Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Síða 2
2 MANUDAGUR 11. MARS 2002 Fréttir ÐV Skoðanakönnun DV um rekstur Reykjavíkurborgar á Línu.Neti: Meirihluti vill ekki að borg- in eigi og reki Línu.Net Meirihluti kjósenda, 53 prósent, er andvígur því að Reykjavíkurborg eigi og reki fyrirtækið Línu.Net. Þetta er niðurstaða skoðanakönnun- ar DV sem gerð var helgina 2. og 3. mars. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvígur því að Reykjavíkurborg eigi og reki Línu.Net? Úrtakið í könnuninni var 600 kjósendur í Reykjavík, jafnt skipt miili kynja. Af öllu úrtakinu sögðust 33 pró- sent vera andvig því að Reykjavík- urborg ætti og ræki Línu.Net og 37 prósent fylgjandi. 22,2 prósent voru óákveðin og 7,8 prósent neituðu að svara. Hlutfall óákveðinna er óvenju hátt þegar tekið er mið af formi spurningarinnar, þar sem fólk tekur afstöðu annaðhvort með eða á móti. Af viðbrögðum kjós- enda við spurningunni má ráða að magir kjósendur viti lítið um Linu.Net. Þegar einungis er horft til þeirra sem afstöðu tóku voru 47,1 prósent fylgjandi rekstri borgarinnar á Línu.Neti en 52,9 prósent á móti. Niðurstaðan breytist ekki þegar lit- ið er til afstöðu kynjanna. Konur eru hins vegar mun óákveðnari en karl- ar. 26,3 prósent þeirra voru óákveðin og 11,3 prósent neituðu að svara. Hms vegar voru 18 prósent karla óákveðin og 4,3 prósent neituðu að svara. Á Reykjavíkurborg að eiga og reka Línu.Net? Fylgjandi Andvígir Óókveðnir/svara ekki 47,1% 37% 30% 33% Allt úrtakið 52,9% Þeir sem tóku afstöðu Asættanlegt „Miðað við þann harða áróð- ur sem Sjálfstæð- isflokkurinn hef- ur notað gegn Línu.Neti tel ég þessa niðurstöðu ásættanlega. Það er hins vegar at- hyglisvert líka hversu margir kynningarstarf á vegum félagsins og benda á þá miklu og ódýru þjón- ustu sem Lina.Net veitir þúsundum einstaklinga og fyrirtækja í borg- inni,“ sagði Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi R-listans, við DV. Alfreð Þorsteinsson. það eru sem taka ekki afstöðu og það flnnst mér vera skilaboð til stjómenda Línu.Nets um að hefja Ekki trú á fyrirtækinu „Mér flnnst þessi könnun sýna að fólk hefur ekki trú á þessu fyrirtæki og hefur ekki áhuga á því að skatt- peningum þess sé varið með þessum hætti. Samt hefur Lína.Net eytt tug- um milljóna af almannafé í auglýs- ingar og kynningarmál. Þetta snýst Guðlaugur Þór Þórðarson. intýrið,“ sagði um það að stjóm- málamenn eru að fara í áhættumik- inn samkeppnis- rekstur með pen- inga almennings og það eru komn- ar upphæðir í þetta litla fyrir- tæki sem enginn skilur. En fólk sér í gegnum æv- Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi D-lista. -hlh/Gun. Snjóflóð féll á bæi í Mýrdal í gærmorgun: Kýrnar tóku viðbragð þegar flóðið féll, segir Ragnhildur Gísladóttir á Lækjarbakka „Við vorum í morgunmjöltunum og tókum eftir því að kýmar tóku við- bragð, við heyrðum skraðninga og héldum fyrst að snjór hefði verið að renna af þaki fjóssins," sagði Ragnhild- ur Gísladóttir, bóndi á Lækjarbakka í Reynishverfl í Mýrdal, við DV í gær- dag. Snjóflóð sem féll úr gili i Reynisfjalli ofan við Lækjarbakka lenti á eldra húsinu á bænum, flóðið hreif með sér þijá bíla sem stóðu á bæjarhlaðinu og lyfti einum þeirra, vörabíl, upp á þak á bænum. Þórólfur, bróðir Ragnhildar, býr í eldra húsinu, hann var við gegn- ingar í fjárhúsi skammt frá bænum þegar flóðið féO. „Ég hef ekki séð annað eins hér heima á bæ, flóðið kom á íbúðarhúsið, velti öðrum jeppanum sem var á hlað- inu, það féll upp að hlöðunni og spýja úr því gekk alveg upp á mæni. Húsin siuppu að mestu við skemmdir þó að heill vörabíll kæmi á þakbrúnina á íbúðarhúsinu," sagði Þórólfur. Snjóflóð era ekki algeng í Mýrdaln- um enda allajafna snjólétt þar. Ein- staka vetur geta verið snjóþungir, þá snjóar svo um munar. Árið 1968 féllu tvö snjóflóð í Reynishverfl; annað rétt innan Lækjarbakka yflr íjárhús og eyddi fé og eyðilagði húsið, hitt féll sama dag á fjárhús sunnan Prestshúsa með sömu afleiðingum. DV-MYND SIGURÐUR K. HJÁLMARSSON Á Lækjarbakka Þórólfur bóndi Gíslason á Lækjarbakka er hér á hlaöinu heima hjá sér eftir flóðið. Við hlið hans er ágætur fjallabíll af Lapplander- gerð, en bak við hann er Pajero-jeppi sem hann eitt sinn fékk í skafmiðahappdrætti. Jeppinn stórskemmdist í flóðinu. Stjórnstöð aö störfum Bryndís F. Harðardóttir, Ragnheiður Högnadóttir og Sveinn Þórðarson að störfum í stjórnstöð Víkverja. íbúar fluttir „Það er búið að snjóa gríöarlega mikið hér í Mýrdalnum, búið er að ryðja aðalveginn svo hann er fær, en það er mikið efhi í byl ef vind fer að hreyfa á ný,“ sagði Alexander Alex- andersson, lögreglumaður í Vík, við DV í gær. Snjó hefur kyngt niður í Mýrdal samfellt undanfarna daga. Fannfergiö er á litlu svæði, nær frá Pétursey austur að Blautukvísl á Mýr- dalssandi. Veðrið var gengið niður í gærkvöld og i Vik mátti sjá blikkandi ljós vinnuvéla sem unnu að því í góðu veðri að grafa bæinn úr kaftnu. „Nú hafa allir íbúar flögurra bæja i Reynishverfinu, sem era á hættu- svæði, flutt sig á öruggari staði. í Vík hafa íbúar tveggja húsa austast í þorp- inu flutt sig um set vegna snjóhengna í brúnunum fyrir ofan. Snjóflóö féll einnig á Höfðabrekku á laugardags- kvöldið, það olli ekki skemmdum á húsum en bíll sem var fyrir því skemmdist. Nú erum við að skoða að- stæður á Skagnesi. Þar era hengjur Löggubíll á kafi Vilhjálmur Atli Björnsson, ungur Vík- urbúi, við lögreglubíl sem faðir hans stýrir venjulega. í snjókomunni hefur bíllinn verið vonlaust farartæki. ofan við bæinn sem við erum að meta ástandið á í samvinnu við ábúanda," sagði Alexander. „Snjórinn sem fallið hefur fyrir austan er léttur í sér og hefur skafið mjög mikið, svo hengjur hafa myndast í hlíðum undan vindi. Það getur verið varhugavert eins og dæmin sýna í Reynishverfinu. Þama austur frá hafa menn bragðist rétt við þessu og flutt sig af hættusvæðunum," sagði Magnús Már Magnússon, snjóflóðafræðingur hjá Veðurstofunni. Hann segir að í kvöld eigi að lægja austur frá en ann- að kvöld eigi aftur að fara að snjóa. Magnús fer austur í Mýrdal á morgun, skoðar aðstæður og leggur mat á hættu á svæðinu. „Það tekur snjóinn tíma að jafna sig og ná stöðugleika, á meðan þarf að fylgjast meö. Seinna í vikunni spáir rigningu fyrir austan. Ef veðrabreytingar verða snöggar getur það verið varhugavert;" sagði Magnús. -NH Bondstúlkan kemur Leikkonan Halle Berry, sem leikur Bondstúlkuna Jinx í nýju myndinni, sagði frá því í bandarískum sjón- varpsþætti nýlega að hún mundi ferð- ast til íslands og Spánar í tengslum við gerð myndar- innar. Þetta kemur fram á www.hom.is Laxasláturhús í Neskaupstað Sérhannáð laxasláturhús verður á næstunni sett upp á vegum Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstað. Það verður hið fyrsta sinnar tegundar á Austurlandi. Sagt er frá þessu á Austurglugganum.is Sameinað í Suður-Þing. Ibúar Húsavíkur og Reykjahrepps í Suður-Þingeyjarsýslu samþykktu sameiningu í gær. 90% kjósenda á Húsavík greiddu atkvæði með sam- einingunni og 60% kjósenda í Reykja- hreppi. Því verðm- kosið í sameinuðu sveitarfélagi á vori komanda. Sex innbrot í sumarhús Mikið hefur verið um að brotist væri inn í sumarbústaði I Svínadal í Borgarfirði og hafa lögreglunni í Borgarnesi verið tilkynnt sex innbrot þar á stuttum tíma. Þykir henni lík- legt að þau hafl öft verið framin á sama tíma. Landsbankinn græddi Hagnaður Lands- bankasamstæðunn- ar jókst um 83% milli áranna 2000 og 2001. Hann nam 1-749 milljónum króna á árinu 2001 en 955 milljónir króna árið áður. Gert hafði verið ráð fyrir 1.533 millj- óna króna hagnaði en bankinn gerði betur. Hraðakstur á Blönduósi Lögreglan á Blönduósi hafði nóg að gera um helgina við að stöðva öku- menn sem óku á of miklum hraða í umdæmi hennar. Þannig voru þeir tuttugu sem teknir voru á laugardag- inn, einn þeirra á 130 km hraða. Krakkar á knattspyrnumóti Um 300 krakkar mættu á hið árlega knattspymumót Boltafélags Isafjarð- ar sem haldið var í íþróttahúsinu á Torfnesi á Isafirði á laugardag. Það er metþátttaka. Vísir kaupir á Húsavík Útgerðarfélagið Vísir hf. i Grindavík hefur keypt 45% eignarhlut í Fiskiðju- samlagi Húsavíkur hf. af Olíufélaginu hf., Tryggingamiðstöðinni hf. og sam- starfsaðilum þeirra. Seljendur hluta- bréfanna eignast í staðinn hlut í Vísi hf. Frakkar vilja vingast Skipuleggjendur siglingakeppninn- ar Skippers de Islande hafa óskað eft- ir því að Grundfirðingar taki upp vinabæjasamband við franska bæinn Paimpol á Bretagneskaganum, en þaðan er lagt úr höfn í keppninni. Skessuhorn.is greindi frá. Framfarafélag í Dölum Dalamenn hafa ákveðið að stofna framfarafélag er hafi atvinnumál, menntun og einkum og sér í lagi ferðaþjónustu á stefhuskrá sinni. Stofnuð hefur verið sex manna nefnd til að undirbúa félagsstofnunina. Skessuhom.is greindi frá. -Gun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.