Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.03.2002, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2œ2 13 DV Fiðluveisla í Ými DV-MYND E.ÓL. Góöur vitnisburður um stööu fiöiunnar í upphafi 21. aldarinnar á íslandi. Sigurbjörn Bernharðsson, Guöný Guðmundsdóttir, Sigrún Eðvaldsdóttir, Pálína Árnadóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Sif Tulinius. Boðið var til mikillar fiðluveislu á sunnudags-síðdegistónleikum í Ými um síðustu helgi. Á tónleikunum, sem tóku um þrjár klukkustundir með tveimur hléum, voru fluttar allar sónötur og partítur Bachs fyrir einleiksflðlu, og voru flytjendumir Guöný Guðmunds- dóttir og flmm fyrrum nemendur henn- ar sem allir hafa haslað sér völl sem af- bragðs fiðluleikarar: Auður Hafsteins- dóttir, Pálína Ámadóttir, Sif Tulinius, Sigrún Eðvaldsdóttir og Sigurbjöm Bernharðsson. Sum þeirra eiga einnig sameiginlegt að hafa stundað nám hjá Gígju Jóhannsdóttur og ffamhaldsnám hjá Vamos-hjónunum, Almitu og Rol- and. Þetta vom þvi ff óðlegir tónleikar fyr- ir margar sakir og ekki síst gaman að fylgjast með og heyra hvemig einstak- lingar með svo líkan grunn að baki geta verið ólíkir og Bach kannski best- ur til að sýna fram á þann mun þar sem tónlist hans veitir ákveðið svigrúm fyrir mjög persónu- lega túlkun. Hvort sem fólk leitar eftir „uppmna- legum“ hljómi eða fer út í rómantíkina hljómar hann alltaf vel ef túlkunin er sannfærandi og ekki farið út fyrir öll velsæmismörk. Persónuleg túlkun og sannfærandi getur skrif- ast á alla flytjendurna og lík voru þau að einu leyti: að hafa það vald yfir hljóðfærinu að geta tjáð tilfinningar sinar óheftar í tónlistinni og gef- ið sig henni á vald. Sigurbjöm reiö á vaðið með Sónötu nr. 1 i g moll og var leikur hans einkar músíkalskur og fallegur, sérstaklega tveir síðustu þættirnir, Sicilianan einkar hjartnæm og Prestokaflinn lék í höndum hans og fór yfir áheyr- endasalinn rétt eins og hlýr andvari. Tónlist Ef ég ætti að nota eitt lýsingarorð fyrir flutning Sifjar á Partítunni nr. 1 í h moll væri það þokka- fullt. Ást’hennar á tónlistinni skein langar leiðir og nostrað var við hverja hendingu en leikur hennar þó svo áreynslulaus. Það var því hrein unun bæði að heyra hana og sjá hana verða eitt með hljóðfæri sínu. Það kom í hlut Pálínu að leika Sónötu nr. 2 í a moll og ánægjulegt að sjá hversu ört hún hefur vaxið sem listamaður, en hún stundar nú nám við Juilliard-tónlistarháskólann í New York. Hún var öryggið uppmálað í flutningi sínum á sónötunni og skapaði fallega heild með hófstilltum leik sín- um og tæmi og einlægri túlkun. Mér skilst að flytjendur hafi dregið um hver spilaði hvað og því skemmti- leg tilviljun að Guðný skyldi fá hinn feita bita sem Partítan nr. 2 í d moll er - með sínum stórfenglega lokakafla þar sem er hin þekkta Chiaconna. Leikur Guðnýjar lýsti af einhverju óheftu frelsi og lipurð sem gerði það að verk- um að framvinda verksins var eins eðlileg og má vera. Chiaconnan mögn- uð, knúin áfram af ósýnilegum drif- krafti, og leikurinn bæði glæsilegur og virtúósískur eins og við á. Sigrún lék síðustu sónötuna, þá nr. 3 i C dúr, og var leikur hennar spenn- andi, kröftugur og heillandi. Hin gríð- armikla fúga lék í höndunum á henni og var hún hreint snilldarlega leikin sem og sónatan í heild sinni. Síðust á sviðið var Auður sem lék Partítu nr. 3 í E dúr og gerði það af miklum glæsibrag. Leikur hennar einkenndist fyrst og fremst af reisn og þokka, öll mótun