Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2002, Side 15
14
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2002
MIÐVKUDAGUR 27. MARS 2002
19
Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson
Aöalritstjóri: Óli Bjðm Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aöstoóarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Ritstjórn, skrifstofur, augiýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þvorholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Ósanngjam skattur
Með innheimtu erfðafjárskatts er skattlagning í raun
tvöföld þar sem búið er að greiða skatt af þeim fjármunum
og verðmætum sem erfast. Svo segir meðal annars í grein-
argerð frumvarps sem sex þingmenn Sjálfstæðisflokksins
hafa lagt fram um breytingu á lögum um erfðafjárskatt.
Fyrsti flutningsmaður er Gunnar I. Birgisson. Frumvarp
þetta er tímabært en kemur seint fram á þessu þingi. Þess
er því vart að vænta að það fái afgreiðslu fyrir þinglok en
flutningsmenn vonast til þess að það verði tekið upp aftur
á haustþinginu.
Fram kemur hjá fyrsta flutningsmanni í DV í dag að
erfðafjárskattar, eins og þeir eru nú, séu afar ósanngjarnir.
Um sé að ræða tvísköttun af verstu gerð. Það er ekki ofmælt
enda búið að borga margoft af þeim eignum sem fólk erfir.
í frumvarpinu er lagt til að hætt verði að miða fjárhæð
erfðafjárskatts við sifjatengsl erfingja og arfleiðanda og
þess í stað lagður á flatur 5 prósent erfðafjárskattur á alla
erfingja, hver sem sifjatengslin eru. Áfram er þó gert ráð
fyrir að af arfi sem fellur til þess hjóna eða sambýlisfólks
sem lifir hitt verði enginn erfðafjárskattur greiddur. Hið
sama gildi um arf sem fellur til kirkna, opinberra sjóða,
líknar- og menningarstofnana eða félaga.
Sanngjarnt er að erfingjar greiði lága upphæð í skipta-
kostnað, t.d. 5 prósent eins og flutningsmenn frumvarpsins
leggja til. Samkvæmt núgildandi lögum eru erfingjar látnir
greiða mismikla skatta af arfinum. Niðjar hins látna greiða
t.d. 5-10 prósent, foreldrar hins látna 15-25 prósent og afi og
amma og aðrir fjarskyldari, eða óskyldir aðilar greiða nú
30-45 prósent.
Þessar háu skattar hafa leitt til alls konar undanbragða
eins og vill verða þegar fólk telur skatta ósanngjarna. Á því
þarf að verða bót og slíkt ætti að nást fram verði frumvarp
sexmenninganna að lögum, eða frumvarp áþekkt þessu. Þá
benda flutningsmenn á að auk þess að erfmgjar greiði mis-
háa skatta af arfi sé mörgum dánarbúum skipt á þann hátt
að engir skattar séu greiddir. Með frumvarpinu, verði það
að lögum, myndi draga úr slíku og fólk greiddi þess í stað
5 prósent skatt.
Lcekkun stýrivaxta
Birgir ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar
Seðlabankans, tilkynnti á ársfundi bankans í gær lækkun
stýrivaxta um hálft prósentustig. Bankastjórinn sagði
ástæðu vaxtalækkunarinnar nú þróun gengis íslensku
krónunnar. Aðhald í peningamálum yrði þó áfram mikið
en líkur væru á að verðbólguspá bankans stæðist.
Bankinn hefur haldið uppi háum vöxtum í baráttunni
gegn verðbólgu. Hart hefur verið sótt að honum um lækk-
un stýrivaxta enda vaxtabyrðin þung bæði einstaklingum
og fyrirtækjum. Víst má telja að ákvörðun Landsbankans
um vaxtalækkun á dögunum, og ákvörðun annarra við-
skiptabanka að fylgja í kjölfarið, hafi ýtt á ákvörðun Seðla-
bankans nú.
Mjög hefur dregið úr þenslu í atvinnulífi hér og atvinnu-
leysi hefur aukist. Vaxtalækkunin nú er því tímabær. Frek-
ari vaxtalækkanir ættu að fylgja í kjölfarið enda sagði Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans í gær
að vaxtalækkunarferli væri hafið.
