Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.2002, Page 24
44
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 2002
Tilvera dv
R. Kelly
með ungri
stúlku
R&B söngvarinn R. Kelly er
kominn í hann krappan. Hann var
fyrir skömmu handtekinn fyrir að
framleiðslu á bamaklámi og að
eiga kynmök við 15 ára gamla
stúlku. Verður hann þar af leið-
andi einnig kærður fyrir nauðg-
un.
Chigaco Sun-Times komst í
febrúar síðastliðnum yfir mynd-
band sem sýnir R. Kelly og um-
rædda stúlku í heitum ástarlotum
og er það bamaklámið sem hann
er kærður fyrir að hafa gert. R.
Keliy hefur þó staðfastlega neitað
að vera maðurinn á umræddu
myndbandi sem hefur farið um
Netið eins og eldur í sinu.
Verði hann sakfelldur gæti
hann átt yfir höfði sér 15 ára fang-
elsisvist.
Nýjung
Framþróun í eyrnagatagerð
Hárgreiðslustofan |
Klapparstíg i
Sími 551 3010 |
12 ) 33
Alltaf á
miðvikudögum
Jókertölur
mlðvlkudags
2 2 2 3 1
Ánægö með sýnlnguna
Listunnendurnir Herdís Þorvaldsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafs-
son eru ekki vön aö láta sig vanta þegar stórsýningar eru annars vegar.
Brosandi út að eyrum
Kjell H. Havorsen, norski sendiherrann á íslandi, og Matthías Kristiansen
þýöandi kunnu vel aö meta sumarsýninguna.
Menningarsinnaöir þulir
Dóra Ingvadóttir, Pálína Oddsdóttir og Hrafnhildur Jónsdóttir hafa allar veriö
þulir hjá RÚV og þær skoluöu listinni niöur meö Ijúffengum drykk.
Kvartett í stuði
Kvartett Kára Ámasonar hélt
tónleika í Stúdentakjallaranum síð-
astliðið laugardagskvöld. Vel var
mætt og þótti kvartettinn fara á
kostum. Á efnisskránni voru meðal
annars vel þekktir og minna þekkt-
ir djassópusar eftir Wayne Shorter,
Sonny Rollins og John Coltrane, svo
einhverjir séu nefndir. Færri
komust að en vildu svo að það væri
ánægjulegt ef Kári og félagar héldu
aðra eins uppákomu íljótlega.
Maður og borg
Margt var um manninn á opnun
sumarsýningar Kjarvalsstaða síð-
astliðinn fostudag. Að þessu sinni
samanstendur sýningin af fígúratíf-
um verkum í ýmsum miðlum úr
eigu safnins þar sem viðfangsefniö
er maðurinn i borginni og upplifun
hans á borgarlandslaginu: götum og
húsum og borgarlífinu; sambýlinu
við annað fólk, samkennd, ein-
manaleika, hópkennd og einstak-
lingshyggju. Sýningin, sem nefnist
Maður og borg, stendur til 25.
ágúst.
i syngjandi sveiflu
Kvartett Kára Árnasonar trommuleikara hélt uppi mikilli stemningu i
Stúdentakjallaranum. Meö Kára spila Siguröur Flosason á saxófón, Ómar
Guöjónsson á gítar og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa.
Biógagnrýni
Háskólabíó - Curse of the Jade Scorpion
Ekki nógu dáleiðandi Allen
★ ★■i
Hilmar
Karlsson
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
Sumir elska Woody Allen en aðr-
ir skilja ekki hvað þessi rindilslegi,
síkvartandi, taugatrekkti maður er
að gera í kvikmyndum. Sumir sem
elska hann halda mest upp á
dramatísku myndimar hans sem
byggja meira á persónusköpun en
söguþræði, eins og Hanna og syst-
umar, Manhattan og Annie Hall.
