Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 Fréttir DV Úthlutað í annað sinn úr Menningarborgarsjóði sem varð til úr tekjuafgangi M-2000: Unnið með víðtækt menningarhugtak - sagði borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir DV-MYND GVA Þau voru hæstánægö meö úthlutun styrkja úr Menningarborgarsjóöi Tómas Ingi Olrich, nýr menntamálaráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. „Menningarborgarsjóöur er þörf búbót fyrir listimar í landinu," sagði Halidór Guðmundsson, for- maður stjómar Listahátíðar í Reykjavík, í ávarpi sínu á blaða- mannafundi í Hafnarhúsinu í gær þegar tilkynnt var um úthlutanir úr sjóðnum. Hann var stofnaður í fyrra og er varðveittur hjá Listahátíð og er þetta i annað sinn sem úthlutað er úr honum. Stofnframlag sjóðsins var tekjuafgangur af Menningar- borgarári með viðbótum frá borg og ríki. Nýlega barst síðasta greiðslan erlendis frá vegna Menningarborg- arársins, 10 milljónir króna sem runnu í sjóðinn, en héðan af er ekki von á meira fé úr þeirri átt. Er þá sjóðurinn kominn undir velvilja borgarstjóra og menntamálaráð- herra og mátti heyra á báðum þeim aðilum á fundinum að fullur vilji er fyrir hendi að efla hann. Vonaðist nýr menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, til þess að sjóðurinn gæti jafnvel fært út hlutverk sitt á næstu árum og benti þá sérstaklega á menningartengda ferðamennsku sem eitt af framtíðarhlutverkum hans. Enginn landshluti útundan Að þessu sinni voru veittar 25 milljónir til 42 verkefna en um 200 umsóknir bárust um styrk. Sér- kenni sjóðsins er hvað hann leggur mikla áherslu á að tengja borgina og landið og sagði formaður úthlut- unamefndar, Þórunn Sigurðardótt- ir, í sínu ávarpi að enginn lands- hluti yrði útundan. Meðal slíkra at- riða má nefna verkefnið „Tónlist fyrir alla“ sem fékk eina milljón króna til að greiða fyrir heimsókn- um tónlistarmanna í gmnnskóla, m.a. á Vestfjörðum og Austfjörðum. Einnig er lögð áhersla á listrænt starf með börnum og barnamenn- ingu og má þar nefna verkefnið „101 nótt“, ferðaleiksýningu fyrir efstu bekki grunnskóla og framhalds- skóla eftir Hallveigu Thorlacius og Helgu Amalds undir stjóm Bene- dikts Erlingssonar, sem hlaut 800 þúsund kr. En fyrsta skylda sjóðsins er að stuðla að nýsköpun á sviði lista og má þar nefna til dæmis ballettinn Sölku Völku eftir Auði Bjamadóttur við tónlist Úlfars Inga Haraldssonar sem íslenski dansflokkurinn sýnir og hlaut eina milljón kr. Laxness og Kjarval Fjölbreytni er lausnarorðið yfir út- hlutun úr Menningarborgarsjóði í ár. Stórir styrkir fara til sagnfræðiiðkun- ar, kvikmyndagerðar, leikhúslistar, hönnunar, bókmennta, myndlistar og tónlístar. Ánægjulegt þótti mönnum að sjá hve myndarlega er stutt við bakið á þeim sem minnast aldaraf- mælis Halldórs Laxness í ár, en með- al styrkja fór ein milljón til Samtaka um leikminjasafn til að setja upp sýn- inguna Laxness og leiklistin í Iðnó og annar upp á 800 þús. til Hugvísinda- stofnunar Háskóla íslands til að halda ráðstefnu í Háskólabíói 19.