Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.2002, Side 32
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Sparisjóður Ólafsfjarðar tapar máli vegna óútfyllts tryggingavíxils: Yfirdrattarskuld a ábyrgð bankans Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Sparisjóð Ólaí'sfjarðar til að greiða konu rúmar 5,2 milljónir með dráttarvöxtum. Málsatvik eru þau að árið 1989 ritaði konan, að ósk bróður síns, nafn sitt á víxileyðublað sem útgefandi og framseljandi. Bróðir- inn ritaði sem samþykkjandi en víxil- eyðublaðið var að öðru leyti óútfyllt. Það var síðan með vitund stefnanda afhent stefnda til tryggingar yfirdrætti á tékkareikningi hjá sjóðnum og fjár- hæð yfirdráttar var á umræddum reikningi bróðurins í upphafi kr. 100.000. Yfirdráttarfjárhæðin stóð óbreytt ailt til ársins 1995, en þá fór hún að hækka og var komin í 3,7 milljónir árið 1997. Konan var á sama tíma aldrei látin vita stöðu yfirdráttarheim- ildarinnar og reikningsskuldarinnar. Tekist var á um hvort konunni eða sparisjóðnum bæri að greiða fyrir vanskil bróðurins en dómurinn dæmdi konunni í hag sem fyrr segir. Jafnframt verður Sparisjóður Ólafs- fjarðar að greiða málskostnað upp á 750.000 krónur þannig að heildarkostn- aður sjóðsins er verulegur. Þetta er ekki eina málið sem kostað hefur Sparisjóð Ólafsfjarðar peninga undanfarið. Þannig er nú fyrir dómi stórt mál gegn fyrrverandi sparisjóðs- stjóra og tengist það að hluta knatt- spyrnufélaginu Leiftri. Leiftur var úr- skurðað gjaldþrota á dögunum. -BÞ Uppsagnir hjá Debenhams Töluverðum fjölda starfsmanna hjá Debenhams í Smáralind var sagt upp um mánaðamótin. Ekki náöist í for- svarsmenn fyrirtækisins til að fá ná- kvæma tölu á fjölda þeirra sem sagt var upp en heimildir blaðsins herma aö 8 af 20 starfsmönnum í snyrtivöru- deild hafi fengið uppsagnarbréf og einnig var starfsmönnum úr öðrum deildum sagt upp. Vinnutfmi verður styttur hjá einhveijum starfsmönnum og búist er við fleiri uppsögnum á næstunni. Um 110 manns voru á launa- skrá hjá fyrirtækinu. Ástæða uppsagn- anna er sögð vera skipulagsbreytingar í fyrirtækinu en þær felast m.a. í því að framvegis mun versluninni verða lokað kl. 19.00 f stað 20.00. -ÓSB 180 á æfingu Með sanni má segja að gríðarlegur handboltaáhugi hafi fylgt góðu gengi landsliðsins á EM en á fáum stöðum hefur hann komið jafn berlega í ljós og á æfrngu hjá 7. flokki ÍR nú fyrir helgina. Venjulega mæta 15-20 krakk- ar á hverja æfíngu en á fóstudaginn brá svo við að um 100 drengir og nær 80 stúlkur mættu og vildu fá að æfa þessa skemmtilegu íþrótt. Bömunum fylgdu svo um 50 foreldrar. -ÓSB Veöur vikunnar: Norðlægar áttir „í vikunni verða norðlægar áttir ríkjandi og frekar kalt,“ segir Hörð- ur Þórðarson veðurfræðingur. í dag er gert ráð fyrir norðlægri átt á landinu, 5 til 10 metrum á sekúndu. Við norðurströndina verður élja- gangur sem og á SA-landi. Annars staðar verður skýjað með köflum og úrkomulítið. Hitastig verður frá frostmarki i niður í tíu stiga gadd. Éljagangur og norðlægar áttir verða norðan til á þriðjudag og miðviku- dag. Sunnan heiða verður aftur á móti léttskýjað og talsvert frost. -sbs Fjölskylda drengs sem lenti í bflslysi í Mývatnssveit: Sendi kvörtun til Landlæknis Fjölskylda tveggja ára drengs sem slasaðist illa í bílslysi á Kísilvegi í Mý- vatnssveit í síðasta mánuði hefur lagt fram kvörtun til Landlæknis vegna meðferðar drengsins á Landspitalan- um við Hringbraut. Drengurinn, sem m.a. lærbrotnaði í slysinu, var settur í svokallaðan strekk en þegar hann kvartaði sifellt undan honum kallaði fjölskylda hans til lækna. Þeir sögðu umbúðirnar í lagi en drengurinn var mjög kvalinn og hafði aukin gjöf deyfi- lyfia ekkert að segja. Þegar drengur- inn var síðar svæfður var litið á fót- inn. Þá kom í Ijós að slæm sár höfðu myndast, svo slæm, að sögn móður- innar, að jafnvel getur farið svo að græða þurfi nýtt skinn á hluta fótar- ins. Drengurinn, sem undanfarið hef- ur legið á sjúkrahúsi á Akureyri, fær að fara heim í dag, en vegna sáranna á fætinum mun bata hans seinka tölu- vert, jafnvel um nokkrar vikur. Á meðan kemst hvorki hann á leikskól- ann né móðir hans til vinnu, en faðir hans lést í slysinu. -ÓSB Fæddur 020202 Bryndís og Siguröur meö nýburann sem á svo sannarlega flottan afmælisdag sem auövelt veröur