Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2002, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 37 DV EIR á fimmtudegi Landspítalinn Mórallinn við frostmark. Sjúkt af óánægju Starfsfólk Landspítala - háskóla- sjúkrahúss er að verða veikt af óá- nægju vegna stöðugs niðurskurðar, umdeildra sameiningarmála og vinnu- mórals sem nálgast írostmark. Þykja menn merkja atgervisflótta af sjúkra- húsinu meðal þeirra sem á annað borð geta farið. „Hér er hvergi gott að vinna nema á skrifstofunum á Skólavörðuholti. Þar blómstrar allt,“ sagði hjúkrunar- fræðingur sem að eigin sögn er að geggjast. „Þessi spamaður allur á eft- ir að ganga af Landspítalanum dauð- um því hann rís vart undir nafhi sem háskólasjúkrahús þegar allir helstu sérfræðingamir og bestu tækin em komin á einkastofur úti í bæ.“ Lítið er fallegt Eftir fram- göngu Litla landsíma- mannsins og Litla mannsins í Byko er allt smágert komið í tísku. Sannast þar hið ensk- mælta: „Small is beautdful“. Tíðkast nú í auknum mæli að skírskotað sé til hins smáa vilji menn góða þjónustu í fyrir- tækjum og starfsfólk sem talið er skara fram úr fær viðurnefnið „litli". Afgreiðslustúlka í bakarfi í austurbænum er nú aldrei kölluð annað en litla smurbrauðsdaman og þegar fólk pantar leigubíl biður það um lltinn bil ffekar en góðan eða stóran. Lítill kaupmaður er betri en stór og litli rakarinn klippir allt í einu betur en hinir stærri. Litli kaupmaöurinn á hom- inu er ekki lengur með bauga. Færanlegt hús „Casa mobile Dvergur / tísku að vera lítill. Fjárfest án átthagafjötra „Nútimasveitamaðurinn þarf á þessu að halda," segir Orri Hrafn- kelsson, framkvæmdastjóri Tré- smiðju Fljótsdalshéraðs, sem hafið hefur framleiðslu á einingarhúsum sem eru færanleg úr stað. Eigendur geta því tekið húsin með sér þegar þeir flytja. „Þetta gerir fólki til dæmis kleift að setjast að á svæð- um þar sem það hefur hingað til ekki treyst sér til að flytja á, af ótta við að geta ekki losnað við fasteignir ef búsetan reynist ekki varanleg." Færanlegu húsin úr Fljótsdaln- um eru til í tveimur stærðum. 90 fermetra hús kosta rúmar 8 millj- ónir króna og 130 fermetramir eru seldir á liðlega 11 milljónir. Leiðrétting Vegna Færeyjaheimsóknar Áma Johnsens, sem nú stendur yfir, skal tek- ið fram að ffamsalssamningar á milli Islands og Færeyja eru í fullu gildi. Ólöf meö sprautu og geisladisk. Sjálf hlustar hún á Lover Rock meö Shade þegar hún stendur frammi fyrir sársauka. BIÐIN LANGA „Sá kann allt sem bíða kann.“ (Össur Skarphéöinsson vitnar í lærifööur sinn í bréfi til Baugs.) Meistaraverkefni við Háskóla Islands: Tónlist gegn sársauka - hjúkrunarfræðingur sprautar 118 ungmenni við dynjandi undirleik „Aðallega snýst þetta um að dreifa huganum," segir Ólöf Krist- jánsdóttir hjúkrunarfræðingur sem býr sig undir að verja meistararit- gerð sína um tónlist gegn sársauka og þá sérstaklega hjá bömum í bólu- setningu. „Ég mæli sársaukann við bólusetningu á skalanum 0-10 og læt krakkana bæði hlusta á tónlist með heymartólum og án þeirra. Ég var með 118 krakka í rannsóknar- hópnum og notaði sex mismunandi geisladiska. Krakkamir fengu sjálf- ir að ráða styrknum á tónlistinni," segir Ólöf og flest bendir til að nið- urstaðan sé þessi: Tónlist við bólu- setningu dregur úr sársauka og þá sérstaklega ef ekki eru notuð heym- artól. „Þetta snýst allt um hugar- dreifmgu. Næst mundi mig langa til að láta krakkana syngja hástöfum með; því meir sem þau dreifa hug- anum því minni sársauki." Lengi hefur verið vitaö að tónlist virkar vel við aðhlynningu sjúk- linga og þá sérstaklega þegar sárs- auki fylgir. Er tónlist mikið notuð á bamadeildum sjúkrahúsanna, ekki síst við meðhöndlun brunasára sem getur verið sáraukafullt. Þá hafa margir tannlæknar þann sið að láta sjúklinga sína hlusta á slökunartón- list á meðan borað er í tennur. Rannsókn Ólafar mun vera hin fyrsta sinnar gerðar hér á landi og notaði hún tvær mismunandi sprautur við tilraunir sínar; bama- veikisprautu og sprautu sem notuð er við mænuveiki - og stífkrampa. Sú síðarnefnda veldur meiri sárs- auka. Leiðbeinandi Ólafar við meistaraverkefnið er Guðrún Krist- jánsdóttir prófessor og er það von þeirra beggja að niðurstöður rann- sóknarinnar eigi eftir að gagnast bömum í bólusetningu um víða ver- öld þegar fram líöa stundir. Sjálf hlustar Ólöf á Lover Rock með Shade þegar hún stendur frammi fyrir sársauka og þarf að dreifa hug- DREPA, DREPA ... „En það er hægt að fækka þeim með því að drepa þessa araba." (Fjölnir Þorgeirsson í Verzlunarskólablaöinu um terrorisma.) HANN OG HÚN ..