-21. aprU um verk skáldsins. Tíu stuttar Lax- nessmyndir eftir jafnmarga kvik- myndagerðarmenn hlutu 600 þús. kr. styrk. Af öðrum bókmenntastyrkjum má nefna að Geir Svansson og Hjálmar Sveinsson hlutu eina milljón kr. tU að búa tU bók um Dag Sigurðarson ljóð- skáld, gefa út geisladisk með óútgefnu efni eftir hann og halda málþing í Ný- listasafninu um hann. Annars mikUs listamanns, Jó- hannesar S. Kjarvals, var minnst með einni mUljón kr. sem fara tU uppbyggingar Kjarvalsstofu á Borg- arfírði eystri. Af öðrum myndlistar- styrkjum má nefna að Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlut 900 þúsund kr. tU að setja upp 11 sýningar, einnig hlaut Hönnunarsafn íslands 800 þús. króna styrk tU sýningahalds. Sönghópurinn Hljómeyki fékk eina miUjón króna tU að flytja ný kórverk og Sigurður Sverrir Páls- son og Erlendur Sveinsson hlutu eina miUjón kr. tU að gera kvik- mynd um ritstjórann og skáldið Matthías Johannessen. í úthlutunarnefnd sátu Þórunn Sigurðardóttir formaður, Kristín A. Árnadóttir, Karitas H. Gunnarsdótt- ir, ÞórhUdur Þorleifsdóttir og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir. Sala á sígarettum dregst saman: Tekjur aukast af tóbakssölu Tekjur ríkisins af tóbakssölu hafa vaxið nokkuð undanfarið þótt sígar- ettureykingar hafi dregist saman. Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR var heildarsala tóbaks með virðis- aukaskatti á árinu 1999 og 2000 um 5,8 milljarðar en 6,1 mUljarður árið 2001. Sala vindlinga hefur verið um 92% af heUdarsölu tóbaks og i fyrra nam sala þeirra 5,7 mUljörðum. Þetta þýðir að álagning á sígarettur hefur farið sifeUt hækkandi og virð- ist sem nú sé dýrara að reykja en nokkru sinni. Samkvæmt upplýs- ingum sem DV fékk frá smásölum hefur verð frá ÁTVR lækkað um 15-20% á mUli ára. Algengt verð á sígarettupakka er nú kr. 450. Upplýsingamar koma fram í svörum fjármálaráðherra við fyrir- spurn Rannveigar Guðmundsdóttur þingmanns. Rannveig vUdi einnig vita hver kostnaðurinn væri við að merkja tóbak með aðvörun um skaðsemi þess og hver bæri þann kostnað. Pjármálaráðherra segir að innkaupasamningar ÁTVR kveði aUir á um að framleiðendur merki tóbak með vamaðarmerkingum á þeirra kostnað. Ef tóbak sé hins veg- ar sérpantað fái ÁTVR það afhent ómerkt. „í slíkum tilfeUum merkir ÁTVR tóbakiö og tekur fyrir það gjald að fjárhæð 30 kr. á hverja einingu, auk virðisaukaskatts. Um lítið magn er að ræða og em tekjur af gjaldinu um 5.000 kr. á mánuði,“ segir Geir Haarde fjármálaráðherra. -BÞ DROGUM f DAG Fáðu þér mlða í síma 800 6611 eða á hhi.is HAPPDRÆTTI M HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Tilraunir á sjó: Snöggkæling stórbætir hráefnið Nýlegar tilraunir sem gerðar hafa verið með svokaUað krapakerfi um borð í einum af togurum Útgerðarfé- lags Akureyrar, hafa gefið svo góða raun að ÚA hefur ákveðið að koma slíku kerfi á í öUum togurum félags- ins. Tilraunirnar fóra fram um borð í ísfisktogaranum Harðbaki EA og ganga út á snöggkælingu á fiskinum með krapa áður en honum er komið fyrir í lestinni. Niðurstaðan varð samkvæmt talsmönnum ÚA veru- lega bætt hráefnismeðhöndlun og hefur því verið að ákveðið að setja nýja kerfið í gagnið hjá Harðbaki Árbaki og Kaldbaki, öUum ísfisktog- urum ÚA. Sæmundur Friðriksson, útgerðar- stjóri ÚA, segir að tUraunimar um borð í Haröbaki hafi sýnt fram á að uppsetning krapakerfis um borð í ísfisktogara þyki skynsamleg fjár- festing. Slíkt