Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 2002 MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 2002 35 DV Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdastjóri: Hjalti Jónsson Adalritstjóri: Óli Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson Aðstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjörn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlið 24, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Evróputrúboðið Fylgjendur aðildar íslands að Evrópusambandinu hafa tek- ið skýrslu Hagfræðistofnunar um kostnað af aðild illa. Með dylgjum um vanþekkingu og ásökunum er vega að heiðri starfsmanna Hagfræðistofnunar er reynt að gera skýrsluna ótrúverðuga.Forsætisráðherra hefði ekki verið liðið að ganga fram með sama hætti og Evrópusinnar í gagnrýni sinni á eina af stofnunum Háskóla íslands. Því miður virðist sem Evrópusinnar ætli sér að berja nið- ur alla umræðu og gagnrýni á Evrópusambandið harðri hendi. Allar upplýsingar og rannsóknir sem eru þeim ekki þóknanlegar skulu tortryggðar. Rétthugsun Evrópusinna skal fá yfirhöndina og jafnvel rektor Háskólans hefur ekki þor í sér að verja stofnanir skólans. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra hefur lengi gælt við Evrópusambandið en yfirleitt af hófsemd. Á síðustu mánuð- um virðist hins vegar hafa orðið á nokkur breyting. Ráðherr- ann hefur gagnrýnt skýrslu Hagfræðistofnunar harðlega og haldið því fram að þar vanti „grundvallarþekkingu“. Jafn- framt hefur Halldór Ásgrímsson sagt það ekki trúverðugt „að taka mið af skýrslu banka í austurhluta Þýskalands, sem er sett fram sem plagg til að skapa umræðu um það versta sem gæti gerst“, og vísar þar til skýrslu Dresdner-bankans um kostnað af stækkun Evrópusambandsins. Sérfræðingar bank- ans komast að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að allar boðað- ar breytingar á styrkjastefnu sambandsins gengju eftir yrði óhjákvæmilegt að hækka núverandi þak á útgjöldum sam- bandsins til þess að standa straum af stækkun þess. Hag- fræðistofnun Háskóla íslands byggði skýrslu sína að mjög miklu leyti á skýrslu Dredners-bankans. Annaðhvort af vanþekkingu eða misskildum sniðugheitum gefur utanríkisráðherra í skyn að ekki sér hægt að treysta sérfræðingum Dresdner-bankans vegna þess að hann sé í austurhluta Þýskalands. Staðreyndin er hins vegar sú að höf- uðstöðvar bankans eru í Frankfurt. Dresdner-bankinn er þriðji stærsti banki Þýskalands, með um 50.000 starfsmenn í 1.200 starfsstöðvum í 70 þjóðlöndum. Umrædd skýrsla, sem ráðherrann treystir sér til að kasta rýrð á - í trúboði þess sem fundið hefur Stórasannleik - er unnin af rannsóknar- deild bankans í hagfræði. Rannsóknardeildin hefur það hlut- verk að móta skoðun bankans á hagfræðilegum málefnum. Skýrslan felur því í sér opinbera skoðun bankans á því hvaða áhrif líklegt er að stækkun Evrópusambandsins hafi á fjárlög sambandsins. Höfundar skýrslunnar eru fimmtán sérfræð- ingar í rannsóknardeild bankans í hagfræði, þar af sjö með doktorsgráðu. í skýrslunni er ekki aðeins reiknuð út „versta niðurstaða". Gerðar eru tvær spár um þróun fjárlaga Evrópusambandsins. Önnur byggist á því að allar boðaðar endurbætur á styrkja- stefnu sambandsins gangi eftir. Hin miðast við óbreytt