Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Blaðsíða 10
Breakbeat veisla frá Talkin’ Loud Breska hryllingsmyndin Long Time Dead, sem frum- sýnd var f október sl., er talin frekar slök og þykir sýna og sanna að Bretar verði seint góðir i þessari tegund kvik- mynda. En sé kvikmyndin slöpp þá verður það sama ekki sagt um tónlistina íhenni. Það er breska fyrirtækið Talkin’ Loud sem á heiðurinn af tón- listinni en þvf er sem kunnugt er stjórnað af eðalplötusnúðn- um Gilles Petersen. Á kvikmyndaplötunni Long Time Dead, sem er nýkomin fverslanir hérlendis, eru m.a. lög með MJ Cole, Layo b Bushwacka, Raw Deal, Zero 7, St Germain, Roni Size og Neil Barnes og svo ný útgáfa af lagi Davids Bowies, Cat People, gerð af drum & bass-hetjunni Krust (mynd) og söngkonunni Leonie Laws úr Breakbeat Era. Kraftmikið safn af flottri breakbeat- tónlist eins og við var að búast frá Talkin’ Loud. Kanadíska hljómsveitin Godspeed You Black Emperor! nýtur mikillar virðingar í tónlistarheiminum. Trausti Júlíusson kynnti sér þessa ein- stöku sveit í tilefni af komu hennar til tónleikahalds hérlendis í næsta mánuði og skoðaði plötufyrirtækið hennar, Constellation. Tónleikaplata með Sade Söngkonan Sade Adu á sér marga trygga aðdáend- ur. Sfðasta plata hennar, Lovers Rock, sem kom út seint á árinu 2000, sýndi að Sade-stfllinn, sem er búinn að vera óbreyttur sfðan hún kom fram á sjónarsvið- ið á nfunda áratugnum, er löngu orðinn klassfskur. í kjölfar plötunnar, sem seld- ist sérstaklega vel vestanhafs, fór Sade f tónleikaferðalag um Bandarfkin sem stóð frá þvf f júlf og fram f september f fyrra. Það var hennar fyrsta tónleikaferð f 10 ár. Fyrir nokkrum dög- um kom út tónleikaplatan Lovers Live sem er tekin upp á tón- leikaferðalaginu. Á Lovers Live eru 13 lög. Fimm þeirra eru tek- in af Lovers Rock en hin eru eldri, m.a. smellirnir Smooth Oper- ator og The Sweetest Taboo. Annasamt hjá Dan the Automator Dan Nakamura, sem er þekktari undir nafn- inu Dan the Automator, er örugglega einn af eft- irsóttari pródúserunum f dag. f fyrra pródúseraði hann m.a. Gorillaz-plöt- una og gerði plötuna Lovage í gervi ástmög- ursins Nathanial Merriweather en honum hefur verið lýst eins og Serge Gainsbourg og Tom Jones rynnu saman í einn ofur-rómantfskan hip-hop sjarmör. Fram undan hjá Dan eru ótal verkefni, m.a. ný Handsome Boy Modeiling School-plata (með Prince Paul), ný Deltron 3030 plata (með Del the Funky Homosapien og Kid Koala) og sólóplata með honum sjálfum sem verður að stórum hluta instrúmental. Þessa dag- ana er líka að koma út mix-platan Wanna Buy a Monkey þar sem Dan spllar m.a. lög með Gorillaz, Air, Tortoise, Doves og De La Sout. Svo er hann Ifka að vinna með Beck á næstu plötu þess sfðarnefnda. J to Tha L-O beint á toppinn Velgengni dfvunnar með breiða botninn, Jennifer Lopez, ætl- ar engan enda að taka. Nýja platan hennar J to Tha L-0, sem inniheldur endurgerðir af áður útgefnum lögum, fór beint f fyrsta sæti banda- ríska vinsæidalistans. Það er ffyrsta sinn sem remix- plata fer á topp Billboard listans. J to Tha L-0, sem er væntanleg á markað í Evrópu f næsta mánuði, inniheldur m.a. hin geysi- vinsælu remix af l'm Real og Ain’t It Funny sem eru unnin af rapparanum Ja Rule (á myndinni með J- Lo) og svo remix-gerð af Trackmasters, Dark Child, P. Diddy og Pablo Flores. Það vakti nokkra athygli þegar það seldist upp á tónleika kanadísku hljómsveitarinnar Godspeed You Black Emperor! nánast áður en byrjað var að auglýsa