Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 FIMMTUÐAGUR 7. MARS 2002 27 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjaltí Jónsson Aöalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: bvorholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Ritstjórn:.ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreiflng@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Grunur og ákœra Langur vegur er frá því að mennirnir tólf sem hafa fengið réttarstöðu sakaðra manna í máli Áma Johnsens hafi verið ákærðir i sama máli. Enn lengri vegur er á milli grunsemda og dóms. Það er óravegur sem hollt er að hafa i huga í hvert sinn sem menn eru sakaðir um mis- gjörðir. Brýnt er að fólk og fjölmiðlar taki mið af þessum einföldu sannindum á þessum vetrardögum þegar fátt er um annað talað en misjafnlega miklar ávirðingar á menn sem fæstir vita hverjir eru. Niðurstöðuskýrsla ríkislögreglustjóra sem birtist á þriðjudag hefur hreyft við fólki. Hún hefur komið af stað enn meiri og magnaðri sögum en fóru um samfélagið á síðasta sumri. Hún bætir við ellefu mönnum á bekk með Árna Johnsen, mönnum sem nú eru á milli tanna heillar þjóðar og eru leitaðir uppi i hvaða kaffistofu sem er á landinu. Kunnur er hlutur Árna i eigin máli, en með öllu er óvíst hvort hinum mönnunum sem fylgja með í málinu verður nokkru sinni birt ákæra í málinu. DV hefur rækilega fjallað um mál Árna Johnsens. Blað- ið hefur byggt þær fréttir á traustum og góðum upplýsing- um. ítarleg rannsóknarvinna efnahagsbrotadeildar rikis- lögreglustjóra hefur leitt i ljós að málið er langtum um- fangsmeira en nokkurn grunaði. Ætlað er að refsiverð háttsemi hafi átt sér stað í þrjátíu og tveimur tilvikum. Sýnu alvarlegast er að rannsóknarmenn telja að framin hafi verið brot sem varða við ákvæði laga um mútur. Það er einsdæmi í máli alþingismanns. Gamla starfsbræður Árna Johnsens hefur sett hljóða síðustu tvo daga. Það er eðlilegt. Málið er í reynd mann- legur harmleikur. Alþingismenn bera hins vegar langtum meiri ábyrgð en svo að málum af þessu tagi verði stungið ofan i skúffur eftirlitsstofnana. Alþingismenn eru trúnað- armenn þjóðar sinnar. Þeir fara með umboð hennar og setja landsmönnum lög. Af þessum sökum er það afar mik- ilvægt að landsmenn verði upplýstir um alla anga sem tengjast þessu máli. Samfélagið getur ekki bætt sig nema það viti hvernig það er. í þvi felst meðal annars mikilvægi upplýsingar. Upplýst og opið samfélag getur sjálfkrafa af sér innra eft- irlit. Hinn kosturinn er afleitur enda alþekkt að leyndin elur af sér spillingu. Þvi hefur þjóðin kynnst. Og hún hef- ur fengið nóg af þvi. Nú er brýnt að mál Árna Johnsens taki enda og fái eðlilega meðferð hjá embætti rikissak- sóknara. Hvort einum eða fleiri mönnum verður birt ákæra kemur í ljós. Og það þolir ljós. Glœsilegur ferill Kristinn Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, á að vera stoltur af ferli sínum í erfiðum brekkum heima og erlend- is. Hann er mesti afreksmaður þjóðar sinnar á skíðum. Engan óraði fyrir þvi að litli guttinn sem hóf feril sinn undir dyggri leiðsögn föður síns í hlíðinni undir Tindaöxl á áttunda áratugnum ætti eftir að keppa við bestu skiða- menn á