Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002
Viðskipti__________
Umsjón: Viöskiptablaðiö
HagnaðurLandsbankans
eykst um 83% milli ára
Hagnaður Landsbankasamstæð-
unnar nam 1.749 milljónum króna
á árinu 2001, samanborið við 955
milljónir króna árið áður. Aukn-
ingin nemur samtals 83% og er af-
koman töluvert umfram væntingar
sem höfðu gert ráð fyrir 1.533 millj-
óna króna hagnaði. Hagnaður
Landsbankasamstæðunnar fyrir
skatta og hlutdeild minnihluta
nam 1.846 milljónum króna, sam-
anborið við 1.504 milljónir króna
árið 2000.
Almenn viðskiptabankastarf-
semi bankans gekk vel á árinu
2001, að mati forsvarsmanna bank-
ans, og er rekstrarniðurstaða
bankans í heild viðunandi og í
samræmi við áætlanir. Tímabund-
in versnandi skilyrði í efnahags-
umhverfi setja þó mark sitt á
rekstrarafkomuna. Bankinn jók
t.d. framlag sitt í afskriftareikning
útlána verulega á árinu og nam
framlagið 1,2% af meðalstöðu út-
lána. Þá varð bankinn fyrir veru-
legu gengistapi af hlutabréfaeign á
árinu sem rekja má til almennra
verðlækkana á mörkuðum og þá
sérstaklega á sviði upplýsinga-
tækni, fjarskipta og líftækni.
í kjölfar m.a. batnandi eiginfjár-
stöðu samhliða horfum um batn-
andi efnahags-ástand og breytt
rekstrarumhverfi hefur Landsbank-
inn endurskoðað arðsemismarkmið
sín þannig að arðsemi eigin fjár
verði 13-16% eftir skatta í stað
9-12% áður.
Kostnaðarhlutfall samstæðunnar,
þ.e. rekstrarkostnaður sem hlutfall
af rekstrartekjum, var 66,2% á ár-
inu 2001 samanborið við 71,5% á ár-
inu 2000. Hreinar vaxtatekjur juk-
ust um 46% og námu 8,8 miUjörðum
króna á árinu. Framlag í afskrifta-
reikning útlána jókst um 72% á ár-
inu 2001 og nam 2,3 milljörðum
króna. Heildareignir samstæðunnar
jukust um 12% á árinu og námu 269
milljörðum króna i lok ársins. Útlán
jukust um 18% og námu 199 millj-
örðum króna í lok árs 2001. Innlán
Landsbankans jukust mest allra
banka og sparisjóða á árinu 2001 og
námu 100 milljörðum króna í lok
árs 2001. Bankaráð Landsbankans
hefur ákveðið að verja hluta af
hagnaði ársins til greiðslu á
kaupauka til starfsfólks samkvæmt
árangurstengdu kaupaukakerfi sem
á var komið á árinu 2000. Mun
kaupauki til þeirra starfsmanna
sem kerfið tekur til verða að meðal-
tali um 60 þúsund krónur, en
greiðslur verða á bilinu 40-90 þús-
und krónur eftir starfsmati sam-
kvæmt árangursstjórnunarkerfi.
Hagnaöur
margfaldast
Hagnaður Delta-samstæðunnar á ár-
inu 2001 nam 813 milljónum króna eft-
ir skatta en hagnaður ársins á undan
var um 220 milljónir króna sem þýða
tæplega fjórföldun á hagnaði milli ára.
Afkoman er einnig mun betri en áætl-
anir í upphafi árs gerðu ráð fyrir.
Þannig er afkoman 105% yfir áætlun
ársins. Til samanburðar var hagnaður
ársins 2000 um 220 milljónir króna sem
er 266% aukning milli ára.
í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur
iram að rekstrartekjur ársins námu
alls 5.359 milljónum króna samanborið
við 2.090 milljónir króna árið áður og
er það aukning um 156%. Áætlun árs-
ins gerði ráð fyrir 2.679 miiljóna króna
veltu og nemur aukningin því um 94%.
Hagnaður fyrir vexti, afskriftir og
skatta (EBITDA) er 1.655 milljónir
króna samanborið við 669 milljónir
króna árið 2000. Áætlanir ársins gerðu
ráð fyrir 870 miEjónum króna sem er
aukning um 90%.
Heildareignir samstæðunnar voru
7.859 milljónir króna í árslok, skuldir
5.395 milljónir króna og eigið fé 2.464
milljónir krónar. Eiginfjárhlutfall í
árslok var 31% samanborið við 42%
árið á undan.