ástand. Sérfræðingar bankans telja að þrátt fyrir að boðaðar end- urbætur gangi eftir verði ekki nægilegur afgangur af fjárlög- um Evrópusambandsins til að fjármagna stækkun. Þess vegna verði óhjákvæmilega að hækka núgildandi fjárlagaþak nema til komi enn róttækari endurskoðun en rætt hefur ver- ið um. Reynslan sýnir að þetta er ólíklegt. Miklu líklegra er að kostnaðurinn af stækkun sambandsins verði nær þeirri spá sem gerir ráð fyrir óbreyttri stefnu. „Versta spá“ bank- ans er því um leið sú sem hann telur líklegri niðurstöðu. Hún fæli að mati bankans í sér að auka þyrfti fjárframlög árið 2005 um næstum því 50% frá því sem nú er ráðgert. Við þetta miðar Hagfræðistofnun Háskóla íslands. Ekkert sem utanríkisráðherra eða aðrir Evróputrúboðar hafa sagt síðustu daga gefur tilefni til að ætla að sérfræðinga Hagfræði- stofnunar eða Dresdner-bankans skorti grundvallarþekkingu á málefninu. Evróputrúboðið mun ekki vinnast með þeim hætti sem reynt hefur verið að undanfórnu. Óli Björn Kárason I>V Skoðun í nafni guðs, föður, sonar og Mannanafnanefndar „Að gefa bömum nöfn getur vafist fyrir foreldrum og verið mikið tilfinningamál. Ríkisnafnaformúla þriggja manna rikisnefndar ætti ekki að flœkja málið, sœra fólk né valda óþarfa þjáningum“ Andri Ámason hrl., form. Mannanafnanefndar. verkfræöingur r w Kjallari Það þykir nú orðið frétt- næmt þegar hin svokail- aða Mannanafnanefnd heldur fundi og ákveður hvaða nöfn við höfum leyfi til að gefa börnum okkar og hvaða nöfn við getum ekki notað. Þú mátt skíra... Þú mátt skíra son þinn: Ljótur, Drengur eöa Hrærekur, Smiður og dóttur Ljótunn, Mey eöa Þula og Tala - samkvæmt Mannanafnanefnd! í lagi er að heita Eiiífur Friður og Guðmundur Falk Jónsson en hvorki má heita Lárentsinus Jónsson né Guðmundur Múli Jónsson - af hverju er ekki gott að segja! Þú mátt heita Hreinn Bolli, Barði Ögmundur Blöndal, Ölver, Kaldi, Krummi, Svanmundur, Franz, Fólki, Júníus, Júlí, Ágúst, Jörgen, Júrek, Sörli, Stormur, Lousie, Lúsinda, Lydia, Randalín, Rán, Rósmarý, Dendý, Nansý, Ilmur, Ann, Anne, Arína, íva, lunn, Nellý, Njála, Norma, Hertha og Ingimaría. En þú mátt ekki heita El- íza, Annarósa, Ýrena, Apríl, Maia, Maj, Jennifer, Guri, Grethe, Veron- ica, Jóhan, Leo, Regin, Hanz, Arnar- steinn, Ben, Jón Eðvald, Jón Bær- ings eða Jón Gautur. Þú mátt ekki skíra ... Sem dæmi um nöfn sem ekki má skíra, en eru samt mörg hver borin af íslendingum í dag, eru: Anthony, Bjarnar, Bil, Bjarkar, Siv, Aaron, Isabella, Kristofer, Alexsandra og Heiðaringi. Hvers vegna ekki má heita þessum ágætu nöfnum hlýtur flestum að vera hulin ráögáta, sér- staklega ef þau eru borin saman við mannanafnaskrá (þ.e. skrá um eig- innöfn og millinöfn sem teljast heim- il), þar sem t.d. má finna eftirfarandi löglegu og liklega frekar sjaldgæfu karlmannsnöfn: Aage, Ormur, Fenrir, Fabrisíus, Falk, Fólki, Frey- viður, Álfur, Adíel, Adolf, Fjörnir, Ásgautur, Ás, Alrekur, Arent. Af sérstæðum kvenmannsnöfnum mætti nefna: Aagot, Alfifa, Alvilda, Aris, Arín, Assa, Axelma, Ásla, Ás- röður. Ætli bömum með mörg þess- ara nafna yrði ekki frekar strítt en t.d. bömum sem bera nöfnin Ant- hony, Bjamar, Siv, Ólaf, Aaron, Isa- bella, Kristofer, Alexsandra eða Apr- íl sem öll eru á bannlista Manna- nafnanefndar?! En ein meginregla