erfiðustu mótum heims. íslendingar hafa fylgst með þvi ævintýri um nokkurra ára skeið og á köflum ver- ið að springa af stolti. Glæsilegur keppnisferiH Kristins er á enda. Þrálát hné- meiðsli hafa gert honum lífið leitt á síðustu mánuðum og nú á síðustu vikum mátti ljóst vera hvert stefndi þegar meiðslin ágerðust. Á stundum voru gerðar óhóflegar kröf- ur til Kristins. Hann mátti heyra háðsglósur þegar erfið- lega gekk en var jafnan hampað sem þjóðhetju þegar bet- ur gekk. íslendingar eru svona. Þeir láta eins og þeim hentar. Eftir stendur sigurvegarinn. Ferill Kristins er glæsilegur sigur sem gleymist ekki. Sigmundur Ernir I>V Á að loka klúbbnum? Samkomulag sjómanna og útgerðarmanna um að loka mjög á kvótaleigu hefur að vonum vakið mikla athygli. Samkomu- lagið gengur þvert á það hagræði og sveigjanleika sem flestir hafa talið liggja í óheftu framsali. Verslun með kvóta á að geta aukið hagkvæmni í útgerð. Ef komiö væri á fyrningar- leið væri öll verslun frjáls, markaðurinn réði för, kvótinn og veiðamar leit- uðu þangað sem hagkvæmast væri. Gallinn við núverandi kerfi er auðvitað úthlutun til ákveðinna að- ila sem síðan versla með kvótann svipað og leyfishafendur versluðu í eina tíð með innflutningsleyfi á epl- um og appelsínum. Samkomulag sjó- manna og útgerða nú hefur í fór meö sér verulega galla ef lögfest verður. Nær ekki til allra Öllum er ljóst að fjölmargar út- gerðir eru án kvóta eða að mestu án kvóta. Jafnframt eru fjölmargir sjó- menn utan þeirra samtaka sem að samkomulaginu standa. Segja má að hér sé því um samkomulag að ræða sem styrkir inn- herja. Atvinnufyrirtæki sem hyggja á kvótaviðskiptum eru mjög mikilvæg og þessi leigukvótaviðskipti eru sum- um byggðarlögum arðsupp- spretta. Ofannefht samkomu- lag skilur því eftir stóran hóp sjómanna, mörg útgerðarfyr- irtæki og setur ákveðin byggðarlög í vanda. Fróðlegt væri að athuga hvemig þetta kemur t.d. við Vestfirði, Suð- umes og Vestmannaeyjar. En ekki bara það. Útflutningur ferskfisks með flugi, flugfisks, hefur byggst mjög á fisk- mörkuðum og fiskmarkaðimir hafa aftur byggst mjög á útgerðum með leigukvóta. Flugfiskurinn hefur ver- ið aðalvaxtarbroddurinn í fiskvinnsl- unni. Er það ekki merkilegt umhugs- unarefni fyrir þá sem eru á móti heildarmarkaði með kvóta, að það skuli einmitt vera fiskmarkaðimir og kvótamarkaðurinn sem standa undir þessum vaxtarbroddi fisk- vinnslunnar? Hætt er við að þetta samkomulag, ef hrint verður í framkvæmd, hindri Guömundur.G. Þórarinsson verkfræöingur „Flugfiskurinn hefur verið aðálvaxtarhroddurinn í fisk- vinnslunni. Er það ekki merkilegt umhugsunarefni fyrir þá sem eru á móti heildarmarkaði með kvóta að það skuli einmitt vera fiskmarkaðimir og kvótamarkaðurinn sem standa undir þessum vaxtarbroddi fiskvinnslunnar?“ enn frekar nýliðun í greininni, dragi úr nýjungum í fiskvinnslu og loki klúbbnum. Þvert á stefnu stjómar- flokkanna verður gengið gegn mögu- leikum lítilla atvinnufyrirtækja. Sjómannasamtök og útgerð hafa náð samningum á kostnað þriðja að- ila. Vafasamt er fyrir löggjafann að lögfesta slíkt samkomulag. Ljóst er líka að verð á varanlegum kvóta mun hækka við þetta fyrirkomulag. Staða útgerðar batnandi Ánægjulegt er að staða útgerðar- innar fer batnandi nú um stundir. Ekki er rétt aö mgla því saman við fiskveiðikerfið. Margt veldur betri stöðu. Gríðarlegar gengisbreytingar hafa aukið útflutningstekjur, hækk- andi fiskverð bætir stöðuna, viðbót- arkvóti eykur hagkvæmni og olíu- verð hefur farið lækkandi. Hér áður fyrr var gengið núllstillt þannig að útgerð og fiskvinnsla væm sem mest á núlli. 