Tök hafa náðst á verðbólgu á ný eftir að hún rauk upp.
Það ber ekki síst að þakka ábyrgri afstöðu aðila vinnu-
markaðarins sem settu sér, í samvinnu við síjórnvöld, stíf
verðbólgumarkmið og miðuðu þá við svokölluð rauð strik
í maí. Haldi allir vöku sinni er von til þess að þau metnað-
arfullu markmið náist og þar með verði áframhaldandi
friður á vinnumarkaði tryggður.
Jónas Haraldsson
DV
Skoðun
Nú er mál að linni
NORAL-ævintýrinu er
lokið. Risaálverksmiðjan
sem Framsóknarflokkurinn
studdur af ríkisstjórn Dav-
íðs Oddssonar hefur í nær 5
ár haldið að Austfirðingum
reyndist tálsýn. Yfirlýsing-
in sem iðnaðarráðherra
kreisti út úr Norsk Hydro
miðar hins vegar að því að
halda blekkingaleíknum
áfram og tryggja Lands-
virkjun leyfl fyrir Kára-
hnjúkavirkjun. Verði sú
virkjun einhvern tíma
byggð mun hún ekki framleiða raf-
orku fyrir stóriðju á Austurlandi
heldur annars staðar.
Því verður tæpast trúað að Alþingi
fari við þessar aðstæður að sam-
þykkja heimild fyrir virkjuninni og
koma þannig í veg fyrir að Austflrð-
ingar og aðrir geti hagnýtt sér víð-
emin norðan Vatnajökuls með stofn-
un þjóðgarðs. Slíkt væri siðlaust með
öllu. Kárahnjúkavirkjun á engan telj-
andi stuðning á Austurlandi þegar
álverksmiðjan er fyrir bí.
Ábyrgö forystumanna
Ráðherrar Framsóknarflokksins
bera auðvitað mesta ábyrgð
á því hvemig komið er.
Þeir hafa nú ár eftir ár
oftúlkað NORAL-samning-
inn við Norsk Hydro sem
aldrei snerist um annað af
hálfu þess síðamefnda en
athugun án nokkurra
skuldbindinga um fram-
kvæmdir að henni lokinni.
Meirihluti sveitarstjórnar-
manna eystra hefur látið
teyma sig á asnaeyrunum,
kynt undir væntingar og
hagað sér eins og allt væri i
hendi. Verst er ef þeir hinir sömu sjá
nú ekki að sér heldur ætla að halda
leiknum áfram eins og ekkert hafi í
skorist.
Fjárfestar em ekki á leiðinni í stað
Norsk Hydro. Reyðarfjörður hentar
ekki fyrir risaálver, hvað þá að við-
bættri rafskautaverksmiðju. Ekkert
er brýnna fyrir Austurland en að nú
verði fylkt liði um raunsæja kosti til
að treysta byggð og efla mannlíf á
sjálfbærum forsendum. Togkraftam-
ir burt liggja ekki aðeins til höfuð-
borgarsvæðisins heldur einnig til
Akureyrar, studdir af fráleitri kjör-
dæmabreytingu.
Hjörieifur
Guttormsson
fyrrv. alþingismaöur
Ég skrapp út fyrir mörk hins málaráðuneytinu, Vestfirði. Fööur-
byggilega heims á dögunum, í lands- amma mín varð níræð og hefur hún
hlutann sem er ekki til í byggða- samt alið allan sinn aldur í þessum
„Hafís, snjóflóð, jarðskjálftar, eldgos, Davíð Oddsson; allt
getur þetta breytt búsetuskilyrðum með litlum fyrirvara
og þá kann að vera gott að hafa landshluta eins og Vest-
firði upp á að hlaupa ..." - Við Hœlavíkurbjarg.
