Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2002, Síða 27
MÁNUDAGUR 11. MARS 2002 DV 43 Bobby McFerrin 52 ára Djasssöngvarinn Bobby McFerrin á af- mæli í dag. Hann hefur náð því á frjósömum ferli að setja lag í efsta sæti vinsældalista um allan heim. Var það Don’t Worry, Be Happy sem náði slíkum vinsældum aö fáheyrt er. McFerrin hefur raddsvið upp á fjórar áttundir og var ætlað að feta í fótspor foreldra sinna sem báðir eru óperu- söngvarar, og var faðir hans fyrsti svarti óperusöngvarinn sem ráðinn var við Metropolitan, en djassinn átti hug hans og hóf hann nám á klarínett og píanó áður en hann fór í sönginn. i mauflum us #i Glldlr fyrir þriöjudaginn 12. mars Vatnsberinn 120. ian.-is. fehr.v I Einhverjar taflr verða ' á skipulaginu en ekki I láta þær koma þér úr jafnvægi. Dagurinn verður að öðru leyti ágætur og ekki verður kvöldið verra. Rskarnir (19. febr.-20. marsl: Vinur þinn á í basli Imeð eitthvað og þú hefur aðstöðu til að ||í| hjálpa honum. Þú ger- ir eittnvaö sem þú hefur ekki gert lengi og sérð alls ekki eftir því. Hrúturlnn (21. mars-19. april): . Þú kynnist manneskju ' sem á eftir að hafa djúpstæð áhrif á þig. Rómantíkin liggur í loftinu og þú ert afar ánægður með gang mála. Nautlð (20. april-20. mai); / Ekki eyða tímanum í alltof mikla skipulagn- ingu. Þú veist hvað þú þarft að gera og ættir að koma þér strax að efninu. Dagurinn verður ánægjulegur. Tvíburarnir (21. maí-21. iúni): Dagurinn verður frem- ’ur viðburðasnauður en kvöldið verður hins vegar fjörugt og þú skemmtir þér vel í góðra vina hópi. Kraþblnn (22, iúni-22. iúij); Farðu varlega í fjár- I málum og ekki treysta hverjum sem er. Þú ættir að gefa þér tíma til að slappa af og gera eitthvað nýtt og skemmtilegt. Uónlð (23. iúlí- 22. áeústl: Vinnan á hug þinn all- an þessa dagana. Þú f' verður að gæta þess t að særa engan þótt þú hafir lítinn tíma til að umgangast ástvini. Mevlan (23. áeúst-22. seot.): a- Ýmislegt skemmtilegt gerist í dag og þú verð- 'lfc ur fyrir óvæntu happi ^ J seinni hluta dagsins. Nú er góður tími til að gera breytingar. Vogin (23, sept.-23. okt.l: J Einhver er í vafa um að Oy það sem þú ert að gera \ f sé rétt. Þú skalt hlusta r f á það sem aðrir hafa að segja en endanlega ákvörðunin verður þó að vera þín. Sporðdreklnn (24. okt.-21. nóv.l: Fyrri hluti dagsins kemur þér á óvart. Þú pþarft að glíma við óvenjulegt vandamál. Þú verður þreyttur í kvöld og ættir að taka það rólega. Bogmaðurinn (22. nóv.-2l. des.): | Vertu þolinmóður þó rað þér finnist vinna annarra ganga of hægt. Það væri góð hugmynd að hitta vini í kvöld. Happatölur þínar eru 4, 19 og 25. Stelngeltln (22. des.-19, ian.l; Viðbrögð þín við því sem þér er sagt eru mikilvæg. Ekki vera of gagnrýninn það gæti valdið misskilningi. Happatölur þínar eru 9, 15 og 35. Tilvera K m * H ' m If MB jgjfe' í," r- v h * * - -f W l ■*** IV., Jöfcv Vk' í 7. JA í Víðistaðaskóla Þessi glæsilegi hópur nemenda í Víóistaöaskóla komu í heimsókn á DV fyrir skömmu til aö kynna sér starfsemi fjölmiöla. Andri Björgvinsson, Andri Helgason, Andri Jónsson, Andri Már Johnsen, Anna Lísa Kavanagh, Auöur