Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Blaðsíða 24
36
FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002
Tilvera
DV
lif ið
Hid dularfulla
í Listasafninu á Akureyri eru
tvær sýningar í gangi. í
vestursal sýnir Katrín
Elvarsdóttir myndröðina Móra
sem kallar fram hið dularfulla í
íslensku umhverfi og í
aðalsölum safnsins er
yfirlitssýning á verkum
Sigurjóns Ólafsssonar,
myndhöggvara.
Fundir og fyrirlestrar
■ SPASTISK EINKENNI CP félagið
heldur fræðslufund í húsnæði
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
aö Háaleitisbraut 11-13 í kvöld kl.
20. Efni fundarins er Spastísk
einkennl og meðferðarúrræði.
Fyrirlesarar verða Ólafur
Thorarensen, barnalæknir og Lúðvík
Guðmundsson, endurhæfingalæknir.
Almennar umræður á eftir.
Krár
■ ANPREA Á SIRKUS Andrea Jóns
stendur vaktina við plötuspilarann á
Sirkusi I kvöld.
Böll
■ DANSÆFING Æfingardansleikur
verður í Danshöllinni, Drafnarfelli 2,
í kvöld. Þar kemur fólk saman og
dansar af lífl og sál við fjölbreytta
tónlist. Þó mest sé dansaö af svingi
og rock ‘n roll er líka mikiö um
gomlu dansana, samkvæmlsdansa,
línudansa og nánast allar tegundir
af dansi sem til eru.
Leikhús
■ ANNA KARENINA I kvöld sýnir
Þjóðlelkhúslð verkið Anna Karenina
eftir Leo Tolstoy. Leikgerð er í hönd-
um Helenar Edmundson. Eitt af
meistaraverkum heimsbókmennt-
anna í rómaðri leikgerð, saga um
ástríður og grimm órlög í Russlandi
19. aldarinnar. Leikstjori er Kjartan
Ragnarsson en sýnt er á stóra svið-
inu í kvöld, kl. 20.
■ FYRST ER AÐ FÆÐAST Leikritið
Fyrst er að fæðast fjallar um Axel
sem var aö skilja við Dúllu, því hann
bæöi elskar hana og elskar hana
ekki. Verkið er sýnt á Nýja sviöi
Borgarleikhússins og hefst sýningin
kl. 20.
■ HVER ER HRÆPDUR VH> VIRG-
INIll WOOLF? I kvöld sýnir Þjóöleik-
húslð hið magnaða leikverk Hver er
hræddur vlð Vlrginíu Woolf?. Magn-
þrungiö verk um grimmileg átök, eitt
frægasta leikrit tuttugustu aldarinn-
ar í nýstárlegri uppfærslu. Höfundur
verksins er Edward Albee en sýning-
in í kvöld hefst kl. 20
■ umiu uivi halsinn í vestur-
PPRTI Nýtt íslenskt leikrit, sem ber
nafniö Lyklll um hálsinn, er sýnt í
Vesturportinu. Leikritið fjallar um
tvö systkini á tvítugsaldri sem þurfa
aö kljást viö ýmis nútímavandamál.
Leikarar eru Björn Hlynur Haralds-
son, Lára Sveinsdóttir, Þórunn Erna
Clausen og Erlendur Eiríksson. Leik-
stjóri og höfundur er Agnar Jón Egils-
son. Leikritið er ekki ætlað yngri en
14 ára en sýning hefst kl. 20.
■ MEP FULLA VASA AF GRJÓTI í
kvöld sýnir Þjóðlelkhúsið verkið Meö
fuila vasa af gijóti eftir Marie Jo-
nes. Leikendur eru Stefán Karl Stef-
ánsson og Hilmir Snær Guðnason
en leikritið er nýtt írskt verölauna-
leikrit sem nú fer sigurför um leik-
húsheiminn. Sýningin hefst kl. 20.
■ ÍSLENSKI PANSFLOKKURINN í
kvöld kl. 20 sýnir Islenski dans-
flokkurinn verkið Through Nana’s
Eyes eftir Itzik Galili við tónlist eftir
Tom Waits. Einnig Lore eftir Richard
Wherlock viö írskt þjóölagarokk.
Útskrifast úr Tónlistarskóla Reykjavíkur:
Aldrei má slá falska nótu
Biógagnrýni
jgmtmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmi
Regnboginn - No Man’s Land: ★ ★
Milli steins og sleggju
Sif
Gunnarsdóttir
skrifar gagmýni
um kvikmyndir.