1 mikill verðbólgu setti það útflutningsatvinnuvegina í bónda- beygju með ákveðnu millibili. Staða útgerðarinnar nú tengist þvi ekki síður breyttri efnahagsstjórn og breyttu ástandi; efnahagslífí, Guðmundur.G. Þórarinsson Vatna j ökulsþ j óðgarður Víðernin norðan Vatnajökuls eru meðal þess verðmætasta sem ísland á. Samfylkingin hefur nú til skoðun- ar hugmynd um þjóðgarð norðan Vatnajökuls. Verið er að skoða möguleika á að leggja undir þjóðgarð þau víðerni sem ósnortin verða norðan Vatnajökuls ef ráðist verður í virkjun við Kárahnjúka. Með þeim hætti væri tryggt að ekki yrði frekar gengið á þær dýrmætu náttúruperl- ur sem svæðið býr yfir. En ljóst er af gögnum frá Orkustofnun að enn em hugmyndir um vafasamar virkjanir á því svæði. Virkjun og þjóðgarður útiloka alls ekki hvort annað og raunar gæti í þeirri blöndu falist leið til sátta í viðkvæmri deilu sem hefur geisað alltof lengi. Stærsti þjóögaröur Evrópu Samkvæmt þeirri tillögu sem ligg- „Samkvæmt þeirri tillögu sem liggur á teikniborði Samfylkingar- innar yrðu fjölmörg af dýrmætustu náttúrufyrirbrigðum landsins vemduö til framtíðar. Má þar nefna Eyjabakkana og að Jökulsá á Fjöllum og Kreppa yrði ekki virkjuð. “ - Hljóðaklettar. ur á teikniborði Samfylkingar- innar yrðu fjölmörg af dýrmæt- ustu náttúrufyrirbærum landsins vemduð til framtiðar. Má þar nefna Eyjabakkana og að Jökulsá á Fjöllum og Kreppa yrði ekki virkjuö. Herðubreið og Askja, ásamt fleiri merkum eldfjöllum, yrðu innan þjóðgarðs. Vatnajökuls- þjóðgarður samkvæmt hugmynd- um Samfylkingar- innar yrði stærsti þjóðgarður Evr- ópu. Þannig eru flæmin norðan “ Vatnajökuls sem hér eru til umræðu um 4.500 ferkOómetrar sem er þrisvar sinn- um stærra svæði en þjóðgarðamir bæði í Skaftafelli og Jök- ulsárgljúfrum til samans. Kostir þjóðgarða Kostir þjóðgarða eru margvíslegir. Fyrir utan verndun náttúrunnar þá greiða þeir fór al- mennings um svæð- ið. Þjóðgarðar gera það að verkum að fjöldanum, sem hefur lítil sem engin tæki- færi til að ferðast um hálendi íslands og kynnast töfrum þess, opnast færi á að kynnast landinu sínu. Björgvin G. Sigurdsson framkvæmdastjóri Samfyikingarinnar Verði af virkjun við Kárahnjúka blasir við að margvisleg mannvirki sem tengj- ast virkjuninni, án þess að vera ætlað varanlegt notagildi, væri hægt að gera varanleg. Út af því má gera ráð fyrir að allt að helmingur kostn- aðar við uppbyggingu þjóðgarðarins félli til við virkjun vegna vegagerðar og ann- arra mannvirkja sem gerð yrðu með varanlegum hætti ef stofna ætti þjóðgarð á svæðinu. Mikil atvinnuuppbygging Vatnajökulsþjóðgarður ber með sér óteljandi tækifæri til uppbygg- ingar atvinnulífs á austur- og norð- austurhluta landsins. Möguleikar við uppbyggingu ferðaþjónustu gjör- breytast frá því sem nú er og nýjar gáttir opnast. Gáttir sem gera upp- byggingu