þá. Það hafa margir heyrt minnst á GYBE! en samt þekkja fæstir hljómsveitina. Það hljómar eins og mótsögn en skýrist af því að sveitin starfar alger- lega fyrir utan hinn hefðbundna tónlistariðnað, þau veita sjaldan viðtöl og það eru engar kynningarvélar malandi á bak við plöt- umar þeirra. Þess vegna er hljómsveitin nánast eins og goðsögn, þekkt en um leið falin. Meira að segja í heimaborginni Montréal er talað um sveitina sem „best varðveitta leyndarmálið". Stofnuð af atvinnuleysincjum fyr- IR ÁTTA ÁRUM Godspeed You Black Emperor var stofnuð fyrir átta árum f Montréal af þeim Efrim gítarleikara og Mauro bassaleikara sem þá voru atrvinnulausir. Nafnið er titill japanskrar kvikmyndar eftir Mitsuo Yanagimatchi sem fjallar um mótorhjóla- gengi. Fyrst gaf sveitin út kassettuna All Lights Fucked on the Hairy Drooling Amp árið 1994 í 33 eintökum en næsta útgáfa var vínylplatan f#a#(infinity) sem kom út hjá Constellation-útgáfúnni 1997 en var endurútgefin af bandaríska fyrirtækinu Kranky ári síðar. í dag gefúr Constellation út plötur Godspeed á vín- yl, Kranky gefúr þær út á geisladiskum vestanhafs en sveitin hefúr samstarf við ýmis óháð plötufyrirtæki um útgáfú ann- ars staðar í heiminum. 1999 kom út plat- an Slow Riot For A New Zero Canada og haustið 2000 kom tvöfalda platan Lift Yr Skinny Fists Like Antennas To Heaven, meistarverk GYBE! hingað til. Þá er von á nýrri plötu með sveitinni seinna á árinu en hún var tekin upp af sjálfum Steve Al- bini. Macnaðar huómkviður GYBE! er í dag skipuð 9 meðlimum. Það eru gítarleikaramir Efrim og Roger, trommuleikaramir Bruce og Aidean, bassaleikaramir Mauro og Thierry, selló- leikarinn Norsola, fiðluleikarinn Sophie og David sem spilar á gítar og segulbönd. Þau nota helst ekki eftimöfn. Goðsögnin segir að þau búi saman í yfirgefinni jám- brautarstöð í Montréal þar sem þau æfa og taka upp allt efni sveitarinnar. Tónlist GYBE! er öll instrúmental. Henni hefur stundum verið líkt við Sigur Rós. Það sem þessar tvær sveitir eiga sameiginlegt er ákveðin dramatísk uppbygging, tónlist þeirra beggja virkar beint á tilfinninga- sviðið. Lögin með GYBE eru flest ffá 10 mínútum og upp í 40 mfnútur. Þetta em eiginlega verk frekar en lög og þau byggj- ast mörg upp á stigmögnun, byrja kannski rólega og lágstemmd en þróast upp í magnaðar hljómkviður sem láta eng- an ósnortinn sem á þær hlýðir. Þessi stig- mögnun er sögð hálfu áhrifameiri á tón- leikum heldur en á plötunum sem þó eru helvíti magnaðar. Tónlist GYBE! er í c o O \Q o +-» co *o <u senn einföld og flókin. Dramatíkin virkar strax, en þegar betur og oftar er hlustað er tónlistin margslungin og útpæld. Hugsjónamennska oc heimilisiðnaður Auk þess að vera í GYBE! starfa meðlimirnir í ýmsum hliðar- verkefnum. Þar á meðal má nefna A Silver Mt Zion, Fly Pan Am, Exhaust og 1-Speed Bike. Þessar aukasveitir eru mismun- andi samsettir hópar félaganna úr GYBE! og spila ólíka tónlist sem þó á yfirleitt eitthvað sameiginlegt með afurðum móðurskips- ins. Tónlist A Silver Mt. Zion hljómar t.d. stundum eins og nú- tímahljómsveitarverk í klassíska geiranum en það er eitt af mörgu sem leynist f tónlist GYBE! Oll aukaverkefni GYBE! eru gefin út af plötufyrirtækinu Constellation sem starfar í Montréal og gefúr út verk ýmissa annarra tónlistarmanna, t.d. Do Make Say Think, Sofa, Re:mnant og Frankie Sparo. Tónlistin er ólík en það er ákveð- in tilraun og hugsjónamennska sem sameinar alla þessa tónlist- armenn. Constellation er