„Ráðherrar Framsóknarflokksins bera auðvitað mesta
ábyrgð á því hvemig komið er. Þeir hafa nú ár eftir ár
oftúlkað NORAL-samninginn við Norsk Hydro sem
aldrei snerist um annað af hálfu þess síðarnefnda en
athugun án nokkurra skuldbindinga um
framkvœmdir að henni lokinni.“
Hefur afhjúpað sig
í málum sem þessum skilur milli
feigs og ófeigs. Samfylkingin hefur
afhjúpað sig rækilega sem flokkur
sem stingur umhverfisvemd undir
i
' 'M‘
stól fyrir stóriðjubrölt og ímyndaða
atkvæðahagsmuni. I þessu máli hef-
ur Samfylkingin á síðustu mánuðum
farið í kapphlaup við Framsóknar-
flokkinn líkt og í Evrópuumræðunni
eitt
óbyggilega landshluta
og reyndar stuðlað að
því ásamt öðrum að
gera hann byggilegri.
Og þó að ýmsir flytji i
hina heilögu borg, eins
og sumir Vestfirðingar
kalla byggðina við
Sundin, þá er amma
ekki að flytja neitt. Hún
á heima fyrir vestan,
situr þar em við glugg-
ann sinn og horfir út á
Pollinn, syrgir trúlega
veröld sem var.
Gullkistan
Langamma mín í föðurætt kom
vestur frá Seyðisfirði eystra, senni-
lega í atvinnuleit. Mamma kom til
tsafjarðar úr Unaðsdal á Snæfjalla-
strönd til að setjast á skólabekk,
amma kom í Unaðsdal úr Ögurvík-
inni hinum megin við Djúpið, endaöi
síðan ævina í Reykjavik en hvílir nú
í túnfæti eyðibýlisins í Unaðsdal
ásamt bónda sínum. Flestir forfeður
mínir voru bændur og sjómenn hér
og þar við Djúp og fluttu sig gjaman
til eftir því hvar vistin var best. Einn
langafabróðir minn gafst upp á
baslinu um aldamótin þarsíðustu og
fluttist til Kanada þó að í útlöndum
sé ekkert skjól að mati Laxness.
Það er því ekkert nýtt að íslend-
ingar flytji sig um set í henni versu,
enda töldust þeir einu sinni Norð-
menn. Fólk er alltaf að leita að betra
lífi og sennilega er það ástæðan fyr-
ir því að við erum til. Einu sinni
vom Vestfirðir kallaðir gullkista og
menn leituðu þangað þegar hart var
í ári annars staðar, jafnvel alla leið
norður á Homstrandir til
Kristrúnar í Hamravik. Nú eru
Hornstrandir þjóðgarður og það
sem meira er, sömu örlög blasa
við öðrum sveitum fjórðungs-
ins. Það líður að því að sameina
megi öll sveitarfélögin undir
heitinu Jaðarbyggð.
Út um gluggann sé ég gáma-
bíl frá Eimspiki (táknræn
ásláttarvilla?) koma með búslóð
að vestan. Hvönnin, refurinn og
svartfuglinn erfa land ömmu og
afa; þjóðgarðsverðir óskast.
Sígaunar noröursins
Fiskurinn í hafinu umhverfis
landið eltir ætið út um víðan sjá -
þess vegna tórir hann - en heldur
samt tryggð við Islandsmið. Hann lif-
ir nokkurs konar sígaunalifi innan
síns heims. Getur verið að það sama
eigi við um okkur spendýrin? Við
séum bara í útilegu víðs vegar um
landið, reiðubúin að taka upp tjald-
hælana þegar minnst varir? Enda er
alltaf hætta á vondu veðri i útilegum
á íslandi og eins víst að fyrsti tjald-
hællinn fari þá og þegar, sá næsti
fylgi skömmu síðar, þó ekki fyrr en
eftir umtalsverð átök, og svo fjúki
tjaldið ofan af okkur í einni svipan.
Hafis, snjóflóð, jarðskjáiftar, eldgos,
Davíð Oddsson; allt getur þetta
breytt búsetuskilyrðum með litlum
fyrirvara og þá kann að vera gott að
hafa landshluta eins og Vestfirði upp
á að hlaupa; fin mannvirki, gnægð
fiskjar í sjó, fugl í björgum, æðar-
dúnn í eyjum, urtuböm á útskerjum.
- Þjóðgarðsvörðurinn í Hamravík
mun taka vel á móti okkur.
Rúnar Helgi Vignisson
Rúnar Helgi
Vignisson
rithöfundur
Spurt og svarað____Hvað œtlar þú að gera um páskana?
og gerst síst ákafaminni en sjálf rík-
isstjómin.