ferðaþjónustu bæði að vetri og sumri að veruleika, því að ekki yrði síður eftirsótt að ferðast um þjóðgarðinn að vetrarlagi en um sumar. Þetta ógnarstóra svæði sem nú er meira og minna lokað bæði al- menningi og ferðamönnum opnast og við það óendanlegir möguleikar fyrir mannlíf byggðanna. Þjóögarðurinn ætti að vera undir stjórn heimamanna, og með útsjón- arsemi þeirra og tilstyrk hins opin- bera við uppbyggingu mætti skapa hundruð nýrra starfa í tengslum við hann. Björgvin G. Sigurðsson Ummæli Að gæta bróður síns „Það má koma fram að lokum að mér er ekkert endilega kappsmáláð verja Össur Skarphéðins- son fram í rauðan dauð- ann. Hann er misvitur stjómmálamaður og gerði sig vissulega í þessu máli sekan um fljótfæmi og beitti oröalagi sem ég myndi aldrei gera. En mér þykir hins vegar óneitanlega nokk- uð skítt ef á að fara að nota þetta ann- ars vegar til að dreifa athyglinni frá raunverulegum hneykslismálum og hins vegar í beinum pólitískum tilgangi. Því þegar öllu er á botninn hvolft - hvað vakir þá umfram allt fyrir hinum sár- reiða bréfritara? Hann er að reyna að gæta bróður síns. Og þó það sé vissulega pínlegt að verða vitni að svona persónu- legu bræðiskasti, er það virkilega svo stór synd?“ lllugi Jökulsson ! pistli sem hann flutti í island í bítið. Tvískinnungur „Þróunarlöndin verða, ef þau ætla sér að komast í bjargálnir, að fella niður við- skiptahöft, binda endi á spillingu, styrkja stoðir eignarréttarins og hætta afskiptum af innlendum mörkuðum. Það sama gildir um vestræn ríki. I Bandaríkjunum em hæstu innflutningstollarnir á landbúnað- arvörur, vörur sem engir eru færari um að framleiða heldur en íbúar þróunarland- anna. Við íslendingar þurfum reyndar ekki einu sinni að fara út fyrir landstein- ana til að frnna dæmi um tvískinnung í þróunaraöstoð. Hér á landi eru mjög háir vemdartollar á landbúnaðarvörur sem hindra bændur þriðja heimsins i þvi að flytja vörur sínar hingað til lands. En á sama tíma eru íslensk stjórnvöld að vetja miklum fjármunum skattgreiðenda til hjálpar þessum sömu bændum." Haukur Örn Birgisson í grein á vefnum frelsi.is Spurt og svarað Ertu sátt(ur) við stefnumörkun rikisstjórnarinnar varðandi aðgerðir til að uppfylla Kyótós Einar Rafii Haraldsson, Heilbrigöisstofnun Austuriands: Á réttri leið „Mér finnast aðgeröir rlkis- stjórnarinnar stefna á rétta leið. Ég hlustaði á umhverfis- ráðherra kynna stefnumótun- ina og var sáttur við það sem ég heyrði. Ég hef hins vegar ekki lesið skýrsluna í gegn. Mér finnst til dæmis skynsamlegt að auka notkun dísilbila og hef raunar lengi furðað mig á hvers var ekki löngu búið að gera það. Þetta er nú það sem greip hugann fyrst.“ Ólöf Guöný Valdimarsdóttir, formadur Landvemdar: Hefði kosið metnað- arfyllri forsendur „Ég fagna því að mótuð skuli hafa verið stefha sem miðar að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Með því verður vandamálið skilgreint betur og allar aðgerðir verða markvissari. Eftir stendur samt sem áður að ísland fær undanþágu til að auka losun gróður- húsalofttegunda langt umfram þær þjóðir sem við berum okkur gjaman saman við. Stóriðjustefna rikisstjómarinnar á meiri samsvörun við uppbyggingu þjóða þriðja heimsins en við