Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.2002, Side 16
Stykkishólmur málið? Glöggir vegfarendur um Miklubraut og Grensásveg hafa kannski tekið eftir auglýs ingu sem komin er upp á flettiskiltí á UMFÍ húsinu. Þar er auglýst fjölskylduhátíð í Stykkishólmi sem fara á fram um verslunar- mannahelgina. Fókusi hefur borist það til eyrna að skiltið hafi verið komið upp þann 2. janúar þannig það er augljóst að menn eru snemma á ferðinni á þessum bænum. Vfst má telja að það er lítill verslunarmannahelgar- hugur kominn í landsmenn þannig það er óvíst hvort auglýsingin virki jákvætt eða nei- kvætt á landann. Fókus hefur líka af því spurnir að auglýsingin fyrir hátíðina í fyrra hafi fengið að hanga uppi lengi vel eftir verslunarmannahelgina þannig að það er Ijóst að ungmennafélagsmenn ætla að bæta fyrir það með þessu. Þeir fara sem sagt aðra átt íöfgunum að þessu sinni. Isi Á Músík ísleifur B. Þórhallsson, fyrrverandi mark- aðs- og dagskrárstjóri á SkjáEinum, var ekki lengi á vergangi eftir að hann hætti í starf- inu um síðustu mánaðarmót. Fókus hefur fengið af þvf spurnir að hann komi fljótlega til að taka við útvarpsstöðinni Músfk 88,5. Heimildir Fókuss herma að stöðinni hafi lítið verið sinnt hingað til en hafi samt verið mjög vaxandi í hlustun og ísleifur sé fenginn til teiks til að setja alvöru púður f reksturinn. Meðal annars má búast við auk- inni dagskrárgerð á stöðir með tilkomu ísleifs. Þá ha líka heyrst sögur um að I leifur eigi að sjá um mar aðssetningu á umdeildri heimildarmynd Hrannar Sveins- dóttur og fleiri um þátttöku hennar í Ungfrú ísland.i keppninni en si mynd verður frum- sýnd í mars. Fréttirnar sem fæstir heyra Klósettferðir kynjanna Ný svissnesk rannsókn sýnir að konur eyða mun meiri tíma á salerninu en karlar. Til 82 ára aldurs notar venjuleg kona 376 daga á saleminu á meðan meðalkarlmaður eyðir þar 297 dögum. Konur nota hins vegar styttri tíma í hvert skipti sem þær fara á klósettið en fara hins vegar mun oftar en karlar. Karlmenn fara að meðaltali þrisvar á dag á klósettið og eru þar fimm sinnum lengur en konur, enda lesa þeir mjög oft blöð þar inni, reykja eða tala við einhvem í farsímann. Hló of mikið Leigjanda einum í blokkaríbúð í Berlín hef- ur verið hent út fyrir það eitt að vera of lífsglaður og hlæja of mikið. Ná- grannar mannsins hafa kvartað svo lengi yfir hlátrinum frá honum að eigandi íbúðarinnar sá sig tilneyddan að henda honum út. Núna er þessi lífsglaði 59 ára gamli maður að leita sér að annarri íbúð þar sem leyfilegt er að vera í góðu skapi og hlæja. Kynlíf á klósettinu Það varð uppi fótur og fit um borð í flugvél frá American Airlines sem var á leið firá London til New York í síðustu viku. Áhöfh vélarinnar tók eftir því að tveir menn voru alltaf að fara saman á klósettið og fannst þeim þessar ferðir vera grunsamlegar. Grunaði þá helst að þarna færu hryðjuverkamenn sem væru að bera saman bæk- ur sínar á salerninu. Flugmaðurinn tilkynnti flugtuminum strax um málið og mikill viðbúnaður var settur í gang. Þegar vélin lenti svo heil á húfi í New York voru mennimir hand- teknir og yfirheyrðir. Kom þá í ljós að áhöfh vélarinnar hafði heldur betur rangdæmt þá því það eina sem þeir viðurkenndu að þeir hefðu verið að gera á saleminu var að fá sér smákrakk og hafa kynmök. Árslaun fyrir símasex Hinn 62 ára gamli Constantin Luican frá Rúmeníu er á leið í fangelsi vegna þess að hann getur ekki borgað símreikning- inn sinn. Ástæðan fyrir því er sú að hann var svo óheppinn að sofna út frá samtali við kynlífslínu. Slíkar þjónustur eru ekki ódýrar eins og ellilffeyrisþeginn hefur fengið að kenna á þvf hann fékk símreikning sem nemur árslaunum í Rúmeníu. Luican segist ekki geta borgað reikninginn og þvf er hann, eins og áður segir, á leið í fangelsi. Hann hefur líka sagt að þótt hann ætti peninga fyrir reikningnum þá myndi hann ekki borga hann þvf hann segir það lélega kyn- lífslínu sem maður bara sofhar út frá af leiðind- um. Of sterk táfýla 39 ára gömlum manni hefur verið meinaður að- gangur að bókasafhi há- skólans í Delft í Hollandi. Ástæðan er sú að af honum er of mikil táfýla. Ástandið hefur verið svo slæmt að þegar maðurinn hefur birst á bókasafninu