skýr, dýnamíkin einstaklega fal- leg og finleg, blæbrigðin sömuleiðis. í heild var flutningur hennar einkar smekklegur og fallegur og viðeigandi endir á vel heppnuðum og eftir- minnilegum tónleikum. Væri gaman að ganga skrefi lengra og hljóðrita tónleikana sem vitnis- burð um stöðu fiðlunnar í upphafi 2L aldarinnar á íslandi. Amdis Björk Ásgeirsdóttir Tónlist 4'- 7K ' Jói dansar Það var nánast húsfyllir á svonefndum 15:15 tónleikum Caput-hópsins á Nýja sviði Borgarleik- hússins síðastliðinn laugardag. Sjálfsagt var aðal- ástæðan sú að verið var að frumflytja dansverkið Jóa eftir Láru Stefánsdóttur og Guðna Franzson, sem var samið sérstaklega fyrir Jóhann Frey Björgvinsson dansara. Tónlistin var flutt af þeim Hilmari Jenssyni á rafgítar og Matthíasi Hem- stock á glös. Að sjálfsögðu var það Jóhann Freyr sem dansaði. í tónleikaskrá var sagt að „Jói gæti verið um ástina, einhverskonar ást; gæti verið um lífið, ein- hverskonar líf en gæti líka verið um eitthvað ann- að“. Ástin er sterkur möguleiki því dansinn byrj- aði á liggjandi stöðu Jóhanns Freys á 32 kven- mannsbrjóstum við sviðshrúnina, en síðar settist hann ofan á skúlptúr af rassi sem var hafður aft- ast á sviðinu: Dansinn var í alla staði fallegur og tjáningarríkur, án þess að vera yfirborðslegur, og féll einkar vel að draumkenndri tónlistinni sem var hugljúf og skemmtileg áheyrnar. Jói vakti mikla hrifningu tónleikagesta sem æptu og klöpp- uðu drykklanga stund og er aðstandendum hér með óskað til hamingju með vel heppnað dans- verk. Annað á þessum tónleikum var nokkuð mis- jafnt. Best af öllu var Cho eftir Þorstein Hauks- son, en það er fyrir flautu og tölvuhljóð. Tölvu- hljóðin eru unnin upp úr flaututónum en einnig var einhvers konar sjávamiður áberandi og var það allt svo haganlega samsett að unaður var á að hlýða. Flautuleikurinn, sem var í höndum Kolbeins Bjamasonar, sameinaðist undurfógrum tölvuhljóðun- um svo dásamlega vel að maður féll í stafi og var flutningur Kolbeins einstaklega mjúkur og viðkvæmur og eftir því seið- magnaður. Cho er erfitt að lýsa með orð- um og ég ætla ekki einu sinni að reyna það hér, þetta er einfaldlega snilldarverk og ekki af þessum heimi. Tvær tónsmíðar voru frumfluttar á tónleikun- um, Diplopia eftir finnska tónskáldið Jukka Koskinen og Consertino fyrir átta hljóðfæri eftir Þórð Magnússon. Diplopia er fyrir þrettán hljóð- færaleikara og gæti verið tilbrigði við æfingu hjá Almannavörnum því tónlistin samanstendur af löngum, aflíðandi tónum, býsna óþægflegum áheyrnar, sem umhverfast í eitthvað annað, og svo enn annað, uns þeir hverfa niður í hryllilegt brak úr strengjahljóðfærum, eins og verið sé að kremja hljóðfærin. Diplopia er markvisst upp- byggð, og þó tónsmíðin hafi ekki verið skemmti- leg við fyrstu áheym var stígandin í henni tals- vert áhrifamikil. Tónskáldið sjálft var við píanóið og var leikur allra hljóðfæraleikaranna sérlega nákvæmur og vandaður undir öruggri stjórn Guðna Franzsonar. 