vestræn ríki. Ég gleðst ef tsland verður eitt þeirra ríkja sem gerast aðilar að bókuninni í Jóhannesarborg í haust en ég hefði kosið að forsendurnar væra metnaðar- fyllri. Mér fmnst eiginlega hálfskammarlegt að mengandi verksmiðjur skuli vera meginforsenda fyrir „íslenska ákvæðinu“ í landi sem vill kenna sig við hreina náttúra." Steingrímur J. Sigfusson, formaður VG: Ekki mikill metnaður „Nei, ég er það ekki. Fyrir það fyrsta tel ég að ríkisstjóm- in hafi ekki haft mikinn metn- að fyrir íslands hönd að leggja sitt af mörkum i þessu alvarlega máli frá upp- hafi. í öðru lagi ætti að móta stefnu til framtíð- ar sem tryggði atvinnulífi í landinu jafnræði gagnvart þeim skuldbindingum og íþyngjandi kvöðum sem þama kunna að koma til sögunnar á komandi áram og áratugum." Þórunn Sveinbjamardóttir, þingmaður Samfylkingar: Lítið minnst á nýjar leiðir Mér finnst stefhumörkunin fela í sér afar almennar ráðstafanir sem grípa til i þeim tilgangi að standa við skuldbindingar okkar. Það má ekki gleyma því að ísland fékk 10% aukning miðað við 1990 og stóriðjuákvæðið samþykkt. Þannig að á okkur eru ekki lagðar mjög þungar byrðar. Það er lítið sem ekkert minnst á nýjar leiðir til að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda og á þá sérstaklega við hin miklu vetnisvæðingaráform ríkisstjórnarinnar. Ég hefði haldið að menn myndu nota tækifærið til að setja sér metnaðarfyUri markmið; til dæmis með því að vetn- isvæöa fiskiskipaflotann eða koma upp almennings- samgöngum á íslandi sem standa undir nafni.“ £ Ríkisstjórnin hyggst grípa til margvíslegra aðgeröa til að draga úr útblæstri og munu þær skila því að útblástur verður 3,2 milljón tonn á ári, en það er nákvæmlega það sama og Kyotobókunin heimllar að sé losaö. Skoðun Lag að Langar þig í Evrópusambandið? íslendingar eru auðsælli en Evrópu- sambandsþjóðir og uppfylla betur mörg inngönguskilyrðin en flest löndin innan þess. Þú værir velkom- inn! Það yrði ekki í kot vísað að vera í Evrópusambandinu, á meðal 400 milljóna manna. íslendingar yröu von bráðar næstum 1/1000 atkvæða- bærra íbúa. Mannfólkinu fækkar þar (nema þar sem er fólksinnflutn- ingur frá öðrum heimsálfum), enda óþarfa fyrirhöfn að eiga böm, vei- ferðarkerfið er endaniega komið í stað fjölskyldunnar. Þú fengir atvinnuleysisbætur, eða værir í skóla á kostnað kerfisins fram eftir ævi, eða á endurmenntun- amámskeiðum með fullum bótum frá kerfinu. Og þú fengir líklega að lifa á ellistyrkjum eftir að þú nærð miðjum aldri. Sé heppnin með og hafir þú áhuga á skriffinnsku getur þú fengið vinnu í opinberri stjórn- sýslu, sem er helsta þenslugreinin i Evrópusambandinu. Engar áhyggjur í Evrópusambandinu þyrftir þú ekki einu sinni að hugsa - það erfið- asta sem maður gerir. Það er þegar búið að setja lög og reglur um flestar manns athafnir, og jafnvel hugsanir; um 5000 reglugerðir til að hafa vit fyrir ókunnandi almúganum. Þú þarft ekki að hafa neina forsjálni eða dómgreind, það eru þér vitrari menn með nákvæmar reglugerðir sem hafa forsjá fyrir þér og þínum. Evrópu- sambandið leysir sín mál með nýjum reglugerðum í anda gamallar forsjár- hyggju og skriffinnskuhefðar. Fyrir- tækin fá fleiri reglur, þú þarft því ekki að hafa