Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Síða 12
12
Menning
Náttúran sem hugmynd
Menningarborgarárið 2000 var sérstakt
að því leyti að átta borgir, þar á meðal
Reykjavík, urðu þá útnefningar aðnjót-
andi í stað einnar borgar áður. Var þessi
tilhögun réttlætt með tilvísan til þess að
borgimar átta mundu fá tækifæri til að
skapa og rækta margháttuð menningarleg
tengsl sín á milli i bráð og lengd. Eitthvað
hafa íslenskir tónlistarmenn og leikarar
átt í samskiptum við starfsbræður sína í
Santiago de Compostela, Bergen, Helsinki,
Kraká og Bologna, en á vettvangi sjónlista
hefur afraksturinn verið óverulegur. I
bráð man ég einungis eftir hingaökomu
ágætrar iðnhönnunarsýningar frá
Helsinki og utanferð eins íslensks mynd-
listarmanns.
Myndlist
Þó virðist ekki alveg útséð um árangur
þessa menningarborgarsamstarfs því nú
hefur verið sett saman sýning þriggja
listakvenna, Guðbjargar Lindar Jónsdótt-
ur, Guðrúnar Kristjánsdóttur og Kristínar
Jónsdóttur frá Munkaþverá, til uppheng-
ingar í kirkju Heilags Domingós af Bona-
val í Santiago de Compostela; Guð láti gott
á vita. En fyrst um sinn hangir sýningin
uppi i Ásmundarsal við Freyjugötu.
Hiö eilífa og stundlega
Sýningin, sem nefnist Andrá, er óvenju
haganlega samstillt átak hinna ólíku lista-
kvenna. En þótt áherslur þeirra séu ólíkar
hverfist listræn vitund þeirra allra um ís-
lenska náttúru í einhverri mynd. Fyrir Krist-
ínu Jónsdóttur er náttúran fyrst og fremst
vagga þjóðmenningar, uppspretta bæði and-
legra gilda og þeirra efnislegu verðmæta sem
eru forsendan fyrir varðveislu þessara sömu
gilda. Hvað Guðrúnu Kristjánsdóttur snertir er
náttúran hlutgerving eilífleikans en ber þó í
sér stöðuga áréttingu hins stundlega í misjafn-
lega gömlum fonnunum fjallanna. Og Guðbjörg
Lind finnur í óútskýranlegum en yfirþyrmandi
fyrirbrigðum náttúrunnar staöfestingu hins
andlega seims.
Það sem er kannski óvenjulegt við þetta átak
er hve ríka áherslu listakonurnar leggja á hug-
læga merkingu íslenskrar náttúru, fremur en
efnislega hlið hennar, sem hingað til hefur ver-
ið helsta viðfangsefni bæði listmálara og nýlist-
armanna á landinu. Hér er hvorki gert út á efn-
ismassa hraunsins né litbrigði fjallanna, hvað
þá beina þjóðrækni. Kristin bútar náttúruna
Verk Guðrúnar Kristjánsdóttur
Guörún gaumgæfir hvernig voldug fjöllin missa tengslin viö efnisheiminn um leiö og holtaþokan eöa regnúöinn
halda innreiö sína, breytast þá í mótsstaöi óþekktra afla. “
niður í bláa ullarhnoðra og þau nöfn sem við
gefum henni þegar við sölsum hana undir okk-
ur. Guðrún gaumgæfir hvemig voldug fjöllin
missa tengslin við efnisheiminn um leið og
holtaþokan eöa regnúðinn halda innreið sína;
breytast þá í mótsstaði óþekktra afla.
Ljósmettaö flæði
í þágu þessara huglægu markmiða hefur
Guðbjörg Lind lagt til hliðar tilbrigði sín um
eyjar og sker og tekið aftur til við að fjalla um
náttúruna sem „flæði" í herakleitískum skiln-
ingi: um fossa, ár og vötn. Og til að auka á
áhrifamátt þessarar náttúrusýnar lætur lista-
konan sér ekki nægja að yfirskyggja okkur
með tveggja metra málverkum sínum heldur
dregur okkur inn í ljósmettað flæði, innsetn-
ingu úr plexígleri þar sem okkur er boðið að
skynja á eigin sinni straumþunga og birtu foss-
ins fremur en staðsetningu hans og merkingu í
landslaginu.
Miðað við fyrri verk listakvennanna sætir
sennilega mestum tiðindum hvernig Kristín,
aldursforsetinn í hópnum, hefur tekið á þessu
sýningarverkefni; nefnilega með enn frekari
uppstokkun á forsendum sínum og vinnubrögð-
um. Sem voru skilvirk og áhrifarík fyrir. Gegn-
sæjar plexíglerplötur hennar, uppfullar með
fagurlega rituðum staðarheitum og ömefnum,
eru nú lagskiptar þannig að áhorfandinn skynj-
ar „staði“ hennar í rauntíma, í sögulegum tíma
og óendanlegu rými. Og ullarhnoðramir í
gryfju hússins, minni himinblámans, era án
upphafs og endis, þeir liggja einfaldlega „frá
norðri til suðurs", út í garðinn og fjarskann.
