Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002
Utlönd
TPfcV
REUTER-MYND
Viö öllu búlnn
Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar í Simbabve, getur átt
von á öllu illu af hálfu Mugabes for-
seta eftir kosningarnar.
Mugabe hótar að
finna andstæð-
inga sína í fjöru
Robert Mugabe, forseti
Simbabves, hefur hótað því að finna
keppinaut sinn um forsetaembættið
í fjöru að forsetakosningunum lokn-
um. Ibúar Simbabves ganga að kjör-
borðinu um helgina.
Morgan Tsvangirai, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar, hefur verið
sakaöur um landráð á grundvelli
leynilegrar myndbandsupptöku sem
á að sýna hann ræða morð á Muga-
be við kanadíska ráðgjafa sem voru
í vinnu fyrir Mugabe.
Dagblað í einkaeigu í Simbabve
greindi frá því í morgun að stjóm
Mugabes hefði sett herinn í við-
bragðsstöðu, afturkallað leyfi her-
manna og skipað þeim dátum sem
búa utan herstöðva að halda sig
heima. Hermennirnir eiga að vera
tilbúnir að glíma við hugsanleg
ólæti eftir kosningarnar.
Ekki er talið ólíklegt að
Tsvangirai sigri fari kosningamar
heiðarlega fram.
Heimurinn fljót-
andi í stolnum
kjarnaefnum
Sérfræðingar frá ýmsum löndum
hafa tekið saman gagnagrunn um
stolin eða týnd efni sem nota má í
gjöreyðingarvopn, svo sem úran og
plútón, og þeir segja að allt sé fljót-
andi í þessum efnum.
„Þetta er virkilega ógnvekjandi,"
segir Ljudmíla Zaitseva, gestafræði-
maður við alþjóðadeild Stanford-há-
skóla í Kaliforníu. „Ég held að þetta
sé aðeins toppurinn á ísjakanum."
Gagnagrunninum í Stanford er
ætlað að aðstoða ríkisstjómir og al-
þjóðastofnanir viö að fylgjast með
efni í kjamavopn sem hafa ratað úr
réttum höndum. Grunnurinn kem-
ur til viðbótar við upplýsingar sem
þjóðir heims hafa safnað saman
hver fyrir sig en deila kannski ekki
með öðrum.
Zaitseva segir meðal annars að á
síðustu tíu árum hafi að minnsta
kosti 40 kílóum af vopnhæfu úrani
og plútóni verið stolið frá lýðveld-
um fyrrum Sovétrikjanna. Mest af
því hefur þó náðst aftur.
Fimm friðargæsluliðar létust í slysasprengingu í Kabúl:
Um 700 liðsmenn tali-
bana berjast áfram
Bandarískar B-52
sprengjuflugvélar héldu í
nótt og morgun áfram árás-
um á bækistöðvar talibana
og al-Qaeda-liða í fjallendi
Paktia-héraðs, eftir ár-
angursríka sókn alþjóða-
hersins á landi í gær, þar
sem um hundrað liðsmenn
andstæðinganna lágu í
valnum.
Að sögn sjónarvotta voru
árásirnar í nótt mjög öflug-
ar, reyndar þær mestu síð-
an aðgerðimar hófust á
fóstudaginn og var sprengj-
um látið rigna yflr svæðið á
meðan herþyrlur fluttu auk-
inn herafla á átakasvæðið.
Að sögn talsmanna alþjóðahersins
hafa andstæðingarnir notað tímann
vel til að endurskipuleggja hersveitir
sinar og beita nú aðferðum að hætti
skæruliða í smærri hópum og felast
þess á milli í hellum á svæðinu. Því
hefur loftárásunum verið beint að
hellasvæðunum og notaðar sérstakar
súrefniseyðandi hellasprengjur.