„Maður sem iðkar tónlist verður
aldrei tekinn fyrir glæp. Heiðarleik-
inn þjálfast því aldrei má slá falska
nótu né láta neinu skakka í hljóð-
fallinu," er haft eftir nóbelsskáldinu
okkar. Þau orð komu blaðamanni í
hug þegar hann hitti íjögur ung-
menni sem eru að útskrifast úr Tón-
listarskólanum í Reykjavík á næstu
vikum. Öll með þennan heiða svip
sem oft einkennir tónlistarfólk.
Þetta eru þau Dagný Marinósdóttir,
Sigurjón Öm Sigurjónsson, Þórar-
inn Már Baldursson og Árni Björn
Ámason. Þrjú þau fyrstnefndu taka
burtfararpróf og Ámi Bjöm einleik-
arapróf. Öll voru þau samankomin í
Salnum enda verður hann vettvang-
ur lokatónleika þeirra allra - á mis-
munandi tíma.
Valdi víóluna
Þórarinn Már Baldursson riður á
vaðið. Hann er víóluleikari og hans
lokatónleikar verða á laugardaginn,
9. mars. Þórarinn er Húsvíkingur
að uppruna og hóf sitt tónlistamám
í Hafralækjarskóla í Aöaldal. „Ég
byrjaði á fiðlu en sá mig um hönd
og valdi víóluna," segir hann og
brosir. Þegar hann er spurður hvort
hann eigi til músíkalskra að telja
neitar hann því ekki og getur til
dæmis móðursystur sinnar sem
spilar á víólu í Sinfóníunni. Helga
Þórarinsdóttir hefur verið kennari
Þórarins að undanfornu og þótt
hann hafi spilað nokkur ár með Sin-
fóniuhljómsveit Norðurlands og
verið lausamaður í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands undanfarin tvö ár ætl-
ar hann að halda áfram að læra til
að verða „alvöru víóluleikari“!
Ætlar að kenna og spila
Dagný Marinósdóttir þver-
flautuleikari verður með sína tón-
leika 16. mars og kveðst óneitanlega
vera orðin spennt. Hún verður ekki
ein í ráðum því i einu verkinu verð-
ur hún með ballettdansara með sér
og í öðru spila Gréta Rún Snorra-
dóttir með henni á selló og Dagný
Arnalds á píanó. Aðalkennarar
hennar hafa verið þau Bemharöur
Wilkinson og Hallfríður Ólafsdóttir
og nú stefnir hún á framhaldsnám
við tónlistarháskólann í Kaup-
mannahöfn í haust. Dagný hefur
Kennarinn
Halldór Haraldsson hefur verið kennari Árna Björns Árnasonar
síðustu sjö ár.
haft nóg að gera því hún er bæði að
útskrifast með burtfararpróf og
kennarapróf, auk þess að hafa
kennt á þverflautu við Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar. Hún veit al-
veg hvað hún viÚ. „Ég ætla að
kenna í framtíðinni, ásamt því að
spila,“ segir hún.
Spilandi verkfræðingur
Sigurjón Örn Sigurjónson spilar á
píanó og hefur gert frá níu ára aldri.
„Það er alveg á mörkunum að vera
of seint að byrja,“ segir hann afsak-
andi. Og ekki vill hann meina að
hann hafi tekið píanónámið með
trompi enda kemur í ljós að maður-
inn útskrifaðist í fyrravor með BA-
prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði.
„í þrjú ár var verkfræðin númer
eitt og tónlistin númer tvö en í vet-
ur hef ég gefið mér aðeins meiri
tíma,“ segir hann. Peter Maté hefur
kennt Sigurjóni Emi síðustu fjóra
vetur og þann 13. apríl er komið að
lokatónleikum. Hvað
svo? „Ég ætla í
mastersnám í raf-
magns- og tölvuverk-
fræöi í haust hér
heima, það tekur tvö
ár,“ segir hann og bæt-
ir við: „Ég ætla ekki að
hætta að spila og gam-
an yrði að fá áfram leið-
sögn í píanóleik ef ein-
hver nennir að kenna
mér.“
Þau útskrifast
Þórarinn Már Baldursson, Árni Björn Árnason, Dag-
ný Marinósdóttir og Sigurjón Örn Sigurjónson.
Hyggurá utanför
Ámi Bjöm Ámason er yngstur í
hópnum, stendur á tvítugu. Hann
heldur sína lokatónleika 29. apríl
þannig að enn hefur hann tvo mán-
uði til að æfa sig. Ámi Bjöm kveðst
hafa byrjað á fiðlu þegar hann var
smástrákur en snúið sér að píanó-
inu átta ára gamall. Þar er hann á
góðu skriði. Það sannaði hann um
daginn þegar hann spilaði með Sin-
fóníuhljómsveit íslands í Háskóla-
bíói. „Það var nú bara fyrri hluti
lokaprófsins og tónleikamir í Saln-
um verða seinni hlutinn,“ segir
drengurinn hæverskur, og tvivegis
hefur hann tekið þátt í píanókeppn-
um erlendis. Nú hyggur hann á ut-
aníor með haustinu til framhalds-
náms í Finnlandi. „Ég var að sækja
um í fyrradag. Tek inntökupróf í
maí og þá kemur í ljós hvort ég
kemst inn,“ segir hann að lokum.