Pálmarsdóttir, Birkir Rafn Þorvaldsson, Brynjar Hans Lúövíksson, Guölaug Jónsdóttir, Hrannar Jónasson, Hrefna Siguröardóttir, Hugrún Tanja Rut Kjartansdóttir, Karl Ólafur Sveinsson, Melrós Dögg Eiríksdóttir, Ragnheiöur Guðjónsdóttir, Sara Hjördís Georgsdóttir, Sindri Bjarnar Davíðsson, Víöir Erlingsson, Þóra Dís Guöbjartsdóttir, Þóra Ósk Böövarsdóttir og Þyrí Ragnheiður Björgvinsdóttir. Kennari er Jónína Ágústsdóttir. VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN Laugardaginn 9. mars j Upplýtlngar Isíma 580 2525 TaxtavarpiÚ 110-113 RÚV281, 283 og 284 Jókertölur laugardags 1 3 3 7 2 Jókertölur mlðvlkudags 4 17 6 5 Hádegistónleikar íslensku óperunnar á morgun: Kári Stefáns slær á rómantíska strengi - segir Signý Sæmundsdóttir söngkona „Þama er nýtt og spennandi efni úr tónsmiðju Atla Heimis,“ segir Signý Sæmundsdóttir sópransöng- kona um hádegistónleika íslensku óperunnar á morgun sem hefjast kl. 12.15. Tónleikamir heita því heimil- islega nafni „Heima hjá Atla“ og þar verða frumflutt þrjú ný lög og nokk- ur sem heyrst hafa á allra síðustu árum. Auk Signýjar koma þar fram Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón og Þóra Fríða Sæmundsdóttir pí- anóleikari. Tvö laganna á dag- skránni eru við ljóð eftir Kára Stef- ánsson, hinn eina sanna. Signý seg- ir textana hans mjög fallega. „Það er gaman að fá þetta innlegg frá Kára því hann slær þar á mjög róman- tíska strengi. Ólafur Kjartan syngur ljóðin hans á ensku og svo syng ég frönsk ljóð eftir madame Béatrice Cantoni sem var frönsk sendiherra- frú hér á landi á árunum 1993-1997.“ Auk þessa verða flutt fjögur lög við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, þar af tvö sem hafa ekki heyrst opinber- lega áður og eitt eftir Jón frá Bæg- isá. Signý segir það vera á léttu nót- unum. „Það heitir Tittlingsminning og er ort um ellidauðan kanarífugl," segir hún og skellihlær. Henni finnst kveða nokkuð við nýjan tón hjá Atla Heimi á þessum tónleikum. „Þarna eru síðrómantísk og kiass- isk innskot þótt allt sé auðvitað með Atla formerkjum. Það kemur alltaf eitthvað ferskt frá honum í hvert skipti sem hann bleytir pennann,“ segir hún. -Gun. Tónskáldiö Atli Heimir stendur milli söngvaranna Signýjar Sæmundsdótt- ur og Ólafs Kjartans Sigurðarsonar og viö hljóöfæriö er Þóra Fríöa Sæ- mundsdóttir. Tozer hafnaði nektartilboði Glæsipían Faye Tozer, fyrrum með- limur hljómsveitarinnar Steps, sem lagði upp laupana um síðustu jól, hef- ur nýlega hafnað milljón punda til- boði Playboy-karlatímaritsins um að gleðja lesendur þess með nekt sinni. Tozer sem er 26 ára og þykir hin glæsilegasta með ljósu lokkana sína, segist ekki taka slíkt í mál. „Með því myndi ég valda fjölskyldu minni miklu hugarangri og þess vegna tek ég það ekki í mál,“ sagði Tozer og bætti við að hún væri búin að ramma tilboðið inn og hengja það upp á vegg á saleminu heima hjá sér. J L) J13 IJ Veruleg verðlækkun vegna hagstæðra saminga. Eigum nýjar SKYJAC lyftur á lager á verulega lækkuðu verði. Vinnulyftur ehf. Smiðsbúð 12, 210 Garðabæ, sími 544 8444

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.