um íslenskt mannanöfn er einmitt að „það má ekki vera þannig að það geti orðið þeim sem ber það til ama“. Nefndin hefur ákveðið Mannanafnanefnd hefur enn frem- ur ákveðið fyrir oss hvaða nöfn séu karlmannsnöfn og hvað teljist til kvenmannsnafna. Sem dæmi má nefna Blær og Öm sem teljast til karlmannsnafna þótt sjálfur Laxness hafi talið Blæ til kvenmannsnafna og Öm hafi upphaflega verið kvenkyns- orð og táknað kvenfugl arnarins en Ari var orðið yflr karlfuglinn. Kona má heita Dagmar en ekki Dalmar þvi það er nafn fyrir karlmenn, segir nefndin. Erlendis era mörg dæmi um að karlmenn og kvenmenn beri sömu nöfn. Sem dæmi má nefna nafnið María í spænskumælandi löndum (sbr. forsætisráðherra Spán- ar sem heitir José María Asnar). Millinöfn sem Mannanafnanefnd hefur hafnað frá 1. janúar 1997 eru meðal annars: Bjamar, Bærings, Dalmar, Eðvald, Gautur, Laxdahl, Múli, Skagfjörð. Skagfjörð er hafnað en samt stendur í meginreglum um mannanöfh: „Millinöfn eru eins og ættarnöfn að því leyti að bæði karlar og konur geta borið sama nafnið. Dæmi: Jón Amfjörð Guðmundsson, Guðrún Amfjörð Hallgrímsdóttir.“ - þ.e. Amfjörð er í lagi, en Skagfjörð ekki. Hvernig á fólk að skilja þetta? Úr takti við tímann Ein meginregla um mannanöfn er að enginn má taka upp nýtt ættar- nafn hér á landi. Þessi hluti laganna er auðvitað líka úr takti við tímann. Að bera ættamafn - hvort sem það er af erlendum eða íslenskum upp- runa - eiga ekki að vera forréttindi fárra eins og er í dag. Hér á landi eru til einstaklingar sem bæði eru kenndir við móður og föður. Fólk hefur látið á það reyna að sækja um til nefndarinnar, að böm þeirra fái að bera bæði eftimöfn for- eldranna (ef annaö foreldrið ber ætt- amafn) og þá nota t.d. Unnarson eða Tryggvason sem „millinöfn“ - þó svo slíkt sé algengt erlendis og ætti að vera auðvelt að skilja hvers vegna hefur okkar mannananafnanefnd ekki skilið það og hafnað slíkum nöfnum. Hins vegar segir nefndin að í lagi sé að hafa Bíldsfells, Laufland og Hafnflörð sem millinöfh! Að gefa börnum nöfn getur vafist fyrir foreldrum og verið mikið til- flnningamál. Ríkisnafnaformúla þriggja manna ríkisnefndar ætti ekki að flækja málið, særa fólk og valda óþarfa þjáningum. Brýtur í bága við lög Að lokum má nefna að það er mat margra lögfróðra manna að manna- nafnalögin brjóti í bága við lög um mannréttindasáttmála Evrópu (1994), Stjómarskrána (1944), Samning Sam- einuðu þjóðanna um réttindi bams- ins (1992) og Mannréttindayfirlýs- ingu Sameinuðu þjóðanna (1948). Alþingismenn átta sig vonandi á þessu og fella lögin um mannanöfn úr gildi, það er kominn tími til að afmá þetta form af forsjárhyggju og afdalamennsku. - Varla er það vOji Alþingis að við séum eins og gang- andi þjóðminjasafn. Evrópudansinn dunar Björgvin G. Sigurösson framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar Evrópudansinn dunar á fullu þessa dagana. For- sætisráðherra semur af krafti við sjálfan sig um að ganga ekki í ESB og utanríkisráðherra þokar flokki sínum nær því að samþykkja aðildarum- sókn. Samfylkingin er stödd í miðri Evrópukynningu sinni og lýkur henni með því að blað verður brotið í sögu flokkslýðræðisins á Islandi. Þá kjósa flokksmenn um það hvort aðildcurumsókn verði sett á stefnu- skrá flokksins. Á lágu plani