aö muna. Fæöingin sjálf veröur þeim líklega líka ógleymanleg en stráknum lá svo á í heiminn aö hann fæddist á bílaplani í Breiöholtinu. MÁNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2002 DV-MYND SBS Halldór mokar Á Noröurlandi var í gær komiö bærilegasta veöur eftir snjókomu og kafaldsbyl á laugardag. Flestar helstu leiöir voru orönar færar en margir þurftu aö moka bíla sína út úr sköflunum. Þeirra á meöal var Halldór Blöndal, forseti Alþingis, sem þurfti aö fara í kjördæmiö um helgina og lét þá stríða storma ekki stööva sig. Stálsleginn 12 marka strákur: Fæddist á bílaplani í Breiðholtinu „Hann átti ekki að koma í heiminn fyrr en 13. febrúar þannig að þetta kom okkur mjög á óvart,“ segir Sig- urður Haukdal Styrmisson, bílstjóri hjá íslandspósti, um fæðingu sonar síns á laugardagsmorgun. Sonurinn kom ekki aðeins tæpum tveimur vik- um fyrr í heiminn en áætlað var held- ur lá honum svo mikið á að foreldr- amir náðu ekki einu sinni að komast á sjúkrahúsið áður en fæðingin var af- staðin og það á bílaplani í Breiðholt- inu. Móðirin, Bryndís Friðjónsdóttir, fékk hríðir snemma á laugardags- morguninn og hringdi Sigurður á sjúkrabíl sem var kominn að heimili þeirra í Breiðholti um klukkan sjö. Bryndís var hins vegar ekki fyrr kom- in inn í bílinn en allt fór af stað og 20 minútum seinna var 48 sentimetra langur og 12,5 marka þungur strákur kominn í heiminn. „Bíllinn var ekki einu sinni lagður af stað þegar fæðingin fór í gang,“ seg- ir Sigurður sem segist lítið hafa getað gert til að hjálpa til við fæðinguna, nema klippa á naflastrenginn. Sigurð- ur og Bryndís eru bæði alin upp í Breiðholtinu og því er kannski ekki nema von að stráksa hafi fundist til- valið að líta dagsins ljós á bílaplaninu i Flúðaselinu og verða þannig borinn og barnfæddur Breiðhyltingur, í orðs- ins fyllstu merkingu. Fyrir eiga þau Bryndís og Sigurður eina dóttur en hún fæddist á sjúkrahúsi. „Þegar allt var afstaðið langaði okk- ur bara til að labba aftur inn i íbúðina okkar með strákinn, því það var svo stutt heim. Við fórum samt niður á sjúkrahús, svona til öryggis," segir Sigurður sem segir að móður og bami heilsist vel. Foreldramir era ekki síð- ur ánægðir með fyrri hluta kennitölu barnsins sem er 020202 enda verður ekki erfitt að muna þann afmælisdag. „Þetta er alveg ógleymanlegur afmæl- isdagur, en það hefði verið frábært ef Hagstofan hefði fundið einhverja álíka flotta endingu handa honurn," segir Sigurður og hlær. Hinir nýbökuðu for- eldarar vilja að lokum koma á fram- færi sínum bestu þökkum til sjúkra- flutningamannanna sem aöstoðuðu við fæðinguna. -snæ ASÍ hittir bæjarstjórn Ólafsfjarðar: Vonast eftir huggulegu kaffiboði - þar sem tilkynnt verði um afturköllun hækkana „Almennt erum við í góðum gir og stemningin er aldeilis frábær og okkur væri greiði gerður - og það er eiginlega fróm ósk frá mér - að þeir sem ætla ekki að taka þátt í þessu verkefni, sem er auðvitað grafalvar- legt mál, stigi fram á völlinn þannig að við getum snúið okkur aö þeim,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, um þátttöku sveitarfélaga og fyrirtækja í átaki til að sporna gegn verðbólgu. „Viö þetta ágæta sveitar- félag á Ólafsfirði segi ég að allir geta gert mistök en ef það gerist er hægt að leiðrétta þau. Við eigum fund með þessari ágætu sveitar- stjórn kl. 11.00 á mánudaginn og ég vona að það verði huggulegt kafiiboð þar sem búið verður að draga þessar ákvarðanir .til baka,“ segir Grét- ar. Það sem for- seti ASí er að vísa til er ákvörðun bæjaryfirvalda að hækka gjaldskrá hitaveitunnar um tugi prósenta en yfirvöld á Ólafsfirði hafa gert veit- una að hlutafélagi og vísa auk þess til að hitaveitan þar sé með þeim ódýrustu á landinu. Svæðisráð Ein- ingar-Iðju í Ólafsfirði hefur einnig mótmælt harðlega þessum áformum og skorað á önnur stéttarfélög á Eyjaíjarðarsvæðinu og ASÍ að fylgj- ast með og gera viðeigandi ráðstaf- anir ef „bæjarstjórn Ólafsfjarðar ætlar, ein af fáum, að þverskallast við áðurnefndum óskum aðila vinnumarkaðarins," eins og segir í samþykkt svæðisráðsins. -BG , A ,, A _ A __ A A A A - A .. A .. A . IGitarinnl ☆ Stórhöfða 27, Íf s. 552 2125. ^ ik~kickirk^r>r>ck brother P-touch 9200PC Prentaðu merkimiða beint úr tölvunni Samhæft Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.