í dag er búist við áframhaldandi að-
gerðum á landi og voru um flmm þús-
und afganskir hermenn frá herstöð í
nágrenni Gardez í viðbragðsstöðu í
Sprengjuregn
í fjalllendi Paktia-héraðs
morgun og búist við því að flutningur
þeirra á átakasvæðið hæfist í dag þar
sem þeir munu sameinast 2000 manna
liði alþjóðahersins en um 1100 þeirra
tilheyra sérsveitum Bandaríkjahers.
Að sögn yfirmanna bandarísku sér-
sveitanna á staðnum virðast hersveit-
ir talibana mun fjölmennari en áætlað
var í upphafi og er giskað á að allt að
700 manna herlið sé ennþá að beijast,
en í upphafi átakanna hafi þeir verið
um þúsund.
„Þeir hafa yfir að ráða AK-47 sjálf-
virkum rifflum, sprengju-
vörpum, eldflaugum, hand-
sprengjum og eitthvað af
sprengiflaugum sem þeir
hafa verið að nota gegn
þyrlunum. Birgðimar
hljóta að ganga til þurrðar
fyrr en seinna,“ sagði einn
foringja sérsveitanna.
Til þessa hafa að minnsta
kosti átta bandarískir her-
menn og sjö afganskir fallið
í átökunum, þar af sjö
Bandaríkjamenn með þyrl-
unni sem varð fyrir
sprengiárásinni um helgina
og einn sem féll út úr ann-
ari þyrlu sem varð fyrir
skoti.
í gær bárust þær fréttir að maður-
inn hafl lifað fallið af en verið tekinn
af lífi af liðsmönnum al-Qaeda áður en
félagar hans gátu brugðist við.
Þá bárust fréttir af því að fimm
liðsmenn friðargæslusveitanna í Kab-
ul, þrír Danir og tveir Þjóðverjar,
hefðu farist þegar flugskeyti sem þeir
reyndu að gera óvirkt sprakk í hönd-
um þeirra með fyrrgreindum afleið-
ingum. Að sögn talsmanna gæsluliðs-
ins mun hafa verið um slys að ræða
en ekki tilræði.
/ JW lo mLÆmmm
J ; i
% j; ;.j l / M 1 gg \ gg
I fi v il F.j
| M | wwp ll ’!$m ípmr>' B vJ i -j I? 1 1 8:
r'í Ti |t
L' m PiH™ SSIp
REUTÉRTHYND
Rithöfundur frjáls ferða slnna eftir nótt í steinlnum
Indverska skáldkonan Arundhati Roy, sem var dæmd í eins dags fangelsi í gær og til að greiða sekt fyrir að mótmæla
umdeildri stíflugerð, ákvað í morgun að greiða sektina í stað þess að sitja inni í þrjá mánuöi. Þessi mynd var tekin í
morgun þegar skáidkonan, sem hefur hlotið hin eftirsóttu Booker-verðtaun, yfirgaf fangelsið eftir næturvist.
J.R. BÍLASALAN
www.jrbilar.is
Tilboð 790.000
Daewoo Lanos SX 1,6
fyrst skráöur 6/00, ek. 31.000 km, 5 dyra,
5 gíra, CD, ABS, álfelgur, rafdr. rúður,
líknarbelgir, samlæsingar. Ásett verð
1.080.000 Tilboð 790.000
Til sölu og sýnis á JR Bílasölu, Bíldshöfða 3,1
sími 567-0333
Getum bætt við okkur bílum á staðinn og á skrá. Vlsa/Euro raðgreiðslur.
Hnútur fljúga í stáldeilunni:
Reynt að róa vinina
Bandarísk stjómvöld reyndu í
gær hvað þau gátu að róa helstu
stálframleiðsluþjóðir heims eftir að
allt varð vitlaust í kjölfar ákvörðun-
ar Bush forseta um að setja allt að
30 prósent verndartolla á innflutt
stál.
„Ég er þess fullviss að við getum
unnið okkur út úr þessu, á sama
tíma og við höldum áfram að eiga
samstarf við vini okkar og banda-
menn um heim allan,“ sagði Don
Evans, viðskiptaráðherra Banda-
ríkjanna, í samtali við fréttamann
Reuters.
