Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Side 14
14
Menning______________________
Trúin og leitin
Sigryggur Bjarni Baldvinsson: Nr 14/1960
Meö því aö brjóta upp þessar „víddir“, þreyta þeim í margbrotna smáheima, er Sigtryggur
aö færa okkur nær mystískum kjarna þessarar myndsýnar.
Ég veit sosum ekki hvort List-
vinafélag Hallgrímskirkju hefur
beinlínis á stefnuskrá sinni að
sýna okkur efasemdarmönnum
nútimans fram á nærveru hins
andlega seims i nútímalistinni,
en víst er að með listsýningun-
um í anddyri kirkjunnar hefur
félagið að minnsta kosti boðið
okkur til óformlegrar viðræðu
um þann möguleika. Og vantar
nú bara vettvang fyrir formlegt
viðræðusamband um hann.
Til þessa hafa kannski ekki
allir sýnendur í anddyri Hall-
grímskirkju mætt áskorun List-
vinafélagsins af ýtrustu einurð.
Meðal minnisstæðra sýninga á
þessum stað í seinni tíð má þó
nefna Biblíutúlkanir Valgarðs
Gunnarssonar og landslags-
stemmur Þórðar Hall, sem voru
öðrum þræði tilraunir til birting-
ar hins óáþreifanlega og ósegjan-
lega.
Sigtryggur Bjarni Baldvins-
son, einn af snjöllustu listmálur-
um vorum af yngri kynslóð,
mætir þessari áskorun af hug-
kvæmni sem er í senn einlæg og
póstmódernísk. Sýningu sína í
kirkjunni ákvað hann að nota til
að hylla bandaríska listmálarann
Mark Rothko (1903-1970) sem
skar sig úr hópi samtímamanna sinna fyrir ein-
dreginn áhuga sinn á andlegri kraftbirtingu mál-
aralistarinnar.
Efasemdir um eilífðarmálin
Um málverk sín sagði Rothko: „Ég hef engan
áhuga á samspili lita, forma eða öðru í þá veru
... Mig langar einungis til að tjá helstu tilfmning-
ar sem við stöndum frammi fyrir - sorgina, al-
gleymið, örvæntinguna og svo framvegis - og sú
staðreynd að margir verða snortnir eða klökkir
frammi fyrir myndunum mínum sýnir að mér
tekst að miðla þessum tilfinningum til áhorf-
enda. Fólkið sem tárast þegar það sér þessar
myndir verður fyrir sömu trúarlegu upplifun og
Myndlist_________________
ég þegar ég málaði þær. Þeir sem eingöngu hríf-
ast af samspili litanna í þeim fara því villir veg-
ar.“
Málverk Sigtryggs fjalla um trúarlega sann-
færingu Rothkos, eins og hún birtist í myndum
hans „þar sem tveir eða fleiri aflangir ferhym-
ingar hvíla eða svífa á einlitum grunni", svo
vitnað sé í orð þess fyrrnefnda í sýningarskrá,
fremur en um yfirlýstar efasemdir hans sjálfs
um eilífðarmálin. Og það er í þessari ívitnunar-
stefnu sem verk hans sverja sig sennilega í ætt
við póstmóderníska afstæðishyggju.
Jafnvel þótt Sigtryggur geri sér grein fyrir því
að viðhorf Rothkos séu á
skjön við veraldlegar
áherslur samtimalistarinn-
ar, þykir honum mikið til
um leit hans að æðri sann-
leika og tilraunum hans til
að myndgera hann. „Það er
þessi djúpa skuldbinding og
ákafa trú á mátt listarinnar
sem mér finnst vert að
minnast. Trúin á leitina
tengir listina við trúna.“
Deplasafnið
Aðferð Sigtryggs er sú að
endurgera þrjú þekkt mál-
verk eftir Rothko, frá 1953,
1956 og 1960, eftir eigin
höfði, en aö auki sýnir hann
stórt málverk sem ber heit-
ið „Þúsund og ein nótt“,
væntanlega eftir fjölda
deplanna sem þekja mynd-
flötinn.
