Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Side 8
8 Fréttir MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 2002 DV ■r" n&w DV-MYNDIR NJÖRÐUR HELGASON Lelklð af hjartans lyst Krakkarnir á trampólíni og í jafnvægisleikjum. Sumarhátíð Hringsins: Leikið, glaðst og farið á hestbak Þau voru 1 sumarskapi, krakk- arnir af Barnaspítala Hringsins sem voru fyrir utan Landspítalann við Hringbraut í góða veðrinu á miðvikudag. Krakkarnir voru ásamt starfsfólki og foreldrum að halda sumarhátið. Þau voru í leikj- um, köstuðu í dósir, stukku á trampólíni og léku i fleiri leiktækj- um. Nokkur fengu líka að fara á hestbak á lóðinni við Landspítal- ann, glaðir krakkar í góðu sumar- veðri. -NH Tilboð í stálþil: 20 milljónum undir áætlun hönnuða Sex tilboð bárust í gerð stálþils- bakka fyrir Seyðisfiarðarferjuna Norrænu. Gáma- og tækjaleiga Austurlands hf. var með lægsta til- boðið; bauðst til að vinna verkið fyrir 72 milljónir og 968 þúsund krónur. Var því tilboði tekið en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 93 milljónir og 374 þúsund krónur. Tilboðið er því 78,2% af kostnaðar- áætlun og rúmum 20 milljónum lægra. -KÞ Utanaðkomandi aðilar styrkja Háskóla íslands: 14 stöður kostaðar við Háskóla íslands - jákvætt, segir Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður Svanfriður Jónasdóttir. Tuttugu og tvær kennslu- og raunvísindastöð- ur við háskóla landsins eru kostaðar af utan- aðkomandi eða óskyldum aðil- um. Þetta kom fram vegna fyrir- spurnar Svan- fríðar Jónasdótt- ur til Tómasar Inga Olrich mennta- málaráðherra. Ef litið er aftur i tímann varðandi kostun á stöðum við ríkisháskólana kemur í ljós nokkur aukning, sér- staklega i Háskóla íslands, en þar eru afls 14 stööur kostaðar af utan- aðkomandi aðilum. Ein staða dós- ents í verkfræðideild er kostuð 50% af Landsvirkjun. Ein staða dósents í eðlisfræðiskor er kostuð af Veður- stofunni og persónubundið prófess- orsstarf er kostað af umhverfisráðu- neytinu. Þá er ein staða prófessors í viðskipta- og hagfræðideild kostuð af Gunnari M. Björg. Þrjár stöður í félagsfræðideild eru kostaðar af Hugviti hf., Félagsþjónustunni í Reykjavík og Rauða krossinum. Mest er þó um að stöður séu kostað- ar í læknadeild en þær eru alls sjö talsins. Astra Zeneca kostar 37% af stöðu dósents í klínískri ónæmis- fræði. Öldrunarsjóður kostar 37% af stöðu dósents i öldrunarlækning- um, ísaga kostar 25% af stöðu pró- fessors i svæfingalækningum, Pharmaco kostar 25% af stöðu pró- fessors í svæfingalækningum, Tryggingastofnun kostar 50% af stöðu dósents í heilbrigðisfræði og Landspítali Háskólasjúkrahús kost- ar 50% af stöðu dósents í gigtar- rannsóknum og eins prófessors í lyf- læknisfræði.. Kennaraháskólinn hefur um langt árabil fengið kostun á einni lektorsstöðu i dönsku. Um er að ræða stöðu sem er kostuð af danska menntamálaráðuneytinu sam- kvæmt samningi sem danska menntamálaráðuneytið og hið ís- lenska gerðu með sér. Háskólinn á Akureyri undirritaði nýlega samning við Landsvirkjun um kostun á prófessorsstöðu til næstu fimm ára en skólinn er frem- ur með samstarfssamninga við ut- anaðkomandi en að kostaðar séu heflar stöður. Samningur er m.a. við íslenska erfðagreiningu. Háskól- inn á Akureyri ræður þrjá starfs- menn til starfa á upplýsinga- og tæknisviði skólans og eru þeir jafn- framt starfsmenn ÍE á Akureyri. Háskólinn greiðir laun sem svarar til grunnlauna lektors, dósents eða prófessors eins og við á en íslensk erfðagreining greiðir þeim síðan mismun á framangreindum launum og markaðslaunum sem endurgjald fyrir störf í þágu fyrirtækisins. Hjá Tækniskóla íslands eru dæmi um að fyrirtæki styrki skólann með því að taka þátt í áfanga í kennslu. Af hinu góða í viðtali við DV sagði Svanfríður Jónasdóttir að hún hefði kallað eft- ir þessum upplýsingum vegna þess að tilfinning hennar og fleiri manna hefði verið sú að kennslu- og/eða rannsóknarstöðum við háskólana, sem væru kostaðar af öðrum en hinu opinbera, væri að fjölga. „Viö höfum séð á undanfömum árum að háskólarnir eru að skrifa undir samninga við aðila í atvinnu- lífinu um samstarf af ýmsu tagi, m.a. um kostun á prófessorsstöðum. Við eigum að fylgjast með þessari þróun eins og öðru sem er að gerast á