á að kalla þetta, er veikasti punktur myndar- innar. Mikael er með allt þetta góða efni í höndunum en veit því miður ekki hvað hann á að gera við það. Það er sennilega versti löstur myndarinnar; það gerist ekki neitt í henni í einn og hálfan klukkutíma. Leikstjórn Mikaels er hins vegar góð, fer oft á flug og það er ekki að sjá að þarna sé á ferðinni óreyndur leikstjóri. Ég leyfl mér að segja að ég bíð spenntur eftir annarri mynd frá manninum. Ég get ekki sagt að Gemsar sé góð eða slæm, skemmtileg eða leiðinleg, vel leikin eða ekki því hún er þetta allt saman. Þessi mynd er svo mismunandi að það er oft erfitt að átta sig á henni. En það er líka sjarminn við hana, það er eitthvað attitjúd, einhver hroki í þessu öllu saman ... þetta er hálfgerð pönk-kvik- mynd. Annars veit ég ekki ... John Cassavetes sagði að þegar maður færi i bíó þá hataði mað- ur að sjá eitthvað nýtt, skrýtið og óeðlilegt og færi því að öskra og væla og heimta venjulegt plott með venjulegum persónum í staðinn fyr- ir einhverja framúrstefnu-djöfla- sýru sem gengur ekki út á neitt ... en síðan 10 árum seinna þá myndi maður ennþá eftir myndinni. Það er svipað í gangi hjá mér; ég er reynd- ar ekki að öskra og væla í þessum dóm, en ég veit hins vegar að eftir 10 ár þá mun ég ennþá muna eftir Gemsum. Leikstjórn og handrit: Mikael Torfason. Kvikmyndataka: Jakob Ingimarsson. Hljóöhönnun Huldar Freyr Agnarsson. Búningar: Svanhildur Siguröardóttir. Tón- list: Gunnar Lárus Hjálmarsson. Leikar- ar: Halla Vilhjálmsdóttir. Andri Ómarsson, Guölaugur Karlsson, Matthías Matthias- son, Kári Gunnarsson o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.