Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Blaðsíða 24
28 ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 Tilvera DV lí f iö Píanótónleikar í Salnum Pfanótónleikar verða í kvöld í Salnum, Kópavogi. Þá leikur Halldór Haraldsson skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, Eroica-tilbrigðin eftir Beet- hoven, Théme varié eftir Pou- lenc og Sinfónískar etýður, op. 13, eftir Schumann. Verkin á efnisskránni eiga það sameiginlegt að vera öll samin sem stef með tilbrigðum. Tónleikarnir eru í Tíbrár- röðinni. Krár ■ STRIPSHOW A GAUKNUM Rokk ararnir í Stripshow munu spila á Gauknum í kvöld. ■ ÖRKUML Á VÍDALÍN Hljómsveitin Orkuml mun spila alveg nýtt efni á tónleikum í kvöld á Vfdalín. Fundir og fyrirlestrar ■ HAGKVÆMNI KARA- HNJUKAVIRKJUNAR RÆDD Umhverfisstofnun Háskóla Islands og Landvernd boða til málstofu í dag kl. 17 í Lögbergi 101, HÍ. Þar verða hinir hagrænu þættir Kárahnjúkavirkjunar og álvers í Reyöarfirði til umræðu. Hagfræðingarnir Gylfi Magnússon, Siguröur Johannesson, Edda Rós Karlsdóttir, Þorsteinn Siglaugsson og Páll Haröarson flytja stutt innlegg og taka þátt í pallborðsumræðum. ■ SÁLFRÆÐI Dr. Andreas Liefooghe, Ph.D í skipulags- sálfræði, flytur erindiö Research in Organizations: the case of byllying at work í Odda, stofu 201, miðvikudaginn 13. mars, kl. 12.05- 12.55. Tónlist ■ DJASSGITARDUO A Háskólatónleikum í Norræna húsinu á morgun, miðvikudaginn 13. mars, leika Omar Einarsson og Jakob Hagedorn-Olsen á gítar eigin verk, auk verka eftir Miles Davis og Heitor Villa-Lobos. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og taka um það bil hálfa klukkustund. Leikhús_______________________ ■ FURIA Leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík, Fúría, mun í kvöld sýna leikritið Kynjaverur. Leikstjóri verks- ins er Stefán Jónsson og mun leik- ritið verða sýnt í Stúdío.is, eða gamla sjónvarpshúsinu viö Lauga- veg. Sýning kvöldsins hefst kl. 20. Sýningar ■ ART MARINES I GALLERI SKUGGA Finnsku listamennirnir Timo Mahönen og Juha Metso hafa opnað sýninguna Art Marines í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39. Þar sýna listamennirnir 18 Ijósmyndir. Gallerí Skuggi er opið alla daga nema mánudaga kl. 13-17. ■ SIGURJÓN ÓLAFS í LISTASAFN- INU A AKUREYRI I Listasafninu á Akureyri eru tvær sýningar. í aðalsölum safnsins er yfirlitssýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara en í vestursal sýnir Katrín Elvarsdóttir Ijósmyndari nýja myndröð sem hún kallar Móra. ■ ÁNAMAÐKAR Á HLEMMI Jóhannes Atli Hinriksson hefur opnaö Ijósmyndasýningu I galleri hlemmur.is. Viðfangsefnið er ánamaðkar. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18 og stendur til 30. mars. ■ LÍFVANA í LISTASAFNI ASÍ Inga Sólveig Friöjónsdóttir sýnir Ijósmyndaseríu sem ber titilinn Lífvana í Ásmundarsal, Listasafni ASI. DV-MYNDIR EDDI Indíána- og Afríkulína Hrafnhildur Arnardóttir greiðir brúðarmódeiinu sínu. Helga Braga leikkona fylgist áhugasöm með. Sýning Intercoiffure á íslandi: Síðir toppar og hippalegar greiðslur Nýjasta hártískan frá París einkennist af stórum, mjúk- um, rómantískum krullum, síðum toppum, fléttum og hippalegum greiðslum. Þetta kom fram á glæsilegri vorsýningu Intercoiffure á ís- landi nýlega. Þar gat að líta vorlín- una í hárskurði og hárgreiðslu. Intercoiffure eru alþjóðleg samtök hár- snyrta frá 35 löndum sem móta strauma og stefhu hártískunn- ar í heiminum. Þama voru meðal annars sýndar frumlegar fermingar- og hrúðargreiðslur. Einn af þeim hönnuðum sem mótuðu vor- línuna hjá samtökunum Intercoiffure í ár er is- lenski hár- meistarinn Sigmundur Sigurðsson, betur þekktur sem Simbi, er eig- hár- greiðslustof- unnar Jóa og félaga á Skólavörðu- stig 8. -Gun. Vorlínan í stúlknaklippingum Styttur og mikil hreyfing var áberandi. Meö hendur í hári Bára Kemp greiðir sínu brúðarmódeli. Nostrað viö hnakkann Hér sést nýja strákaklippingin vel. Smárabíó/Laugarásbíó/Regnboginn - Black Hawk Down ★ ★ ★'Á Víti til varnaðar Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Tilbúnir