Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Page 11
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 2002 11 Utlönd Minnsta kjörsókn sögunnar í frönsku þingkosningunum: Hægriflokkarnir tóku vinstrimenn í bakaríið Ekkert virðist geta komið í veg fyrir að mið- og hægriflokkamir í Frakklandi fái drjúgan meirihluta á þingi eftir yfirburðasigur þeirra á vinstrimönnum í fyrri umferð þing- kosninganna í gær. Samkvæmt útgönguspám fengu hægriflokkamir 43,7 prósent at- kvæða í gær en vinstriflokkamir 36,8 prósent. Þjóðfylkingu hægri- öfgamannsins Jeans-Marie Le Pens tókst hins vegar ekki að nýta sér þann meðbyr sem Le Pen fékk í for- setakosningunum í apríl og maí. Flokkurinn fékk 11,6 prósent at- kvæða, eða nokkru minna en í kosn- ingunum 1997. „Við erum vanir kosningakvöld- um þar sem spárnar eru endurskoð- aðar þegar kjósendur eru gengnir til náða,“ sagði Le Pen, sem var sjálfur ekki í framboði í gær. Víðast kosið aftur í flestum kjördæmanna verður að kjósa milli efstu manna í síðari um- ferðinni eftir viku. Engu að síður er því spáð að hægriflokkamir fái milli 387 og 446 þingmenn af 577. Vinstriflokkunum, sem hafa verið með meirihluta síðustu fimm árin, er spáð 127 til 192 þingsætum. Ekki er gert ráð fyrir að hægriöfgamenn fái meira en fjóra menn kjöma, hugsanlega engan, og vinstriöfga- menn fá engan mann kjörinn, ef marka má útgönguspárnar. Kjörsókn í gær var minni en hún REUTERSMYND Forsetinn og eiginkonan velja sér kjörseðla Jacques Chirac Frakklandsforseti og Bernadette, eiginkona hans, velja sér kjörseöla áöur en þau greiddu atkvæöi í frönsku þingkosningunum í gær. hefur nokkru sinni verið og sátu 38 prósent kjósenda heima. Lítil kjör- sókn þykir meðal annars endur- spegla þá almennu skoðun að nú- verandi ríkisstjóm mið- og hægri- flokkanna færi með sigur af hólmi. Efnir kosningaloforðin Niðurstöður fyrri umferðarinnar í gær virðast til marks um að Jacques Chirac forseta hafi tekist það ætlunarverk að sameina alla lýðræðissinnaða hægrimenn í eina fylkingu með því að vara við þeim lamandi áhrifum á stjórn landsins sem enn ein sambúðarstjóm hægri- sinnaðs forseta og vinstrisinnaðrar ríkisstjómar hefði. Jean-Pierre Raffarin, forsætisráð- herra bráðabirgðastjórnarinnar, sem Chirac skipaði eftir síðari um- ferð forsetakosninganna, hét því í gær að standa við öll kosningaloforð forsetans ef niðurstöðurnar eftir viku yrðu eins og útlit er fyrir. „Við munum standa við öll lof- orðin sem forsetinn gaf í baráttunni fyrir forsetakosningarnar," sagði Raffarin eftir að útgönguspárnar höfðu verið birtar í gærkvöld. Leiðtogar Sósíalistaflokksins, sem var við völd þar til í maí, hvöttu vinstrisinnaða kjósendur til að flykkjast á kjörstað á sunnudag- inn kemur. Að öðrum kosti væri hætta á að hægrimenn færu með óskoruð völd í landinu næstu 5 ár. REUTERSMYND Baráttubóndi í Róm Franski baráttubóndinn José Bové var í hóþi þeirra sem gengu um Róm á laugardag og kröföust breyt- inga á baráttunni gegn hungri. Hungurvofan drepur á fjögurra sekúndna fresti Fiögurra daga ráðstefna Samein- uðu þjóðanna um baráttuna gegn hungri í heiminum hefst í Róm í dag. Markmiðið er að safna millj- örðum dollara til að reyna að ráða niðurlögum hungurvofunnar sem verður einum manni að bana á fjög- urra sekúndna fresti. Ráðstefnan í Róm er framhald fundar á árinu 1996 þar sem heit- strengingar voru um að fækka hungruðum úr 840 milljónum í 400 milljónir árið 2015. Á þeim sex ár- um sem liðin eru hefur hungruðum hins vegar aðeins fækkað um 25 milljónir. „Hvers vegna láta þjóðir heims það viðgangast á þessum allsnægta- tímum að 800 milljónir manna svelti?" sagði Jacques Diouf, for- stjóri Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar SÞ. Þúsundir manna fóru um götur Rómar á laugardag og kröfðust breytinga á baráttuaðferðunum. LOKSINS SAMKEPPNI Til hamingju, kæru landsmenn! Halló varð í gær fyrst símafyrirtækja til þess að bjóða landsmönnum heimtaug* í samkeppni við Landssímann. Tæplega 100 ára einokun Simans var rofin. Halló er að setja upp símstöðvar um allt höfuðborgarsvæðiö og víðar um land í kjölfarið. (gær tókum við fyrstu símstöðina í notkun í Hafnarfirði. Halló býður viðskiptavinum ódýrara fastagjald og 30% lægra mínútugjald innan Halló-kerfisins. Það er loksins samkeppni um gamla góð a símann. Ingvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Halló. *Loksins getur þú fengið heimtaugina hjá Halló. Heimtaug er koparllna sem tengir heimili þitt við símalögnina í götunni. Halló er fyrst símafyrirtækja til að bjóða almenningi þessa þjónustu (samkeppni við Landssímann. aðeins eitt sfmtal... 53 50 500 ...og þú sparar! HALLO 0 SÍMAFYRIRTÆKIÐ ÞITTI Halló sími: 53 50 500 Skúlagötu 19 hallo@hallo.is Frjáls Fjarskipti ehf. fax: 55 25 051 101 Reykjavík www.hallo.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.