engin venjuleg útgáfa. Hún er rekin af þeim Don og Ian. Þeir starfa eftir fyrirfram ákveðnu mani- - festói (sem hægt er að finna á Netinu). Það eru t.d. engir skrif- legir samningar við tónlistarmennina og markmiðið er að halda sig utan við tónlistariðnaðinn. Eitt af því sem maður tekur eftir þegar maður skoðar útgáfúr Constellation eru plötuumslögin sem öll eru handgerð úr endurunnum pappír. Oll líming og sam- setning er unnin af hljómsveitunum og vinum þeirra. „Þó að út- gáfan sé alltaf að stækka þá reynum við að halda þessu eins heim- ilislegu og hægt er. Við gætum alveg fengið eitthvert fyrirtæki til þess að gera þetta en við viljum frekar borga vinum okkar. Vö þekkjum enn fullt af fólki sem á ekki peninga," segja þeir Don og Ian. Constellation eru líka mjög vandlátir þegar þeir velja sér samstarfsaðlia erlendis. Það er engin tilviljun að það er Kiddi í Hljómalind sem er að flytja inn afúrðir Constellation og stend- ur fyrir tónleikum GYBE! hva ð fvrir skemmtileaar niSurstaSa plö^udómar hvern? staðreyndir 'S> **** Flytjandi: Exos - fjNjNk: Platan: My Home Is Útgefnndi: Æ Recor p "jM| 1 dings/Thule - "JB&' Lengd: 75.22 mín. Exos er alter-egó Arnvióar Snorrason- ar. My Home Is Sonic kom út rétt fyrir jól í fyrra og er önnur tveggia platna í fullri lengd sem hann sendi frá sér á árinu 2001, hin var platan Strength sem þýska fýrirtækið Force Inc gaf út í febrúar. Tónlist Exos er istrúmental teknótón- list. Þó aö þaö sé kraftur i tónlistinni á My Home Is Sonic er hún þó töluvert vægari heldur en tónlistin á Strength sem er mjög hörö og þung keyrsla. Tónlist Exos er fyrir þá sem vilja teknóiö sitt óÞlandaö og án tilslakana. My Home Is Sonic er þriöja Exos plat- an í fullri lengd. Hinar tvær, Eleventh og Strenght, komu út hjá Force Inc. Arnviður er fæddur 1980 en kynntist teknótónlistinni þegar hann var 14 ára. Hann er undir áhrifúm frá Detroit teknói, dub-tónllst og þýskri naum- hyggju. Þetta er mjög flott plata sem sýnir enn og aftur að Exos er einn af okkar fremstu raftónlistarmönnum. Rest lög- In hér eru frekar mínímal og fönkí teknó keyrsla en inn á milli eru stutt og róleg lög sem brjóta formiö upp. Einstakur hljómurinn gefur plötunni sterkan heildarsvip. trausti júliusson ■L Flytjandi: Marc Almoud Platan: Strangerr Things Utgefandi: XIII Öís Ítyw&ay Lened 1 Stranger Thlngs er þrettánda sóló- plata Marc Almond. Hún kom út hjá franska fyrirtækinu XIII Bis 1 fyrra en er nýkomin í sölu hériendis. Platan er unnin meö Jóhannl Jóhannssyni úr Lhooq sem semur nokkur laganna, tekur upp og forritar. Stranger Things er auövitaö vel þegin fyrir fslenska Marc Amlond-aödáendur, t.d. þá sem mættu á tónleikana í ís- lensku óþerunni I lok janúar. Auk Jóa koma Sigtryggur Baldursson, Sara Guömundsdóttir, Sammi úr Jagúar, Pétur Hallgrims, Höróur Braga og fleiri íslendingar aö gerö plötunnar. Þó aö sölóferill Marc Almonds sé glæsilegur þá eru margir sem muna aðallega eftir honum sem hluta af el- ektró-diskó dúóinu Soft Cell. Þeir Marc Almond og Dave Ball hafa nú endur- vakið sveitina og eru að taka upp nýja plötu sem væntanleg er hjá Cooking Vinyl seinna á árinu. Þetta er ágæt plata. Það er greinilegt aö Jóhann hefur mjög gott skynbragó á tónlist Marcs Almonds því tónsmíö- arnar og útsetningarnar falla sérstak- lega vel aö rödd hans og söngstíl. Þaö eru mörg fin lög hér en í sum þeirra vantar smá karakter. traustl júlíusson 10 f ó k u s 22. febrúar 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.