Evrópuumræðan hefur mestan- part verið á afar lágu „með eða móti“-plani. Málið er miklu flókn- ara en það hvort hægt sé að vera fyrirfram „með eða móti“. Þjóðar- hagsmunir kalla á vandaða, yfirveg- aða og itarlega umræðu þar sem far- ið er upp úr hjólforum flokkastjórn- málanna. Pólitískt pantaðar skýrsl- ur eða hlægilegar skoðanakannanir þjóna engum tilgangi öðrum en að drepa þessu mikilvæga máli á dreif og fresta því að íslendingar komist að niðurstöðu um það hvort við eig- um að freista þess að ná samnings- stöðu sem fullnægir hagsmunum okkar. Svo einfait er það mál. Heiðarleg umræða Rauði þráðurinn í Evrópukynn- ingu Samfylkingarinnar er að kynna og kanna ítarlega hverjir kostimir og gallamir við hugsan- lega aðUd að ESB eru á heiðarlegan og hreinskUinn hátt. Kostimir eru flölmargir og gáUamir líka. Einung- is opin og vönduð umræða skUar okkur á leiðarenda, sem er sá hvort við látum reyna á aðUdarumsókn. Það er langt í það að fólk þurfi að skipta sér upp í hatrammar já- og nei-fylktngar. Málið er ekki komið það langt. Pólitískur hugarburður Nú erum við stödd þar í Evrópu- ferlinu að draga fram kostina og gaUana. Evrópuúttekt Samfylking- arinnar liggur fyrir í bókinni ísland í Evrópu. Með slíkum vitrænum og yfirveguðum vinnubrögðum náum við farsæUi niðurstöðu. Ekki með vitleysislegum fullyrðingum og ímynduðum veruleika. Slík umræða er óheiðarleg og vinnur gegn hags- munum þjóðarinnar. Lok málsins eiga síðan að verða þjóðaratkvæða- greiðsla um hugsanlegan samning. Þá fyrst er hægt að taka endanlega afstöðu, byggða á staðreyndum en ekki pólitískum hugarburði. Innganga I Evrópusambandið - jafn margir vilja inngöngu í ESB og eru á móti 60 50 40 30 20 10 0 Fylgjandi Andvígir 49,9% 50,1% Þeir sem afstöðu tóku í þessari könnun. Október 2000 Júní 2002 „Pólitískt pantaðar skýrslur eða hlœgilegar skoðanakannanir þjóna engum til- gangi öðmm en að drepa þessu mikilvœga máli á dreif.“ Sandkom Týnda foreldrið Athygli hefur vakið harkaleg fram- ganga Halldórs Ásgrímssonar gegn Hagfræðistofnun Háskóla íslands i kjölfar skýrslu stofnunarinnar um kostnað af ESB-aðild. Þegar forsætis- ráðherra lét fyrir nokkrum mánuð- um í flós efasemdir um að Þjóðhags- stofhun hefði ávallt rétt fyrir sér fannst mörgum kaffihúsaspekingn- inn ómaklega vegið að heiðri stofiiun- arinnar. Sú gagnrýni komst þó ekki í hálfkvisti við gagnrýni Halldórs á Hagfræðistofnun, sem hefur þó ekki raskað ró á kaffihúsum með sama hætti. Ekki frek- ar en þegar Össur Skarphéðinsson sagði á Alþingi að forseti Hæstaréttar íslands væri „vildarvinur ríkis- stjórnarinnar". Annaðhvort hlýtur Hagfræðistofnun því að njóta meiri viröingar á kaffihúsum landsins en Hæstiréttur og Þjóðhagsstofnun eða þá hitt, að gestum þar finnist ekki svaravert annað en það sem kemur frá sjálfum forsætisráðherra. Gagnrýni samfylkingarfólks á skýrslu Hagfræðistofn- unar hefur einnig komið ýmsum í opna skjöldu í ljósi þess að annar höfunda hennar er einlægur Evr- ópusinni, var frambjóðandi fyrir Alþýðuflokkinn í þing- kosningum 1995 og síöan forystumaður í hreyflngu ungra jafnaöarmanna. Sem sagt týndi sonurinn með öf- ugum formerkjum. Skýrsla forsætisráðherra sem upp- lýsti um óheyrilegan kostnað sem fylgja myndi hugsanlegri aðild ís- lands að ESB hefur