1 / Tjáningarríkur dans Jóhann Freyr dansar um ástina og lífið. Hin frumflutta tónsmíðin var ekki eins mark- verð, nemendaverk eftir Þórð Magnússon, hálf- gerð stílæfing sem er að sumu leyti ágætlega unn- in en dálítið ofhlaðin og eftir þvi þreytandi. Tvö verk eftir Kaiju Saariaho voru á efnis- skránni, hið fyrra NoaNoa fyrir flautu og tölvu- hljóð en hið síðara Cendres fyrir altflautu, selló og píanó. NoaNoa, sem Kolbeinn flutti, samanstóð af ýmsum hljóðeffektum og var svo langdregið og til- breytingarlaust að manni hálfleiddist. Cendres var betra, að mestu aðeins fingerð blæbrigði sem skiluðu sér vel í meðfórum þeirrar Bryndísar Höllu Gylfadóttur sellóleikara, Valgerðar Andrés- dóttur píanóleikara og Kolbeins Bjarnasonar. í stuttu máli voru þetta ágætir tónleikar og oft skemmtilegir. Jónas Sen Tónlist_____________________________________________________________________________| Norræn samvinna í villigötum - Grisfo-tríóiö í Norræna húsinu Það ríkti óneitanlega mikill fögnuður meðal djassáhugafólks þegar norræn samvinna komst loksins á það stig að veittir voru peningar úr digr- um sjóðum til þess að standa undir kostnaði viö ýmislegar uppákomur, allt frá stórsveitarspili tfl tónleika minni hljómsveita. Þessi norræna við- leitni hefur vissulega skilað frábærum árangri. Ungir djassleikarar hafa fengið að spreyta sig - danskir hafa spilað með fmnskum, finnskir með sænskum, sænskir með álenskum, færeyskir með íslenskum og jafnvel dönskum djassleikurum. Á hinn bóginn hafa styrkirnir oft á tíðum runn- ið í rangan farveg. Allt í einu hafa orðið til grúpp- ur sem ekki hafa neinn annan augljósan tilgang en að hreppa norrænan styrk til tónleikahalds. Út af fyrir sig er gott og blessað að tónlistarmenn frá hinum ýmsu norrænu löndum fái tækifæri til að spila saman og njóta þess! En oftast skilja þessi „styrkjabönd" lítið eftn sig. Fyrir nokkru var gefinn kostur á norrænum styrk fyrir tríó skipað tónlistarmönnum frá Grænlandi, Færeyjum og íslandi. Ágætir djass- leikarar notuðu hann til að stofna „styrkjaband" sem þeir nefndu GRISFO (Grænland/ísland/Fær- eyjar). „Grislingarnir" eru ekki af verri endanum eins og lesa mátti um á menningarsíðu DV sl. miðvikudag, þeir Jim Milne, Bandaríkjamaður sem búið hefur á Grænlandi í 26 ár, Edvard Ny- holm Debess, kontrabassaleikari og tónskáld, og síðast en ekki síst Sigurður „okkar“ Flosason. Vitaskuld lítur svona hljómsveit vel út á um- sóknareyðublöðum, enda fékk GRISFO styrk til tónleikáhalds víða um lönd. Áður en þeir komu hingað til leiks voru þeir búnir að leika tvisvar í Katuaq, tónlistarhúsi Grænlands, og einu sinni í Norðurlandahúsinu í Tórshavn. Á sunnudaginn var léku þeir svo i Norræna húsinu í Reykjavík fýrir hálfsetnu húsi. Grisfo trekkti ekki nægilega mikið, enda óþekkt með öllu í djassinum. Tríóið tróð upp með rúmlega klukkustundar dagskrá þar sem heyra mátti tónsmíðar eftir félaga tríósins, skemmtilega ópusa en æði misjafna eins og gengur. Einna helst voru tilþrif í tónsmíöum sem byggðar voru á þjóð- legum nótum og/eða þjóðlegum aðstæðum. Þeirra á meðal voru Qajaasat eftir Jim Milne, byggt á grænlenskum náttúrufyrirbrigðum, og Flórin Bænadiktson eftir Edvard Debess, byggt á þekktu færeysku danslagi. Það þekkkja margir viðlagið: „Latum meg sova á tinum armi, ríka jomfrúa." Leikur tríósins bar þess því miður merki að þeir félagar þekktu ekki inn á spilamennsku hver annars. Ef Grisfo fær tækifæri (og styrki!) til að leika meira saman og lengur verður óneitanlega spennandi að heyra þá aftur. Þeir félagar eru góð- ir djassleikarar, hver fyrir sig, en þeir þurfa vissulega lengri tima til þess að láta Grisfo ganga upp. Og þeir hafa alla möguleika til þess - athygl- isverðar tónsmíðar, góða hæfileika og sterka djasstilfinningu. Grisfo var vel tekið í Norræna húsinu. Þeir léku eitt aukalag, „Heima er best“ eftir Sigurð Flosason. Þessi ágæti vettvangur djasseinleiks sannaði fæmi þeirra sem tónlistarmanna, en nafnið var