Tilburðir forystu Samfylkingar-
innar til að hlaupa undir bagga með
Landsvirkjun og búa til virkjana-
þjóðgarð norðan Vatnajökuls verða
lengi í minnum hafðir. Heiður sé
þeim fáu í þeim ranni sem ekki hafa
tekið þátt í leiknum.
Auðlindastefna knýjandi
NORAL-endileysan undirstrikar
hversu brýnt það er fyrir íslendinga
að reyna að fóta sig í sjálfbærri auð-
lindastefnu til lands og sjávar. Með
því er átt við stefnu sem taki mið af
umhverfis- og auðlindavernd til
langs tíma litið og fái stuðning af
hagrænum stjómtækjum.
Síaukin tæknivæðing og sókn í
fiskveiðum án tillits til áhrifa á líf-
ríkið er jafnfráleit og stóriðjustefna
sem spillir landi og umhverfi. Kára-
hnjúkavirkjun með samveitu jökul-
fljóta er eitthvert mesta hervirki sem
hugsast getur hérlendis. Þetta heimt-
ar Landsvirkjun að fá fyrir ekki neitt
líkt og Reyðarál. sem ætlaði sér
ókeypis losunarheimildir. Er ekki
mál til komið að linni?
Hjörleifur Guttormsson
Ummæli
Ósanngjarnt og
óskynsamlegt
„Sú staðreynd að afréttarlönd em
gengin úr eigu sveitarfélaganna get-
ur haft umtalsverða þýðingu þegar
frá líður. Ef sveitarfélögin heföu
fengið viðurkenndan eignarréttinn
heföi það getað styrkt stöðu þeirra
gagnvart þéttbýlinu. Ekki verður því
rnn það að ræða að íbúar þessara
sveitarfélaga hafi forgang að nýtingu
auðlinda. Byggðaleg staða þessara
sveitarfélaga var veik fyrir úrskurð-
ina og enn hefur kvamast úr. Sú
staðreynd ætti að vekja menn til um-
hugsunar. Hér að framan var niður-
staðan nefnd „vamarsigur" en lík-
lega er það rangnefni því kröfur hins
opinbera voru ekki aðeins ósann-
gjarnar heldur líka óskynsamlegar.“
Úr leiöara Bændablaösins.
Frelsið og rifrildið
„Það sem seinni
tíma mönnum hætt-
ir til að líta á sem
hreint og klárt rifr-
ildi getur verið
merkileg heimild
um það sem gerðist
þegar fólk, sem
hafði í mörgum til-
fellum búið við miklar félagslegar
skorður, öðlaðist skyndilega frelsi
til að hafa meiri áhrif á umhverfi
sitt og samfélag en það hafði nokkm
sinni kynnst. Nýfengiö frelsi verja
menn oft af meiri hörku en nokkurt
annað frelsi og öll umskipti koma
eðlilega róti á mannlegt samfélag.
Það er ekkert óeðlilegt við það að í
kjölfar mikiUa breytinga taki
nokkum tíma að útkljá hvemig
málum skuli skipað."
Steinþór Hreiöarson í Timariti
Máls og menningar
Guðný Jóhannesdóttir,
blaðamaður á Akureyri:
Óviðjafnanlegar
marengstertur
„Þar sem ég er að leggja út í
kosningabaráttu ætla ég að nota
páskana til þess að slappa af og
leika við börnin. Þá förum við fjölskyldan í boð
og höldum eitt sjáif. Páskaegg frá Nóa klikka
seint og til þess að liggja ekki alveg í leti geri ég
líka ráð fyrir að ég muni renna mér á snjóþotu
og fara í sund með bömunum. Á páskadag er
venjan að stóríjölskyldan komi saman hjá ömmu
í sveitinni - og ég vona að sú hefö haldist. Stund-
um era þetta allt upp í þrjátíu manns - og stund-
in er skemmtileg, þar sem fólk hittist, skrafar
saman og borðar hinar óviðjafnanlegu mar-
engstertur sem enginn bakar eins og amma.“
Sr. Sveinn Válgeirsson,
sóknarprestur á Tálknafirði:
Kristur er
upprisinn
„Eins og gera má ráð fyrir hjá
presti verð ég að messa. Áð
kvöldi skírdags messa ég í
Stóra-Laugadal við Tálknafjörð - og að morgni
páskadags verður sungin messa í nýju kirkjunni
á Tálknafirði en hún verður vígð nú í vor.
