Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 6
fókusmyndir: E.Ól.
hár: Svavar Öm
Fréttakonan Brynja Þorgeirs-
dóttir færði sig yfir á Stöð 2 þeg-
ar fréttastofa SkjásEins var lögð
niður. Þar sér hún um að lesa
fréttirnar í morgunsjónvarpinu
auk þess að taka almennar
fréttavaktir á daginn. Brynja er
ákveðin í að ná langt í starfinu
og hefur þegar sett sér það
markmið að fá að sjá um viku-
legan fréttaskýringaþátt. Hún
gerir sér það þó fyllilega Ijóst að
það er ekkert grín að vinna
vaktavinnu í stressandi um-
hverfi verandi einstæð móðir.
sjónvarpsfréttamennska væri nokkurs konar
poppútgáfa af blaðamennsku. Það hefúr breyst
með reynslunni þó hún viðurkenni að þær hafi
tilhneigingu til að verða yfirborðskenndar vegna
þess hve sjónvarpsfréttir em stuttar. Nú vaknar
Brynja klukkan sex á morgnana og er í útsend-
ingu frá sjö til níu. Hún segir þetta ágætt fyrir-
komulag því götumar séu auðar á leiðinni í vinn-
una. Þess utan tekur hún líka almennar ffétta-
vaktir á daginn.
Er starfið eins og þú hafðir írnyndað þér?
„Ég vissi að þetta yrði erilsamt og þessu fylgdi
stress en ég þrífst bara vel í því. Starflð er líka
þess eðlis að maður getur endalaust lært eitthvað
nýtt og þróað sig áfram. Þetta er auðvitað vakta-
vinna og álagsvinna og ég get vel skilið marga
sem hætta í þessu og fara yfir í almannatengsl þar
sem vinnutíminn er frá 9—5 og launin miklu
betri. Það er þó ekkert sem ég get hugsað mér að
gera.“
En eru fréttir eina sviðið sem þú hefur áhuga á að
starfa við?
„Já, ég get reyndar reyndar séð mig í annars
konar fjölmiðlun en ég er fullkomlega ástfangin
af fjölmiðlaheiminum. Mér finnst mjög spenn-
andi að vera með puttann á púlsinum, að lesa (
viðburði dagsins, túlka þá og sjá það sem er ekki
augljóst."
Hvemig hentar þetta fyrir einstæða móður?
„Eg er
fréttalegur
muggi
.Þetta eru gjörólík fyrirtæki, það var mikill
ba'ráttuandi og frumkvöðlastemning á Skjá ein-
um sem ég hef reyndar heyrt að hafi verið svipuð
á Stöð 2 þegar hún var byrja. Með tímanum hef-
ur þetta breyst og maður finnur fyrir því að allt er
komið í fast form á Stöð 2. Stöð 2 býður þó upp á
mun betri aðstöðu, þar eru fleiri tökumenn, klipp-
arar og betri aðgangur að tækjum. Auk þess eru
fleiri reynsluboltar á staðnum sem er ágætt fyrir
grænjaxl eins og mig. Á fféttastofu Skjás eins
vann ungt fólk, flest með minni reynslu af fjöl-
miðlum en gengur og gerist, og stundum lentum
við í því að vera ekki tekin alvarlega. Það viðhorf
hvarf svo þegar við festum okkur betur í sessi
enda var áhorfið farið að jafnast á við keppinaut-
inn, tíu fféttir á RÚV. Ég flnn strax muninn hvað
það er auðveldara að ná í fólk héma þegar maður
kynnir sig sem fréttamann á Stöð 2. Það var þó
ákveðinn velvilji í gangi gagnvart Skjá einum -
fólki fannst stöðin vera sniðug,“ segir fréttakonan
Brynja Þorgeirsdóttir sem vakið hefur athygli fyr-
ir ffamgöngu sína í morgunsjónvarpi Stöðvar 2
undanfarið.
Ekki auðvelt að vera einstæð móðir
Brynja hóf störf á fréttastofu Skjás eins eftir að
hafa útskrifast úr mannfræði um áramótin 2000.
Hún segist alltaf hafa ætlað að verða blaðamaður,
hún hafi verið haldin þeim ranghugmyndum að