Pharmaco og Listasafn íslands handsala samstarfssamning
Pharmaco hf. og Listasafn íslands hafa gert samstarfssamning fyrir árin 2002 og 2003. Pharmaco veröur aöalstyrkt-
araöili Listasafnsins á tímabilinu og nemur framlag fyrirtækisins 12 milljónum króna. Með þessu vill Pharmaco styöja
og styrkja menningarlíf á íslandi og stuöla aö kynningu íslenskrar listar erlendis. Á myndinni eru Knútur Bruun, for-
maöur safnráös, Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco, Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafnsins, og Björgólfur Thor
Björgólfsson stjórnarmaöur en samningurinn var undirritaöur ígær á sýningunni „Huglæg tjáning - máttur Htarins“
sem sýnir hvernig fjórir íslenskir listmálarar unnu í anda expressjónismans.
sendu SMIS
og þú getur unnidS
Ei þú ert ekki áskrifendi aö DV þá býðst þér tækifæri
til að taka þátt í SMS-óskriftarleik DV þar sem
giæsiiegir vinningar eru i boöí. Eingöngu verdur
dregið úr skilaboðum nýrra óskrifenda. Dreginn verður
vinntngshafi vikulega frá 23. feb. - 23. mars 2002.
Svona gerír þú:
Sendu SMS skilaboö »IS DV" 1848 (Siminn), 1415 (Tal) eða farðu í
.Glugginn” og .Nýtt* hjá klandssima.
Nu ert þú akráö(ur) í leikinrt œ starfsfólk DV mun liala sambancJ víð
til ðö fé nánari upplýsíngar varóandí áskriftína.
Vínningar:
1. Vorðfaun eru víkuforð fyrír tvo til Algarve i Portúgal m«ð
f«rða*krif*tofunní TERRANOVA SOL. Dvalið «r ó giassihótalinu Hotel
Paraiso do Albufalra og matur oq drykkir iríit |ii kl. 23.00 á kvöldín.
2-5. Verðlaun oru frábaortr Nokia 5210 farsímar,
Aukavínningar:
100 stk. 16* piz/ur fró Pmb 67, Npshyl.
Metár í sögu Samherja
- langt yfir væntingum
Hagnaður Samherja hf.
var 1.108 milljónir króna á
síðasta ári samanborið við
726 milljóna króna hagnað
árið 2000. Veltufé frá
rekstri félagsins nær þre-
faldaðist frá árinu áður og
nam 3.092 milljónum
króna. Aíkoma Samherja
var langt yfir væntingum
íjármálafyrirtækjanna
sem höfðu spáð 688 millj-
óna króna hagnaði.
Rekstrartekjur samstæðu
félagsins námu rúmum 13 milljörðum
króna en rekstrargjöld 9,4 milljörðum.
Hagnaður fyrir afskriftir var rúmir
3,6 milljarðar króna. Afskriftir námu
rúmum milljarði króna og fjár-
magnsliðir voru neikvæðir um 1,3
milljarða. Inni í þeirri tölu eru áhrif
hlutdeildarfélaga sem voru neikvæð
um 74 milljónir króna.
Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, segir að árið hafi ver-
ið afar gott ár í rekstri Samherja og
án efa besta rekstrarár fé-
lagsins frá upphafi. „Þriggja
milljarða króna fjármuna-
myndun í rekstri félagsins
segir sína sögu. Ytri aðstæð-
ur þ.e. gengi gjaldmiðla og
markaðir voru félaginu
óvenju hagstæðar og al-
mennt séð gekk rekstur allra
þátta í starfseminni vel á ár-
inu.“
Þá telur Þorsteinn horfur
í rekstrinum fyrir yfirstand-
andi ár vera góðar. „Við höf-
um verið að aðlaga skipastól okkar að
aflaheimildum með það markmið að
hámarka nýtingu fastafjármuna fé-
lagsins. Kaup á Hannover í stað Bald-
vins Þorsteinssonar er liður í því en
skipið er nú í lengingu i Lettlandi og
er væntanlegt inn í rekstur félagsins
um mitt ár. Við getum því ekki annað
en horft björtum augum til framtíðar
og munum eins og síðastliðið ár birta
áætlanir okkar á aðalfundi félagsins,"
segir Þorsteinn Már.