Á páskadag er síðan messa eftir hádegi í
Haga á Barðaströnd og á annan í páskum á
Brjánslæk.
Og páskaboðskapurinn er einfaldur; kristur
er upprisinn.
Ég sé ekki annað en að ailir páskamir fari í
þetta, því að mörgu þarf að hyggja fyrir messu
við ræðuskrif og annað slíkt.“
Þorbjörg Helga Vigfusdóttir,
verkefnisstj. Audar í krafti kvenna:
Reykvísk
sœluhelgi
„Reykvískir dagar í fríi, það
era mínir páskar. Göngutúrar í
Fossvogsdalnum og við Tjöm-
ina eru eitthvað sem er ofarlega á blaði og svo
að lita í góðar bækur.
Þessa daga er ég heilluð af ævisögum. Síðan
er ég hálfnuð með Hallgrím Helgason og skáld-
sögu hans, Höfund íslands, sem margra lof hef-
ur hlotið. Reykjavík býður upp á marga mögu-
leika til skemmtilegrar afþreyingrar um fríhelg-
ar - sem fólk á að njóta. Sjálfri finnst mér afar
gott að vera stundum heima á frídögum og
leggja ekki í langferðir þótt vinnuskyldan sé frá
í fáeina daga.“
Jóhann Friðgeir Valdimarsson
óperusöngvari:
Slappað af og
ibúðin skreytt
„Ég ætla að slappa af um
páskana og njóta lífsins, vona
að veðrið verði skaplegt. Þá fer
ég út og viðra hundinn. Á páskadagsmorgun
klukkan átta er ég síðan að syngja við guðsþjón-
ustu í Háteigskirkju hjá séra Helgu Soffiu Kon-
ráðsdóttur og Douglas Brotchie, sem verður á
orgelinu. Þessi messa er alltaf mjög hátíðleg - og
ef til vill verður hún hápunktur páskahátíðar-
innar hjá mér. En aðalatriðiö er þó að slappa af
um þessa páska, ég er ekki mikið að syngja. Ég
hef enga sérstaka páskasiði nema hvað við
skreytum íbúðina með gulum fuglum - og föram
svo til tengdó í mat.“
Hln helga hátíð, þegar flestlr elga fri, er að ganga í garð. Marglr lyfta sér á krelk - en aðrir taka það rólega.
DV-MYND ÞÖK
Líf og fjör í Húsdýragarðinum.
Kristin þjóð
Ýmislegt er á orði haft um kristin-
dóm, kirkju, trú og sið um þessar
mundir. Það er viðbúið í ljósi þeirra
þjóðlífsbreytinga sem við höfum lifað
sem komin erum á miðjan aldur eða
meira. Hugmyndakerfi liðinnar aldar
buðu sum kristninni birginn og
leiddu til endurmats en upplýsinga-
samfélagið og þjóðablöndun hafa leitt
okkur á vit annarra trúarbragða.
Ekkert í stað kristindóms
Ef við lítum til uppgjörsins
við kommúnismann og vís-
indahyggjuna þá hefur það
verið leitt í ljós að hvorugt
hefur megnað að koma í stað
krisindómsins. Hann hefur
skýrst í eldi þeirrar reynslu
og stendur sem kenning
sterkari eftir, svo sem lesa
hefur mátt í úttektum stór-
flölmiðla á borð við Time
Átökin á Norður-írlandi,
fyrir botni Miðjarðarhafs
og viðburðimir 11. sept-
ember sl. hafa gert okk-
ur ljósan mun hinna
ýmsu trúarkerfa og
greina kristninnar.
Það væri þó hrapað að
niðurstöðu ef taliö
yrði að ailt kæmi út á
eitt í trúarefmmum.
Mikilvægt er fyrir
heiminn hvað verð-
ur ofan á, hvað ræð-
ur för okkar á vit
framtíðarinnar.