þá hafa aðr- ir gestir pakkað saman og farið því táfýlan af hon- um hefur verið svo megn. I heilt ár hefur starfsfólk bókasafnsins margoft bent manninum á að það sé of vond lykt af fótunum á honum og að hann verði að fara reglulega í fótabað en ekkert hefur virkað. Því hefúr manninum verið meinaður aðgangur að bókasafninu. Stal 6000 rósum Lögreglan í Norður-Karólfnu í Bandaríkjunum leitar nú logandi ljósi að manni sem braust inn í blómabúð rétt fyrir Valentínusardaginn. Þjófurinn hafði á brott með sér hvorki meira né minna en 6000 rauðar rósir úr kæli búðarinnar. Ekki er vitað hvort þjófurinn hefur verið í svona rómantískum hug- leiðingum eða hvort hann hefur hugsað sér að selja rósirnar. Lögreglunni finnst þó seinni skýringin trúlegri. / Milli £ lola Það er algeir skylda að kfkja inn á Ekki dónategt www.uglypeaple.com á hverjum degi. dress þetta. Hádegismatur hjá pipulagningamönnum? Let'sRuxlt yiMmild fftit hii u nus tumrmt 00 im - HM 1EW! Þorgrfmur verður varla sáttur við svona auglýsingu. Skemmtilegur glaðn- ingur eftir máltfðina - ætti þetta hafi verið rotta? Ólafur örn Haraldsson alþingismaður. Froskurinn Kermit. Engan skyldi furða að ferðagarparnir Ólafur Öm Haraldsson og Kermit úr Prúðuleikurunum séu nefndir í sömu andrá á þessum ’Stáð, í blaðinu, enda óhugnanlega líkir og mætti nánast halda að um sarrta manninn væri að ræða - ef ekki væri fyrir þá staðreynd að annar þeírra er ffoskur. En þeir eiga fleira sameiginlegt, til að mynda áhuga á ferðalögum eins og áður segir. Ólafúr er vitanlega alfróður um landsrrætti á íslaridi ag þótt víðar væri leitað og Kermit hefúr ferðast heimshomanna á milli með Prúðuleikurunum. Ölíklegt þykir þó að froskurinn káti setjist á þingstól vestanhafs, eins og Ólafur hefúr gert fyrir Framsóknarflokkinn, en það er þó aldrei að vita nema hann finni heimili hjá vinstri-grænum. Anna Ósk Löwe er atferlisfræðingur sem skrifar um málefni lídandi stundar í Fókus Ri&andi Rottweilerhundar Ég fór á kvikmyndina Gemsa fyrir skemmstu og líkaði vel. Hún hefur allt að bera - smávegis ofbeldi, nekt, samfarir og auðvitað fullt af unglingavandamálum sem foreldrar þeirra skilja ekkert í. Þar heyrði ég líka í fyrsta skipti í hinum umtöluðu Rottweilerhundum en þeir em annað fyrirbæri sem foreldrar skilja ekkert í og af þeirri ástæðu hafa margir þeirra ákveðið að taka afstöðú gegri þeim. Ég'sá svo einhverja spekinga í Silfri Egils vera að þræta um textasmfðar Rottweiler- hundanna. Einhver bitur kerling á mínurh aldri var að mótmæla þessu á meðan Ámi Matt hjá Mogganum var að verja piltana. Þetta varð til þess að ég fór og keypti um- rædda plötu til að hlýða á boðskapinn sem þeir höfðu fram að færa. Gott og vel. Þeir tala um víðkvæm giæpamál og serðingar, sem kann kannski að fara fyrir brjóstið á einhveij- um, en ég tek Rottweilerhundana þó með mátulegum fyrirvara. Á einum stað segir eitt- hvað á þessa leið: „Ég ætlaði að ríða mömmu þinni en hún var ekki heima svo ég reið pabba þínum.“ Ekki skil ég alveg hvað verið er að fara með þessum setningum en ég er þess þó fúllviss að þetta eigi ekki að taka bókstaflega líkt og sumir foreldrar hafa gert. í þessu er falin ákveðin óvirðing við þann sem orðunum er beint að en ég efa þó að nokkur meðlimur sveitarinnar hafi geð til þess bókstaflega að eiga endaþarmsmök við feður óvina sinna. Þetta er greinilega menning sem við eldra fólkið skiljum ekki. Rétt eins og þegar for- eldrar mínir skildu ekki þegar eldri bróðir minn, Emil, lét sér vaxa sítt hár, fór að tala um frjálsar ástir og hlusta á Jimi Hendrix ségja: „Scuse me, while 1 kiss the sky.“ Þau skiídu ekkert í þessu og pabbi kallaði Emil Emilíu upp frá þessu. I raun ætlaði Jimi ekki að kyssa himininn, hann var að tala um LSD- vímu, en auðvitað skildu foreldrar okkar það ekki. Þess vegna skiljum við ekki hvað Rottweilerhundamir em að fera með stnum textum, rétt eins og þeir sjálfir eiga ekki eftir að skilja um hvað tónlist afkomenda þeirra mun snúast þegar þeir komast á okkar aldur. Lítum í eigin barm og hættum að dæma hluti sem við skiljum ekki - ástandið er ekki eins slæmt og þið haldið. f ó k u s 16 22. febrúar 2002

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.