Endurgerð Sigtryggs felst
einnig í því að brjóta grunn-
einingar málverkanna nið-
ur í ótal depla í sömu litum
og upprunalegar einingar,
og í einu - spaugilegu - til-
felli (1956) teygir hann á öllu
deplasafninu. Og i því liggur
innbyggð þverstæða þessar-
ar hyllingar hins banda-
ríska lisijöfurs. Áhrifamáttur málverka Rothkos
er nefnilega háður heildrænu yfirbragði þeirra,
dimmúðgum ómælisvíddunum á strigunum. Með
því að brjóta upp þessar „víddir", breyta þeim í
margbrotna smáheima, samsetta úr ótal stöðluð-
um einingum, er Sigtryggur að vissu leyti að
færa okkur nær mystískum kjama þessarar
myndsýnar, en hann er einnig að drepa á dreif
næstum yfirþyrmandi tilvistarlegum spuming-
unum um veru og óveru sem í henni felast. Það
verður spennandi að fylgjast með því hvort Sig-
tryggur fylgir þessari sýningu eftir með frekari
eftirgrennslan eftir hinu „stóra, háleita og ósegj-
anlega".
Aðalsteinn Ingólfsson
Leiklist
Af mannkynhneigöum tröllum
Reykvíska áhugaleikfélagið Hugleikur
frumsýndi á föstudagskvöldið nýjan söng-
leik eftir Þórunni Guðmundsdóttur um Kol-
rössu krókríðandi. Þegar sagt er „eftir“ i
þessu tilviki þá er það ekkert plat því texti,
bæði talaður og sunginn, er eftir Þórunni og
tónlistin að auki. Er best að segja það strax
að verkið er prýðilegt, efnistökin fyndin og
orðkynngin með ólíkindum. Þórunn er af-
bragðsgóður orðaleikjasmiður og forkur að
ríma. Lögin em öll áheyrileg, sum snjallar
skopstælingar á óperuaríum, þjóðlögum og
söngleikjalögum, sum blátt áfram falleg lög.
Þórunn er lærð óperusöngkona, reyndar
doktor í söng og söngfræðum, og leikur og
syngur sjálf Unu álfkonu. Aðrir þátttakend-
ur eru svo góðir söngmenn að undrum sæt-
ir og stór hljómsveit, vandlega falin á svið-
inu, leikur af list.
Sem jafnan fyrr gælir Hugleikur við for-
tíðarþrá áhorfenda sinna, það sést strax á
sviðinu sem minnir á hundruð slíkra í
skólasýningum og áhugam£mnasýningum
gegnum tíðina. Grænir og brúnir litir, grjót
og torf einkenna vistarverumar og búningar
„... þar sem vinur mér stendur við hlið“
Helga og hinn hundtryggi Spakur syngja saman.
DV-MYNDIR HILMAR ÞÖR
Skyldi Melur vera að koma?
Helga og Spakur hleypa systrunum út.
eru fornlegir nema kjólar Ásu og Signýjar. Hér
er lika unnið úr kunnuglegu efni, sögunni af
systrunum Ásu (Ágústa Sigrún Ágústsdóttir),
Signýju (Ylfa Mist Helgadóttir) og Helgu (Ámý
Ingvarsdóttir) sem allar lenda í þeim ósköpum
að láta tælast að heiman af þrihöfða þursinum
Mel á Melhöfða (Jóhann Hauksson, Einar
Þór Einarsson og Bjöm Thorarensen).
Hann er „mannkynhneigður", vill fremur
kvænast en tröllskessast, og nógu snjall til
að senda bara einn hausinn að heiman þeg-
ar hann fer til kvonbæna! Eldri systurnar
em fljótlega lokaðar ofan í jarðhýsi af því
hvað þær eru latar og óverklagnar en
Helga, sú sem foreldramir smána og fyrir-
líta, gerir hvað hún getur til að halda þursi
góðum - því er hún svo sem vön heiman að.
Hann heillast af því að hún sem bara er
með einn haus skuli kunna slíka gnótt af
sögum og hún lærir að greina á milli haus-
anna á honum, kallar þá bara Mel A, Mel B
og Mel C til aðgreiningar! Að lokum biður
Melur Helgu að giftast sér í alvöru og þá
tekur hún til sinna ráða, eins og segir í
sögu hennar.
Þórunn bætir hundinum Spaki við ævin-
týrið (Eyjólfur Eyjólfsson) sem elskar Helgu
innilega og fylgir henni á íjöll. Hann geng-
ur inn í hlutverk prinsins i ævintýrinu og
er þannig inni í atburðarásinni allan tím-
ann í stað þess að koma eins og guð úr vél
í blálokin. Hundurinn er uppspretta hinna
fjörugustu uppákoma í sýningunni, ekki
síst í texta og söng, því i rauninni er hann
lýrískur tenór eins og hann segir sjálfur!
