Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Side 13
13
MÁNUDAGUR 11. MARS 2002__________________________________________
DV Útlönd
Aðgerðum gegn al-Qaeda-liðum í Shahi Kot-fjöllum að ljúka:
Bandaríkjamenn byrjaðir
brottflutning hermanna
Bandaríkjamenn hófu í gær brott-
flutning fjögur hundruð hermanna
sinna frá átakasvæðunum í Shahi
Kot-fjölium í austurhluta Afganistans,
þar sem alþjóðaherinn hefur setið um
bækistöðvar liðsmanna al-Qaeda og
talibana, sem hreiðrað höfðu um sig á
hellasvæði hátt í fialllendinu. Að sögn
talsmanna hersins eru aðgerðir nú á
lokastigi eftir að hafa staðið í níu
daga, eða frá því á fóstudaginn í síð-
ustu viku, og aðeins eftir að hreinsa
til á svæðinu.
Herþyrlur fluttu hermennina tO
Bagram-flugvallar norður af höfuð-
borginni Kabúl og var á þeim að sjá
að þeir væru ánægðir með að vera
lausir úr kuldalegri fjallavistinni, en
enn eru um 1600 bandarískir hermenn
á svæðinu.
Talsmenn hersins sögðust efa að
aðrir yrðu sendir á svæðið í staðinn
þar sem bardögum væri að mestu lok-
ið, en nú sé verið að fmkemba svæðið
í leit að liðsmönnum andstæðinganna
sem enn fara þar huldu höfði.
Ákvörðun um brottflutning her-
mannanna var tekin eftir haröar loft-
árásir á hellavirkin um helgina, en
eftir þær sýndu liðsmenn talibana
ekkert viðnám. Þá mun slæmt veður
og næturkuldi hafa flýtt brottflutningi
hermannanna.
Um 500 liðsmenn al-Qaeda og tali-
bana munu hafa fallið í átökunum og
að sögn bandarísku hermannanna
sýndu þeir harða mótspymu, þá
mestu sem sést hefur í aðgerðum til
þessa.
Að sögn talsmanna alþjóðahersins,
munu liðsveitir al-Qaeda og talibana
aðallega vera skipaðar erlendum
múslimum frá Tsjetsjeníu, Pakistan
og Úsbekistan og munu þeir sem enn
halda áfram heilögu stríði vera algjör-
lega einangraðir og umkringdir. Ekki
er talið að háttsettir liðsmenn al-Qa-
eda séu meðal þeirra né þeirra follnu.
Fjölmennar hersveitir afganska
hersins tóku virkan þátt í aðgerðun-
um í Shahi Kot-fjöllum og vom um
þúsund hermenn tO viðbótar sendir á
svæðið í lokasókninni sem fram fór
um helgina. Var þar aðaOega um her-
menn úr röðum tadsjeka að ræða,
fyrrum liðsmenn Norðurbandalags-
ins, en þeir hafa að undanförnu verið
sakaðir um ofsóknir gegn liðsmönn-
um pashtúna í suðurhluta landsins,
en liðsmenn talibana voru flestir af
þjóðflokki pashtúna.
Foringjar hersveita heimamanna í
Gradez-héraði, sem berjast með al-
þjóðaherliðinu, mótmæltu komu her-
sveita tadsjeka, en þeir óttast að þeir
muni krefjast yfirráða yfir Gardez-
héraði eftir að aðgerðunum gegn tali-
bönum lýkur. Þeir segjast einfærir
um að elta liðsmenn talibana uppi og
leggja því mikla áherslu á að vera í
fararbroddi í átökunum, en sjö liðs-
menn þeirra munu hafa faOið í átök-
unum, auk þeirra átta bandarísku
hermanna sem fórust þegar talibanar
skutu niður bandariska þyrlu á upp-
Bandariskir hermenn fríinu fegnir
Bandaríkjamenn hófu i gær brottflutning fjögur hundruð hermanna frá átakasvæðunum í Shahi Kot-fjöiium í austurhluta
Afganistans eftir að andstaða liðsveita al-Qaeda og talibana hafði verið brotin á bak aftur eftir níu daga átök.