kerfi hafi verið reynt með mjög góðum árangri um borð í Páli Pálssyni ÍS og sú reynsla hafi líka hvatt menn tU þess að taka þessa tækni í notkun um borð í ÚA- ísfisktogurunum. Sæmundur segir að svokaUaðir flokkarar verði fengnir frá Marel um borð í skipin auk sérstakra kara frá 3X Stáli auk sjálfrar krapafram- leiðsluvélarinnar. AUur fiskur muni fara í gegnum krapakæling- una áður en hann fer niður í lest og verði þar ísaður í 440 lítra kerum á hefðbundinn hátt. Gert er ráð fyrir að síðsumars verði búnaðurinn kominn um borð í aUa ísfisktogara ÚA. -BÞ Héraðsdómur Norðurlands eystra. Ófær um akstur vegna lyfja Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt í máli þar sem ökumaður var ákærður fyrir að hafa ekið án réttinda og fyrir að hafa verið ófær um aksturinn vegna neyslu róandi lyfja. Manninum var ekki gerð refs- ing í málinu en gert að greiða tugi þúsunda í málskostnað. Maðurinn viðurkenndi brot sitt en faUið var frá kröfu um sviptingu öku- réttar. Samkvæmt blóðsýni taldi dóm- urinn fuUvíst að hlutaðeigandi hefði ekki getað stjómað bifreið með örugg- um hætti þegar blóðsýnið var tekið. Samkvæmt vottorði sakaskrár rík- isins gekkst ákærði þrisvar sinnum á árunum 1986-1990 undir sátt vegna brota gegn umferðarlögum og jafn- framt einu sinni undir sátt vegna brots gegn almennum hegningarlög- um. Á árinu 1991 var hann dæmdur tU greiðslu 30.000 króna sektar og tU að sæta sviptingu ökuréttar í 3 ár vegna brota á almennum hegningar- lögum. í ágúst 1994 gekkst hann und- ir sátt vegna brots á áfengislögum og fleiri brot mætti nefna._-BÞ Viöskiptahalli úr sögunni Steingrímur J. Sigfússon spurði í gær Davíð Odds- son forsætisráð- herra hvort láns- hæfi íslenska rík- isins hefði verið skoðað sérstaklega af innlendum og aðUum þannig að menn áttuðu sig á hvort um nei- kvæðar breytingar væri að ræða. Steingrímur vitn- aði tU álits erlends penmgafyrirtækis sem telur að láns- hæfiseinkunn ís- lendinga sé orðin neikvæð. Hann taldi griðarlegar skuldir þjóðarbús- ins vera helstu skýringuna og sagði þær komnar upp í tæplega 270% af út- flutningi. Veikleikar væm í fjármála- kerfmu og samþjöppun i bönkum væri notuð tU að raka óheyrUegum gróða að fjármálastofnunum. Skuldsetning vegna Kárahnjúkavirkjunar myndi enn hafa neikvæð áhrif á lánshæfi ís- lands. Davíð gerði fýrirvara við úttekt erlenda fyrirtækisins og sagði matið byggt á gömlum forsendum. Algjör breyting væri orðm á kringumstæðum frá því að spá fyrirtækisins var gerð. Stemgrímur þyrfti ekki aö hafa neinar áhyggjur af hagkerfmu. ViðskiptahaU- inn væri nánast úr sögunni en hann hefði verið helsta vandamálið. -BÞ Steingrímur J. Sigfússon. Davíð Oddsson. Loðnuvertíðin: 167 þúsund tonn óveidd Um 167 þúsund tonn eru óveidd af loðnukvótanum en nú eru 12 dagar þar tU páskaleyfi hefst. Eftir að veiðar hófust úr vestangöngu þá sýnist mönn- um að kvótinn náist að þessu sinni. Afl- inn um síðustu helgi var um 43.400 tonn, en hluti þess mun vera frá því i siðustu viku. HeUdarafli á loðnuvertíðinni er kom- inn í ríflega 827 þúsund tonn. Þar af hef- ur um 680 tonnum verið landað á þessu ári. Erlend skip hafa landað tæpum 25 tonnum hérlendis eftir áramótin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.