Batnandi ástand í BNA
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum
mældist 5,5% í febrúar en spár
markaðsaðila gerðu ráð fyrir um
5,8% atvinnuleysi. Störfum fjölgaði
um 66.000 og er þetta fyrsta fjölgun
starfa síðan júlí á síðasta ári. At-
vinnuleysistölur eru einn af mikil-
vægustu hagvísunum og hafði áhrif
til hækkunar á hlutabréfamörkuð-
um á föstudag. Nasdaq-vísitalan
hækkaði um 2,55% og hefur nú
hækkað um 12,43% síðan 21. febrú-
ar. Auk atvinnuleysistalna komu
einnig jákvæðar fréttir frá Intel og
Sun Microsystems sem höfðu áhrif
til hækkunar vísitölunnar. S&P 500
og Dow Jones-vísitölurnar hækk-
uðu báðar um u.þ.b. 0,5%.
DV
Þetta helst
HEILDARVIÐSKIPTI 6.500 m.kr.
Hlutabréf 2.737 m.kr.
Húsbréf 2.301 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
0 íslandsbanki 991 m.kr.
j g Þormóöur rammi-Sæberg 289 m.kr.
(0 Baugur 167 m.kr.
MESTA HÆKKUN
0 Islandssími 6,7%
0 íslenskir aðalverktakar 2,1%
0 Islandsbanki 1,9%
MESTA UEKKUN
0 Islenski hlutabréfasjóðurinn 2,7%
0 Landsbankinn 1,8%
0 Skeljungur 1,0%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.295 stig
- Breyting 0 0,27 %
Rök fyrir samein-
ingu SH og SÍF
Róbert Guðfinnsson, stjórnarfor-
maður SH, sagði á aðalfundi félags-
ins á föstudag að við fyrstu sýn
mæltu sterk rök með sameiningu SH
og SÍF hf. Þannig telur hann að auka
mætti samanlagðan hagnað félag-
anna um 50%. Hann sagði þetta vera
sínar eigin hugleiðingar og heföu
þær ekki verið ræddar í stjórn SH og
engin afstaða tekin til þeirra.
1 Morgunkorni íslandsbanka í gær
kemur fram að miðað við nýliðið ár
megi ætla að samanlögð velta félag-
anna hafi verið um 117 milljarðar
króna, hagnaður þeirra fyrir af-
skriftir um 3,8 milljarðar og hagnað-
ur um 1,2 milljarðar króna. Heildar-
eignir þeirra séu samtals um 53
milljarðar króna og markaðsvirði
14,2 milljarðar. „Helstu rökin sem
mæla með sameiningu félaganna er
þróun í átt tO færri og stærri við-
skiptavina, svo sem í smásölu og
veitingarekstri, og samlegðar-áhrif á
erlendum mörkuðum. Þá verja bæði
félögin miklu fjármagni og tíma í öfl-
un nýrra viðskiptatækifæra um ali-
an heim. Til viðbótar má segja að sú
mikla samkeppni sem ríkti milli fé-
laganna hér á landi sé nú að mestu
úr sögunni og keppinautarnir séu nú
helst stórir erlendir matvælafram-
leiðendur," segir í Morgunkorni.
Kaupþing aðili
að eistnesku
kauphöllinni
Aðildarumsókn Kaupthing Sofi
aö Kauphöllinni í Tallinn í Eist-
landi hefur verið samþykkt, að því
er kemur fram í fréttatilkynningu
frá Kaupþingi. Alls eru 14 bankar og
verðbréfafyrirtæki aðilar að kaup-
höllinni í Tallinn og er Kaupthing
Sofi einn fimm aðila sem starfa
utan Eistlands.
Kaupthing Sofi, dótturfélag Kaup-
þings í Finnlandi, hefur töluverða
reynslu af viðskiptum með hluta-
bréf flestra skráðra fyrirtækja í
Eistlandi. Að sögn Mika Lehto,
framkvæmdastjóra Kaupthing Sofi,
mun þessi aöild veita félaginu enn
greiðari aðgang að viðskiptum í
Eistlandi. Alls er Kaupþingssam-
stæðan nú aðili aö sex kauphöllum
auk Kauphallarinnar i Tallinn í
Eistlandi, þ.e. á íslandi, í Kaup-
mannahöfn, Stokkhólmi, Helsinki
og Lúxemborg og á Nasdaq í Banda-
ríkjum Noröur-Ameríku.
IffáffltlTH 12. 03. 2002 kl. 9.15
IHPoHar EsOPund 1*1 Kan. dollar KAUP 100,100 SALA 100,610
141,620 63,180 142,340 63,570
i ~1 Dönsk kr. 11,7780 11,8430
iHaáNofsk kr 11,3410 11,4030
ÍSænsk kr. 9,6420 9,6950
O Sviss. franki 59,5500 59,8800
1 • |Jap. yen 0,7772 0,7819
^ECU 87,5178 88,0437
SDR 125,2600 126,0200