háskólastiginu nú, þegar það býr við nýja löggjöf og að mörgu leyti Auglýsendur, athugið nýjar aðstæður vegna samkeppni bæði innan lands og erlendis frá,“ segir hún. Svanfríður sagði að henni fyndist samstarf háskólanna og atvinnulífs- ins vera jákvætt. „Það er af hinu góða en ég veit svo ekki hvort það er i eðlilegu jafh- vægi núna. Hins vegar þarf líka að gæta þess að háskólamir hafi akademískt frelsi og svigrúm og að þeir séu ekki um of háðir atvinnu- líftnu eða öflugum hagsmunaaðil- um. Ef svo færi er hætt við að fram- þróun yrði minni en við æskjum," segir Svanfríður -ss UV-MYINUIK tVA MKtlNSDÓTTIR Náttúruvænt hótelherbergl Þær Katarina og Petra voru stoð og stytta stjórnenda og framkvæmdaaöila við hótelbygginguna. Hér sitja þær á hrosshársdýnu í einu hóteiherbergjanna. Umhverfisvænt Hótel Eldhestar í Ölfusi: Hrosshár í rúmdýnum Sumarið er tíminn tii ferðalaga 19. júní næstkomandi fylgir DV blaðaukinn Ferðir innanlands Dýnumar í nýju hóteli í Ölfusi em fylltar með hrosshári og allt er hótelið umhverfisvænt í fyllsta máta. Þetta er Hótel Eldhestar, rekið á vegum hesta- leigunnar Eldhestar, en er þó opið öll- um almenningi, reiðmönnum jaföt sem þeim sem ekki ríða út en vilja njóta úti- vera og fagurrar náttúru á annan hátt. í hótelinu era 10 tveggja manna her- bergi með baði og er sérstaklega gert ráð fyrir aðgangi fatlaðra. Dyr inn í herbergin, sem og innan þeirra á bað- herbergi, eru breiðar og gólfrými í her- bergjunum er miöað við fólk i hjólastól- um. Sem dæmi um umhverfisvæna að- stöðu hótelsins má nefna að innrétting- ar og húsgögn era olíuborin með sér- stakri oliu, í baðherbergjum era takkar sem gefa til kynna vatnsnotkun og er unnt að breyta henni. Lögð er áhersla á óþarfa notkun handklæða og allur þvottur er þveginn með vistvænu þvottaeföi. Rúmin í herbergjunum era flutt inn frá Svíþjóð og heita Hestur, en þetta era rúm sem byijað var að fram- leiða árið 1857 í Svíþjóð. Dýnumar era fylltar af hrosshárum. Hótel Eldhestar hefur sótt um svo- kallað Svansmerki, sem er norrænt merki um vottun á vistvænum rekstri, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem ís- lenskt hótel sækir um þessa viðurkenn- ingu. Að sjálfsögðu era reykingar ekki leyfðar í hótelinu. Hótelherbergin era ekki númerað eins og venja er en hvert herbergi ber nafö hests (t.d. Fluga, Gammur, Stígandi) sem í uppáhaldi var, eða er, meðal eigenda og fastagesta Eldhesta. Saga um hvem hest sem her- bergin heita eftir er inni á hverju her- bergi, sem og málverk úr ferðum Eld- hesta. Garðar Jökulsson er höfundur listaverkanna. Eigendur, sto&endur og stjómendur Eldhesta eru Þorsteinn Hjartarson, væntanlegur forseti bæjarstjómar Hveragerðis eftir úrslit úr síðustu kosningum, Hróðmar Bjamason, fram- kvæmdastjóri Eldhesta, og Sigurjón Bjamason, stjómarformaður og skóla- stjóri að Laugalandi í Holtum. -EH Félagshyggja og sjálfstæöis- menn saman á Austur-Héraöi L-listi Félagshyggju við Fljótið og D- listi Sjálfstæðisflokksins tilkynntu ný- lega að náðst hefði samkomulag um meirihlutasamstarf þessara framboða á kjörtímabilinu. Soffia Lárasdóttir, efsti maður á D-lista, verður forseti bæjar- stjómar en Skúli Bjömsson, oddviti L listans, verður formaður bæjarráðs. Nú- verandi bæjarstjóra, Bimi Hafþóri Guö- mundssyni, var boðin staða bæjarstjóra en hann haföaði því boði af persónuleg- um ástæðum. Ákveðið var að auglýsa stöðuna. í samtali við fréttaritara DV vildi Skúli Bjömsson ekki tjá sig nánar um efaisatriði samkomulagsins fyrr en það hefði verið kynnt minnihlutanum, en sagði þó að það væri byggt á stefau- skrám og málflutaingi þessara tveggja framboða eins og lýst var í kosningabar- áttunni. Samkvæmt þvi má búast við nokkrum breytingum í mörgum mála- flokkum, t.d. í stjómsýslunni, og þar verði bæjarráð gert sjálfstæðara varð- andi framkvæmd alla á samþykktum bæjarstjómar. Áfram verði unnið að sameiningu sveitarfélaganna á Héraði og jafövel víðar en það. Skólastefaa verði mótuð fyrir hvert skólastig fyrir sig, svo örfá atriði séu nefnd í fyrirliggj- andi plöggum. Framsóknarflokkurinn verður nú i minnihluta. -PG Auglýsingadeild 550 5720 Síðasti skiladagur auglýsinga er föstudagurinn 14. júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.