Aðrir eru hrifnastir af gamanmynd-
unum hans og vitna þá gjarnan í
fyrstu myndirnar, eins og Take the
money and run og Play it again
Sam. Spurningin er hvort Allen
finnist að hann hafi ekki sinnt gam-
anmyndaaðdáendunum nægilega á
undanfómum árum og það sé þess
vegna sem hann einbeitir sér núna
að kómík frekar en drama - því
Curse of the Jade Scorpion leitar á
sömu grínmiðin og síðasta mynd
hans, Small Time Crooks.
Curse of the Jade Scorpion gerist
á Manhattan árið 1940 og Allen leik-
ur sjálfur spæjarann C.W. Briggs
sem vinnur fyrir tryggingafyrir-
tæki. Hann hefur orð á sér fyrir að
geta leyst erfiðustu mál og fengið
allar konur í rúmið með sér - þang-
að til Betty Ann Fitzgerald (Helen
Hunt) er ráöin á skrifstofuna til að
hagræða störfum og auka afköst.
Henni fmnst aö Briggs og hans að-
ferðir hefðu átt að deyja út með
risaeðlunum þannig að þeirra sam-
skipti eru vægast sagt eitmð. í
vinnustaðapartii á veitingastað fær
dávaldur óvinina tvo upp á svið,
lætur þau falla í trans og fær þau til
að tjá hvort öðru ást sína. En brand-
arinn er ekki búinn þvi hann leysir
þau aldrei alveg undan dáleiðslunni
heldur hringir í þau, segir leyniorð-
in og fær þau til að gera alls kyns
kolólöglega hluti.
Allen getur skrifað alveg óskap-
lega fyndinn texta og samtöl. Rifr-
ildi þeirra Hunt eru sum hver
óborganlega fyndin og helst myndi
maður vilja læra þau utan að og
bauna á einhvem sem manni er illa
við því það krefst listamanns að
setja þvilikan dónaskap saman.
Hunt er sannfærandi í hlutverki
hinnar eitilhörðu Fitzgerald og
deplar ekki auga þegar hún snarar
út úr sér setningum eins og „hvað
ert þú að gera hér, ormétandi skrið-
dýrið þitt, drífðu þig út áður en þú
færð hjartaáfalT. Hún minnir
skemmtilega á kventöffara í kvik-
myndum funmta áratugarins, eins
og Rosalind Russel og Katharine
Hepbum, með harðan skráp en
mjúk eins og búðingur undir niðri.
Dan Ackroyd er líka ágætur í hlut-
verki eiganda tryggingafyrirtækis-
ins og Charlize Theron er æðisleg
sem hin forríka Laura Kensington
sem verður smáskotin í Briggs.
Svipmyndir úr ofurkrimmanum
The Big Sleep koma upp í hugann
þegar Theron tekur á móti Allen í
náttslopp með viskíglas, eins og
Bacall gerði við Bogart forðum. Með
þeim eru leikaramir Brian Markin-
son og Wállace Shawn sem trygg-
ingasölumenn og David Ogden Sti-
ers sem dávaldurinn ógurlegi, stað-
góðir eins og enskur morgunverður.
Sagan er ágæt þótt hún ríghaldi
manni ekki allan tímann og Man-
hattan á því herrans ári 1940 hefur
sjaldan litið betur út. En þótt brand-
aramir renni áfram á færibandi
hlær maður ekki oft upphátt og það
skiptir mann ekki öllu máli hvemig
fer fyrir aðalpersónunum.
Aðalgallinn við myndina er eigin-
lega Allen sjálfur. Hann er á sjötugs-
aldri, orðinn fullgamall til að leika
rómantískt aðalhlutverk, og ég er
þess fullviss að myndin hefði orðið
sterkari ef t.d. Sean Penn, sem stóð
sig svo frábærlega i Allen-myndinni
Sweet and Low Down, hefði fengið
að spreyta sig sem spæjarinn C.W.
Briggs - áhorfendur hefðu örugg-
lega farið dáleiddari heim.
Lelkstjóri og handritshöfundur: Woody
Allen. Kvikmyndataka: Zhao Fei. Aöal-
leikarar: Woody Allen, Helen Hunt, Dan
Aykroyd, Brian Markinson, Wallace
Shawn, David Ogden Stiers, Charlize
Theron.