á vissan hátt réttnefni. Ólafur Stephensen ___________________Menning Umsjön: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Með suðrænum blæ Á háskólatónleikunum í Norræna hús- inu á morgun kl. 12.30 leika Ómar Einars- son og Jakob Hagedom-Olsen djassgítar- dúó á tvo klassíska gítara. Bæði leika þeir eigin verk og verk eftir Miles Davis og Heitor Villa-Lobos. Tónleikarnir taka um það bil hálfa klukkustund. Svört melódía Vegna góðra undirtekta verður bætt við þremur sýningum á A Toast to Harlem - Svört melódía. Flytjendur eru Jóhanna Jónas leikkona, Margrét Eir söngkona og Guðmundur Pétursson gítarleikari og er sýningin sambland af blús & gospel tónlist og leiknu efni eftir tvo ameríska rithöf- unda af afrískum uppruna, Langston Hug- hes og Mayu Angelou. Gagnrýnandi DV var ekki í vafa: „Sýning sem allir ættu að sjá, strax i kvöld!“ Svört melódia verður í Kaffileikhúsinu annað kvöld kl. 21, fós. 22. mars og miðv. 27. mars á sama tíma. Miðapantanir í síma 551 9030. Herra Palomar Bjartur hefur gefið út skáldverkið Herra Palom- ar eftir ítalska rithöfund- inn Italo Calvino í þýðingu Guðbjarnar Sigurmunds- sonar. Þetta er íjórtánda verkið sem kemur út í Neon-bókaklúbbi forlags- ins en honum var hleypt af stokkunum árið 1998. 1 bókinni slæst lesandinn í fór með herra Palomar sem ver tíma sínum í að horfa á öldurnar og nakinn barm konunn- ar á ströndinni, hugsa um líkamsburði gíraffans og hugarheim hvítu górillunnar í dýragarðinum, gimast gæsafeitina i kjöt- búðinni og hlýða á samtal svartþrastanna i garðinum. Sá sem sér heiminn og himin- tunglin með augum herra Palomars verð- ur aldrei samur á eftir. Italo Calvino er i hópi frumlegustu rit- höfunda tuttugustu aldar og er honum gjaman skipað í flokk með skáldum á borð við Jorge Luis Borges, Georges Perec og Robert Walser. Endurfundur Kanada Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum og Nor- ræna félagið um kanadísk fræði (the Nor- dic Association for Canadian Studies, NACS) hafa gefið út greinasöfnin Re- discovering Canada, Image, Place and Text, og Rediscovering Canadian Difference. Greinarnar em á ensku og frönsku og eru aðallega afrakst- ur fjölþjóðlegrar ráðstefnu sem haldin var í ágúst 1999 undir yfirskriftinni Re- discovering Canada. Fræðimennirnir sem eiga greinar í bókunum koma frá Kanada, Bandaríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi, Hollandi, Bretlandi, Póllandi, Ungverja- landi, Rúmeníu, Svíþjóð, Finnlandi, Dan- mörku og íslandi. Fyrrnefnda bókin er 16. heftið í fræði- ritröðinni NACS Text Series. í henni eru 23 greinar sem flestar endurskoða frá sagnfræðilegum eða textafræðilegum sjón- arhóli ýmsa fleti á ímynd Kanada eða ein- stakra fylkja, og mótun hennar frá upp- hafi landkönnunar fram á okkar daga í bókmenntum og listum. Síðamefnda bókin er 17. heftið I NACS Text Series og hefur að geyma 26 greinar sem taka íjölþjóðlegt samhengi kanadískr- ar sögu og menningar til athugunar og all- margir höfundar beina sjónum sínum að sögulegum og menningarlegum tengslum íslands og Kanada. Meðal greinahöfunda eru David Arnason, Úlfar Bragason, Pat Byrne, Guðrún Björk Guðsteinsdóttir, Kristjana Gunnars, Sigfríður Gunnlaugs- dóttir, Viðar Hreinsson, Daisy Neijmann og W. D. Valgardson. Ritstjóri og höfund- ur inngangs að greinasöfnunmn er Guö- rún Björk Guðsteinsdóttir, aðalritstjóri NACS Text Series. Háskólaútgáfan sér um dreifingu bókanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.