vakið óskipta at- hygli. Bryndís Hlöðversdóttir, Sam- fylkingu, gagnrýndi hana mjög og sagði það kæk hjá forsætisráðherra að koma með svona skýrslu um ESB þegar Halldór Ásgrimsson væri „ó-í- náajilegur“. Varð þá þessi vísa til hjá Ólafi á Syðri-Reykjum: Birtir skýrslu bossinn hér í bandalagió tregur þegar Halldór Ásgríms er ó-í-náanlegur. O-í-náanlegur Frasar og misheppnaðir brandarar „Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur gert nokkrar brotakenndar tilraunir á undanfornum vikum og mán- uðum til að gera sig gildandi í umræðunni um stöðu Is- lands gagnvart Evrópusambandinu. Að mínu mati hef- ur honum ekki tekist þaö sem skyldi. Þar kemur ýmis- legt til. Helstu veikleikar hans í pólitískri umræðu hafa birst þegar Evrópusambandsumræðuna hefur borið á góma. Frasar, útúrsnúningar og misheppnaðir brandar- ar hafa einkennt málflutning hans öðru frekar.“ Gunnlaugur Júlíusson á Hrifla.is Takmörkin og HM „Ásetningur minn í upphafi heimsmeistaramóts, sem haldið er í Japan og Kóreu, er að halda ró minni. Ef ég einsetti mér að horfa á allar beinu útsendingarnar myndi ég liggja flatur innan skamms ... Mér er sem sagt smám saman að lærast aö sefla mér takmörk. Ein- hverra hluta vegna tel ég mér trú um það. Ég ætla að bíða og sjá hvemig leikirnir í riðlunum þróast. Velja mér lið þegar að því kemur og halda með því. Efnilegir kandiídatar eru Englendingar, jafnlélegir og þeir era, og Danir en ég áskil mér rétt til þess að halda með hverjum sem er eftir því hvernig úr spilast." Kristján Þorvaldsson ! Séð og heyrt. Völtum yfir Framsókn „I fyrsta lagi verður að svipta Framsóknarflokkinn landbúnaðarráðherraembættinu. I öðru lagi verður að skipa sjálfstæðismann i embættið. 1 þriðja lagi þarf að valta yfir stefnu Framsóknarflokksins i íandbúnaðar- málum og skera kerfið upp að rótum. Hagræðingu verður að koma á í íslenskum landbúnaði þvi hann er í fyrsta lagi rekinn á kolvitlausum og skekktum for- sendum og í öðru lagi fullkomlega fær um að útvega neytendum sínar uppáhaldsfæðutegundir án aöstoðar og vorkunnar alþingismanna." Geir Ágústsson á frelsi.is Evrópusambandið af dagskrá Friðrik Daníelsson efnaverkfræöingur Kjallar 1 Þegar yfirgangur gömlu heimsveldanna í Evrópu- sambandinu hefur fariö úr hófi fram höfum við getað treyst á góða nágranna, oft Bandaríkjamenn, Rússa og jafnvel Norð- menn þegar þeim hefur runnið blóðið til skyldunnar. En nú eru Norðmennimir orðnir svo hvumpnir út af stórveldisstefnu ESB að þeir treysta ekki lengur frændum og samherjum. Um daginn héldu Norðmenn að íslendingar ætl- uðu að skjóta þeim ref fyrir rass á fiskmarkaðinum í Evrópu með því að ganga í ESB. Davíð varð sjálfur að fara utan á fund manna Noregs- konungs til þess að leiðrétta mis- skilninginn sem var eðlilegur. Skilja ekki íslensku Norðmenn era löngu hættir að skilja sitt upprunalega tungumál og skildu ekki „skoðanakönnunina“ til að vita að þar hefðu bara verið ein- hver félagasamtök úti í bæ að reka á eftir að fá lægri vexti handa fyrir- tækjum félagsmanna og notuðu til þess sérhannaða „skoðanakönnun" til að fá fyrirfram gefin jákvæð svör um ESB. Þeim varð ljóst að íslend- ingar ætluðu sér ekki að undirgang- ast ofurskattheimtukerfi ESB og þaðan af síður að leiða evrópska stjórnarhætti yfir landið