Fyrr um daginn hafði Pascal
Lamy, sem fer með viðskiptamál í
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins, sakað bandarísk stjóm-
völd um að haga sér eins og i villta
vestrinu með því að skerða einhliða
aðgang að heimamarkaði sínum.
Leo Gerard, formaður samtaka
verkamanna í stáliðnaði, svaraði
fyrir stjórnvöld og sakaði ESB um
uppivöðslusemi i viðskiptum. Hann
vísaði alfarið á bug ásökunum um
að stáliðnaðurinn í Bandaríkjunum
ætti sök á vandræðum ESB.
Vandamálin sem bandarískur
stáliðnaður glímir við birtust meðal
annars i því í gær að eitt af stærstu
fyrirtækjunum í framleiðslu ákveð-
ins stáls lýsti yfir gjaldþroti. Frá
1997 hafa rúmlega 30 fyrirtæki í
stáliðnaði farið á hausinn.
Bush gegn forstjórum
George W. Bush
Bandaríkjaforseti
kynnir i dag áætl-
anir stjómar sinnar
um að koma bönd-
um yflr svikula for-
stjóra sem veita
hluthöfum fyrir-
tækja sinna vill-
andi upplýsingar. Þetta er gert til að
reyna að endurheimta traust fjár-
festa í kjölfar Enron-hneykslisins
þar sem forstjórar sögðu ósatt hver
um annan þveran.
Trukkum umbreytt
Bandarísk stjómvöld hafa gert
opinberar myndir sem eiga að sýna
hvemig írakar eru að breyta flutn-
ingabílum fyrir neyðaraðstoð í her-
trukka. Fyrir dyrum standa viðræð-
ur íraka og SÞ.
Opið þar til Karadzic næst
Bandaríkjamenn sögðu í gær að
stríðsglæpadómstól SÞ í Haag yrði
ekki lokað fyrr en búið væri að
handsama og rétta yfir Bosníu-
Serbunum Karadzic og Mladic.
Hvalasala reitir til reiði
Stjómvöld i Ástralíu fordæmdu í
morgun Norðmenn og Japana fyrir
þau áform sín að hefja aftur verslun
með hvalkjöt eftir ellefu ára hlé.
Ástralir sögðu að það væri fyrsta
skref í átt til hvalveiða í ábataskyni.
Fujimori hitti morðingja
Fyrrum njósnari í perúsku leyni-
þjónustunni segir að Fujimori, fyrr-
um forseti, hafi reglulega hitt leið-
toga dauðasveitar hersins.
Gegn Bandaríkjum Evrópu
Jacques Chirac
Frakklandsforseti,
sem berst fyrir end-
urkjöri í embætti
eftir tvo mánuði,
lýsti sig í gær and-
vígan Bandaríkjum
Evrópu, eins og
hann kallaði það.
Hann sagðí að sérhvert ríki ESB
ætti að ráða málum sínum sjálft.
Gekk vel með Hubble
Viðgerðir geimfara frá geimskutl-
unni Columbiu á geimsjónaukanum
Hubble gengu vel.
Morðákæra á Tommy
fangelsi, er gefið að sök að hafa
skipulagt morð á dómara sem sak-
felldi hann í spillingarmáli.
Milosevic ekki sleppt
Dómarar við striðsglæpadómstól-
inn í Haag í Hollandi höfnuðu í gær
beiðni Slobodans Milosevics, fyrr-
um Júgóslavíuforseta, um að verða
leystur úr varðhaldi svo hann gæti
undirbúið vörn sína almennilega.
Wolfensohn gagnrýnir
James Wolfensohn, yfirmaður Al-
þjóðabankans, gagnrýndi ríkar
þjóðir heims harðlega í gær fyrir að
halda fast um budduna þegar fram-
lög til aðstoðar viö fátækari lönd
eru annars vegar.