í stríö Þeir höfðu ekki fyrirfram miklar áhyggjur hermennirnir af för þeirra inn í Mogadishu. Það verður að segjast að Ridley Scott er búinn að afreka meira en flestir á siðustu árum, Gladiator, Hannibal og nú Black Hawk Down hafa komið hver á eftir annarri og ef þessar kvikmyndir sjá ekki um að halda nafni hans á lofti þá er alltaf hægt að taka til í klassikinni og bæta við Alien, Blade Runner og Thelma and Louis til að minna á hversu megnugur hann er. í Black Hawk Down fer Scott eigin leiðir í að skýra fyrir okkur versta afhroð bandaríska hersins frá því í Vietnamstríðinu, misheppnaða her- ferð inn í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, til að hertaka nokkra liðs- foringja stríðsherrans, Mohamed Farrah Aidid. Þetta var hættufor sem átti að taka rúman hálftíma, en tók rúmar átján klukkustundir. Að herfórinni lokinni var stór borgar- hluti orðinn að blóðugum vígvelli. Scott hefur valið þá leið að keyra myndina á miklum hraða með mögnuðum myndskeiðum, þar sem púðrinu er eytt í sjálf stríðsátökin. Og slík keyrsla, þar sem nánast ekk- ert er verið að rýna í bakgrunninn hefur sjaldan eða aldrei sést áður. Þessi hluti myndarinnar sem er bróðurparturinn minnir um margt á fyrstu tuttugu og fimm mínúturn- ar í Saving Private Ryan. Keyrslan byrjar þó ekki fyrr en búið er að kynna okkur fyrir aðstæðum og nokkrum persónum. Koma því með- al annars áleiðis að ákveðið hafi verið að senda alþjóðlegan her til Sómalíu til að stöðva borgarastyrj- öldina sem kostað hafði 300.000 manns lífið og reyna að hafa hend- ur í hári stríðsherrans Aidid sem sagði öllum hjálparstofnunum strið á hendur. Yflrmenn bandaríska herliðsins, sem ákváðu upp á eigin spýtur að senda herlið inn í borgina, hefðu átt að geta sagt sér fyrirfram að áhætt- an var of mikU. Þeir voru að senda menn í greni ljónsins og árangurinn varð eftir því. Tvennt kom tH. Þrýst- ingurinn var mikiU frá Washington sem heimtaði árangur og landher- inn var enn í sigurvímu eftir Flóa- striðið. Það kom best fram hjá her- mönnunum sjálfum sem nánast héldu fyrirfram að þeir væru ósigr- andi. Það kom samt fljótt í ljós i árásinni að hinir ungu hermenn vissu lítið sem ekkert um götuhern- að og unnu eftir bókinni, sem með- al annars fólst í því að skUja aldrei eftir faUinn mann. Þegar fyrri þyrl- an er skotin niður segir herforing- inn í stjórnstöðinni að þarna hefðu hans menn misst frumkvæðið. Þetta voru orð að sönnu því eftir þetta voru bandarísku hermennirnir ein- göngu í vörn og þeir sem sluppu með skrekkinn máttu eingöngu þakka þvi óskipulegum hernaði óvinarins. Ridley Scott er mikiU stflisti og þegar hann er kominn með sniUing- inn Slavomir Idziak, sem meðal annars vann náiö með Krzysztov Kieslovski, bak við myndavélina (þess má einnig geta að hann var kvikmyndatökumaður ásamt Sig- urði Sverri Pálssyni í Tár úr steini) eru honum aUir vegir færir og satt best að segja eru mörg myndskeiðin ótrúleg og ekki hægt að hafa annað orð yfir þau en sniUd. Þessi mikla keyrsla með sterku myndmáli gerir það að verkum að maður situr nán- ast lamaður i sætinu. Scott gerir ekki meira úr hlut eins hermanns- ins frekar en annars. Þó upprenn- andi stjömur á borð við Josh Hart- nett og Ewan McGregor séu þarna á meðal, þá renna þeir saman við þá óþekktu þegar aUir eru orðnir jafn skítugir. Á móti kemur að Scott gerir nán- ast ekkert i að lýsa bakgrunni stríðsins eftir einhliða skýringar í upphafl. MikU skU eru á miUi bandarísku hermannanna og þeirra sómalísku sem sýndir eru sem her- skáir viUimenn. Sjálfsagt hefði það veikt myndina ef Scott hefði eitt- hvað verið að flækja málin. Eins og hún kemur fyrir sjónir stendur hún vel fyrir sínu og er áhrifamikU lýs- ing á því hvernig hernaður getur orðið helvíti á jörðu. Leikstjóri: Ridley Scott. Handrit: Ken Nol- an eftir bók Mark Bowden. Kvikmynda- taka: Slavomir Idziak. Tónlist: Hanz Zimmer. Aóalhlutverk: Josh Hartnett, Ewan McGregor, Sam Shepard og Tom Sizemore.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.