Kannski alla leið til Santiago de Compostela.
Aðalsteinn Ingólfsson
Guöbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Krist-
ín Jónsdóttir frá Munkaþverá sýna í Listasafni ASÍ viö
Freyjugötu. Sýningin hefur yfirskriftina Andrá og stendur
yfir til 30. júní.
Bruce Noll flytur Leaves of Grass:
Frelsun mannsandans
Næstkomandi þriöjudagskvöld, 11. júní, flytur
bandaríska ljóðskáldið og háskólaprófessorinn
Bruce Noll dagskrá í KafFileikhúsinu í Hlaðvarp-
anum sem hann nefnir Pure Grass. Dagskráin er
byggð á verkum hins mikilsvirta og dáða ljóð-
skálds, Walts Whitmans, og sögð fram með leik-
rænu ivafi. Dagskráin, sem er um klukkustundar
löng, fer fram á ensku og hefst kl. 21.00.
Walt Whitman er af ýmsum fræðimönnum tal-
inn faðir amerískrar nútímaljóðlistar. Einstakur
stíll hans, í bland við persónulegt innihald verk-
anna, átti þátt í að umbylta ljóðagerð þar í landi.
Tilraunir Whitmans til að skapa sérstakt ritform
fyrir hina nýlýðfrjálsu þjóð sína tókst einstaklega
vel og bera viðvarandi vinsældir hans vitni um
... mannsgaman
Á sjötta bekk í Sviss
þann árangur. Enn
þann dag i dag er ekki
hægt að ljúka bók-
menntafræðiáfanga í
bandarísku skólakerfi
án þess að nemendur
hafi lesið ljóð eftir
Walt Whitman.
Bruce Alan Noll,
sem er frá Al-
buquerque í Nýja
Mexíkó, hefur lengi
verið heillaður af verk-
um Whitmans. Noll
segir m.a.:„Verk Whit-
mans hafa sérstakt lag á að frelsa mannsandann.
Orð hans syngja sinn söng jafn tært í dag og þau
gerðu fyrir eitt hundrað árum, jafnvel enn tærar.
Þau bera vott um djúpt innsæi og fela í sér sann-
leika sem höfðar til fólks á öllum tímum.“
Um þrjátíu ára skeið hefur Noll verið óþreyt-
andi að kynna verk Whitmans. Hann hefur lagt á
minnið stóran hluta verksins Leaves of Grass og
fléttar það saman við dagskrána. Undanfarin ár
hefur Noll flutt PURE GRASS fyrir þúsundir
manna í flestum ríkjum Bandaríkjanna og komið
fram fyrir hönd Walt Whitman-stofnunarinnar i
Camden, á rithöfundaþingum og víðar.
Flutningur Bruce Noll í KafFileikhúsinu er
frumflutningur á Pure Grass í Evrópu. Dagskráin
hefst kl. 21. Húsið er opið frá kl. 20.30 og er miða-
sala við dymar. Miðaverð er 1000 krónur.
Walt Whitman.
Blessunarlega er lifið fullt af furðulegum
augnablikum. Og sum svo kostuleg að ekki er
hægt að hlæja að þeim fyrr en löngu seinna.
Sat um árið á sjötta bekk í Sviss. Það var syðst
í landinu þar sem gróin fjöll steypa sér ofan í vog-
skorin vötn og langar eyrar geyma aldagömul
þorp. Óvíða er fegurra í Evrópu en í rótum
Alpanna. Það er eins og allt umhverfi þar kalli á
klið úr mannsins munni.
Locamo heitir staðurinn. Og hefur heitið um
aldir. Sat þar sumsé á sjötta bekk og bíósalurinn
býsna smár. Tók svona tvær tylftir manna.
Það var sumar og áhorfendur sátu á stuttbux-
um og þvölum bolum og horföu á rússneska mynd
um angist skálds og unnustu hans í festum ann-
ars manns. Þriggja tíma þunglyndi. Gníst og pína.
Ein þessara mynda sem ekkert hefur verið klippt.
Epikin átakanleg og ofboðsleg. Áhorfendur djúpt
sokknir í sjálfa sig. Og þyngsli framvindunnar í
námunda við ógleði og yfirlið. Og samt sat fólk í
kóFi og svita og fór hvergi af því að það var að
horfa á alvöragefna list á virtri kvikmyndahátíð.
í hásumri og hitabylgju.
Aldrei hef ég kynnst annarri eins samfélags-
sömbu. Þarna sátu sígaunar og Finnar og Tyrkir
og íslendingar og reyndu að rýna í rússnesk
ósköpin sem voru torséð fyrir textafjöld. Neðst á
tjaldinu var skýringatexti á ensku, þar fyrir ofan
á frönsku og enn ofar á ítölsku. Samtals sex línur
þvert yfir tjaldið. Uppi á sviðinu, rétt við tjaldið,
stóð svo þéttvaxin kona og þýddi ósköpin jafnóð-
um yfir á þýsku eins og maður hefði ekki úr öðr-
um tungum að velja.