ég er meira fyrir að vera uppi í hest- húsi og sinna mín- um áhugamálum en hún vill meira vera heima og lesa góða bók og rækta sig á þann hátt.“ (Fjölnir áfram - nú um samband sitt viö Lindu Pé.) KRYDDAÐ SEX „Ég hefði getað tek- ið hana í rassgatið eins og margir myndu segja en ég hafði engan áhuga á því.“ (Fjölnir enn og aftur í Verzlunarskólablaöinu - nú um Mel B.) FÆREYJAFRÉTTIR „Málið er enn á vinnslustigi og meira er ekkert um það að segja.“ (Árni Johnsen I símtali viö Fréttablaöiö frá Fær- eyjum í fyrradag.) Átök um leiksýningu í Borgarleikhúsinu: Bannað innan 18 Aðeins í Kópavogi: í alla Veggspjöld í gluggum Kópavogsbúar brugðust vel við Húsasmiðjunni - í gluggum á fimm hæðum afsjö. - frá Húsasmiðjunni Kópavogsbúar komu forráða- mönnum Húsasmiðjunnar skemmti- lega á óvart með því að auglýsa flutning fyrirtækisins í bæinn ókeypis með því að festa plakat frá fyrirtækinu út í glugga á heimilum sínum. Lætur nærri að um 40 pró- sent heimila í Kópavogi hafi sinnt kalli Húsasmiðjunnar og fest aug- lýsingu út í glugga enda fylgdi lof- orð um sólarlandaferð með. Veggspjöld Húsasmiðjunnar voru einfóld og send inn á hvert heimili í Kópavoginum. Á þeim stóð einfald- lega: „Húsasmiðjan - velkomin". Voru móttakendur hvattir til að setja plakatið út í glugga sem sneri út að götu þannig aö starfsmenn Húsasmiðjunnar sæju þegar ekið væri um. Skráðu þeir hjá sér um hundrað heimilisfóng, settu í pott og drógu svo út verölaunahafa. Um 8.700 íbúðir eru í Kópavogi þannig að gera má ráð fyrir að um 3.500 veggspjöld frá Húsasmiðjunni hafi 1 verið sett út í glugga hjá Kópavogs- búum um síðustu helgi. Koma Húsasmiðjunnar í Kópavoginn er ekki sjálfgefin þar sem Byko hefur ríkt á þessum markaði í bænum í hartnær 40 ár - eða eins og nafhið gefur til kynna: Byggingavöruversl- un Kópavogs. Húsasmiðjan hefur komið sér fyrir á Dalveginum. Nú standa fyrir dyrum æfmgar á leikritinu ... and Björk of course eftir Þorvald Þorsteinsson. Þorvaldur er mikils metinn leikritahöfundur og eru um þessar mundir þrjú bama- leikrit eftir hann á fjölum leikhúsa í Reykjavík. Ljóst þykir að sýningin i Borgarleikhúsinu verði engin barna- sýning því hart hefur verið tekist á um sýninguna innan Leikfélags Reykjavíkur. Hafa verið uppi raddir um að banna sýninguna innan 18 ára eða jafnvel enn frekar. „Þetta er væg- ast sagt ekki barnaleikrit,“ segir rödd innan leikhússins. Síðasta fóstudag átti eins og hefð er fyrir að vera op- inn samlestur þar sem öllum félögum LR gæfist kostur á að hlýða á verkið. Leikhópurinn og leikstjórinn, Bene- dikt Erlingsson, hefur ekki verið fús til að tjá sig um efni verksins en sam- kvæmt heimildum er bamaníðingur meðal persóna og snúast deilumar meðal annars um það. Skemmst er frá því að segja að ekkert varð af sam- lestrinum þar sem Benedikt leikstjóri tilkynnti veikindi. Benedikt vísar því á bug og til fóðurhúsanna að ástæða þess að hann hafi ekki mætt á fostu- daginn hafi verið að hann hafi ekki viljað að verkið yrði flutt. Samkvæmt heimildum hafa staðið nokkrar deilur milli Benedikts og Jóhanns G. Jó- Rétta myndin Formaöurlnn og lelkstjórinn Leikstjórinn vísar ásökunum um upp- geröarveikindi til fööurhúsanna og formaðurinn neitar að tjá sig um mál einstakra starfsmanna. hannssonar, formanns LR, um efni og sýningu verksins. Jóhann G. segir hins vegar að hann vilji ekkert segja um þetta mál: „Ég tjái mig ekki um mál einstakra starfsmanna." DV-MYND HARI Tll vlnstri Ljósmyndarinn leit yfir götuna og var þá bent á að líta til vinstri. Frá London.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.