áhyggjur af að velja þér vörur og þjónustu frá einhverjum fjölda fyrirtækja lengur, þeim fækk- ar stöðugt. Ekkert baks Þú þarft ekki að reyna að koma sjálfur á fót nýrri atvinnustarfsemi, það gera færri og færri, enda ekki þörf á, kerfið sér um þig. Svipaðar reglur gilda um reglur og kvaðir fyr- ir litlu og nýju fyrirtækin og þau stóru, þannig að álpist þú til að reyna að stofna nýja atvinnustarf- semi eru miklar líkur á að þú missir eignir og æra. En langi þig endilega til að stofna til atvinnustarfsemi, eða gera eitthvað annað en stórfyrirtæk- in og opinberi geirinn býður upp á, þá stofnarðu bara „svarta“ atvinnu- starfsemi (sums staðar er 1/3 af allri atvinnustarfsemi þannig). Ef þú færð vinnu og borgar skatta fengir þú von bráðar að taka virkan þátt í að borga uppihald 100 milljóna ellibótaþega með tugum milljóna (og losna við EES fjölgandi) skriffinna og at- vinnuleysingja. En það gerir ekkert til, nýi gjaldmiðillinn, Evróið, bjargar málinu. Þú ferð bara til jaðarlanda í suöri og lifir þar fyrir lítið á bótum, a.m.k. þar til „Argentinuveik- in“ leggst yfir þau. Og Brussel útvegar nýjar bætur. Endurheimt fullveldisins Evrópusambandið er orðið nátttröll óþarfa hafta, reglu- gerða, laga og skatta og með- fylgjandi stöðnunar í efnahags- þróun; gamalkunn evrópsk saga. Og þó að reynt sé að halda þvi leyndu er vofa Evrópuvaldsins aftur komin til íslands. Það gerðist í janúar 1993 að 33 þingmenn samþykktu fullveldisaf- sal til Evrópuvaldsins með EES- samningnum. Samstaða EFTA-ríkj- anna rofnaði þegar Norðmenn, ís- lendingar og Liechtenstein álpuðust í EES-netið en Svisslendingar, sem gerst þekkja Evrópuvaldið, höfnuðu EES. Hérlendis eru ennþá þaggaðar nið- ur umræður um meint stjórnar- skrárbrot EES-samningsins. En ólög- in sem EES hefur borið með sér hingað eru að hægja á þróun byggð- ar á íslandi. íslenska bókaþjóðin Friörik Daníelsson efnaverkfræðingur stjórnar ekki lengur skattlagningu á bækur. Reglur um útboð bregða fæti fyrir íslensk fyrir- tæki. Ónothæf lög um mat á umhverfisáhrifum eru að sigla þjóðþrifa- framkvæmdum í strand. Reglur og kvaðir um vinnumarkað eru að gera litlum og nýjum fyrirtækjum ómögulegt að hafa fólk í vinnu. Skömmtunarkerfi, ný höft og opinbert eftirlit á atvinnustarfsemi era að stöðva ný- liðun og þróun í atvinnuvegum. Með EES era íslendingar aftur orðnir fórnarlömb evrópskra stjórn- arhátta eins og á myrkasta tímabili íslandssögunnar, eftir sjálfstæðis- missinn 1262. Og nú virðist komin upp ný staða: EES-samningurinn er aö veröa ónot-s - hæfur hvort sem er, það er því lag að endursemja hann og afnema stofn- anakaflana sem hafa aftur gert ís- lendinga undirsáta Evrópuvaldsins en semja í staðinn nýjan viðskipta- samning. Við getum aftur náð heim laga- og reglusetningarvaldinu sem afsalað var til Brussel í janúar 1993. Friðrik Daníelsson DV-MYND GVA „Það gerðist í janúar 1993 að 33 þingmenn samþykktu fullveldisafsal til Evrópuvaldsins með EES-samningn- um. Samstaða EFTA-rikjanna rofnaði þegar Norð- menn, íslendingar og Liechtenstein álpuðust í EES-net- ið.“ - Þáverandi utanríkisráðherra, Jón Baldvin Hanni- 411 balsson, með allan samninginn. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.