Leikstjórn Jóns St. Kristjánssonar er
skínandi skemmtileg. Keðjusöngurinn út
frá orðum Helgu, „Aldrei skaltu við belginn
bauka þó brotni í þér hryggurinn ..." er al-
veg makalaus, og atriðið þegar Helga/Kol-
rassa hittir tröllafansinn á leið í brúðkaup-
ið er hreinlega eitt það æðislegasta sem ég
hef séð á sviði lengi. Kom þar allt saman,
gervi tröllanna, látæði þeirra og tónlistin
sem þau framleiddu með stappi, klappi og
lurkadragspili eftir gólfi!
Ég get með góðri samvisku lofað öllum sem
unna þjóðlegum sögum og kvæðum, góðum
söng og spili úrvals skemmtun i Tjarnarbíó.
Silja Aðalsteinsdóttir
Hugleikur sýnlr í Tjarnarbíó: Kolrassa. Söngleikur. Höf-
undur: Þórunn Guömundsdóttir. Leikstjóri: Jón Stefán
Kristjánsson.
MÁNUDAGUR 11. MARS 2002
_______________PV
Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir
Pétur B. Lúthersson tekur viö hönnun-
arverölaunum 1989.
Markaðssetning
hönnunar
Á miðvikudaginn kl. 12.30 flytur
Pétur B. Lúthersson opinn fyrirlestur
við Listaháskóla íslands Skipholti 1,
stofu 113, og sýnir nokkrar litskyggn-
ur af eigin verkum. Þar hugleiðir
hann vanda hönnuða við að selja hug-
myndir sínar til framleiðenda, per-
sónulega reynslu á heimavelli og er-
lendis. Pétur lauk námi í húsgagna-
hönnun og innanhússarkitektúr í
Kaupmannahöfn 1964 og starfaði í
Danmörku að námi loknu en stofnaði
eigin teiknistofu í Reykjavík 1974 og
hefur starfað sjálfstætt síðan. Pétur
hefur aðallega hannað húsgögn og eru
stólar sérgrein hans. Nýlega lauk sýn-
ingunni „Stólar Péturs" hjá Hönnun-
arsafni íslands, yfirliti yfir stólahönn-
un hans í 40 ár.
Einleikstónleikar
Halldór Har-
aldsson, píanó-
leikari og skóla-
stjóri Tónlistar-
skólans í
Reykjavík, held-
ur einleikstón-
leika i Tíbrárröð
Salarins í Kópa-
vogi annað
kvöld kl. 20.
Hann leikur
þrjú glæsileg pí-
anóverk eftir
þrjá tónsmíðameistara, Beethoven,
Poulenc og Schumann. Verkin á efnis-
skránni eiga sameiginlegt að vera öll
samin sem stef með tilbrigðum og
spanna tímabilið frá 1802-1951.
Miðasala er þegar hafin á tónleik-
ana.
Þar sem feður
verða úti...
í dag kl. 12.30 flytur Magnús Sig-
urðsson, myndlistarmaður og kennari
við Listaháskólann, opinn fyrirlestur i
Laugarnesi, stofu 024: „Þar sem feður
verða úti skulu synir varða veg“. I fyr-
irlestrinum mun Magnús líta yfir far-
inn veg í tíma og rúmi og stikla á
stóru á ferli sínum. Magnús lauk námi
frá fjöltæknideild MHÍ 1992 og
mastersgráðu frá Rutgers-háskóla í
Bandaríkjunum 1997. Hann hefur víða
sýnt myndlist og hyggst halda því
áfram um ókomin ár.
Námskeið
Kennd verða undirstöðuatriði um-
brots í QuarkXPress umbrotsforritinu
á námskeiði sem hefst i tölvuveri LHÍ,
stofu 301, Skipholti 1, í kvöld. Kennt
verður að setja upp bæklinga og frétta-
blöð, unnið með leturbreytingar og
liti, myndir og uppsetningar. Kennari
er Margrét Rósa Sigurðardóttir prent-
smiður.
Form Z er þrívíddarforrit, einkum
ætlað arkitektum, vöru- og iðnhönn-
uðum. Á námskeiði i þríviddargrafík,
sem hefst á miðvikudaginn, verður
kennt að nota algengustu teiknitæki
forritsins, að móta þrívíð form, og
grunnatriði við að setja upp liti, áferð-
ir og lýsingu verða kynnt. Kennari er
Bárður Bergsson, grafískur hönnuður.
Á námskeiði í tískuteikningu, sem
hefst í kvöld, verður teiknað eftir
módeli og lögð áhersla á að ná fram
stöðunni og efniskennd og blæbrigð-
um forma í fatnaði módelsins. Unnið
með kolum, pastel og vatnslit á papp-
ír. Kennari er María Ólafsdóttir hönn-
uður og kennt verður í LHÍ, Skipholti
1, stofu 408.