Þarna sat maður sumsé á sjötta bekk í sumrinu
í Sviss og hugsaöi á íslensku um það sem maður
heyrði og sá á tungum fimm. Varla hefur reynt
eins mjög á huga manns í annan tíma. Og upp-
gefnari og ruglingslegri áhorfendur hafa sjaldan
ráfað út úr litla salnum í Locamo.
Blessunarlega er myndin gleymd, altso kvik-
myndin, en hin myndin, sem var langtum meira
bíó, situr enn í þankanum og fer þaðan hvergi.
Enda geymist þar allt sem er gott og galið.
-SER
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 2002
___________________PV
Umsjón: Sigtryggur Magnason
Listamenn
við Hlemm
Um langt árabil
hefur verið gott
samstarf milli
nemenda Listahá-
skóla Islands og
Búnaðarbankans
við Hlemm. Nem-
ar í Listaháskól-
anum hafa sýnt
verk sín í útstill-
ingarglugga bank-
ans sem snýr að
Rauðarárstíg og
hafa verkin oft vakið mikla og verð-
skuldaða athygli og er ljóst að efni-
viðurinn er mikill og góður i Lista-
háskólanum. Verk hvers nemanda
eru til sýnis hverju sinni í tvær vik-
ur.
í sérstöku hófi í bankanum era á
hverju ári styrktir tveir listamenn
og þeir valdir með útdrætti. Fyrir
skömmu var þetta hóf haldið og
voru vinningshafar í ár báðir að út-
skrifast með BA-gráðu frá myndlist-
ardeild Listaháskóla íslands, Anna
Guðmundsdóttir og Rósa E.R.
Helgadóttir.
Landvinningar
Guðbergs
JPV-útgáfa hef-
ur gengið frá út-
gáfusamningi við
Steild-forlagið í
Þýskalandi um út-
gáfu á skáldævi-
sögu Guðbergs
Bergssonar, Faðir
og móðir og dul-
magn bemskunn-
ar. Þetta er fyrra bindi skáldævi-
sögu Guðbergs sem kom fyrst út á
íslensku árið 1997. Hún hlaut af-
bragðsgóðar viðtökur lesenda og
gagnrýnenda.
Fyrir bókina hlaut Guðbergur
Bergsson íslensku bókmenntaverð-
launin árið 1998 og Menningarverð-
laun DV fyrir bókmenntir. Hún var
jafnframt tilnefnd til Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs og
Aristeion-verðlaunanna. Framhald
verksins hlaut síðan íslensku bók-
menntaverölaunin árið eftir og er
það I fyrsta sinn í sögu íslensku
bókmenntaverðlaunanna að höf-
undur hljóti þau tvö ár í röð.
Landvinningar
Vigdísar
Þögnin eftir Vig-
dísi Grímsdóttur
kom út hjá Alfa-
beta Anamma-for-
laginu í Sviþjóð nú
á vordögum, en
Svíar hafa fylgst af
áhuga með rithöf-
undarferli Vigdís-
ar, allt frá þvi
Stúlkan í skóginum kom út í þýð-
ingu Inge Knutson árið 1994 og
vakti verðskuldaða athygli. Síðan
hafa önnur verk hennar fylgt í kjöl-
farið þar í landi.
Það er fyrst og fremst hinn
sterki persónulegi still Vigdísar
sem hrífur eins og gagnrýnandi
Falu Kuriren orðar það: „Megin-
styrkur verksins liggur í stílnum,
þar er ekki um neinar málamiðlan-
ir að ræða, lesandanum er ekki
sýnd nokkur miskunn. Þögnin er
liklega besta verk Vigdísar fram til
þessa en jafnframt hið vægöarlaus-
asta. í fyrstu er dregin upp falleg
mynd af samskiptum ömmu við
bamabam sitt en smám saman
dirnmir yfir þeirri mynd. Og að lok-
um er svartnættið slíkt að maður
fyllist angist." Og gagnrýnandi
Kristianstadsbladet bætir um betur
og segir: „Með ýmsum vísunum,
sem era þnmgnar innri merkingu,
ósögðum orðum og brotakenndu
púsluspili, ögrar Vigdís Grímsdótt-
ir lesandanum á snilldarlegan hátt.
Ég hef sjaldan lesið bók sem hefur
gert eins miklar kröfur til mín sem
lesanda."
í ritdómi sem Svenska dagbladet
birti er fjallað um sýn höfundarins
á hlutverk listarinnar - hverju þarf
að fóma til að árangur náist: „Vig-
dís Grímsdóttir veit að öllu verður
að kosta til - ekkert minna er ásætt-
anlegt."