og miðin. Norskir frelsiskerar Norðmenn urðu fegnir enda hafa þeir aðeins verið sjálfstæðir 39 árum lengur en íslendingar og langar ekki aftur i klærnar á einhverju Evrópu- veldi. Þeir áttu skilið að fá hrein- skiptna greinargerð um stöðu mála. Þeir standa stundum með okkur þeg- ar í haröbakkann slær, eins og þegar Evrópusambandsveldin reyndu að troða á okkur í þorskastríðunum, eða þegar alþjóðlegar umhverfistrú- arstofnanir (t.d. Alþjóða hvalveiði- ráðið) brjóta á okkur þjóðarrétt. Þeir eru, líkt og íslendingar, • bjargráða smáþjóð og ein af þeim tekjuhæstu í heimi, ásamt með evr- ópsku smáþjóðunum sem hafa haft vit á að standa utan ESB (Svisslend- ingum og Islendingum). Þeir létu ekki véla sig í ESB og stóðu óhagg- aðir þegar Svíar voru flæmdir inn 1994 meö útilokunardylgjum. Þjóð- aratkvæðagreiðslan um ESB-aðild í Sviþjóð var höfð á undan þeirri í Noregi beinlinis til þess að reyna að þvinga Norðmenn inn. Svíamir höfðu minna mótstöðuafl. Kjarkurinn að bresta? Það er ekki að vita hvenær Norð- menn missa kjarkinn og gefast upp fyrir útflokunarofríki ESB og drag- ast inn. Það væri reyndar ekkert Fylgjendum fjölgar milli kannana - mest andstaða meðal framsóknarmanna Afstaða eftir stuðningi við flokka Fylgjandi 21,5% 32,7% 45,8% 20,4% 38,6% 41% 21,1% 36,8% 42,1% 24,6% Andvígir 38,4% Óákv/sv. ekki 37% Samfylkingin 14% 48% 38% „Tilskipanirnar frá ESB gegnum EES-samninginn em þegar teknar að draga ís- land niður að stöðnunarstigi ESB og um leið rýmar kjarkurinn og sjálfstœðisvilj- inn, samanber skoðanakannanirnar, sem þó em oft marklausar, enda almenningur rangt eða illa upplýstur. “ slæmt fyrir íslendinga því þá gæt- um við líklega fengið tvihliða við- skiptasamning við ESB og losnað úr viðjum EES-samningsins sem við álpuðumst til aö samþykkja með Norðmönnum. Tilskipanimar frá ESB gegnum EES-samninginn eru þegar teknar að draga ísland niöur að stöðnunar- stigi ESB og um leið rýmar kjarkur- inn og sjálfstæöisviljinn, samanber skoðanakannanirnar, sem þó eru oft marklausar, enda almenningur rangt eða illa upplýstur. Hættan ekki liðin hjá Af viðbrögðum Norðmanna er ljóst að Islendingar verða að fara að gera ráðstafanir til þess að verjast stórveldisdraumum ESB. Norðmenn eru í verri aðstöðu eftir að bæði Sví- ar og Finnar lentu í ESB. Finnamir gátu ekki staðið á móti eftir að þeir misstu Rússaviðskiptin við fall Ráð- stjómarríkjanna og Svíamir voru orðnir of hrjáðir af velferðarveiki jafnaðarmennskunnar til að standa á móti. Það gætu orðið áratugir áður en ESB leysist upp. Á meðan verða Islendingar að tryggja sig. Það verður best gert með því að styrkja EFTA og WTO og gera betri viðskiptasamninga við Bandaríkin, Kanada, Asíu- og Suð- ur-Ameríkuríki - og efla og undir- byggja viðskiptin við Rússana. Efna- hagur þeirra þróast nú hratt. ís- lensk fyrirtæki vinna þegar að þessu. Það þarf að gera skurk í að styrkja þessa viðskiptauppbyggingu með rikjasamningum, enda liggur það beint við - hlutdeild ESB í heimsviðskiptunum heldur liklega áfram að þverra. En fyrst þegar búið er að breyta EES-samningnum í tvíhliða við- skiptasamning og afnema tilskip- anavald Brussel yfir íslandi verður hægt að taka ESB-aðild endanlega út af dagskrá. -4-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.