Spekingar hafa
spáð því að þessi öld markist af
átökum um trúarstefnur. Við ís-
lendingar komumst vart hjá því
að marka okkur stöðu sem ein-
staklingar og sem þjóð. Við verð-
um að hafa grundvöll til þess að
móta afstöðu okkar á og mörg
okkar munu finna hann í krist-
inni trú í farvegi Þjóðkirkjunn-
ar. Þá munum við um leið upp-
götva skyldu okkar til að vera
brúargerðarmenn milli ólíkra
stefna og sérstaka verndara
mannréttinda,
þar með talið
trúfrelsi. Það
verkefni liggur
í eðli Þjóðkirkj-
unnar. í dag er
hún sjálfstæð
gagnvart ríkis-
valdinu.
Kristinn arfur
Aðskilnaður
ríkis og kirkju
hefur farið
fram í flestum
veigamiklum
atriðum og
litlu mun
breyta fyrir
þjóðkirkj-
una þótt
ákvæöið
um stuðn-
ing ríkis-
ins við
hana
verði feflt
úr stjóm-
arskrá.
Það
kynni
hins veg-
ar að
breyta
meiru
fyrir
Kiallari
Jakob Agúst
Hjálmarsson
sóknarprestur
Dómkirkjunnar
„Mörg af mikilvœgustu mannvirkjum sögunnar eru
guðshús og hátíðir og hátíðarsiðir taka mark af kristn-
um minnum. Velferðarkerfið byggist á mörkuðum sið-
gæðisgrunni. Fremur en flest annað sem mótar samfélag
okkar er hann gundvallaður í kristinni lífssýn,
kristnum mannskilningi. “
ríki og þjóð og væri
þar með lokið því fyr-
irkomulagi sem Þor-
geir ljósvetningagoði
mælti fyrir um fyrir
þúsöld og margir hafa
talið visku. Kristinn
siður mun áfram móta
þjóðlífið. Ákvæði laga
munu ekki breyta því
sem mestu skiptir
hvað það varðar. Það
er öðrum lögmálum
háð.
Á grandvelli jafh-
réttis og í anda íjöl-
menningarsamfélags-
ins munu kristnir menn hafa áhrif á
skólastefnu, menningar- og velferð-
armál og fjöldamargt annað. Skóla-
starfi mun fyrir sitt leyti famast
best, og það munu menn sjá, ef
fræðslu og iðkun trúar af ýmsu tagi
verður gefið rúm innan skólastarfs-
ins. Tómarúm og afstöðuleysi í þeim
efnum er óhugsandi og stenst ekki.
Valkosturinn besti er að kenna upp-
vaxandi kynslóð að lifa við marg-
breytileikann og virða hann, virða
sérleika einstaklinga og hópa.
Menningin mun áfram rækta hinn
kristna arf og skoða minni trúararfs-
ins. Kirkjutónlistin, bókmenntirnar
og myndlistin eru byggðar á bibl-
íutilvitnunum og sögum helgra
manna og eru óskiljanlegar ef ekki
era rifjaðar upp og kenndar þær sög-
ur sem að baki standa.
Trúar er þörf
Mörg af mikilvægustu mannvirkj-
um sögunnar eru guðshús og hátíðir
og hátíðarsiðir taka mark af kristn-
um minnum. Velferðarkerfið er
byggt á mörkuðum siðgæðisgrunni.
Fremur en flest annað sem mótar
samfélag okkar er hann gundvallað-
ur í kristinni lífssýn, kristnum
mannskilningi. Bresti sá grunnur er
ekki að vita hvað við tekur. Mannúð-
arstefnan er eins og aðrar stefnur
grundvöfluð á mannlegu samþykki
og fer sína leið sem þær, þó góð sé.
Trúin byggist að sínu leyti á boð-
skap sem við ætlum kominn úr öðr-
um heimi og er fyrir þeim sem við
taka í grundvallaratriðum algildur.
Trúar er því þörf ef við eigum að
treysta stoðir samfélagsins með öðru
en hentugleikum okkar á líðandi
stund. Trú er þó i augum iðkend-
anna hentugleikaatriði heldur en
grundvallarskýring heimsmyndar,
lífs- og mannskilnings, tilkomin fyr-
ir opinberan.
Gleöilega páska.
Jakob Ágúst Hjálmarsson