Serbi og Bosníumaöur
Branko Djuric og Rene Bitorajac í hlutverkum hermannanna sem hittast í
Einskismannslandi.
Nokkrir bosnískir hermenn era
villtir í þoku og þegar þokunni létt-
ir og sólin kemur upp standa þeir
andspænis serbneskum skyttum
sem náttúrlega skjóta á þá. Einn
kemst þó undan og ofan í skotgröf í
einskismannslandi milli vígstöðva
Serba og Bosníumanna. Þangað
þvælist serbneskur hermaður
þannig að þeir sitja þar óvinimir,
báðir særðir, báðir vopnaðir og ríf-
ast um hver beri ábyrgð á stríðinu.
Til að flækja málið enn frekar er
enn einn bosnískur hermaður í
gröfinni sem haldinn var látinn en
er lifandi og liggur á jarðsprengju
sem er þess eðlis að hún springur
um leið og þungi mannsins fer af
henni. Inn í þessa óreiðu blandast
svo friðarsveitir Sameinuðu þjóð-
anna og heimspressan þannig að úr
verður tóm vifleysa og óstjóm. Því
enginn getur bjargað neinum mál-
um, öllum er sama, allir vilja bara
bjarga eigin skinni og enginn vill
taka ábyrgð á neinu - síst af öllu
friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna.
Ég hef séð kvikmyndir um fyrri
og seinni heimsstyrjöld þar sem
hermenn úr stríöandi fylkingum
hittast óvart í skotgröf og mitt í öllu
hatrinu geta þeir skipst á sígarett-
um og jafnvel sungið með Dietrich
áður en þeir hverfa á braut til að
halda áfram að drepa. Þetta andar-
tak sem þeir eyða saman verður af-
skaplega þýðingarmikið og áhorf-
andinn fær á tilfmninguna að ef
fólk bara gæfi sér tíma til að kynn-
ast og tala saman þá yrði kannski
ekkert stríð. Ekki er það álit Danis
Tanovic, leikstjóra og handritshöf-
undar hinnar frábæru No man’s
land. Hann er heldur ekki á því að
stríð fjalli um hertækni, hetjudáðir,
fómfýsi og réttíátan málstað. Stríð
er andskotans glundroði, misskiln-
ingur, græðgi, spilling, vonleysi,
hatur og hrein og klár heimska.
Tanovic kemur sannfæringu
sinni til skila í alveg stórgóðri og
kolsvartri mynd sem verður
ógleymanleg í einfaldleika sinum.
Leikur þeirra Branko Djuric og
Rene Bitorajac í aðalhlutverkunum
er óaðfinnanlegur og það á einnig
við um Filip Sovagovic sem leikur
hermanninn á sprengjunni. Katrin
Cartlidge skilar finum leik sem ein
af „hetjum heimspressunnar", full
af samúð í mynd en slekkur á henni
um leið og myndavélinni. Simon
Callow er líka skemmtilega svívirði-
legur yfirmaður í friðarsveitunum
sem hefur meiri áhuga á að klappa
einkaritaranum sínum milli fót-
anna en að leysa úr deilumálum.
Þessi ómögulegi óhugnaður gerist í
dásamlega fallegu landslagi á sólrík-
um sumardegi á meðan flugumar
suða og menn ættu frekar að leggj-
ast í sólbað en miða vélbyssum.
Myndatakan undirstrikar fáránleik-
ann með því að sýna okkur mjúkt
grasið, bláan himininn og skugg-
sæld trjánna á meðan maður liggur
á jarðsprengju sem drepur hann ef
hann hreyfir sig. Til að imdirstrika
áhrifin enn frekar er engin tónlist í
myndinni, og hvílík frelsun að
hlusta á þögnina og flugnasuðið.
Hver ber ábyrgð á stríði spyr
maöur að lokum. Myndin gefur ekk-
ert svar og kannski er spurningin
líka vitiaus. Kannski á maður að
spyrja: hver græðir á stríði?
Leikstjóri og handrit: Danis Tanovic.
Kvikmyndataka: Walther van den Ende.
Aöalleikarar: Branko Djuric, Rene Bitora-
jac, Filip Sovagovic, Simon Callow, Katrin
Cartlidge o.fl.