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður
haldinn mánudaginn 25. mars kl. 19:30 á Grand Hótel
Reykjavík.
Dagskrá:
• Venjuleg aðalfundarstörf
• Lagabreytingar
Tillögur um lagabreytingar þurfa að berast 4 dögum
fyrir aðalfund.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
Brúökaupssiöir - minningar óskast!
Á þjóðháttadeild Þjóðminjasafns íslands er verið
að safna upplýsingum um brúökaupssiði nú-
tímans og síðustu áratuga. Spurningaskrá um
efniö er á heimasíöu safnsins www.natmus.is
þar sem fólk er m.a. beðiö að segja frá eígin
eða annarra brúðkaupum. Þátttakendur geta
einnig fengiö spurningaskrána senda.
Þjóðháttadeild Þjóðminjasafns íslands.
Nánari upplýsingar gefa Sigrún, simi 530 2224
eða Hallgerður, simi 530 2226.
>JÓÐM1N)ASAFN
fSLANDS
Leyniskýrslan
lak til fjölmiðla
Bandaríska dagblaðið LA Times
sagði frá því um helgina að bandarísk
stjórnvöld hefðu í lok síðasta árs fyr-
irskipað ráðuneyti varnarmála í
Pentagon að undirbúa áæfianir um
hugsanlegar kjarnorkuárásir á sjö
þjóðir. Vitnað er í leyniskýrslu vam-
armálaráðuneytisins frá því í byrjun
árs, þar sem Kina, Rússland, Irak,
Norður-Kórea, íran, Libýa og Sýrland
eru nefhd sem hugsanleg skotmörk.
Blaðið segir að leyniskýrslan tO-
greini þrjár hugsanlegar ástæður fyr-
ir nokun vopnanna, sem séu gagn-
árásir gegn hugsanlegum kjamorku-
eða eiturefnaárásum á Bandaríkin, tO
að veikja vamir hugsanlegra árásar-
aðOa og tO fyrirbyggjandi aðgerða
gegn ófyrirséðum árásum og frekari
uppbyggingu og þróun kjamorku-
vopna hjá óvinveittum þjóðum, eins
og þeim sem Bush kaOar öxulveldi
hins Ola. Þar að auki kemur fram að
stjórnvöld hafi falið hernum gerð
léttra kjarnorkuvopna tO notkunar í
landbardögum.
Að sögn blaðsins var skýrslan
kynnt þingmönnum á fóstudaginn og
er henni lýst sem mjög „eldfimri" og
því ekki ætlunin að hún læki út tO
fjölmiðla. Colin PoweO, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í viðtali
við CBS-sjónvarpsstöðina i gær að
skýrslan væri aðeins hugmyndalegs
eðlis og aOs ekki hluti af stefhu eða
áætlunum stjórnvalda og því aðeins
hugleiðingar um það hvað gæti gerst.
„Við erum aOtaf að skoða málin og
verðum að vega og meta hugsanlega
ógnun," sagði PoweO og bætti við að
bandarísk stjómvöld mæltu ekki með
frekari þróun nýrra kjarnavopna.
Verð
• Opel Corsa í einn dag, kr. 3.300. Innif. 100 km, vsk. og tryggingar.
• Opel Corsa helgartilboð (lágm. 3 dagar), kr. 9.000. Innif. 350 km, vsk. og tryggingar.
• Suzuki Jimny í einn dag, kr. 6.500. Innif. 100 km, vsk. og tryggingar.
• Suzuki Jimny helgartilboð (lágm. 3 dagar), kr. 18.000. Innif. 350 km, vsk. og tryggingar.
Tilboðin gilda til 1. april 2002.
Hafðu samband og fáðu upplýsingar um önnur frábær tilboð sem EUROPCAR getur boðið þéri!
<0 591 4050
Europcar á íslandi: Dugguvogur 10,104 Reykjavlk • Slmi 591 4050 • Fax 591 4060 • europcar@europcar.ls • www.europcar.ls
Aðrir afgreiðslustaðir: Keflavíkurflugvöllur, Reykjavikurflugvöllur, Akureyri, Egilsstaðir, Vestmannaeyjar, Sauðárkrókur, Höfn.